Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982
9
Til sölu í smíðum
Tvær sérhannaöar íbúöir fyrir fatlaöa í húsi viö Álfa-
land í Fossvogi, sem nú eru nýhafnar framkvæmdir
viö. íbúöirnar eru á fyrstu og annarri hæö, 122 fm og
bílskúr, sem er sambyggöur viö íbúöina.
íbúöirnar eru algerlega sérbýli.
Teikningar eru til sýnis á byggingarstað t dag og á
morgun frá kl. 2—5 e.h.
Örn ísebarn. Kaupendaþjónustan.
Sími 31104. Sími 30541.
OPIÐ LAUGARDAG 1—4
LOKAÐ SUNNUDAG
KRUMMAHÓLAR
2ja herb. ca. 55 fm nýleg
íbúö í lyftublokk. Fullbúiö
bílskýli. Laus 1. ágúst.
VITASTIGUR
3ja herb. ca. 65 fm nýendurnýj-
uð hæð í timburhúsi. Sér inn-
gangur, bílskúr. Laus í júlí.
HRAUNBÆR
3ja—4ra herb. ca. 100 fm ágæt
íbúð á 3. hæö. Þvottur og búr
innaf eldhúsi. Laus fljótlega.
GOÐATÚN —
GARÐABÆ
3ja herb. ca. 55 fm íbúð á
jaröhæö. ibúöinni fylgir
mjög stór bílskúr. Ákveöin
sala. Laus 15. september.
NJARÐARGATA
Miðhæð ca. 90 fm í timbur-
húsi. Verið er aö standsetja
íbúðina frá grunni. Hag-
kvæmt fyrir kaupanda aö
semja strax og vera meö í
ráðum um innréttingar/
teppi og liti.
LAUGARTEIGUR
3ja herb. ca. 90 fm ágæt
íbúö i kjallara. Ákv. sala.
HJALLABRAUT HF.
3ja—4ra herb. falleg íbúö á
1. hæð ca. 100 fm. Búr innaf
eldhúsi. Furuklætt hol.
KIRKJUTEIGUR
4ra herb. ca. 90 fm mjög fal-
leg jaröhæö. Ný eldhúsinnr.,
huröir, og gluggar.
HOLTSGATA
4ra herb. ca. 100 fm vönduö
íbúð í fjölbýli. Sér hiti.
SKIPASUND —
SÉRHÆÐ
4ra herb. ca. 95 fm íbúö á 2.
hæö. Bílskúrsréttur.
KAPLASKJÓLS-
VEGUR
4ra herb. ca. 100 fm falleg
endaíbúö á 1. hæö.
BÁRUGATA
4ra—5 herb. ca 115 fm aöal-
hæö í þríbýli. Bílskúr fylgir.
MIÐVANGUR — HF.
4ra—5 herb. ca 120 fm falleg
íbúö á 3. hæð. Sór svefnálma.
Þvottur á hæðinni. Ákveðin
sala.
BREIÐVANGUR — HF.
4ra—5 herb. ca. 120 fm
rúmgóö og skemmtlleg íbúö
á 3. hæö. Bílskúr fylgir. Ákv.
sala.
HAFNARFJ. —
SÉRHÆÐ
4ra herb. ca. 120 fm efri sór-
hæö í tvíbýli. Bílskúrsréttur Út-
sýni. Hægt aö taka 3ja herb. í
Noröurbæ uppí.
NÖKKVAVOGUR—
EINBÝLI
Jaröhæð, hæö og ris, alls ca.
240 fm, 8 herbergi. Rúmgóöur
bílskúr. Stór ræktuö lóö. Mögu-
leiki á 2 séríbúðum.
TIMBUREINBÝLI —
HAFN.
Nýiega standsett einbýli viö
Hraunkamb. Steyptur kjallari/-
hæð og ris. Gefur góöa mögu-
leika. Bílskúrsréttur. Möguleiki
á skiptum á minni eign/eða ein-
býli í Ytri-Njarðvík.
VITASTÍGUR
2ja herb. ca. 50 fm risíbúö
m/sérinngangi. Nýendurnýjuð.
Laus í júli.
SÓLHEIMAR
3ja herb. ca. 85 fm mjög góð
íbúö á 1. hæð í lyftublokk. Nýtt
baö og eldhús. Húsvörður.
HRAFNHÓLAR
4ra herb. ca. 100 fm ágæt
íbúð á 2. hæö. Fallegt bað-
herbergi. Þvottur í íbúöinni.
HRAUNKAMBUR HF.
3ja—4ra herb. mjög góö íbúö á
neöri hæö í tvíbýlishúsi. Meira
og minna nýstandsett.
HOFS VALLAG AT A
4ra herb. ca. 105 fm lítiö
niöurgrafin kjallaraíbúö. Ný
eldhúsinnrétting. Flísalagt
baö.
