Morgunblaðið - 27.07.1982, Síða 36
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982
ást er...
.. ab stilla skap
sitt þó hann
hringi seint.
TM R«g U.S Pat Off — all rights reserved
•1982 Loe Artgetos Tlmes Syndicate
Það er ánægjulegt að sjá þig svona
Það er allt í lagi mamma - þetta n°,ta 'lkvöW- en Þad hefur "ru^-
er gamalt epli. lega tek.ð s.nn t.ma.
HÖGNI HREKKVÍSI
Röng sjúkdómsgreining
Kagnar Gunnarsson, Njarðvík skrif-
ar:
„Velvakandi.
Þegar lesnar eru greinar lækn-
anna Ásmundar Brekkan og Einars
Valdimarssonar mætti halda að
bifhjól séu einhver hroðalegustu
morðtól sem komist hafi í manna
hendur frá upphafi vega. Og þegar
fyrrnefndir læknar kveða upp dóm í
ákveðnu umferðarvandamáli með
því að telja bifhjólin slysavalda, er
útilokað annað en að telja að hér
hafi átt sér stað röng sjúkdóms-
greining.
í fyrsta lagi: Ökutækin (þ.e. bif-
hjólin) valda ekki slysi. Það gera
ýmist þeir sem aka þeim eða og
reyndar í flestum tilvikum: öku-
menn annarra farartækja og þá
oftast ökumenn bifreiða.
I öðru lagi: Að banna innflutning
bifhjóla mundi að sjálfsögðu koma í
veg fyrir bifhjólaslys, en það væri
svipað og að skera nefið af sjúklingi,
sem leitaði sér lækningar við nef-
rennsli. Að sjálfsögðu yrði komið í
veg fyrir nefrennslið með þessum
hætti, en það læknaði ekki meinið.
í þriðja lagi: Að rúmur helmingur
umferðarslysa 15—17 ára unglinga í
Svíðþjóð skuli tengjast bifhjólum er
ekki óeðlilegt, þar sem einu farar-
tækin sem þessi aldurshópur stjórn-
ar, eða hefur réttindi til að stjórna,
eru lett vélhjól eða reiðhjól. Þar í
landi eru víðast hvar sérstakir
reiðhjólastígar, en vélhjólaökumenn
verða að hætta sér út í umferðina,
þar sem slysavaldarnir, bílstjórarn-
ir, með hálflukt augu, sljóir og til-
litslausir eru til einskis annars lík-
legri en keyra þá niður.
En ég er sammála þeim Ásmundi
og Einari að fjöldi alvarlegra slysa
og alvarlegra áverka í þeim, er mik-
ið vandamál. Það sem okkur greinir
á um er orsökin, en ef grannt er
skoðað held ég að við séum sammála
um, að það eru stjórnendur farar-
tækja, bifreiða eða bifhjóla, sem
þarfnast nánari athugunar, en ekki
farartækin sjálf.
Að mínu mati er lækningin í því
fólgin að stórauka fræðslu og kröfur
um kunnáttu tilvonandi ökumanna;
auka áróður um öryggis- og umferð-
armál; reyna að beina áhuga bif-
hjólamanna að torfæruakstri frekar
en götuakstri, afmarka svæði í
sand- eða malargryfjum, þar sem
ofurhugar geta reynt hjól sín án
þess að samborgurum þeirra stafi
hætta eða óþægindi af; lækka að-
flutningsgjöld og tolla á léttum tor-
færuhjólum; fella niður opinber
gjöld á öryggisbúnaði ökumanna,
svo sem hné- og axlahlífum, sér-
hönnuðum skóm og öðrum hlífðar-
fatnaði; herða til muna eftirlit með
bifhjólum að því er varðar öryggis-
búnað, svo sem bremsur, ljós o.þ.h.
og jafnframt herða viðurlög við
notkun ökutækja sem ekki uppfylla
þær kröfur sem gerðar eru.
Eg tek undir kröfu Einars Valdi-
marssonar þess efnis, að viðeigandi
yfirvöld beiti sér fyrir því að þær
ráðstafanir verði gerðar sem geti
með einhverju móti komið í veg
fyrir slys. En það ber að forðast að
einblína á bifhjólin sem slysavald,
því eins og fram hefur komið hér að
framan er sökudólgurinn vankunn-
átta og tillitsleysi meginþorra
þeirra sem ökutækjum stjórna."
