Morgunblaðið - 10.07.1982, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982
23
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö.
Eiga ekki aliir rétt
á heilu atkvæði?
Frá því að kjördæmaskipan var síðast breytt hér, 1959,
hefur íbúatala og íbúahlutfall einstakra kjördæma
breytzt svo mjög, að vægi atkvæða hefur verulega raskast
milli kjördæma. Tæplega 60% landsmanna, sem búa í
Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum fengu 22 þing-
menn af 60 kjörna 1979, eða góðan þriðjung þeirra, en
rúmlega 40% þjóðarinnar hina 38, eða næstum tvo þriðju.
Nú er það viðurkennt sjónarmið hvarvetna um hinn
lýðfrjálsa heim, að kosningarétturinn, sem er persónu-
bundinn þegnréttur til að hafa áhrif á skipan löggjafar-
þings, gerð og stjórnun þjóðfélags, sé óaðskiljanlegur
hluti mannréttinda. Og mannréttindi þegnanna eiga að
vera hin sömu, hver sem búseta þeirra er.
Því hefur á stundum verið haldið á lofti, að ýmiskonar
efnahagslegur aðstöðumunur m.a. vegna staðbundinna
aðstæðna, sem vissulega er fyrir hendi milli landshluta,
réttlæti mismunandi þegnrétt við kjörborðið. Þessi mál-
flutningur stenzt ekki. Efnahagslegan aðstöðumun verður
að jafna eftir annarri leið en þeirri, að rýra þegnréttindi,
eins og kosningarétt, í afmörkuðum landshluta. Það er
t.d. hægt að mæta aðstöðumun vegna mismunandi húshit-
unarkostnaðar, svo dæmi sé tekið, með skattafrádráttar-
heimild, eða öðrum jöfnunarleiðum, ef vilji stendur til. Og
álagning söluskatts ofan á flutningskostnað vöru út í
strjálbýlið, sem eykur enn á verðmismun, er dæmigerð
fyrir tvískinnung þeirra er nú ráða ríkisfjármálum.
í maímánuði 1978 samþykkti Alþingi með 49 samhljóða
atkvæðum tillögu frá formönnum stjórnmálaflokkanna,
þess efnis, að kjósa nýja stjórnarskrárnefnd, sem skila
skyldi tillögum um stjórnarskrármál, þ. á m. til jöfnunar
á kosningarétti, innan 2ja ára. Þessi fyrirmæli Alþingis
vóru síðan áréttuð í stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnar, en þar segir orðrétt: „Stjórnarskrárnefndin, sem
vinnur að endurskoðun stjórnarskrárinnar ljúki störfum
fyrir árslok 1980, þannig að Alþingi hafi nægan tíma til
þess að ljúka afgreiðslu stjórnarskrár- og kjördæma-
málsins fyrir lok kjörtímabilsins Árnason fór til“. Þessi
tímamörk í fyrirmælum Alþingis og stjórnarsáttmála eru
löngu liðin, en formlegra tillagna er enn vant!
Þar sem nú er áliðið kjörtímabils, og raunar óvissa um,
hve langt eða réttara sagt stutt kann að vera í næstu
þingkosningar, sneri Mbl. sér á dögunum til formanna
þingflokka og spurðist fyrir um stöðu þessa mikilvæga
máls. Allir létu þeir í ljósi vonir um, að víðtækt sam-
komulag myndi nást um breytingar í þá veru, að ná aftur
a.m.k því hlutfalli í vægi atkvæða milli kjördæma sem var
eftir kjördæmabreytinguna 1959. Slíkt væri vissulega
spor í rétta átt, þó ekki næðist fullur jöfnuður í þeim
áfanga. Eftir atvikum má þó sættast á, að ná jöfnuði í
fleiru en einu skrefi.
