Morgunblaðið - 10.07.1982, Page 1

Morgunblaðið - 10.07.1982, Page 1
44 SIÐUR 150. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hafréttarsáttmálinn: V estur-Þjóðverjar bíða með ákvörðun Bonn, 9. júlí. AP. VESTUR-ÞJÓÐVERJAR hafa enn ekki ákveðið hvort þeir muni undirrita hafréttarsáttmálann nýja í desember nk., að því er talsmaður stjórnarinnar sagði í dag. Vestur-Þjóðverjar voru meðal þeirra ríkja, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í maí sl., en aðeins Bandaríkjamenn hafa enn sem komið er ákveðið að undirrita ekki sáttmálann. Karl Paschke, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, sagði, að stjórnin ætlaði að hugsa sitt ráð og að ekki væri ólíklegt, að hún færi fram á, að tekið yrði meira tillit til hagsmuna iðnríkjanna en gert er í sáttmálanum. Iðnríkin eru óánægð með ákvæðin, sem lúta að vinnslu málma og annarra auðlinda á hafsbotni, og segja, að þau komi í raun í veg fyrir nýtingu þeirra. Paschke sagði, að afstaða Bandaríkjastjórnar myndi vega þungt við lokaákvörðun vestur- þýsku stjórnarinnar. í kvöld var tilkynnt í Bandaríkj- unum og Venezuela, að hvorug þjóðin myndi undirrita hafrétt- arsáttmálann á vetri komanda. Ríkið ráði hjónalífínu Belgrað, 9. júlí. AP. í FRETTUM frá Albaníu segir, að þingið þar í landi hafi samþykkt lög þar sem aukinn er og itrekaður rétt- ur ríkisins til að hafa full afskipti af fjölskyldumálum þegnanna og sker- ast í leikinn þegar þurfa þykir. Tanjug-fréttastofan júgóslavn- eska segir, að í Tirana-útvarpinu, hinni opinberu málpípu stjórnar- innar og kommúnistaflokksins, hafi verið sagt, að þessi lög gerðu endanlega út af við þá „smáborg- aralegu firru, að hjónabandið og fjölskyldan væru eitthvert einka- mál og að ríkið og þjóðfélagið þyrftu ekki og gætu ekki gripið þar inn í. Yfirvöldin og stofnanir þjóð- félagsins eiga að sjá svo um, að samskiptin innan fjölskyldunnar séu með réttum hætti." Samkvæmt fyrri lögum eru allar albanskar fjölskyldur skyldaðar til að ala börn sín þannig upp, að þau verði „góðir kommúnistar". Albanskir kommúnistar líta á sig sem hina einu sönnu og benda á því til staðfestingar, að hvergi annars staðar sé guðleysi opinber stefna. Þeir fylgja kenningum Jós- efs Stalíns en eftir dauða hans hættu þeir samskiptunum við önn- ur kommúnistaríki, sem þeir sögðu hafa svikið hugsjónir hans. Tanjug segir, að í nýju lögunum sé það ekki lengur talin fullgild ástæða fyrir skilnaði, að bæði hjónin fari fram á hann. Gull hækkar en dollarinn fellur London, 9. júlí. AP. GULL hækkaði mjög i verði í dag, um 16 dollara hver únsa, vegna lægri vaxta í Bandaríkjunum og doll- arinn féll að sama skapi. Silfurúnsan hækkaði um 6 dollara. Gullkaupmenn í Ziirich segjast búast við áframhaldandi verð- lækkun dollarans út næstu viku en nú fást 329,25 dollarar fyrir gull- únsuna, sem gekk á 313,25 í gær. Vextir voru lækkaðir lítillega í Bandaríkjunum í gær og í dag voru vextir, sem miðaðir eru við eurodollar, lækkaðir úr tæpum 16% í 15%. Gengi enska pundsins hækkaði örlítið. p f~r- < « > . fsr € m **m-'*3 Leynilögreglumenn í London eru hér með hhita mf fölsuðum 20-punda seðlum, sem þeir fundu i gullslegnum Rolls Royce-bíl sl. miðvikudag. Falsaðir seðlar, að upphæð 500.000 pund, fundust í Rollsinum og aðrar fimm milljónir, ásamt prentplötunum, í flutningabíl