Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982 Guatemalæ 79 skærulið- ar drepnir (iuatemalaborg, 9. júlí. AP. SJÖTÍU og níu vinstrisinnadir skæruliðar og fimm félagar i varn- arsveitum stjórnarinnar féllu í skotbardögum í þessari viku, að því er talsmaður hersins sagði í dag. Aðalátakasvæðið var í 210 km fjarlægð frá höfuðborginni. Stjórnarhermenn gerðu þar árás á „skæruliðahreiður" eins og sagði í tilkynningu stjórnarhersins. Tekið var fram að stjórnarhermenn hefðu klófest mikið af vopnum, skotfærum og sprengiefni í árás- inni. Aðeins dregur úr hitabylgju á Ítalíu og Spáni Kómaborg, Aþenu, 9. júlí. AP. HELDUR dró úr hitabylgjunni, sem hefur gengið yfir Ítalíu, síð- AP. Shell-olíufélagið efndi sl. fimmtudag til sparaksturskeppni í Silverstone í Englandi og var ekki annað tiltekið I keppnisreghmum en að farartækið, alveg sama hvert, færi hraðar en 15 mílur á klst. og hefði úr einu bensíngalloni að spila. Hér má sjá sigurvegarann, Peter Wright, en vegalengdin, sem hann er sagður hafa komist á galioninu (1926 mílur), er svo ótrúleg, að við þorum ekki að nefna hana. Tveir Sovétmenn í hungurverkfalli Ekki leyft að flytja til eiginkvenna sinna í Bandaríkjunum Moskta. 9. júli. AP. TVEIR UNGIR Sovétmenn, sem hafa margsinnis sótt um leyfi til að fá að flytjast til eiginkvenna sinna í Randaríkjunum, hafa byrjað hungurverkfall þótt það kosti þá lífið, eftir að þeim var frá því skýrt í dag að beiðni þeirra hefði enn á ný verið synjað. Yuri Balovlenkov er 33 ára og fór í hungurverkfall í vor. I*að stóð í 43 daga og hann hætti því þann 21. júní, er honum var heitið að hann fengi leyfi til að fara úr landi. ustu tólf daga og komst hitinn niður í 33 stig í dag, en í gær varð hann mestur 42 stig á Sardiníu. Skógareldar geisa þó enn víða um landið, meðal annars í útjaðri Flórens og í Arezzo-héraði. Vatn er víða skammtað á Ítalíu. Vitað er um eitt dauðsfall vegna hitans í dag, og í gær lentu tveir menn í illdeilum, vegna sameiginlegs brunns, sem er í grennd við heim- ili þeirra, og endaði með því að annar stakk hinn til bana. í fréttum frá Madrid segir, að þrjú þúsund slökkviliðsmenn hafi reynt að ráða niðurlögum mikilla skógarelda í grennd við Barcelona og hafi mikið land þegar eyðzt. Mestur hiti á Spáni í dag var 42 stig í bæjunum Logrono og Huesca í norður- hluta landsins. í Madrid var 40 stiga hiti og er það þriðji dagur- inn í röð sem hitinn fer í 40 stig. Frá Grikklandi bárust þær fréttir, að hitabylgjan sem hef- ur einnig verið þar hafi heldur liðið hjá og hiti lækkað niður í þrjátíu stig. Víða í Grikklandi voru þrumur og eldingar og vatnsveður var mikið í dag. Það leyfi var síðan aftur- kallað og er þetta nú fimmti dagurinn sem Balovlenkov neytir ekki matar. Hann sagði í símtali við vestræna frétta- menn að hann vonaði að lík sitt yrði flutt til Bandaríkj- anna, enda sýnt að lifandi kæmist hann ekki þangað. Hinn maðurinn, Sergei Petrov, hefur nú fastað í 38 daga og segist heldur muni deyja en sætta sig við að fá ekki að hitta eiginkonu sína. Embættismaður útflytj- endaskrifstofunnar í Moskvu sagði fréttamönnum að stjórn- völd myndu vera fús til að taka beiðni mannanna til endurskoðunar eftir sex mán- uði, en af öryggisástæðum hefði ekki verið stætt á því að veita mönnunum tveimur brottfararleyfi. Embættis- maðurinn sagði að eiginkonum þeirra hefði margsinnis verið boðið að koma í heimsókn aft- ur til Sovétríkjanna og jafnvel til búsetu. Aftur á móti sögðu