Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Samgönguráðherra um Atlantshafsflugið: Hlynntur ríkis- styrk til Flugleida FLUGLEIDIR hafa nú sótt um áframhaldandi styrk vegna Atlants- haf.sflugsin.s. Nemur styrkumsóknin tæplega 24 milljónum króna eða 2 milljónum dollara. Að sögn forráða- manna Flugleiða er þetta sama upp- hæð og ríkið hefur í tekjur af flug- inu. Morgunblaðið sneri sér til sam- gönguráðherra, Steingríms Her- mannssonar og sagði hann, að um- sóknin hefði borizt samgöngu- Innbrotirt á Laugavejíi 11: Verðmæti þýf- isins liðlega 100 þús. kr. VERÐMÆTI þýfisins, sem stolið var úr skartgripaverzlun Benedikts Guðmundssonar að I.augavegi 11 að- faranótt laugardagsins og skýrt var frá í Mbl., er liðlega 100 þúsund krónur. Eigendur höfðu tekið verðmæt- ustu muni úr verzluninni, þar sem hún var lokuð vegna sumarleyfa. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að rannsókn málsins, en enginn hefur enn verið handtekinn. Þetta er fimmta innbrotið í skartgripa- verzlun á árinu og nemur verð- mæti þýfis í þessum innbrotum um 2,3 milljónum króna. Samningafundur í farmannadeilunni Samninganefndir Farmanna- og fiskimannasambands og skipafélag- anna hafa verið boðaðar á fund sáttasemjara og sáttanefndar klukk- an 9 árdegis. Undanfarna daga hefur hvorki rekið né gengið í deilunni og hafa yfirmenn á kaupskipum nú boðað verkfall dagana 3. og 4. ágúst næstkomandi, auk þess sem hert yfirvinnubann er komið til fram- kvæmda. ráðuneytinu 3. júlí og þetta væri nákvæmlega það sama og sótt hefði verið um í fyrra og verið veitt. Farið væri fram á styrk, sem næmi tekjum ríkisins af fluginu og starfsliði við það. Sagðist hann vera jákvæður fyrir því að styrk- urinn yrði veittur. Að undanförnu hefði farið fram athugun á því hve mikil þessi upp- hæð væri og hefði hún reynzt í kringum 2 milljónir dollara. Það væri rétt að taka það fram að þetta væri miklu meira en lend- ingagjöldin, þau væru aðeins þriðji hlutinn af þessari upphæð, fjölmargir aðrir hlutir væru reiknaðir inn í þessa upphæð, eins og þinggjöld starfsliðs og fleira. Það væri því mikill misskilningur að halda því fram að þetta væri ekki styrkur því væntanlega mundi viðkomandi starfslið fá vinnu annars staðar og greiða sín þinggjöld þó flugið kæmi ekki til. Sagði Steingrímur að hann ætti eftir að ræða þetta mál við fjár- málaráðherra og síðan yrði það tekið fyrir innan ríkisstjórnarinn- Tvær Akraborgir: Fluttu 700 bíla Nll ERU tvö skip í siglingum milli Reykjavíkur og Akraness. Hin nýja Akraborg og hin eldri, sem er ný- komin úr slipp. „Þetta hefur gengið Ijómandi vel og við höfðum ekki undan frá Reykjavík á föstudag, en hvort það verður til frambúðar læt ég ósagt um,“ sagði Gunnar Guð- mundsson, starfsmaður hjá Akra- borg, í samtali við Mbl. Skipin fóru 9 ferðir á föstudag, í öll skiptin voru skipin fullhlaðin frá Reykjavík en mikill straumur bifreiða var úr höfuðborginni. Nýja Akraborgin tekur rúmlega 60 bíla og hin eldri rúmlega 40. Stórslasaður eftir átök AÐFARANOTT laugardagsins var lögreglan á Seltjarnarnesi kvödd að húsi á Nesinu. Þar fannst liðlega sextugur maður meðvitundarlaus eftir átök. Hann var fluttur i slysa- deild og þaðan í gjörgæzludeild og reyndist hann höfuðkúpubrotinn og talsvert skorinn á höfði. Tildrög málsins eru þau, að til átaka kom með fyrrgreindum af- leiðingum. Sá er áverkana veitti var skömmu síðar handtekinn í húsagarði skammt frá og var hann fluttur í fangageymslur lögreglunnar í Hafnarfirði. Hinn slasaði er kominn til meðvitundar. Til landsins er kominn fræsari einn mikill, sem nota á við fræsun Reykjanesbrautar. Fræsarinn er leigður frá útlöndum til verksins, en byrjað verður á þvi í sumar. Vegurinn verður fræstur niður, þannig að ekki verði í honum hjólför, en þau skapa slysahættu þegar þau fyllast af vatni eða krapi. Samningur Flugleiða við Alsírbúa: Stærsti pílagrímasamn- ingur í heiminum í ár — Alls munu tæplega 560 manns starfa við flutningana ALLS munu tæplega 560 manns starfa við pilagrímaflug Flugleiða í Alsír í september og október nk., en alls verða fimm flugvélar notaðar til flutninganna, þ.e. ein Boeing 747, Júmbóþota, og fjórar D€-8-63-þotur. Samningurinn, sem Flugleiðir gerðu við yfirvöld i Alsír, er sá langstærsti, sem félagið hefur gert og jafnframt stærsti pílagrímasamningur í heim- inum i ár, en hann er upp á 9—10 milljónir dollara, eða 107—119 millj- ónir íslenzkra króna. Flugleiðir munu nota tvær DC-8-63-þotur, sem félagið á, en auk þess hefur félagið samið við SAS-flugfélagið um leigu á einni Boeing 747-þotu og tveimur