ekki langt frá. stmamynd ap. Líbanon: Brottför skæruliða sögð á næsta leiti * OstaÖfestar fregnir um að Sýrlendingar vilji ekki taka við þeim Beirút, 9. júlí. AP. SAMNINGAVIÐRÆÐUR um brott- för palestínskra skæruliða frá Líban- on eru nú sagðar á mjög viðkvæmu stigi en í dag var rætt um að flytja þá Leitað í rústum húss 1 VesturBeirút, við ströndina, sem jafnað hefur verið við jörðu í átökunum að undanförnu. stmnmynd ap. PLO-menn bendlaðir við heróínsmygl til Svíþjóðar Stokkholmi, 9. júlí. AP. SÆNSKA blaðið Expressen seg- ir frá því í dag, að palestínskir skæruliðar hafi aðstoðað eitur- lyfjahring, sem var undir stjórn Armeníumanna, við að smygla heróíni til Svíþjóðar og að hér sé um umfangsmesta eiturlyfjamál að ræða, sem upp hafi komið í Svíþjóð. Expressen vitnar í heimildir innan sænsku fíkniefnalög- reglunnar og segir, að félagar úr Frelsissamtökum Palest- ínumanna hafi veitt Armeníu- mönnunum aðstoð með því að taka að sér að koma heróíni frá Beirút til Stokkhólms hvað eftir annað. Einnig hafi smyglararnir fengið hjálp hjá foringja í líbanska hernum, sem er nafngreindur, Adnan Chaaban, en hann er náskyld- ur Salim nokkrum Chaaban, sem nýlega var dæmdur í sex ára fangelsi í Svíþjóð fyrir eiturlyfjasmygl. Að sögn Ex- pressen skýrði Chaban sjálfur lögreglunni frá hverjir hefðu aðstoðað hann, en hann var handtekinn í október með hálft annað kíló af heróíni í farangri sínum. Handtökurn- ar leiddu þá til víðtækra að- gerða lögreglunnar en síðan hefur ýmislegt komið upp úr dúrnum, svo sem að sönnuð þykir nú aðild PLO-manna að málinu. Smyglarahringurinn mun hafa komið heróíni til Svíþjóðar að söluverðmæti um 100 milljónir sænskra króna áður en hann var rofinn. meó langferðabifreiðum til Sýr- lands. Hin opinbera sýrlenska frétt- astofa sagði hins vegar í dag og hafði eftir ónefndum embætt- ismanni, að útilokað væri, að skæru- liðarnir fengju hæli í Sýrlandi. Líbanska ríkisútvarpið segir, að í áætluninni um brottför skæru- liðanna sé gert ráð fyrir, að þeir verði fluttir með langferðabifreið- um til Sýrlands, 48 km veg, og að ísraelsmenn dragi her sinn til baka um einn kílómetra svo að skæruliðarnir komist óáreittir ferða sinna. Skæruliðarnir, 8.000 talsins, fá að taka fjölskyldur sín- ar með sér og léttan vopnabúnað en önnur vopn verða þeir að skilja eftir. Sameinuðu þjóðirnar eiga að hafa eftirlit með brottflutningn- um og yrði liðsafli þeirra skipaður bandarískum landgönguliðum og frönskum fallhlífahermönnum. Shafik Wazzan, forsætisráð- herra og helsti fulltrúi múham- eðstrúarmanna í líbönsku stjórn- inni, tók í dag þátt í samningavið- ræðunum ásamt Habib, sendi- manni Bandaríkjastjórnar, en hann hefur ekki viljað við Habib tala síðustu fimm dagana. Wazzan sagði í dag við fréttamenn, að vel hefði miðað í viðræðunum en tím- inn væri að renna út. „Það, sem mestu skiptir, er að bjarga Líban- on,“ sagði hann. Sýrlenska fréttastofan hafði það í dag eftir ótilgreindum emb- ættismanni, að skæruliðarnir gætu ekki farið til Sýrlands, „enda hefur PLO ekki farið fram á það“. „Við venjulegar aðstæður er Sýr- land opið Palestínumönnum og öllum aröbum en eins og nú hátt- ar, meðan þeir bíða lögmætra réttinda sinna, er Beirút heimili þeirra," sagði embættismaðurinn að sögn fréttastofunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.