Morgunblaðið - 10.07.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982
15
frelsi. Þar segir Sigurður Líndal
m.a.: Eigi að síður finnst mér mál til
komið að gengið verði úr skugga um,
hvort hér sé ekki gengið skrefi of
langt.
Fjórða millifyrirsögnin er:
Mannréttindayfirlýsingin, þar sem
bent er á, að með Mannréttinda-
yfirlýsingu SÞ 1948 séu sett
ákvæði um að engan megi neyða til
að vera í félagi.
Greininni lýkur með þessum
orðum: Þetta mál er eitt tilefni af
mörgum til að taka stöðu stéttarfé-
laganna í þjóðfélaginu til rækilegrar
athugunar.
Full ástæða hefði verið til þess
að rekja skrif þessara manna bet-
ur, sem má segja að tjái hið
frjálsa almenningsálit, en hér skal
látið staðar numið. Hitt má vera
öllum ljóst, að hér eru ábyrgir
menn að verki og andstæða þeirra,
sem standa að baki þeim óábyrgu
aðgerðum manna með frumstæð-
an hugsunarhátt, eins og próf.
Sigurður Líndal kallar það, en eru
forkastanlegar mafíuaðferðir.
Hverfum aftur að útvarpsþætt-
inum föstudaginn 23. þ.m. Annars
vegar talaði þar Ólafur Haralds-
son af rökfestu og ábyrgð og mátti
vera ljóst, að hann er einn af þeim
opinberu starfsmönnum, sem
hugsa um þjóðarhag.
Hins vegar hálfgerður nöldur-
seggur, Hallgrímur Sigurðsson,
sem verið hefur fá ár í starfi, en
reyndi að tína til einhverjar ávirð-
ingar í garð Ólafs frá fyrri tíð.
Greinilegt var, að undiraldan var
óánægja yfir því að fá ekki að sofa
á fullum vaktalaunum á aukinn
kostnað ríkissjóðs, þótt maðurinn
hefði ekki einurð til þess að láta
það í ljósi og fór í kringum málið
líkt og kötturinn með dylgjum um
að öryggisaðgerðir væru látnar
lönd og leið.
Nú hefur hér í Morgunblaðinu
birst svipaður málflutningur frá
hendi annars í samsærinu, Sigurð-
ar Haukssonar, flugumferðarstj.,
en hann hefur líkt og Hallgrímur
Sigurðsson verið til þess að gera
stutt í starfinu, og gefa skrif hans
ekki tilefni til annars en að benda
á að hann hafi sagt rangt til um
laun sín.
Það orð hefur farið af þessu fé-
lagi, að þar haldist menn ekki í
trúnaðarstörfum nema þeir skeyti
engu um þjóðarhag, ef um sér-
hagsmuni félagsmanna er að tefla.
Munu dæmi þess í öðrum starfs-
mannafélögum, að þar séu for-
ustumenn kúgaðir, en hér er
skoðanafrelsi starfsmanns um
rekstur stofnunar gert að vinnu-
sviptingaratriði og mun einsdæmi.
Að sjálfsögðu hafa verkalýðsfé-
lög mismunandi sterka aðstöðu til
þess að þrýsta á, og í því efni er
þess að minnast að flugumferðar-
stjórafélagið hefur ekki hikað við
að stefna starfrækslu ferða-
skrifstofa og gistihúsarekstri
landsmanna í tvísýnu með aðgerð-
um sínum og það á þeim tíma,
þegar mest er um vert, að festa
ríki í þeim málum. Aðgerðum, sem
einungis stefna að launahækkun
fámennrar stéttar, sem hefur ríf-
legar tekjur.
I þessu sambandi hlýtur al-
menningur að eiga kröfu á að fá
upplýst, hver laun flugumferðar-
stjóra eru í reynd, þegar auka-
vinna er reiknuð með. Kaup opin-
berra starfsmanna getur ekki ver-
ið neitt launungarmál, en virðist
stundum farið með þau mál sem
væru þáu trúnaðarmál. — í þessu
sambandi þyrfti og að upplýsa hve
miklu hærri laun þessi eru vegna
aukavakta þriðja manns á næt-
urvakt. Þá einnig, hve mikil laun
þessara manna yrðu, ef fjórir
væru á vakt, þar af tveir sofandi.
(Auðvitað hefur starfsaldur áhrif
á launafjárhæð hvers og eins.)
Reyndar finnst mér það sýna
annarlega siðferðiskennd að vilja
fá sérstaka aukaþóknun fyrir að
sofa (og að mæta ódrukkinn).
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem tekist hefur að afla, eruiaun
flugumferðarstjóra á Keflavíkur-
flugvelli all mishá eftir starfs-
aldri, en geta m.a. vegna um-
ræddrar aukavaktar náð um kr. 40
þús. á mánuði — (en þeir fá m.a.
aukaþóknun fyrir að mæta
ódrukknir á hverri vakt). Ef fjórir
yrðu á vakt, þar af tveir sofandi á
aukavakt, gætu laun þeirra hæst-
launuðu orðið um kr. 50 þús. kr. á
mánuði. Svona hárra launa miðað
við aðra opinbera starfsmenn hef-
ur þessum fámenna, en til þess að
gera ekki jafn menntaða hópi, tek-
ist að afla sér með eins konar
kverkataki á þjóðfélaginu, en eru
því miður ekki einir um slíkar að-
farir. Nú skal þessari aðgerð beitt
gegn einum af ábyrgum starfs-
mönnum þessarar stofnunar.