Þingflokkaformenn töldu og líkur á, að þessi sátt gæti
náðst á næsta þingi, þó áherzla þeirra á það atriði væri
mismikil — og minnst hjá þingflokksformanni Fram-
sóknar. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna, sagði það „grundvallarkröfu þeirra, að
kjördæmamálið verði afgreitt á næsta þingi". „Ef stjórn-
arskrárnefnd kemur málinu ekki frá sér í byrjun þings,"
sagði hann, „munu sjálfstæðismenn leggja fram sínar
tillögur."
Það er ærinn vandi, sem steðjar að íslenzku þjóðarbúi
um þessar mundir, og stýrimenn þjóðarskútunnar eru
komnir í hár saman um, hver leiðin sé er liggi á lygnari og
öruggari sjó. Ráðleysi þeirra í efnahagsmálum réttlætir
þó enganveginn, að þeir hummi fram af sér, einn ganginn
enn, að leiðrétta þá óþolandi mismunun, eftir búsetu, sem
ríkir í jafn ótvíræðu mannréttindamáli. Fróðlegt væri að
fá svar við því, hvaða þjóðfélagsþegn eigi ekki rétt á heilu
atkvæði. Þeir, sem mest eiga í húfi, þurfa að bregðast svo
við fyrir haustið, að Alþingi komizt ekki hjá því að gera
tafarlausa bragarbót í þessu réttlætismáli.
Nýtt skref til hagsbóta
fyrir Sovétríkin
Beðid eftir Manzhulo
Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 1. júlí, þegar flugvélin med A.N. Manzhulo, aðstoAarráðherra í sovéska utanríkis-
viðskiptaráðuneytinu, var að koma. Lengst til vinstri í hópi virðingarmanna, sem bíða aðstoðarráðherrans, er Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra. Maðurinn með regnhlífina er Mikhail N. Streltsov, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, við hlið hans er Þórhallur
Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viöskiptaráðuneytinu.
eftir Björn Bjarnason
Samningurinn um efnahagssamvinnu
við Sovétríkin, sem undirritaður var í
Reykjavík 2. júlí, markar nýjan þátt í
samskiptum Islands og Sovétríkjanna.
Samningurinn er hættulegur vegna þess
hve óljós hann er. Hann opnar möguieika
fyrir Sovétríkin til að færa sig upp á
skaftið og hreyfa á nýjum forsendum
gömlum áhugamálum sínum í samskipt-
unum við Islendinga: loftferðasamningi,
aðild að virkjunum, olíustöð, tilrauna-
veiðum og aðstöðu til að skipta um
áhafnir á fiskiskipum í Reykjavíkurhöfn.
Allt þetta má færa undir ákvæði þessa
óljósa samnings.
Ástæðulaust er að ræða frekar efni
samningsins á þessu stigi. Á framkvæmd
hans mun reyna. En hvers vegna var
þessi samningur gerður? I grein, sem
Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri
Síldarútvegsnefndar, ritaði og birtist í
Morgunblaðinu 6. júlí, segir, að hinn 28.
júní 1982 hafi Þórhallur Ásgeirsson,
ráðuneytisstjóri, afhent þeim íslending-
um, sem þátt tóku í árlegum viðræðum
við Sovétmenn um viðskiptasamning
greinargerð um aðdraganda samningsins
um efnahagssamvinnu og uppkast að
honum.
I þessari greinargerð eru færðar fram
tvær málsástæður fyrir gerð samnings-
ins: 1) Hann auðveldaði sovéskum emb-
ættismönnum að fá fjárveitingu innan
sovéska skrifræðisins til að kaupa ís-
lenskar vörur. 2) Það var farið að hafa
„neikvæð áhrif á afstöðu einstakra" sov-
éskra embættismanna til viðskipta við
íslendinga „og var ástæða til að óttast að
þetta ágerðist, ef neitað væri algjörlega
að ræða um samningsgerð" um efna-
hagssamvinnu. Þetta eru hinar tvær
málsástæður, sem fram koma í skjali, er
lagt var fyrir fulltrúa íslenskra útflytj-
enda. Menn þurfa ekki að vera gjörkunn-
ugir miðstýringunni í sovéska kerfinu til
að sjá, að þessar málsástæður eru hreinn
fyrirsláttur. Það er pólitísk ákvörðun á
æðri stöðum í Moskvu, sem ræður þess-
ari afstöðu. Með þessum hætti eru Sov-
étmenn að beita viðskiptum til að ná
pólitísku markmiði, þeir beita ósæmi-
legum þrýstingi.