DC-8-63-þotum, auk þess sem SAS mun leggja til mikinn fjölda starfsmanna, sem starfa þó undir stjórn Flugleiðamanna. Boeing 747-þotan er innréttuð fyrir 475 farþega, en SAS-Átturnar fyrir 258 farþega og Flugleiða-Átturnar fyrir 249 farþega. Flogið verður frá fjórum stöð- um í Alsír, auk þess frá einum stað í Afríkuríkinu Níger til Jedd- ah í Saudi-Arabíu, en flutningarn- ir hefjast 4. september nk. og standa fram til 22. september. Heimflutningur pílagrímanna hefst svo 4. október og lýkur 22. október. Þess má geta, að vélarnar, sem koma frá SAS verða málaðar í lit- um Flugleiða og starfseminni verður stjórnað af Flugleiða- mönnum. Óskar Magrtússon frá Tungunesi látinn Vatnsskortur framundan á höfuðborgarsvæðinu — horfið frá viðhaldi og fyrirhuguðum borunum vegna fjárskorts „ÞAÐ ER öruggt að ef komandi vetur verður kaldur þá mun verða vatnsskortur á höfuðborgarsvæðinu," sagði Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri í Reykjavík er Mbl. spurði hann um afleiðingar 34,7 milljón króna niðurskurðar á framkvæmdaáætlun hitaveitunnar sem samþykktur var á borgarráðsfundi 20. júlí sl. „Jafnvel þótt kuldi verði ekki meiri en í meðalvetri, verður ör- ugglega einhver vatnsvöntun," sagði Jóhannes og bætti við: „Þau svæði sem fyrst verða fyrir vatnsskorti eru þau sem liggja hæst, það er Breiðholtið, efsti hluti Kópavogshæðarinnar, Hvaleyrarholt í Hafnarfirði, Grensásinn, Skólavörðuholtið, Landakotshæðin og Laugarás- inn. Það eru bara drottinn og að- dráttaraflið sem stjórna því hvernig vatnsskorturinn kemur niður milli einstakra svæða." Jóhannes sagði að vegna niðurskurðarins yrði að hætta við boranir og virkjanir þeirra borhola sem ráðgert var að bora á árinu. Þannig væri að svæði hitaveitunnar stækkaði sífellt en borunum fjölgaði ekki í réttu hlutfalli við þau hús sem tengd væru hitaveitunni. Nú væri eðli- lega svo komið að endar næðu ekki saman. Til þess þeir næðu saman þyrfti að bora einar fjór- ar holur á ári. Hins vegar hefði að jafnaði ekki nema ein hola verið boruð árlega frá 1977. Víðvíkjandi öðrum afleiðing- um þessa niðurskurðar nefndi Jóhannes að hverfa þyrfti frá fyrirbyggjandi viðhaldi sem framkvæmt væri til að komast hjá stórskemmdum sem ekki einasta væru kostnaðarsamar heldur og hættulegar. Sem dæmi nefndi hann aðalæð sem lægi eftir Laufásveginum, eftir Skothúsvegi og til móts við Hringbraut. Æð þessi væri léleg, illa farin og sífellt að bila. Nú lægi fyrir að ekkert yrði gert við hana á þessu ári. Eins og fram hefur komið í Mbl. er framangreindur niður- skurður til kominn vegna þess að gjaldskrá hitaveitunnar er hvergi nærri því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1982. Jóhannes Zoéga sagði að sl. ára- tug hefðu ríkisstjornir skorið hækkunarbeiðnir mjög mikið niður, þannig að nú væri svo komið að vatnsverð væri aðeins 54% af verði ársins 1970. Slík tekjulækkun kæmi eðlilega niður á þjónustu við borgarbúa. ÓSKAR Magnússon frá Tungunesi, fyrrverandi skólastjóri, lést á Land- spítalanum flmmtudaginn 22. júlí síöastliðinn. Óskar var fæddur 28. desember árið 1907 i Tungunesi í Svína- vatnshreppi í Austur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Magnús Sigurðsson og Eiísa- bet Erlendsdóttir. Óskar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1934 og heimspekiprófi frá Hafn- arháskóla árið 1935. Ennfremur stundaði hann m.a. nám við skól- ann í náttúrufræði, með vatna- líffræði sem sérgrein, sagnfræði og fleiri greinum. Hann kom til íslands árið 1945. Hann kenndi við Gagnfræða- skóla Vesturbæjar frá ársbyrjun 1946 og var settur þar skólastjóri í byrjun ársins 1958. Hann var stundakennari í Stýrimannaskól- anum 1945—1949, í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum frá stofn- un hans 1955 og í Vélskólanum 1946-1955. Óskar flutti mörg útvarpser- indi, einkum um sagnfræði. Hann gaf út ljóðabókina Af jörðu ertu kominn árið 1938 og einnig hafa birst eftir hann ljóð, sögur og rit- gerðir í blöðum og tímaritum, m.a. Ijóð í Húnvetningaljóðum árið 1955. Eftirlifandi kona Óskars er Rigmor Magnússon, dönsk að þjóðerni. Innbrotid í Hljómver: MaÖur í gæsluvarðhaldi Akureyri, 26. júlí. Rannsóknarlögreglan á Akureyri vinnur enn að rannsókn innbrotsins í verslunina Hljómver á dögunum. Málið er ekki að fullu upplýst, en nú skömmu fyrir helgina var maður handtekinn vegna málsins og er hann í gæsluvarðhaldi. Hins vegar hefur miðað hægt eða ekk- ert í rannsókn innbrotsins í Bíla- leigu Akureyrar í vetur, en þó er enn unnið við þá rannsókn. - Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.