Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 Skriðdrekar héldu út á strætin fólkinu. Sérhver ríkisstjórn, sem ný- tekin er við völdum, er fast- ákveðin í að breyta umheim- inum. Fyrr eða síðar — með fyrra fallinu, ef hún hefur heppnina með sér — neyðist hún til að endurskoða ráðagerðir sínar og starfsaðferðir. Það ræður úrslit- um um festu hverrar ríkisstjórn- ar, hvort hún er fús til að endur- skoða sjónarmið sín af fullri al- vöru og draga siðan nauðsynlegar ályktanir. Ef hún stenzt ekki þetta próf, ef orkunni er sóað í að reyna að réttlæta óbreytta pólitíska af- stöðu, er alveg óhjákvæmilegt, að pólitísk vandræði og óreiða fari vaxandi. I þessum skilningi var endir bundinn á náðartíma Reagan- stjórnarinnar, þegar skriðdrekar tóku völdin á götunum í Póllandi, hinn 13. desember síðastliðinn. Fyrir kosningarnar 1980 tók ég virkan þátt í kosningabaráttunni í Póllandi til að halda aftur af manna hafði verið tekinn höndum og verkföll brotin á bak aftur. Frelsisunnandi Pólverjar, sem væntu stuðnings frá Vesturlönd- um, fengu aðeins að heyra um ráðaleysislegar undanfærslur, hugvitsamlega réttlætingu á eigin vanmætti eða þá innantómt málskrúð, sem aldrei gat leitt til neinna raunverulegra aðgerða. Þegar ráðherrarnir höfðu loks komið saman, lét bandalagið í það skína, að það harmaði hlut Sovét- ríkjanna og samsekt, en viðbrögð bandalagsins voru því ósamkvæm — öllum aðgerðum skyldi slá á frest. Þetta tómlæti í viðbrögðum vestrænna ríkja við atburðunum í Póllandi hefur afleiðingar í för með sér, miklu víðtækari en það sem varðar harmleik pólsku þjóð- arinnar. Það undirstrikar ósam- lyndið innan bandalags vestrænna Við yrðum að koma þeim á smátt og smátt. Þegar á allt er litið, segja menn, hafi Sovétmönnum verið afhent Pólland á Jalta- ráðstefnunni, og sú ráðstöfun svo verið staðfest í Helsinki-sam- komulaginu. Og það sem við fáum að heyra núna, þrátt fyrir það að Helsinki-sáttmálinn hafi verið augljóslega fótum troðinn, er, að áfram verði að halda uppi öllum diplómatískum samböndum með hinum æöstu fulltrúum og jafnvel auka þau stórlega. Því verri sem hin pólitísku vandkvæði séu, þannig hljóma röksemdirnar, þeim mun þýðingarmeiri séu slík diplómatísk sambönd — jafnvel fundur utanríkisráðherra Banda- rikjanna og Sovétríkjanna, jafnvel ráðstefna æðstu manna. Þessi röksemdafærsla endur- speglar undarlegt sambland öfga- sinnaðra skoðana — þeirra, sem ekkert vilja að hafast, og svo Pólskur hermaður á götu í Varsjá. ATBIJRÐIRNIR I HENRY A. KISSINGER: PÓLLANDI OG REAGAN FORSETI fyrir Ronald Reagan og var þá sannfærður um, að breytingar í bandarískum stjórnmálum væru afar æskilegar fyrir þjóðarheill. Ég er enn þeirrar skoðunar, að í sjálfum stjórnvöldunum séu fólgin beztu tækifæri hinna frjálsu þjóða, og að það skipti raunar sköpum fyrir þjóð vora og fyrir alla þá, sem háðir eru okkur, að Bandarikjastjórn fari lausn mála vel úr hendi. Og samt er það ein- mitt skylda þeirra, sem teljast hlynntir stjórninni, að vara við, þegar alvarleg pólitisk vandræði eins og þau, sem núna ríkja í Pól- landi, leiða í ljós þvílíka óeiningu og pólitískt fálm, sem hæglega getur leitt til óviðráðanlegs ástands, ef látið er viðgangast. Það liðu á sinum tíma heilar fjórar vikur frá því herlög voru sett í Póllandi, og þar til utanrík- isráðherrar Atlantshafsbanda- lagsins sáu sér loks fært að koma saman til þess að ráðgast um og íhuga „viðbrögð“. Á meðan sátu þúsundir úr röðum forystumanna hinna frjálsu pólsku verkalýðs- samtaka skjálfandi af kulda i fangabúðum; mikill fjöldi mennta- ríkja, það er um leið táknrænt fyrir skilningsskortinn á því, hver sé raunveruleg undirstaða örygg- isins og sýnir um leið allt að því hreinræktaða skelfingu andspæn- is hernaðarmætti Sovétríkjanna. Stjórnmálaleg samskipti austurs og vesturs, sem ættu að endurspegla visst jafnvægi milli styrkleika og sátt- fýsi, eru nú í þeirri hættu, að breytast í eins konar öryggisvent- il, sem Sovétmenn notfæra sér til þess að