★
í umræddri grein segir Gunnar Flóv-
enz, að það hefði getað „valdið okkur
erfiðleikum í samkeppninni um markað í
Sovétríkjunum, ef við einir neituðum slík-
um samningi. í því sambandi er rétt að
geta þess, að ýmsar þessara þjóða sækja
fast á að selja Sovétmönnum fiskafurðir
og ýmsar iðnaðarvörur í auknum mæli
og bjóða vörur sínar í flestum tilfellum á
lægra verði en okkur er fært.“
Fróðlegt er að bera þessi orð saman
við ummæli Steingríms Hermannssonar,
sjávarútvegsráðherra, í Tímanum laug-
ardaginn 3. júlí. Þar segir ráðherrann:
„Við íslendingar munum vera eina þjóð-
in í heiminum sem Sovétríkin kaupa af
umtalsvert magn af fiski og greiða fyrir
í föstum gjaldmiðli. Þeir eiga einnig
viðskipti við önnur ríki á þessu sviði, svo
sem Kanada og Portúgal, en þó er oftast
um að ræða skipti á einni fisktegund
fyrir aðra. Þeir gera undantekningu með
þessi viðskipti við okkur.“
Þessi sérstaða, sem við íslendingar
höfum í fisksölu til Sovétríkjanna hefur
myndast án þess að gerður hafi verið
samningur um efnahagssamvinnu. í
utanríkismálaályktun síðasta landsfund-
ar Sjáifstæðisflokksins er ástæðunni
fyrir sérstöðunni lýst með þessum orð-
um: „í viðskiptum við Sovétríkin er
nauðsynlegt að taka mið af ... því, að
einu mikilvægu tengsl þeirra við ísland
eru á viðskiptasviðinu. Þessum tengslum
mun Sovétstjórnin ekki fórna ótilneydd
heldur laga sig að þeim kröfum, sem til
hennar eru gerðar, og auðvitað ganga á
lagið ef íslendingar láta eins og þeir eigi
einskis annars úrkosta en versla við
hana.“
★
Ef sú stefna hefði ráðið í umræðunum
um nýja efnahagssamninginn, sem fram
kemur í yfirlýsingu sjálfstæðismanna,
hefði ekki verið staðið að málum eins og
raun ber vitni. Þá hefði verið frá því
greint á opinberum vettvangi, að Sov-
étmenn vildu ekki kaupa af okkur nema
fá nýjan samning í kaupbæti — samning
til að smyrja sovéska skrifræðið og
gleðja sovéska embættismenn! Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, lýsti afstöðu sjálfstæðismanna
með þessum hætti í Varðarferðinni,
laugardaginn 3. júlí sl.:
„Við viljum ekki blanda saman við-
skiptum og pólitík. Við viljum ekki
kaupa viðskipti með því að gera víðtæk-
ari samninga sem Sovétríkin geta notað
til að beita okkur þrýstingi og til áróðurs
í eigin þágu ... Við Islendingar megum
aldrei verða Sovétríkjunum eða nokkru
öðru erlendu ríki svo fjárhagslega háðir
að við séum ekki sjálfráðir gerða okkar.“
Tilefni þess, að samningurinn um
efnahagssamvinnu er gerður, er að rekja
til pólitískra ákvarðana í Sovétríkjunum.
Með samningnum er verið að þóknast
Sovétmönnum og veita þeim víðtækari
íhlutunarrétt en áður í íslensk málefni.
