Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 23

Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 27 HamrahlMUrkórínn Tónleikar Hamra- hlíðarkórsins Hamrahlíðarkórinn heldur tónleika í kvöld klukkan 20.00, í hátiðasal Menntaskólan.s vid Hamrahlíó. Þetta eru kveðjutónleikar kórsins fyrir ferð hans til Belgiu, en þangað heldur hann sem fulltrúi íslands, til þáttöku í stórri evrópskri kóra og tónlistarhátið, sem ber heitið „Evr- ópa syngur“. Þetta er í þriðja skipti sem kórinn tekur þátt í þessari há- tíð, sem haldin er á vegum Samtaka evrópskra æskukóra. Hann tók fyrst þft í henni fyrir sex árum í Leicester í Knglandi, með það góðum árangri að honum var boðið að gerast full- gildur aðili að Samtökum evrópskra æskukóra, en kórinn var boðsgestur á hátíðinni í Engiandi. Síðan tók kórinn þft í hátíð sem haldin var í Luzern í Sviss fyrir þremur árum og er nú aftur komið að þáttöku hans, því hátíðin er haldin reglulega á þriggja ára fresti. A efnisskrá tónleikanna í kvöld verður hluti þeirrar efnisskrár sem kórinn hefur undirbúið vegna þáttöku sinnar í hátíðinni, með þrotlausum æfingum undanfarna tvo mánuði, en það er þverskurður af íslenskri kórtónlist frá hinum ýmsu tímum sem kórinn hyggst flytja á aðaltónleikum sínum í Belgíu, sem haldnir verða í Menn- ingarhöllinni í borginni Namur. Þá verður hátíðin lítillega kynnt og sagt frá hvað kórinn kemur til með að gera þarna úti. Aðgangur á tónleikana í kvöld er ókeypis og allir eru velkomnir. Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Sviss—Austurríki — Ítalía 15.—29. ágúst Beint flug til Zurich og samdægurs lagt af staö í 6 daga hringferð aö Bod- en-see, Innsbruck í Aust- - urríki, Garda-vatni á Italíu, Feneyja og til Ascona við Maggiore-vatn í Suöur- Sviss, þar sem dvaliö verður frá 21.—27. ágúst. Gist 2 nætur í Zurich fyrir heimferð 29. ágúst. Verö kr. 13.500,- Sviss 22. ágúst — 5. september Beint flug til Zúrich og gist þar fyrstu nóttina. 23. ágúst hefst 6 daga hring- ferð um Sviss til Liecht- enstein — Lenzerheide — Lugano — Lausanne — Bern — Thun — Interlak- en — Vitznau og síöan dvalið til 5. september í Interlaken í Berner Oberland. Verö kr. 13.500.- Innifalið í verðinu: Flug, hringferðir, gisting í 2ja manna herbergi m/ baði, morgun- verður og kvöldverður. Ekki innifalið: Flugvallarskattur og skoðunarferðir í Ascona og Interlaken. Verð eru útreiknuð samkvæmt gengi 15.07. 1982. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF., Borgartúni 34 — sími: 83222. OOODfÝCAR A OLL FARARTÆKI Goodyear hefur framleitt hjólbarða síðan árið 1898 og er stærsti framleiðandi og tækniiega leiðandi á því sviði í heiminum. Hjá Goodyear hefur öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda ávallt verið í fyrirrúmi. Það er því ekkert skrum þegar sagt er að þú sért ÖRUGGUR Á GOODYEAR. *OOD$rEAR eHEKtAHF PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.