meta áhrifin af árásar- pólitík sinni. Verzlun og efna- hagstengsl, í fyrstu hugsuð sem hvatning til Sovétmanna að halda sóknarstefnu sinni í skefjum, er nú í þann veginn að verða hugs- anlegt kúgunartæki í höndum Sovétmanna, notað gegn okkur en ekki af okkur. Eins og stendur virðast Vesturlönd síður fús til þess en Moskva að rjúfa þessi tengsl. Það myndi þó hafa verið svolítil huggun í því, ef hægt hefði verið að kenna eingöngu þessari hikandi afstöðu ríkja Evrópu um rikjandi ástand. Það er heldur lítið, sem foiystumenn vestur-evrópskra ríkja geta státað af í þessum efn- um. En við Bandarikjamenn höf- um heldur ekki markað neina ákveðna stefnu. Við ætlum að nota hringlandahátt Evrópubúa sem gilda afsökun okkur til handa. En þetta er ekki einasta ástæðan fyrir erfiðleikum vestrænna ríkja. Atburðirnir, sem hafa verið að gerast í Póllandi að undanförnu og allt fram á þennan dag, hafa kom- ið Vesturlöndum í standandi vandræði; á því er ekki nokkur vafi. Við gátum ekki gripið til neinna hernaðaraðgerða, og það hefði verið rangt að bregðast við eins og við gætum það. Það er ósköp skiljanlegt, að Vesturlönd hafa verið hikandi við að hvetja pólsku þjóðina til beinnar and- spyrnu, sem við gætum svo ekki stutt. Hins vegar eru stjórnmála- skörungar aldrei dæmdir af al- menningi vegna þess hve mjög þeir hafi einbeitt sér og brotið heilann um einhver pólitísk vand- kvæði, sem upp koma, heldur af hæfni þeirra að grípa til annarra og viðeigandi valkosta. Allt frá fyrsta degi þving- unaraðgerðanna í Pól- landi hefur skollið á heil skæðadrífa af röksemdum fyrir því að hafast ekki að — og ef við erum alveg hreinskilin í þessum efnum, þá hafa þessar röksemdir ekki eingöngu heyrzt frá Evrópu. í fyrstu heyrðust aðvaranir um, að við skyldum ekki bregðast um of harkalega við, til þess að mann- kynssagan skellti ekki síðar skuld- inni á okkur, ef pólska þjóðin ákvæði að veita mótspyrnu. Einn- ig var sagt, að viðbrögðum vest- rænna ríkja skyldi stillt í hóf til þess að eyðileggja nú ekki þá möguleika, að pólska herforingja- stjórnin kynni hugsanlega að fall- ast á einhverjar tilslakanir eins og látið var í skína í fyrstu tilkynn- ingum frá stjórnvöldum. Þá var farið að leggja þunga áherzlu á að fara að öllu með gát til þess að Sovétmenn fyndu sig ekki hvatta til beinnar íhlutunar. Það næsta, sem heyrðist, var, að ekki mætti neyða bandamenn okkar til að taka hlutlausa afstöðu í þessu máli vegna fljótfærnislegra að- gerða af hálfu Bandaríkjamanna. þeirra, sem færa þau rök, að sé ekki allt hugsanlegt gert, þá sé betra að gera ekkert í málinu. En í dýpri skilningi stöndum við núna andspænis því, að þurfa að láta ýmsar pólitískar meginhugsjónir fyrir róða. Úr því að pólska hern- um var sigað á þjóðina, hefði það átt að vera augljóst, að „Sam- staða“ i þeirri mynd, sem þau samtök höfðu þróazt, myndi verða brotin á bak aftur, nema til kæmu svo ákveðin og röggsamleg við- brögð af hálfu vestrænna rikja, að þau gerðu pólsku herstjórninni al- veg augljósa þörfina á að endur- skoða öll sín mál. Kommúnistar láta aldrei neins konar efasemdir, sem þeir kynnu í fyrstu að hafa um skynsemina í einhverjum ákvörðunum, aftra sér í neinu; þeir færu sér t.d. ekki hægar við framkvæmdina, né legðu nokkrar hömlur á sig, þegar hið pólitiska markmið er innan seilingar. Öll þessi tímasóandi óákveðni — allar hótanirnar um aðgerðir á næstunni — hafa misst marks í tveimur meginatriðum. í fyrsta lagi var tíminn Sovétmönnum í vil. Því lengur sem herlög eru í gildi, þeim mun líklegra er, að öll andstaða koðni niður; allar að- stæður færu greinilega að taka á sig rólegri svip, af því að and- spyrnan hefði verið moluð niður. í öðru lagi hefði einasti möguleik- inn á að bjarga þó einhverju verið sá, að Vesturlönd hefðu brugðist við snöggt og skelegglega, hefðu sleppt öllu málskrúði, en samt skilið eftir opna leið til samninga — eins og til að veita Sovétríkjun- ’im—nwr*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.