Þessar forsendur eru andstæðar íslensk-
um hagsmunum í bráð og lengd, jafnt á
viðskiptasviðinu sem öðrum. Þessari
staðhæfingu verður ekki hnekkt með því
að benda á önnur ríki og segja, að þau
hafi gert svipaða eða sams konar samn-
inga. — Það eru samskipti tslands og
Sovétríkjanna, sem eru til umræðu, en
ekki samskipti Noregs og Sovétríkjanna
eða Danmerkur og Sovétríkjanna, enda
ólíku saman að jafna og furðulegt, að
reyndum embættismönnum detti í hug,
að slíkar alhæfingar séu frambærilegar
forsendur fyrir því, að samningar séu
gerðir. En einnig þessar röksemdir eiga
rætur hjá Sovétmönnum og þjóna þeirra
hagsmunum en ekki íslendinga. Sovét-
mönnum er þó ekki meira í mun að láta
jafnt yfir alla ganga en svo, að þeir
kaupa fisk af íslendingum og borga í
„föstum gjaldmiðli", en leyfa engum öðr-
um að njóta sömu kjara.
★
Rökin fyrir því, að þessi samningur
var gerður eru sovésk en ekki íslensk.
Sovétmenn sneru fulltrúum íslands um
fingur sér og fengu þá síðan til að rétta
sér litla fingur. Málsmeðferðin af hálfu
íslenskra stjórnvalda gagnvart innlend-
um aðilum er ekki til eftirbreytni. í grein
Gunnars Flóvenz kemur fram, að fyrst
var rætt um þennan samning um efna-
hagssamvinnu við Tómas Árnason í sept-
ember 1980. í júní 1981 afhentu Sovét-
menn samningsdrög. Utanríkisráðuneyt-
ið og viðskiptaráðuneytið fjölluðu sam-
eiginlega um samningsdrögin og afhenti
Haraldur Kröyer, sendiherra Islands í
Moskvu, sovéska utanríkisráðuneytinu
endurskoðuð drög frá Islendingum í ág-
úst 1981. Samningsdrögin voru rædd í
viðskiptaviðræðum í Moskvu í september
1981 og þá ákveðið að stefna að því að
undirrita samninginn nú í sumar hér í
Reykjavík. Frá því í september 1981 hafa
verið „gerðar smávægilegar breytingar á
samningnum, sem báðir aðilar hafa fall-
ist á“, segir í skjalinu, sem Þórhallur
Ásgeirsson afhenti 28. júní að sögn
Gunnars Flóvenz. Af skjalinu má ráða,
að aldrei hafi verið um neina pólitíska
fyrirstöðu að ræða af íslands hálfu, frá
því að Tómas Árnason ræddi málið í
Moskvu í september 1980. Skýrslan, sem
Gunnar Flóvenz vitnar til, stangast á við
fullyrðingar um það, að Tómas Árnason
og Ólafur Jóhannesson hafi gengið tregir
til þessa samnings. Með grein sinni er
Gunnar Flóvenz raunar að sýna fram á
það, að ekki er við útflytjendur til Sov-
étríkjanna að sakast í þessu máli heldur
embættismenn og stjórnmálamenn.
Hann segir einnig, að Síldarútvegsnefnd
hafi ekki farið með drögin að hinum nýja
samningi við Sovétríkin sem leyndarmál.
En hvers vegna gerðu íslensk stjórnvöld
það?