Stofnun þar sem slíkt hugarfar
ríkir þyrfti að taka til rækilegrar
athugunar.
Spurningin er í lokin þessi:
Ætla stjórnir samtaka eins og
BSRB og BHM ekki að hafa þor til
þess að fordæma svona aðgerðir?
Er ekki full ástæða til þess?
Þjóðfélaginu starfar háski af
slíkum hugsunarhætti, sem krist-
allast hefur í aðgerðum þeim, sem
hafa orðið tilefni skrifa þessara og
ríkir án efa alltof víða.
Alþingi og ríkisstjórnir þurfa að
sporna við því að unnt sé að taka
þjóðfélagið kverkatökum, eins og
aðrar stéttir hafa gert á sinn hátt.
þar takmörk, og í öðru lagi má
ekki beita verkfallsrétti á sjúkra-
stofnunum. Það verða að finnast
aðrar leiðir sem ekki bitna á sak-
lausu fólki, sem þarfnast hjálpar
og umönnunar. Sjúkleiki er næg
byrði hverjum sem hann þarf að
bera, þó ekki bætist við það
óöryggi sem felst í ónógri að-
hlynningu og stundum alls engri.
Læknis- og hjúkrunarstarfið
þótti eitt sinn göfugt starf, og þeir
er það unnu, hugsuðu fyrst og
fremst um að hjálpa þeim er þjáð-
ir voru og sjúkir, enda var það svo
að oft fékk læknirinn ekkert ann-
að fyrir erfiði sitt, en þakklæti og
oft vildi hann ekkert þiggja, þó
boðin væri borgun af litlum efn-
um. Nú er öldin önnur. Nú er
mannlífið ekki metið á vogarskál-
um mannkærleikans, heldur
Mammons. Náunganskærleikur-
inn er léttvægur fundinn og til-
beiðslan á gullkálfinum vex í
jöfnu hlutfalli og er nú að kæfa
allt mannlíf — því að mannlíf get-
ur ekki þrifist þar sem hvorki er
til samúð með náunganum eða
réttlæti, heldur einungis eigin-
girni og fíkn í lystisemdir heims-
ins, þó svo að troðið sé á þeim
næsta. Það líf sem margir lifa nú
og sózt er eftir að lifa, er af-
skræming á öllu því sem hefði get-
að orðið ef að mennirnir hefðu
ekki látið auð, metorð og völd
ræna sig réttu ráði — kæft sam-
vizku sína og réttlætiskennd í von
um fleiri krónur og aukin yfirráð.
Það er í raun furðulegt, að nokkur
manneskja skuli vilja vinna það
til, fyrir nokkrar krónur, að baka
hundruðum sjúklinga kvíða og
aukna vanlíðan ef ekki beinar
þjáningar, vegna aðgerða sem
þessara. Yfirvöld eiga að sjá til
þess að laun þessara starfshópa
séu það góð að til þessa þurfi ekki
að koma, — ef það er þá hægt að
metta nokkurn á launasviðinu —
það virðist vera full ástæða til að
efast um það. Hjartagæzka al-
mennings er tvímælalaust á hröð-
um flótta undan efnishyggjunni
og þeirri eigingirni, sem alltof
margir eru haldnir. Ég — Ég — Ég
er það eina sem kemst að hjá
fjölda fólks. — „Á ég að gæta
bróður rníns?" var eitt sinn spurt;
Drottinn svaraði Kain, „Heyr,
blóð bróður þíns hrópar til mín af
jörðunni." Getur verið að ein-
hverjum finnist fátt til, um þessa
tilvitnun og telji hana vera eins og
hvert annað gamalt rugl, en er það
nú víst? Byggist ekki kristindóm-
urinn einmitt á því, að kærleikur-
inn í brjósti hvers manns sé næg-
ur, ekki honum sjálfum til fram-
dráttar, heldur til verndar öðrum
og hjálpar, þeim er þörf hafa fyrir
hann?
Það virðist þó vera svo, að
margur álíti það vera leiðina til
gæfu og gengis, að valda öðrum
sársauka og margvíslegum skaða
og notfæra sér þessa aðferð
óspart, en þeir er það gera sjá ekki
langt og eiga eftir að sjá sárlega
eftir skammsýni sinni og eigin-
girni.
Lífsvitundin verður ekki orpin
moldu, eins og líkaminn og hver
og einn verður að horfast í augu
við mistök sín fyrr eða seinna, því
færri sem misgjörðirnar eru gagn-
vart náunganum, því bærilegri
verður upprifjunin, hjá þeim
reikningsskilum kemst enginn —
og ekki heldur þeir sem engu trúa,
og á ekkert trúa nema hnefarétt-
inn, og vera nógu klókir að
olnboga sig áfram í gegn um lífið.
