Morgunblaðið - 10.07.1982, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982
íri nokkur, sem kom þar að, sem
menn voru að slást á bar einum í
New York, spurði: „Eru þetta
prívatslagsmál eða almenn?"
Væru þetta almenn slagsmál, þá
hefði hann viljað taka þátt í þeim,
en ef þetta væru prívatslagsmál
þá vildi hann ekki skerast í leik-
inn.
Sama má segja um deilu flug-
umferðarstjóranna við einn
starfsbróður sinn. Þau slagsmál
virðast í fljótu bragði vera prívat,
en eru samt opinber, því þau snú-
ast m.a. um skoðana- og vinnu-
frelsi manna og skyldur starfs-
manna við að leitast við að fara
vel með fé þess opinbera, — og þá
ekki síst hitt að í múgsefjun ráð-
ast næstum allir á einn. Slík
slagsmál getur enginn horft á að-
gerðarlaus (þeir vita sem farið
hafa út í kuldann).
Hverfandi heiður
Mér þótti það að vissu marki
vera frami, er ég gekk á sínum
tíma í þjónustu þess opinbera.
Mest þótti mér þó um vert að fá
föst laun og öryggið, sem því
fylgdi. Launaöryggið verður ekki
metið til fjár, svo þýðingarmikið
er það.
Hins vegar datt mér ekki í hug
þá né síðar að spyrja, hver laun
mín yrðu né að gera samanburð á
þeim og launum starfssystkina
minna. Því síður kom mér til hug-
ar verkfall. Vinnugleði embætt-
ismanna var án efa ríkur þáttur í
launum, enda er ómetanlegt að
hafa næg verkefni að fást við.
Síðan hafa kjör opinberra
starfsmanna batnað á margvísleg-
an hátt. Mörg starfsmannafélög
hafa komið sér upp orlofsheimil-
um, mötuneyti eru víða og orlofs-
ferðir skipulagðar. Margir hafa
ókeypis síma, eins og t.d. allir
starfsmenn símans, aðrir hafa bif-
reiðastyrki og önnur fríðindi, t.d.
ferðir til útlanda vegna starfs
síns. Þá er hitt og, að mér er nær
að halda, að opinberir starfsmenn
vogi sér frekar meiri fjarverur frá
starfi sínu en væru þeir á launum
hjá einkafyrirtækjum, út frá því
sjónarmiði að ríkið borgi. Hins
vegar er það álit mitt, að sam-
staða á milli vinnuveitenda og
launþega sé nánari og hlýrri í
einkarekstri en opinberum.
Þá er launamisréttið, sem ég hef
aldrei farið dult með, að sé of mik-
ið miðað við verkið. Þannig er t.d.
ábyrgð yfirmanna í reynd engu
meiri en undirmanna og ekki hef-
ur nokkurn tíma reynt á hana hjá
okkur. Það er sárgrætilegt hve
erfiðustu og leiðinlegustu verkin
eru lítils metin og illa launuð, eins
og t.d. vélritun.
Fyrir nokkrum árum var aldar-
andinn sá, að hver launþegi taldi
mest um vert að spara fyrir hönd
vinnuveitenda síns, hvort heldur
var í einkaþjónustu eða hjá því
opinbera. Nú er þessi hugsun á
hverfanda hveli meðal starfs-
manna ríkisins. Nú á sú skoðun og
vaxandi fylgi að fagna, að þeir
sem komist á ríkisjötuna dugi ekki
í þjónustu einkaframtaks, þannig
að það er næstum skammaryrði að
vinna hjá því opinbera.
Munu fyrirsvarsmenn laun-
þegasamtaka þessara eiga hvað
mestan þátt í því, hvernig komið
er orðstí opinberra starfsmanna,
þegar þeir t.d. af fullkomnu
ábyrgðarleysi halda því fram, að
verkfall sé eina úrræðið til að
koma fram kröfum um fleiri krón-
ur í launaumslagið — en augljóst
er, að nú kreppir mjög að efnahag
þjóðarinnar. Reyndar eru verkföll
að verða hreinasti hégómi miðað
við hinar fáheyrðu fjöldauppsagn-
ir, til þess að geta þjarmað að
þjóðfélaginu.