FÍFUSEL
4ra herb. ca. 117 fm nýleg íbúö
á 1. hæö. Nýtt fallegt eldhús.
Þvottur á hæöinni.
SKIPASUND
3ja—4ra herb. ca. 90 fm
mjög góö íbúö á 2. hæö.
Sam. inng. m/risi. Nýtt gull-
fallegt eldhús.
AUSTURBERG
4ra herb. ca. 95 fm íbúö á 2.
hæö í fjölbýli. íbúðin er laus
nú þegar.
SPÓAHÓLAR
5—6 herb. glæsileg endaíbúö á
3. hæö (efstu). Innbyggöur
bílskúr fylgir. Einstakt útsýni.
ÞVERBREKKA
5—6 herb. ca 120 fm rúmgóö
íbúö á 2. hæö í lyftublokk. Mikil
og góö sameign.
SÓLHEIMAR —
RAÐHÚS
á 3 hæöum meö innb. bílskúr,
alls ca. 210 fm. Skipti möguleg
á hæö í Heimum eða Vogum.
EINBÝLI —
SKÓGARHVERFI
Vantar fyrir úrvals kaupendur
nýlegt fallegt einbýlishús í
Skógarhverfi. Topp greiöslur
eöa góöar eignir í skiptum.
BYGGINGARLÓÐ —
ARNARNES
1500 fm byggingarlóð/hornlóö
á Arnarnesi. Verö 250 þús.
M
MARKADSÞÍÓNUSTAN
INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911
Róbert Arnl Hreiðarsson hdl.
Reykvíkingur að nafni
HróAmar kom að máli við mig
og bað mig að segja deili á
nafni sínu. Það geri ég með
gleði.
Hróðmar er fornt norrænt
nafn. Hjörleifur landnáms-
maður, fóstbróðir Ingólfs,
var Hróðmarsson. Mikill
frægðarbjarmi er yfir nafn-
inu. Fyrri hlutinn er sam-
stofna við hróður og hrós, en
seinni hlutinn af sömu rótum
runninn og lýsingarorðið
mær = ágætur (frægur).
Nokkur önnur mannanöfn
enda á -mar í þessari
merkingu.
Hróð (hró) er þó sýnu tíðari
nafnliður og jafnan í upp-
hafi. Hróðbjartur (Hróbjart-
ur) hefur orðið algengara hjá
okkur í meginlandsgerðinni
Róbert, og á sama veg hefur
Hrólfur (Rolf) orðið tíðara en
Hróöólfur. Hróar er talið hafa
orðið til úr Hróðgeir, og enn
er að telja nöfnin Hróðfús,
Hróðný, Hróðvaldur (Hróald-
ur), Hrollaugur, Hrolleifur,
Hróðmundur (Hrómundur)
og Hrærekur.
Enda þótt merking nafns-
ins Hróðmar sé góð, hefur
það aldrei verið algengt
skírnarnafn á íslandi. Það
kemur ekki fyrir í Sturlungu,
ekki í manntalinu 1703 og
ekki enn í manntalinu 1910.
Litlu síðar gengur það í
endurnýjung lífdaganna, og
á árabilinu 1921—’50 voru
sjö sveinar á íslandi skírðir
Hróðmar. Um tíðni þess síð-
an hef ég ekki handbærar
tölur.
Ég hef reynt að grafast
fyrir um uppruna lýsingar-
orðsins skondinn. I mínu
máli og annarra, sem ég
þekki, merkir það skemmtb
lega skrýtinn, sniðugur. í
orðabók Menningarsjóðs er
einnig greind merkingin
montinn eða góður með sig.
Skondinn er ekki í Blöndal,
en hjá Orðabók háskólans
fékk ég sem fyrr góðar við-
tökur og skilmerkilegar upp-
lýsingar.
í bókasafni Orðabókarinn-
ar voru reyndar aðeins tvö
dæmi, mjög svo misgömul. I
tímaritinu Sunnanfara 1893
segir í grein um söng á ís-
landi: „I gamla daga voru ís-
lendingar, sem kunnugt er,
„skondin, lítil þjóð.“ Líklegur
höfundur þessara orða er
Árni Beinteinn Gíslason
tónskáld (1869-1897). At-
hyglisvert er að orðið er sett
innan gæsarlappa, rétt eins
og eitthvað þyki hæpið við
það.
Eitt bókmálsdæmið, sem
Orðabók háskólans geymir,
er úr skáldsögunni Vorkaldri
jörð eftir Ólaf Jóhann Sig-
urðsson. Varla verður þá am-
ast við orðinu, er svo mál-
vandur maður hefur tekið
það upp.