Hafið það í huga, sem aldrei fá-
ið næg laun og viljið stöðugt hærri
og hærri upphæðir úr launaum-
slaginu, að þið farið ekki ríkari
héðan af jörðunni en hinir sem
létu sér nægja minna, sál ykkar
stendur jafn nakin frammi fyrir
hásæti Guðs og sálir hinna, sem
höfðu aðeins til nauðþurfta. Eng-
inn mun heldur geta keypt sig inn,
hjá þeim í efra, þar dugar hvorki
lævísi eða hrindingar til að koma
sér áfram — heldur aðeins góðu
verkin sem sprottin eru af óeig-
ingirni, góðvild og kærleika til
náungans.
til Kjalarness. Og ekki spillir
fjallasýnin með Snæfellsjökul
sem útvörð í vesturátt. Þótt út-
sýnið til suðurs sé ekki eins
tilkomumikið, gefur það samt
glögga mynd af hinu gífurlega
hraunhafi, sem þekur þennan
hluta Reykjanesskagans, enda
telur Jón Jónsson að á sama
tíma og Tvíbollahraunið rann,
hafi á annan tug gíga við
Grindaskörð og þar fyrir suð-
vestan, verið virkir.
Milli Tvíbolla og Syðstubolla,
er Kerlingarskarð. Þar liggur
gamla gatan. Brekkan upp í
skarðið er brött og hefur óefað
verið gömlu lestarklárunum,
þunnrifjuðum eftir útigangsvet-
ur, erfiður farartálmi. En nú er
sú saga öllum gleymd og grafin.
Þótt við höfum ekki farið
lengra en upp í Grindaskörðin,
er margt annað að sjá og skoða,
sem athyglisvert er, þótt ekki
hafi verið minnst á það hér. T.d.
eru margir fallegir og sérkenni-
legir hellar í hraununum fyrir
norðan skörðin og má þar nefna
hellana í Dauðadölum og Krist-
jánsdölum.
Við höldum til baka sömu leið
að bílnum. Það hallar undan
fæti og leiðin sækist greitt. Og
þá er gott að rifja upp stutta
sögn úr Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar. Hún er svona:
„Þórir haustmyrkur nam Sel-
vog og Krýsuvík. Það hefur verið
seint á Landnámstíð, því fjöl-
byggt hefur verið orðið syðra
eftir þeirri sögn, að fátækt fólk
hafi flakkað í Selvog bæði utan
með sjó og sunnan yfir fjall. Það
þótti Þóri illt og setti því grind-
arhlið læst í Grindaskarð, en
annað í skarð það, sem farið er
úr Grindavík og upp á Siglu-
bergsháls. Þar af skulu þessi ör-
nefni vera dregin: Grindaskarð
og Grindavík."
Tómas Einarsson
AF GEFNU
TILEFNI
vill byggingarfulltrúinn í Reykjavík benda á eftir-
farandi: Skv. lögum nr. 54/1978 og byggingar-
reglugerö nr. 298/1979, eru allar breytingar á ytra
útliti húsa, t.d. klæöning steinhúsa og glugga-
breytingar óheimilar, nema aö fengnu leyfi byggingar-
nefndar. itrekaö er aö viö endurbyggingu eöa viöhald
húsa skal leitast viö aö halda, sem upprunalegustum
stíl hússins, einkum hvaö varöar gluggagerð og ytra
útlit.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík
Sprengisandur — Kjölur
Ferðafólk
Höfum byrjaö feröir okkar um Sprengisand og Kjöl.
Feröin tekur 1 dag (um 14 klst.) hvor leið. Fariö er frá
Umferöarmiðstööinni í Reykjavík, mánudaga og
fimmtudaga kl. 08.00 noröur Sprengisand og frá af-
greiöslu Sérleyfisbifreiða, Geislagötu 10, Akureyri
suöur Kjöl miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30.
Feröir þessar seljast meö fæði og leiösögn og gefst
fólki tækifæri á aö sjá og heyra um meginhluta miö-
hálendisins, jökla, sand, gróöurvinjar, jökulvötn,
hveri, sumarskíöalönd og margt fleira í hinni litríku
náttúru íslands.
Hægt er aö fara aöra leiöina eöa báöar um hálendið
eða aöra leiðina um hálendiö og hina meö áætlun-
arbílum okkar um byggö, og dvelja noröanlands eöa
sunnan aö vild, því enginn er bundinn, nema þann
dag, sem feröin tekur.
Nánari upplýsingar gefa BSÍ, Umferöarmiöstööinni í
Reykjavík, sími 22300 og Ferðaskrifstofa Akureyrar
viö Ráöhústorg, Akureyri, sími 25000 og 24475 og
viö.
Norðurleið hf. sími 11145.
vantar
þig góóan bíl?
notaóur - en í algjörum sérf bkki
Til sölu Skoda 121 L érg. ’78. Gullfallegur bíll enda
aöeins ekinn 17.000 km.
Ath.: Opið í dag milli 1 og 5.
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi2 - Kópavogi
- Simi 42600