I skýrslu utanríkisráðherra, sem lögð
var fram á Alþingi vorið 1981, er sagt frá
því, að 11. september 1980 hafi verið
gerður „nýr viðskiptasamningur" við
Sovétríkin og hafi Tómas Árnason undir-
ritað hann. I skýrslu ráðherrans er ekki
minnst einu orði á ósk Sovétmanna um
samning um efnahagssamvinnu, ekki
heldur í skýrslu utanríkisráðherra, sem
lögð var fram á Alþingi nú í vor. Hvers
vegna var ekki frá því skýrt á Alþingi, að
frá því í september 1981 lægi fyrir upp-
kast að samningi um efnahagssamvinnu
við Sovétríkin, sem ætlunin væri að und-
irrita nú í sumar? I viðtali við Morgun-
blaðið hinn 30. júní 1982, tveimur dögum
fyrir undirritun samningsins, sagði
ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins:
„En ég vil aðeins lýsa þeirri von minni
hér í lokin, að samningurinn verði birtur
opinberlega hið fyrsta, svo innihald hans
geti eytt hættu á frekari deilum." Af
þessum orðum verður ekki annað ráðið
en ráðuneytisstjórinn líti á samninginn
sem trúnaðarmál, og stjórnvöld sendu
hann ekki til fjölmiðla, fyrr en að lokinni
undirritun. Þegar Geir Hallgrímsson,
formaður utanríkismálanefndar Alþing-
is, sneri sér til utanríkisráðuneytisins
vegna þessa máls, var honum í fyrstu
lotu neitað um eintak af samningnum.
★
1953 var gerður viðskiptasamningur
milli íslands og Sovétríkjanna. Um það
er samstaða meðal stjórnmálaflokkanna
hér á landi, að þessi samningur sé nauð-
synlegur og þjóni íslenskum hagsmun-
um. Þá stóð yfir fiskveiðideila við Breta
vegna útfærslu fiksveiðilögsögunnar við
Island í 4 sjómílur. Breskir togaraeig-
endur og fiskkaupmenn settu bann á
löndun íslensks fisks í Bretlandi. Þessar
ráðstafanir höfðu alvarleg áhrif á efna-
hag íslendinga, en á þessum tíma hafði
um fjórðungur botnfiskafla íslendinga
verið seldur á breskum markaði. í út-
varpsávarpi, sem Bjarni Benediktsson,
þáverandi utanríkisráðherra, flutti í til-
efni af undirritun viðskiptasamningsins
við Sovétríkin vísaði hann til þeirrar
stefnu tslendinga að verða ekki um of
háðir einum aðila í viðskiptum og sagði,
að besta sönnun fyrir því, hve vel hefði
miðað í þá átt, væri, að „íslenska togara-
útgerðin hefur ekki þurft að stöðvast,
þrátt fyrir lokun breska markaðarins,
sem hefði verið henni reiðarslag fyrir
nokkrum árum.“
Bjarni Benediktsson vísaði einnig til
þess, að viðskipti íslands og Sovétríkj-
anna hefðu legið niðri í 5 ár frá 1948 og
fyrst í apríl 1953 hefði komið fram á
fundi Efnahagsnefndar Evrópu í Genf,
að viðhorf Sovétmanna væri að breytast
til viðskipta við Vestur-Evrópu. Við-
skiptasamningur íslands við Sovétríkin
1953 var ekki einstæður heldur gerðu
önnur Vestur-Evrópuríki einnig
viðskiptasamninga við þau. „Þíðan“ eftir
dauða Stalíns og „hvarf“ Bería var að
hefjast. „Er það von mín, að þessi nýja
afstaða Sovétríkjanna sé fyrirboði um
bætta sambúð, ekki aðeins í viðskipta-
málum heidur einnig um önnur alþjóða-
mál,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mikil vandræði steðjuðu að íslensku
efnahagslífi á árinu 1%8. Þá voru einnig
breytingar í lofti í alþjóðamálum. Utan-
ríkisráðherrafundur Átlantshafsbanda-
lagsins var haldinn í Reykjavík í júní
1968. Þar var Sovétríkjunum gefið
„merkið frá Reykjavík" um að Vestur-
lönd vildu ræða við þau um afvopnun-
armál. Tími détente eða slökunar var að
hefjast. Atlantshafsbandalagsríkin voru
sammála um að láta innrásina í Tékkó-
slóvakíu í ágúst 1968 ekki hindra fram-
gang þeirrar stefnu, sem mótuð var í
Harmel-skýrslunni frá 1%7. Þau vildu
ekki blanda saman viðskiptum og stjórn-
málum. í samræmi við það var viðskipta-
samningur íslands og Sovétríkjanna frá
1953 framlengdur með bókun 26. ágúst
1%8. Síðan hófst tími mikilla samninga
milli austurs og vesturs bæði um afvopn-
unarmál og efnahagsmál. Gerðir voru
samningar um efnahagssamvinnu milli
Sovétríkjanna og Vesturlanda, hámarki
náði þessi þróun í ágúst 1975, þegar loka-
samþykkt öryggisráðstefnu Evrópu var
undirrituð í Helsinki. Síðan hefur allt
farið á verri veg vegna harðneskjulegrar
afstöðu Sovétríkjanna.