Allt þetta kom mér í hug, er ég
hlustaði á útvarpsþátt sl. föstu-
dagskvöld, þar sem rætt var við
Hallgrím Sigurðsson, varafor-
mann Félags flugumferðarstjóra
og flugumferðarstjórann Olaf
Haraldsson.
Merk skrif
Áður höfðu birst í Dagblaðinu
og Vísi 18. þ.m. skrif eftir Harald
Blöndal, lögmann, undir fyrir-
sögninni: Mega flugumferðar-
stjórar ekki hafa skoðanir? og
fimm dögum síðar grein eftir Sig-
urð Líndal, prófessor. „Samþykkt,
sem lýtur að sviptingu mannrétt-
inda“ — segir Sigurður Líndal, pró-
fessor, um brottrekstur Ólafs Har-
aldssonar úr Félagi flugumferðar-
stjóra.
Báðar greinarnar eiga það sam-
merkt að vera skrifaðar af heil-
agri hneykslun á framferði félags-
manna í téðu félagi gegn'einum af
félögum sínum.
í grein Haralds Blöndals eru
tvær millifyrirsagnir: Vald verka-
lýðsfélaganna, þar sem varað er við
því, að verkalýðsfélög noti eigin
félagssamþykktir til að svipta
menn atvinnu sinni. Seinni milli-
fyrirsögnin ber ýfirskriftina:
Ognun við skoðanafrelsi. Fyrir-
sögnin talar sínu máli, enda lýkur
greininni með þessum orðum:
Við lesum um það í bókum, að
menn hafi verið sviptir vinnu vegna
skoðana sinna, þ.e. vegna þess að
atvinnurekandanum líkaði ekki
skoðanir viðkomandi verkamanns.
Það eru áratugir siðan slík mál hafa
komið upp á íslandi. — En nú er
dæminu snúið við. Nú er það stéttar-
félagið, sem beitir svipunni. Og
menn hljóta að fordæma þessa að-
ferð, hver sem beitir henni.
í viðtalsgrein prófessors Sigurð-
ar Líndals eru fjórar millifyrir-
sagnir og enn fastar að orði kveð-
ið. Fyrsta millifyrirsögnin er:
Vinnulöggjöfin. Þar er bent á, að
aðgerðir flugumferðarstjóranna
gagnvart starfsbróður og stjórn-
skipun kunni að varða við ýmis
ákvæði hegningarlaga — enda er
það ótvírætt.
Önnur millifyrirsögnin er: Svipt-
ing mannréttinda. Lýkur þeim
kafla með þessum orðum: Sam-
þykkt þessi sýnir, hversu verka-
lýðshreyfingin er farin að níðast á
eigin hugsjónum — og reyndar ekki
eina dæmið — auk þess sem hún
afhjúpar frumstæðan hugsunarhátt.
Þriðja fyrirsögnin er: Skoðana-
Eftir dr. Gunnlaug
Þf'tröarson, hrl.
„Ætla stjórnir samtaka
eins og BSRB og BHM
ekki að hafa þor til þess
að fordæma svona aðgerö-
ir? Er ekki full ástæða til
þess?
Mafíuaðgerðir í
launþegabaráttu
Hart er mannsins hjarta
Eftir Dagrúnu
Kristjánsdóttur
Vegna mistaka hefur dregizt úr hófi
að birta meðfylgjandi grein og er
höfundur beðinn velvirðingar á því.