konurnar tvær, þegar haft var samband við þær, að þetta væru öldungis ekki rétt, þær hefðu báðar sótt um vega- bréfsáritun til Sovétríkjanna en verið neitað. Veður víða um heim Akurayri S aiakýjaó Amsterdam 32 heiðaklrt Aþena 28 akýjað Barcelona 23 heíðrfkt Berlín 28 heiðaklrt BrUaeel 29 heiðskfrt Chicago 29 akýjað Dyflinni 20 heiðsklrt Feneyjar vantar Frankfurt 29 heiðskirt Genf 28 heiðakirt Helainkí 19 skýjað Hong Kong 30 heiðakfrt Jerúaalem 30 heíðskfrt Jóhanneaarborg 19 helðskfrt Kairó 34 heiðakfrt Kaupmannahöfn 21 heiðskfrt Laa Palmaa 24 lóttakýjað Uaaabon 24 heiðskfrt London 28 skýjað Loa Angelea 27 heiðskfrt Madrid 40 heiðekfrt Maiaga 28 heiðakfrt Mallorca 32 heiðsklrt Mexikóborg 29 heiðakfrt Miami 30 skýjað Moskva 22 heiðakfrt Nýja Deihi 41 heiðskirt New York 34 heiðskfrt Oaió 23 heiðekfrt Pari» 30 hefðakfrt Perth 14 skýjað Rio de Janeiro 33 skýjað Reykjavík 11 skýjeð Rómaborg 34 heiðskfrt San Franciaco 20 heiðskfrt Stokkhóimur 25 heiðekirt Sydney 17 heiðakfrt Tei Aviv 30 heiðskfrt Tókýó 28 skýjað Vancouver 21 skýjað bórahöfn 10 rigning Bandanska utanrikisráðuneytið: Sovétmenn dreifa fölsuðum bréfum frá Haig og Reagan Wishington. 8. júli. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneyt- ið sakaði í dag Sovétmenn um að reyna að sverta bandarísk stjórn- völd um heim allan með þvi að dreifa fölsuðum bréfum og skjöl- um, þar á meðal bréfi, sem sagt er að Reagan forseti hafi skrifað. Að vísu kváðust embættismenn utan- ríkisráðuneytisins ekki hafa í höndunum óyggjandi sannanir fyrir þvi, að Rússar stæðu bér að baki, en þessi vinnubrögð væru hins vegar í þeirra anda. Meðal falsananna er bréf, sem Reagan á að hafa sent Juan Carlos, Spánarkonungi, 23. október árið 1981 en þar er fjall- að um þá brýnu nauðsyn að Spánverjar gangi í Atlantshafs- bandalagið og stungið upp á ýmsum leiðum til að þagga niður í stjórnarandstöðunni. Banda- rísku embættismennirnir sögðu, að ekkert slíkt bréf hefði verið sent og að tilgangurinn með föls- uninni væri sá „að valda vand- ræðum og óánægju". Embættismennirnir lögðu einnig fram afrit af öðrum bréf- um, sem Haig, fyrrum utanrík- isráðherra, á að hafa sent til Joseph Luns, aðalritara Nato, þar sem rætt er um hvernig best sé að klekkja á friðarhreyfing- unni í Evrópu. Þessar falsanir voru mjög vel gerðar en þó varð höfundum þeirra á sú skyssa að byrja bréfið til Luns með orðun- um „Kæri Joseph" en það var föst venja hjá Haig að ávarpa hann alltaf „Kæri Joe“. Formleg mótmæli hafa ekki verið borin fram við sovésk stjórnvöld enda sögðu embættis- mennimir það ekki þjóna nein- um tilgangi. Hins vegar væru þessar falsanir gerðar opinberar í þeirri von, að menn áttuðu sig á starfsaðferðum Sovétmanna og varast þær í framtíðinni. Afganir drápu tvo sovézka ráðgjafa Islamabad, Pakistan, 9. júlí. AP. AFGANSKIR skæruliðar fullyrtu í dag að þeir hefðu komið tveimur sovézkum hcrnaðarráðgjöfum fyrir kattarnef í átökum í lok júnímánað- ar í Paktia-héraðinu, sem er ekki ýkja langt frá landamærum Afgan- istan og Pakistan. Skæruliðarnir kváðust einnig hafa drepið fimmtíu afganska stjómarhermenn og tvo herfor- ingja, sem eru fylgispakir stjórn- inni í Kabul. Um mannfall í liði skæruliða var ekki getið. Heimild- ir AP fréttastofunnar sögðu, að alvarleg átök hefðu orðið tvívegis á þessu svæði eftir 20. júní, en áreiðanlegar fréttir af þeim hefðu ekki borizt fyrr en nokkru síðar til Islamabad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.