Upp úr sauð með innrás sovéska hers-
ins í Afganistan um jólin 1979. Jimmy
Carter, þáverandi Bandaríkjaforseti,
sneri við blaðinu í samskiptum við Sov-
étríkin. Setti á þau kornsölubann, hætti
að mæla með Salt 2 samkomulaginu og
hvatti menn til að taka ekki þátt í
olympíuleikunum í Moskvu, svo að dæmi
séu nefnd. Ýmsum Vestur-Evrópuríkjum
þótti of langt gengið. Síðan kom frjáls-
ræðisaldan í Póllandi, sem heft var með
herlögunum frá 13. desember 1981. Þá
var samheldnin meiri milli Bandaríkj-
anna og Vestur-Evrópuríkja um ráðstaf-
anir gegn Sovétríkjunum en eftir innrás-
ina í Afganistan.
Hinn 11. janúar 1982 komu utanríkis-
ráðherrar Atlantshafsbandalagsríkj -
anna saman í Brussel til aukafundar
vegna herlaganna í Póllandi. íslenski
utanríkisráðherrann sá sér að vísu ekki
fært að sækja fundinn, en í fréttatil-
kynningu frá fundinum kemur fram, að
ríkisstjórn íslands standi heilshugar að
öllum ákvörðunum á fundinum, aðeins
grísku sósíalistarnir voru með fyrirvara.
Á þessum fundi var ákveðið, að setja sov-
éskum og pólskum sendiráðsstarfs-
mönnum þrengri skorður en áður og
draga úr vísinda- og tæknisamvinnu og
ekki endurnýja skiptisamninga á þeim
sviðum. Jafnframt kemur fram í yfirlýs-
ingu fundarins, að bandalagsþjóðirnar
ætli að hafa náið samráð um frekari
skref og íhuga í því sambandi ýmsa þætti
varðandi langtíma efnahagssamvinnu í
ljósi breyttra aðstæðna. Þetta orðalag
þer síður en svo að skilja á þann veg, að
ríkisstjórnirnar ætli að ganga til efna-
hagssamvinnu við Sovétríkin, þvert á
móti viija þær, að dregið sé úr slíkri
samvinnu. Hinn nýgerði samningur ís-
lands og Sovétríkjanna gengur þvert á
þessa yfirlýsingu.
Nýi samningurinn um efnahagssam-
vinnu stangast einnig á við andann í yf-
irlýsingu þjóðarleiðtoga Atlantshafsríkj-
anna i Bonn 10. júní, en þann fund sóttu
þeir Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jó-
hannesson.
1953 og 1968 var rætt um viðskipti við
Sovétríkin á þeim forsendum, að Islend-
ingar voru samstiga vestrænum banda-
lagsþjóðum sínum. Nú er gerður samn-
ingur við Sovétmenn um efnahags-
samvinnu, stofnað til nýrra samskipta
milli Islands og Sovétríkjanna, í and-
stöðu við þá stefnu, sem ríkir meðal vest-
rænna bandalagsþjóða okkar. Samning-
urinn er ekki einungis haldlaus að efni
frá íslenskum sjónarhóli, hann er einnig
tímaskekkja í alþjóðlegu samhengi.