Orðsending til
tveggja manna
— Péturs Péturssonar og Alberts Guðmundssonar
Markú.s B. Þorgeirsson skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar til að senda tveimur
mönnum orðsendingu: Pétri Pét-
urssyni útvarpsþuli og Albert Guð-
mundssyni, forseta borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Pétri færi ég alúðar þakkir fyrir
ánægjulegar stundir í morgunút-
varpi, m.a. í morgun (23. júlí), þegar
ég var að hlusta við vinnu mína hér
í sjóbúðinni. Það er yndislegt að
mega njóta samvista við þennan
frambærilega og reynda útvarps-
mann til fjölda ára. Mér finnst Pét-
ur taka öðrum fram, þó að ég ætli
ekki að varpa rýrð á neinn í hópi
samstarfsfólks hans hjá útvarpinu.
Það er svo glatt yfir öllu hjá honum
og það léttir manni að vakna og
vinna. Röddin hans og lagavalið.
Hann gleymir heldur ekki okkur
sem erum um sextugt. Þá þakka ég
honum fyrir það, með hve mikilli
tillitssemi og hluttekningu hann
greindi frá slysinu mikla í Esju og á
eftir hafði hann þögn. Það gleymist
stundum.
Mér þætti vænt um að þessi góði
útvarpsmaður, Pétur Pétursson,
léti verða af því að þiggja boð mitt
um að sækja mig heim í sjóbúð
mina; svo mikið á hann í Markúsi
Þorgeirssyni eftir áratuga viðkynn-
ingu í útvarpinu.
Albert Guðmundsson hefur átt
heimboð hjá mér í tvö ár, en hefur
ekki enn séð sér fært að líta til mín
og berja augum það sem ég er að
vinna að. Albert er mér kær sem
mannréttindamaður, jafnt í þágu
aldinna sem ungra. Við Hafnfirð-
ingar eigum honum mikið upp að
unna fyrir stuðning hans í þágu
íþróttastarfs í Kaplakrika.
Ég óska báðum þessum sóm-
amönnum langra lífdaga í starfi og
leik, þeim sjálfum og þjóðinni allri
til heilla.
Staddur í Sjóbúð Markúsar skip-
stjóra, íslandi allt. Þorkell hf.“
Eru að ganga á íslenska
náttúru og spilla henni
Sveinn l’étursson frá Látrum
skrifar:
„Velvakandi.
Ég vil þakka Þórði Jónssyni á
Látrum fyrir grein hans í Morgun-
blaðinu hinn 21. júlí, þar sem hann
tekur upp hanskann fyrir vin okkar,
selinn, og færir rök að því hvílík
ósvinna það er, að vissir þrýstihópar
geti tekið sér fyrir hendur að ráðast
gegn ákveðnum dýrategundum og
hafið útrýmingarherferð gegn þeim.
Þetta eru svo hæpnar ráðstafanir,
að ég get ekki ímyndað mér annað
en þær varði við lög. Eða hvað segðu
menn við því, ef einhver hagsmuna-
hópur fyndi það út eftir einhverjum
rökum, sem líffræðingur ætti svo að
rannsaka, að æðarfulginn væri
eitthvert skaðræði, t.d. æti of mikið
af skel og spillti skelfiskmiðum.
Hafin væri herferð gegn honum og
hann drepinn þar sem til næðist og
látinn liggja í blóði sínu, en vargi
látið eftir hræið eins og gert er við
selinn.
Nei, þannig megum við ekki fara
með íslenska náttúru. Nær væri að
leggja eitthvað af mörkum til þess
að auðga hana og bæta. Við höfum
lagt talsvert fé í að viðhalda gróðri
og rækta upp landið. Yfir því hafa
allir glaðst og margir langt hönd á
plóginn. Eins ætti að vera um annað
lífríki. Þar ættu menn að ganga svo
um garða, að ekki kæmi til spill-
ingar. Þeir hagsmunahópar sem
tekið hafa að sér að fara herferð
gegn selnum með þeim hætti sem
raun ber vitni, eru að ganga á ís-
lenska náttúru og spilla henni. Því
getur enginn mótmælt. Og mér er
spurn: Getur viðkomandi ráðuneyti
látið slíkt afskiptalaust, þegar nú er
séð, hvemig haldið er á málum?
Ef talið er að fækka þurfi sela-
stofninum, þá er það mál sem ráðu-
neytið á að fjalla um og leita álits
þeirra manna, sem til þeirra mála
þekkja og reynslu hafa. Að leyfa
vissum aðilum að siga veiðiglöðum
sportveiðimönnum inn í lífríki ís-
lenskrar náttúru á þennan hátt
verður aldrei annað en til vansæmd-
ar öllum aðilum.
Þeir verða aldrei annað en versti vargurinn og þeirra gerðir verður að stöðva.