Ætíð hefur það tíðkast, síðan að
verkfallsrétturinn varð viður-
kennt vopn í baráttunni um bætt
kjör launafólks, að þessu vopni
hefur verið beitt ósleitilega. Á ár-
um áður, þegar kjör fólks voru svo
bág að þau nægðu enganveginn
fyrir lífsnauðsynjum, — þá á ég
við fæði, klæði, húsaskjól og hita
— var það eðlilegur hlutur að
gripið væri til slíkra rða, ef ekki
dugðu aðrar leiðir. Víðtækari
áhrif þeirra aðgerða voru líka
minni, meðal þeirra sem ekki kom
málið beint við, en nú, þá var ekki
búið að tvinna flesta atvinnuþætti
svo saman að verkfall fárra
manna hefði áhrif um allt land og
á margvíslega þætti atvinnulífs-
ins. Þá var þessi aðferð við að
knýja fram kauphækkanir, oft
lífsnauðsyn. Nú er verkfallsréttur-
inn orðinn að hættulegu vopni í
höndum þeirra sem ekki kunna sér
hóf. Þjóðfélaginu stafar ekki meiri
hætta af neinu, en þessum rétti, í
höndum fólks sem ekki kann með
hann að fara. Kröfurnar eru orðn-
ar gengdarlausar. Hvenær hefur
verið hægt að seðja þá sem fégráð-
ugir eru? Hvar eru mörkin þar
sem ekki er lengur hægt að eyða
fé? Hvergi. Þessvegna er stöðugt
hægt að heimta hærri laun, á
þeim forsendum að „þau hrökkvi
„Það virðist þó vera svo,
að margur álíti það vera
leiöina til gæfu og gengis,
að valda öðrum sársauka
og margvíslegum skaða og
notfæra sér þessa aðferð
óspart, en þeir er það gera
sjá ekki langt og eiga eftir
að sjá sárlega eftir
skammsýni sinni og eig-
ingirni.“
ekki“ — séu ekki nægilega mikil
til að standa straum af öllum þeim
ósköpum sem fólk þykist þurfa að
kaupa, þurfa að skemmta sér,
o.sv.frv. Þeim sem hugsa á þennan
hátt, gleymist að til er stór hópur
fólks sem verður að láta sér nægja
margfallt minna, en það sem þeir
hafa, sem stöðugt heimta hærri
laun. „Nóg á sá, sér nægja lætur,"
kaupkröfur umfram það sem þarf
til sæmiiegs lífsviðurværis, lýsir
aðeins tómleika í sálarlífi þessa
fólks, því hefur ekki lærst það að
lífinu hér á jörð er lifað vegna sál-
arinnar, en ekki vegna líkamans
og alls þess er hann girnist. Jafn-
framt má benda á það að því meir
sem kröfum líkamans er sinnt,
uppfylltarallar óskir um þægindi,
skemmtanir og allskonar fánytan
hégóma, því meir rýrnar sálin og
verður andlega vannærð. Einnig
má benda á það að takmörk eru
fyrir því hve lengi þjóðin getur
risið undir öllu því gengdarleysi
og óhófi í launakröfum hálauna-
fólks, ásamt röngum fjárfesting-
um í helberan hégóma og þarf-
leysu, sem nú viðgengst.
En því hef ég fest þessi orð á
blað, að ég vildi vekja athygli á því
að of margir eru búnir — að því er
virðist — að kasta fyrir róða
flestu því er „fagurt mannlíf" ætti
að byggjast á, svo sem réttlæti,
sannleiksást, samúð með þeim
sem líða o.sv.frv. Samvizkusemi í
orði og verki er líka dyggð, sem
ásamt fyrrtöldum og mörgum
fleiri, er búið að jarða í kyrrþey
utangarðs, og fórna á altari
Mammons.
„Losa þarf 110 rúm á 10 dögum,"
segir yfirlæknir á Landakotsspít-
ala, vegna uppsagna hjúkrunar-
fræðinga 15. maí, segir í frétt í
Morgunblaðinu í dag 6. maí. Svip-
að ástand er að skapast á fleiri
spítölum. Ætla mætti að allt þetta
fólk liggi á sjúkrahúsi að nauð-
synjalausu eða sér til skemmtun-
ar? Eða hvað halda hjúkrunar-
fræðingar og hugsuðu ekki læknar
sjúkrahúsanna eins, á sínum tíma,
þegar þeir lögðu niður störf svo að
neyðarástand skapaðist? Veit
nokkur tölur yfir það fólk sem þá
varð að vera án læknishjálpar,
vegna þess að læknar neituðu að
sinna sársjúku fólki nema lofað
væri að greiða svimandi háar upp-
hæðir til þeirra í staðinn? Getur
nokkur mælt þjáningar annarra
og metið í krónum? Það er ekki
nóg að segja að sinnt hafi verið
lífshættulega veiku fólki og svæfa
þannig samvizku sína. Fjöldi fólks
þarf læknis og hjúkrunar við
vegna kvalfulls sjúkdóms, þó ekki
sé um bráða lífshættu að ræða,
aðrir sjúkdómar geta leitt til
dauða, ef ekki berst hjálp nógu
fljótt. Hver getur vegið og metið
alla þá erfiðleika sem orsakast af
því að sjúklingur er sendur heim?