★
Verjendur nýja samningsins hér á
landi hafa haldið því á loft máli sínu til
stuðnings, að til dæmis Norðurlöndin
hafi gert sambærilega samninga. „Þessi
samningur sem búið er að gera er á sama
grundvelli og samningar þeirra (Sovét-
ríkjanna, innsk. Bj.Bj.) við önnur ríki,“
sagði Halldór Ásgrímsson, varaformaður
Framsóknarflokksins og utanríkismála-
nefndarmaður, í Morgunblaðinu 30. júní.
Tvö Norðurlandanna eru í NATO eins og
ísland, Danmörk og Noregur. Danir
gerðu samning um efnahags-, tækni- og
vísindasamvinnu við Sovétmenn 17. júlí
1970. Hinn 28. águst 1975 gerðu Danir
samkomulag við Sovétmenn um þróun
efnahags-, iðnaðar-, vísinda- og tækni-
samvinnu. Báðir þessir samningar eru
sem sé gerðir á þeim tíma, þegar slökun-
arstefnan er að þróast og almennur vilji
er til nánara samstarfs, síðari samning-
urinn raunar í sama mánuði og lokasam-
þykktin í Helsinki var undirrituð, sú at-
höfn var hápunktur slökunarskeiðsins.
19. maí 1972 var undirritaður samningur
um efnahags-, iðnaðar-, tækni- og
vísindasamvinnu milli Norðmanna og
Sovétmanna, einnig í andrúmslofti slök-
unar. Fram hefur komið að síðan 1975
hafa Sovétmenn viljað gera samning um
efnahagssamvinnu við ísland, þeim til-
mælum hefur verið neitað, þar til Tómas
Árnason fór til Moskvu I september 1980.
Af þeim samningum, sem Sovétmenn
hafa gert við Dani og Norðmenn, er
dansk-sovéski samningurinn frá 1975
líkastur þeim samningi, sem þeir hafa nú
gert við íslendinga. Fyrstu tvær grein-
arnar eru sambærilegar en mikill munur
á þriðju greininni. Þar er í samningnum
við ísland sagt, að skipti á vörum og
þjónustu, sem af samingnum leiða, skuli
fara fram á grundvelli langtíma bókana
um gagnkvæmar vöruafgreiðslur milli
landanna. í 3. grein samningsins við
Dani er hins vegar sagt frá því í nokkr-
um liðum um hvað samvinnan snúist,
þar er því lýst, hvað felst í orðunum
„búnaður, tækni og hráefni" í 2. grein
danska og íslenska samningsins. Þetta
eru aðalatriði 3. gr. danska samningsins
um þættina, sem hann nær til:
1) Bygg'ng. endurnýjun og stækkun iðju-
vera. 2) Samvinna um framleiðslu á viss-
um vélategundum og búnaði svo og á öðr-
um fullunnum vörum og hráefni. 3)
Frekari útvíkkun á gagnkvæmum af-
greiðslum á vélum og búnaði auk ann-
arra fullunninna vara. 4) Kaup og sala á
framleiðsluleyfum, einkaleyfum og eign-
arrétti á iðntækni, framleiðsluáætlunum
og framleiðsluaðferðum. 5) Skipti á
tæknilegum upplýsingum, seminör og
fundir sérfræðinga beggja landa einkum
á sviði mjólkuriðnaðar, kjötframleiðslu,
efnagerðar, skipasmíða, byggingaiðnað-
ar, landbúnaðar, friðsamlegrar hagnýt-
ingar kjarnorku, umhverfisverndar og
einnig á sviði frumrannsókna og hag-
nýtra rannsókna. 6) Samvinna meðal
annars um sölu á vélum og búnaði til
landa í þriðja heiminum.