í talmálssafni Orðabókar-
innar eru miklu fleiri dæmi,
og styðja þau það, sem pró-
fessor Halldór Halldórsson
kenndi mér, að orðið mundi
norðlenskt að uppruna.
Dæmin eru flest til vitnis um
það, en þó eru einnig nokkur
úr öðrum landsfjórðungum.
í talmálssafni Orðabókar
háskólans er lýsingarorðið
skondugur = skrýtinn eða
skemmtilegur, og kunnugt er
mér um tilvist þess orðs í
daglegu máli norðanlands.
Einnig hafði Orðabókin
dæmi úr Mýrdal um skondur
(kvk. flt.; þær skondurnar).
Það merkir lappir. Kona á
Dalvík hafði það fremur um
fætur dýra og fugla heldur
en manna.
Einu sinni hélt ég að
skondinn væri komið úr
dönsku inn í mál Norðlend-
inga (Akureyringa), en eng-
an stuðning fæ ég við það
eftir að hafa leitað og leitað í
skandinavískum orðabókum,
gömlum og nýjum. Verð ég
um sinn að ætla, að orðið sé
til komið fyrir áhrif frá
sögninni að skondra, en hún
merkir að trítla eða skokka
(kannski með skrýtnu lagi).
Skondra er einnig áhrifssögn
= skutla, ýta. Skondraðu
þessu til mín, geta menn
sagt. Þá skilst mér að nafn-
orðið skondra merki tík, sbr.
hlaupalagið.
Nafnlaust bréf hef ég feng-
ið með klippum úr blöðum,
þar sem merkt er við ýmis-
legt sem sendanda hefur þótt
álappalegt í málfari. Skal ég
reyna að drepa á það flest,
smátt og smátt.
Þá er þar fyrst til að taka
sem er fyrirsögn: Öldurnar
lægja. Þetta er óeiginleg
merking. Sagt er frá því á
líkingamáli, að friðvænlegra
sé að verða í tilteknum
heimshluta. Athugavert er
hins vegar, að sögnin að
lægja í þessu sambandi er
ópersónuleg eða einpersónu-
leg. Hún stendur óbreytt í
þriðju persónu eintölu, hvað
sem orðum í kringum hana
líður. Fyrirsögnin hefði þá
átt að vera: Öldurnar lægir.
Einhver ópersónulegur
kraftur lægir öldurnar, í
þessu dæmi ófriðaröldurnar,
en þær lægja ekki nokkurn
skapaðan hlut.
Undir mynd stóð: Föru-
neyti og fararskjóti, þar sem
átti að vera : Áhöfn og far-
arskjóti, ef menn vilja endi-
lega líkja flugvél við hest í
stað þess að hafa einfaldara
mál og nefna hana t.d. far-
kost. Föruneyti er hins vegar
fylgdarlið eða ferðafélagar.
Það skal að vísu viðurkennt
að skammt er bil milli
merkinga orðanna föruneyti
og ferðafélagar. En orðið
áhöfn átti best við í þessum
myndartexta.
Ekki er sama hvort við
notum sögnina að búa eða
sögnina að byggja, þegar sagt
er frá mannabyggð á ein-
hverjum stað. í blaði nokkru
stóð eitthvað á þá leið að
berklasjúklingar væru hátt
hlutfall þeirra, „sem búa
landið". Þarna ætti annað-
hvort að vera búa í landinu
eða byggja landið. Hannes
Hafstein kvað:
SUrfíd er margt, en eitt er bræórabandiA,
boÁordid hvar sem þér í fylking standiÁ,
hvernig sem stríðiA þá og þá er blandið:
það er að elska, bygjya og treysta á landið.
Að lokum tek ég hér upp úr
elskulegu bréfi frá Önnu S.
Snorradóttur í Reykjavík
barnagæluna Bíum, bíum,
bamba, eins og „móðir mín
(ættuð úr Fjörðum) kenndi
mér hana“.
Bí, bi og blakm,
álftirnar kvaka.
Ég læt sem ég sofí,
en samt mun ég vaka.
Bíum, bíum, bamba,
börnin litlu þamba
fram á fjalla kamba
að leita sér lamba.
Marjrt er gott í lömbunum
þegar þau koma af fjöllunum
gollurinn og görnin,
og vel stíga börnin.
I*au sem það kunna
þegar þau hafa á fótunum
kálfskinnskóna þunna,
(iisli, Jón og (munna.
Kópavogur—
einbýli
170 fm einbýlishús á þrem pöllum, á einum fallegasta
staö í Kópavogi. Fæst í skiptum fyrir góöa sérhæö í
Kópavogi eöa Reykjavík.
Eignanaust skiphoiti 5.
Þorvaldur Lúövíksson hrl., S,m' 29555 °9 29558‘