Ekki má lesa það útúr þessum
orðum að allir þeir er starfa á
sjúkrahúsum eigi ekki skilið góð
laun, en í fyrsta lagi hljóta að vera
Staldrað við í Grindaskörðum
Fyrr á tímum lá aðalleiðin
milli Hafnarfjarðar og Selvogs,
fyrir norðan Valahnúka, um
Grindaskörð, Hvalskarð og það-
an til byggða í Selvogi. í daglegu
tali er þessi leið nefnd Selvogs-
gata. Hún er á ýmsan hátt tor-
sótt. Meðfram henni er lítið sem
ekkert vatn að finna, hún liggur
að mestu um gróðurlaus bruna-
hraun og í Grindaskörðum
kemst hún í 400 m yfir sjó. Með
breyttum samgönguháttum
lagðist umferð um Selvogsgöt-
una niður að mestu og hin síðari
ár hefur verið lítið um manna-
ferðir í' Grindaskörðum. Þó
munu gangnamenn eiga þar leið
um vor og haust, rjúpnaskyttum
bregður fyrir á haustin í leit að
bráð og svo kemur fyrir að ein-
staka göngumaður sé þar á
flakki, sér til gangs og ánægju.
Um þessar mundir er unnið að
vegargerð frá Krýsuvíkurvegin-
um fyrir sunnan Hafnarfjörð,
áleiðis að skíðalöndunum við
Bláfjöll. Vegurinn mun liggja
rétt fyrir norðan skörðin og við
það opnast aftur þetta svæði,
sem hefur til þessa verið falið
fyrir svo mörgum.
Vegurinn nær nú ekki lengra
en að Lönguhlíð og þar skiljum
við bílinn eftir og tökum stefn-
una á Grindaskörðin. Á vinstri
hönd höfum við hraunið úfið og
ógreiðfært, en á hina hlíðar
fjallsins þaktar lausum skriðum.
En milli hrauns og hlíðar er gott
að ganga. Þar eru harðir, sléttir
og grasi grónir balar, sem ættu
að reynast tilvalin tjaldstæði
handa þeim, sem hafa hug á
lengri dvöl.
Eins og sjá má á kortinu eru
Grindaskörðin milli Lönguhlíðar
og Kristjánsdalahorns. Þar eru
þrír hnúkar sem heita Stóribolli,
Tvíbollar (á kortinu nefndir
Miðbollar) og Syðstubollar. Á
þessu svæði öllu hefur verið mik-
il eldvirkni áður fyrr, og eru
Stóribolli og Tvíbollar gamlir
gígar sem hafa lagt til megnið af
því hrauni, sem þekur svæðið
fyrir norðan og vestan skörðin.
Fyrir ferðamanninn eru Tvíboll-
ar einna forvitnilegastir og
þangað tökum við stefnuna. Þeg-
ar komið er upp á barminn, kem-
uc, í Ijós að gígskálarnar eru
tvær. Unnt er að ganga brúnirn-
ar, allan hringinn, en þó er nokk-
uð laust undir fæti á stöku stað.
Enginn hefur rannsakað þetta
Spölkorn
ut í buskann
svæði _ betur en Jón Jónsson,
jarðfræðingur. Álit hans er, að
meginhluti þeirra hrauna, sem
þekja svæðið frá Grindaskörðum
og norður að Undirhlíðum og
Helgafelli, sé komið frá Stóra-
bolla og Tvíbollum. Hann segir
Stórabollahraunið eldra og liggi
það víða undir Tvíbollahrauninu.
Samkvæmt mælingum munu
þessi hraun vera nokkurn veginn
jafnstór, þekja um 18 km2 hvort
og vera um 0,36—0,37 km að
rúmmáli. En þegar farið var að
athuga aldur Tvíbollahrauns
nokkru nánar, komu fram sterk-
ar líkur til þess, að það hefði
runnið eftir landnám norrænna
manna hér á landi, því undir því
hefur fundist á einum stað, hið
svokallaða landnámslag, en það
er öskulag, sem talið er að sé frá
því um 900.
Útsýnið af Bollunum er frá-
bært í einu orði sagt. Hraun-
breiðurnar til norðurs blasa við
fyrir fótum manns, og gamla
Selvogsgatan hlykkjast milli
hraunhólanna í áttina að Vala-
hnúkum. Og í einni sjónhending
greinir maður byggðina á Inn-
nesjunum, allt frá Hafnarfirði