Þetta eru í lauslegri þýðingu þau
atriði, sem tíunduð eru í samningi Dana
og Sovétmanna frá 1975. Er ekki að efa,
að Sovétmenn túlka samning sinn við ís-
land með sömu atriði í huga að breyttu
breytanda. Hér kæmi sjávarútvegur í
stað landbúnaðar í Danmörku og jarð-
orkuver, hitaveitur og vatnsvirkjanir í
stað „friðsamlegrar hagnýtingar kjarn-
orkunnar" svo að dæmi séu nefnd. í
samningnum við Island er ráð fyrir því
gert, að þeir aðilar, sem ræða um við-
skiptin við Sovétmenn ræði einnig við þá
um efnahagssamvinnuna. Hér hafa
nokkrar umræður orðið um ákvæðið í 5.
grein samnings íslands og Sovétríkj-
anna. Nefndi Eyjólfur Konráð Jónsson 5.
greinina „utanstefnu-ákvæði", þar sem
Sovétmenn gætu krafist funda með ís-
lenskum aðilum fyrirvaralaust „hvenær
sem það telst nauðsynlegt". I samningi
Danmerkur og Sovétríkjanna er hlið-
stætt ákvæði en með þeim sjálfsagða
fyrirvara, að sérstakir fundir viðræðuað-
ila séu boðaðir samkvæmt samkomulagi
þeirra um að þá skuli halda (sjá 2. grein
í samningnum frá 1970, sem vísað er til í
samningnum frá 1975).
★
í viðtali við Tímann 7. júlí síðastliðinn
segir Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra: „Það er ekki skilgreint ná-
kvæmlega í samningnum (um efnahags-
samvinnu, innsk. Bj.Bj.) hvað við er átt,
svo það verður að skýrast í framkvæmd-
inni og í því sambandi ítreka ég enn að
það þarf samþykki íslendinga til. Það
verða engir samningar gerðir í skjóli
þessa samnings nema þeir, sem íslend-
ingar telja sér hagstæða, og auðvitað
þurfa slíkir samningar að vera þannig að
báðir aðilar telji sér þá til hagsbóta."
Þetta er satt og rétt. Þetta átti svo
sannarlega við, þegar viðskiptasamning-
urinn var gerður við Sovétríkin 1953.
Menningar-, vísinda- og tæknisamvinnu-
samningurinn var gerður í þessum til-
gangi, í framkvæmd hans hafa Sovét-
menn hins vegar sýnt alkunnan yfirgang.
Með samningnum um vísinda- og tækni-
samvinnu á sviði sjávarútvegs frá 1977
fékkst viðurkenning á 200 sjómílna fisk-
veiðilögsögunni umhverfis Island. Þeim
samningi ætti nú að segja upp, enda mið-
ast hann við það, að störfum þriðju haf-
réttarráðstefnunnar sé ekki lokið. En
hvaða hag höfum við íslendingar haft af
gerð samningsins um efnahagssam-
vinnu? Talsmenn hans hafa ekki bent á
neitt. Ólafur Jóhannesson segir í fyrr-
greindu Tímaviðtali: „Það er talið að
samkomulagið greiði fyrir hinum hefð-
bundnu viðskiptum og ég vil enn leggja
áherslu á að það opnar möguleika á sam-
vinnu á sviði efnahagsmála og ég álít það
af hinu góða að eiga slíka möguleika.
Ekki verður neitt fullyrt um hvort slíkt
tekst...“
Aðdragandinn, tilefnið, timinn, efnið
og afraksturinn — allt ber að sama
brunni: Með íslenska hagsmuni í huga
var með öllu óþarft að undirrita sam-
ninginn um efnahagssamvinnu við So-
vétríkin 2. júlí 1982. Stigið hefur verið
nýtt skref. Með því að beita þrýstingi á
viðskiptasviðinu hefur Sovétmönnum
tekist að ná takmarki sínu á öðru sviði.
Þeir láta áreiðanlega ekki staðar numið.
Næst vilja þeir loftferðasamning. Fyrst
telja þeir sig þó líklega knúna til að óska
eftir að fá keypta enn eina húseignina í
Reykjavík, að þessu sinni fyrir efna-
hagsfulltrúa með vísan til nýja sam-
ningsins. Ekki kæmi á óvart, að beiðnin
yrði fyrst lögð inn í viðskiptaráðuneytið.