Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 RÆTT VID JÓSAFAT LÍNDAL SPARISJÓDSSTJÓRA í KÓPAVOGI „Mitt starf hefur alltaf verið aö ferðast í þessum fjártnálaheimi, fyrst hjá Skeljungi frá '38 til '68, og síðan hjá Sparisjóði Kópavogs þar sem ég er enn. Ég hef það bara ágætt í dag og þarf ekkert að vinna frekar en ég vil." I»að er Jósafat Líndal, sparisjóðsstjóri í Kópavogi, sem hér talar. Lífshlaup Jósafats er um margt nokkuð litríkt. Um þessar mundir verður hann sjötugur, en gefur sér þó engan tíma til að spá í aldurinn, enda stórfum hlaðinn og á kafi í félagsmálavafstri af ýmsum toga. Jósafat gaf sér þó tíma til aö spjalla svolítið þegar við sóttum hann heim eina kvöldstund í vikunni. „Þú spyrð um uppruna og æsku. Eg er sólstöðubarn, fæddur 21. júní 1912 á Holtastöðum í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar mínir voru Guðríður og Jónatan Líndal. Áður en þau fóru að búa á Holta- stöðum var móðir mín skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi og fað- ir minn kaupfélagsstjóri. Á hann hlóðust margvísleg opinber störf og var hann því tímunum saman að heiman. Þegar ég fyrst fer að muna eftir mér, tel ég að Holtastaða- heimilið hafi verið dæmigert bændaheimili, í svipuðum skorðum og þau hafa verið frá ómunatíð. 011 ferðalög voru á hestum og má segja að ég sé alinn upp á hestbaki, því það var mjög snemma farið að nota mig til að sækja hrossin og koma þeim aftur í haga, en á heim- ili mínu voru fimmtán tamin hross. A sumrin var ég látinn ná í hrossin á hverjum laugardegi. Þau voru þá höfð inni um nóttina og því tilbúin til útreiðar á sunnudögum. Þessar sunnudagsferðir voru mikil upp- lyfting fyrir fólkið, kannski alla nema mig, því sjálfsagt þótti að ég snerist í kring um hestana og hefði allt í góðu lagi. Lengsta ferð sem ég hef farið ríðandi var þegar ég var lánaður sem hestasveinn með tveimur höfð- ingjum, þeim Boga Brynjólfssyni sýslumanni og Magnúsi Péturssyni einnig naut ég góðs af návist séra Gunnars Árnasonar sem bjó á heimili okkar. Áður en ég fór í gagnfræðaskóla lærði ég fyrsta bekkinn heima á Holtastöðum. Ég man að eftir gagnfræðaprófið fór- um við strákarnir gangandi saman frá Akureyri vestur í Húnavatns- sýslu sem var alvanalegt. Þetta voru ég, Halldór Pálsson búnað- armálastjóri og Óskar Magnússon skólastjóri. Með okkur voru tveir Dalamenn, sem áttu lengri leið fyrir höndum, þeir Ragnar Jóhann- esson og Jón frá Ljárskógum. Pabbi vildi alltaf að ég yrði bóndi og sendi mig á Hvanneyri í þrjá mánuði síðari hluta vetrar 1932. En ég varð aldrei hneigður fyrir bú- skap. Sumarið '32 sigldum við Unnsteinn Ólafsson, síðar garð- yrkjustjóri, til Kaupmannahafnar. Tilgangurinn var þrátt fyrir allt að fara í landbúnaðarnám, en Unn- steini leist nú ekkert á þetta frekar en mér. Til að læra málið byrjuðum við á að vinna þrjá mánuði á bú- garði þetta sumar." — Og síðan hefur þú hellt þér út í landbúnaðarnámið? „Nei, blessaður vertu. Ég hætti við það og fór í verslunarnám í Kaupmannsskólanum. Eftir það fór ég svo í Verslunarháskólann og lauk þaðan prófi árið 1937. Þetta var á krepputímanum og mér Jósafat fyrir ulan heimili sitt við Sunnuhraut í Kópavogi. FANNST OMÖGULEGT AÐ HAFA BÆINN ÁN BANKAÞJÓNUSTU bæjarlækni í Reykjavík. Við riðum frá Blönduósi til Borgarness og man ég enn hvað mér þótti þetta þreytandi ferð. Við höfðum tíu hesta og rákum sjö. Eg átti í miklu stríði við að halda klárunum á veg- inum, en ekki vantaði að mér væri stjórnað með hrópum og köllum. Einn mátti ég snúast í kringum þetta allt saman, því fyrstu tvo dagana voru blessaðir kallarnir báðir í glasi. I annað sinn var ég sendur með tveimur konum suður í Vatnsdal. Þær riðu báðar í söðlum. Önnur var geysilega stór og þung, þannig að ég þurfti að fylgjast með að vel væri gyrt og finna góðar þúfur þeg- ar farið var á bak. Ég man alltaf hvað þetta var óskemmtileg ferð fyrir mig, unglinginn, því það var riðið fót fyrir fót og ekki um annað talað en kvenfrelsismál, enda önn- ur konan þekkt á því sviði