Morgunblaðið - 27.07.1982, Page 26
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982
Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á
sjötugsafmœli mínu 16. júlí sl.
Kær kveðja til ykkar allra,
Lirus Þ.J. Blöndal Siglufírði.
4WD
Isuzu verksmiðjurnar eru heimsfrægar fyrir framleiðslu
sína á pick-up bilum og þær njóta alþjóðlegrar viður-
kenningar fyrir vinnuvéla- og vörubílagerð.
Isuzu pick-up með drifi á öllum hjólum uppfyllir óskir hinna
kröfuhörðustu og gerir enn betur.
Isuzu pick-up hentar jafn vel sem flutningatæki og
ferðabíll.
Isuzu pick-up er laglegur, lipur og leggur lýgilega vel á.
Isuzu pick-up hefur óhemju burðarþol og 4-hjóla drif ið gerir
honum alla vegi færa.
Isuzu pick-up vönduð vinnubifreið með aksturseiginleika,
útlit og þægindi fólksbifreiðar.
Komið og kynnið ykkur hvers vegna Isuzu pick-up nýtur
heimsfrægðar.
8
e
$ VÉLADEILD
Ármúla3 f 38900
Góður prímus
er hlutí
af ánægjulegri
útíveru.
Matargerð er jafnan veigamikill þáttur í
útilegum.
Lystin er með mesta móti í hreinu og
tæru loftinu - og allir taka hraustlega
til matarsíns.
Kraftmikill prímus flýtir eldamennsk-
unni, maturinn verður heitari - og
bragðast betur — þannig á góður
prímus sinn þátt í ánægjulegri útilegu
- ekki satt.
Þess vegna er nauðsynlegt að vera bú-
inn góðum búnaði.
Stórir prímusar — litlir prímusar — ein-
faldir — tvöfaldir — hitarar — einnota
gashylki — hylki til áfyllingar.
BBbúdin
Grensásvegi 5, Sími: 84016.
Nei, það er ekki kviknað í... Þetta er ökukappinn Bendikt Eyjólfsson að
undirbúa bíl sinn fyrir íslandsmetstilraun. Með því að hita dekkin þar til úr
þeim rýkur ná bílarnir betri spyrnu.
Kvartmíla:
Tvö íslands-
met slegin
Tvö íslandsmet voru sett í kvartmílunni, sem fram fór á sl.
laugardag. Benedikt Eyjólfsson setti nýtt met í „Street Alt-
ered“ flokki og fór kvartmíluna á 10,49 sek. í „Standard“
flokki tókst Sævari Péturssyni á Pontiac 350 að setja ís-
landsmet. Tími hans var 13,53 sek.
Mikil þafttaka var í mótor-
hjólaflokknum í kvartmílunni
sem fram fór í blíðskaparveðri.
Níu keppendur voru þar, þeir
voru allir nýkomnir úr ferða-
lagi og ákváðu að skella sér í
keppnina. Sigurvegari varð
Árni Guðmundsson á Honda
CB900 á tímanum 12,60. Það
mátti vart á milli sjá í keppni
milli mótorhjólakappanna og
munur milli besta og lélegasta
tíma var einungis ein sekúnda.
í götubílaflokki sigraði Hjör-
leifur Hilmarsson á Chevrolet
Nova rétt einu sinni og tími
hans var 12,34 sekúndur. Að
lokum sigraði Atli Jóhannsson
í skellinöðruflokki, en öðru
sæti náði Jens Reynir. Eins og
sjá má náði Benedikt Eyjólfs-
son langbesta tímanum að
þessu sinni og hefur hann í
hyggju að gera enn betur. Mun
hann væntanlega fá harða
keppinauta í framtíðinni því
vitað er um nokkra skæða
keppnisbíla, sem ekki voru með
að þessu sinni.
(Ljósm. Gunnlaugur)
Sigurvegari mótorhjólaflokksins, Árni Guðmundsson, lét sig ekki muna um
að spóla svolítið fyrir Ijósmyndarann og er hann þvi umvafinn reykmekki.
CombCamplOO
• 2—4 manna tjaldsamloka.
• Hefur helstu kosti tjaldvagns.
• Vegur aöeins 65 kg.
• Verö aðeins kr. 13.280.-
• Til afgreiðslu DaHAA
nú þegar. DvllvV)
Bolholti 4.
Sími 91-21945/84077.