og rit- stjóri kvennablaðs." - Ekki þó Bríet? — Nú, hvað heldurðu maður? Sverrir lét þá heyra það — En svo við snúum okkur að menntun þinni. Hvernig var að- staðan til náms? „Sjálfur hafði ég mjög góða að- stöðu. Móðir mín kenndi mér og fannst alveg gerólíkt hvað dansk- urinn var á undan okkur. Þessi tími er kallaður Staunings-tímabilið í dönskum stjórnmálum. Stauning var þá að brjótast til valda. Hann var helvíti sterkur kall eins og Anker í dag, nema hvað hann var alltaf að vinna á en Anker tapar sífellt. Af okkur námsmönnunum þarna úti held ég að þeir hafi verið telj- andi sem ekki stunduðu námið reglulega. I fljótu bragði man ég aðeins eftir tveimur eilífðarstúd- entum, landsþekktum greindarpilt- um, sem við skulum ekkert nefna. Sumir voru ægilega blankir en ég hafði einhvernveginn alltaf nóg. Nú, þarna kynntist ég Áslaugu, konunni minni. Hún er Færeyingur og kom til Kaupmannahafnar til að leggja stund á kennaranám. Við giftum okkur syo í Færeyjum á heimleiðinni til íslands vorið 1938. Á þessum tíma hélt íslendinga- félagið stundum skemmtifundi. Þá var reynt að nudda forsætisráð- herra, til dæmis Hermanni, ef hann var úti, til að mæta, því hann splæsti þá jafnan bjór á okkur. Síð- ' an var siður að einhver okkar tæki að sér að skamma hann hressilega fyrir pólitíkina heima. Oftast kom það nú í hlut Sverris Kristjánsson- ar sem var mikill kommi og lét þá • nú aldeilis heyra það." „Der bleibt ein Narr" „Þegar ræðuhöldum lauk fóru menn að syngja úr gömlu stúdenta- söngbókinni, því þetta áttu nú að vera skemmtifundir. Vinsælustu söngvarnir voru „Kakali gerðist konungsþjónn" og „Eldgamli Carlsberg", en það var einmitt Carlsberg-bjór sem ráðherrann „iH-gar nú sjálfur Matthías var farinn að efast, bá er ekki skrýtið að svona kallar eins og ég skuli gera það." veitti og okkur þótti bestur drykkja. Eg held meira að segja að ég eigi stúdentasöngbókina ennþá. Bíddu hægur." Jósafat bregður sér frá og kemur aftur stuttu síðar, ekki bara með bókina góðu, heldur líka Carlsberg sem hann býður upp á — svona rétt til að hressa upp á minnið og rifja upp Hafnarstemmninguna. „Já, okkur þótti nú gott að komast í hann þennan," segir Jósafat. „Það er bara verst hann skuli vera volg- ur." — Við gluggum í bókina. Á henni er ártalið 1894 og stendur að hún sé gefin út af „félaginu", þ.e. Hinu íslenska stúdentafélagi. Á tit- ilblaði gefur að líta eftirfarandi: „Wer nicht liebl Wein, Weib und l.rsanií, der bleibl ein Narr si'in U-ben lan|< " (Sá xem ckki elskar vín. óð né faj(ran wvanna, vernur alla ævi sín. andslygnn gónra manna.) Af velsæmisástæðum kemur okkur Jósafati saman um að kveðskapur þessi sé lítt til siðbótar fallinn, en lesendum til fróðleiks skal upplýst að höfundur drykkju- vísunnar er enginn annar en sjálf- ur Marteinn Lúther. „Já, það var alveg sandur af skemmtilegum mönnum í Kaup- mannahöfn á þessum tíma. Ég get til dæmis nefnt þér Ólaf vin minn Björnsson, en hann er Húnvetning- ur og við höfum þekkst frá barn- æsku. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta hafa verið indælir tímar í Kaupmannahöfn. Hins vegar er ég ekki frá því að danskurinn hafi misst svolítið húmor eftir stríð." Jósafat stóð í eldlínunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi á sínum tíma. Við báðum hann að segja okkur svolítið frá þeirri bar- áttu: „Ég fór ekkert að skipta mér af pólitík fyrr en í hreppsnefndar- kosningunum hér í Kópavogi árið 1953. Þá skipaði ég efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins." — Af hverju Sjálfstæðisflokks- ins? „Mér fannst og finnst Sjálfstæð- isflokkurinn vera flokka heilastur í að tryggja almennt frelsi. Ég er á móti of mikilli miðstýringu. Mið- stýring verður að vera í hófi, ann- ars drepur hún niður einstakling- inn og sjálfstæði hans. Of mikil völd á einni hendi hafa oftar en ekki reynst illa, að minnsta kosti erlendis." Útstrikunarmál og lóðamál Þegar ég rifja upp pólitíkina hér, þá er einkum tvennt sem fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.