Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 25 ógnuðu Valsmarkinu allan hálf- leikinn. Eins og fram kom í upphafi var seinni hálfleikurinn mun slakari, og er óhætt að segja að hann hafi dottið niður á plan meðalmennsk- unnar á köflum. Lítið var um faeri, en meira um hnoð eða kýlingar úti á velli. Þá færðist nokkur harka í leikinn á stundum. Lítið hafði borið á Ómari Vik- ingsfyrirliða Torfasyni í fyrri hálfleiknum, en í upphafi þess síð- ari kom hann Valsmarkinu tvisv- ar í nokkra hættu. Fyrst með skoti úr miðjum teig eftir hornspyrnu, og síðan með þrumuskoti af stuttu færi, en Brynjar varði og hrökk boltinn út aftur. Besta færi hálfleiksins féll Heimi Karlssyni í skaut, er hann sópaði knettinum snyrtilega yfir markið úr miðjum markteignum. Boltinn var gefinn fyrir markið og skallað var niður til Heimis. Best er að tala sem minnst um síðari hálfleikinn. En í lagi er að lofa það sem. vel er gert, og fyrir leikhlé brá nokkuð oft fyrir ágæt- um leikköflum. Sérstaklega voru það Valsarar sem voru líflegir og sýndu þeir einhverja þá bestu kafla sem undirritaður hefur orðið vitni að á knattspyrnuleikjum ur sá um að ekki var skorað Grímur Sæmundssen, fyrirliði Vals, sem ekki er sérstaklega þekktur fyrir að skora mörk, fékk Ögmund tvisvar til að taka á hon- um stóra sínum í fyrri hálfleik er hann skaut þrumuskotum utan af velli. Það fyrra var snemma, er Ögmundur kýldi boltann aftur fyrir, og undir lok hálfleiksins varði hann afskaplega vel frá Grími í svipaðri aðstöðu. Annars fékk Ingi Björn besta færi leiksins á 15. mín. Auka- spyrna kom inn í teiginn frá hægri, Helgi Helgason ætlaði að skalla frá en rann til og datt á blautum vellinum. Ingi fékk bolt- ann rétt utan markteigs og var aleinn, en Ögmundur var fljótur að átta sig og þaut út á móti, og skaut Ingi í hann. Víkingur: f\.f\ Valur W,W Stuttu seinna fékk Njáll Eiðs- son mjög gott færi eftir fyrirgjöf Guðmundar Þorbjörnssonar. Bolt- inn fauk til, þannig að Ögmundur náði ekki að grípa hann heldur kýldi hann frá. Þar kom Njáll að- vífandi og fast skot hans lenti framhjá. Fyrsta færi Víkings kom seint í hálfleiknum er Sverrir Herberts- son stökk hæst allra í teignum eft- ir hornspyrnu Stefáns Halldórs- sonar, og skallaði rétt framhjá. Var það í eina skiptið sem þeir sumarsins. Boltinn var látinn ganga manna á milli, jafnvel með einni snertingu, þannig að upp rann fyrir mönnum að þetta er enn til í íslenskri knattspyrnu þó sárgrætilega sjaldan sjáist það. Bestu menn Víkings voru tví- mælalaust Ögmundur markvörður og Jóhannes Bárðarson. Ögmund- ur varði oft mjög vel, eins og áður kom fram, og Jóhannes var mjög traustur í vörninni. Aðrir voru langt frá sínu besta. Hjá Val átti Hilmar Sighvatsson mjög góða spretti, og þeir Njjtll Eiðsson og Guðmundur Þorbjörnsson gerðu einnig góða hluti. Aðall Valsliðs- ins í leiknum var sterkur leikur á miðjunni, en þar höfðu þeir mikla yfirburði, sérstaklega í fyrri hálf- leiknum. Lánlausir Keflvíkingar BOTNLIÐIÐ í 1. deild, Fram, nældi sér í stig suður í Keflavík í gær- kvöldi, er liðið mætti ÍBK. Lokatölur leiksins urðu 1—1 og var það einnig staðan í hálfleik. Úrslitin voru varla í samræmi við gang leiksins, Frammarar skoruðu mark sitt strax á fyrstu minútu leiksins og eftir það má segja að stanslausar sóknarlotur hafi bulið á vörn liðsins. Heimaliðið fékk mýmörg tækifæri til að gera betur en ná jafntefli, en jafnan vant- aði herslumuninn, of oft ætluðu leikmenn liðsins að gera aðeins meira en þeir réðu við og því fór sem fór. Öruggur sigur ÍBK hefði orðið ofan á ef rétt hefði verið haldið á spilunum. Sem fyrr segir skoruðu Framm- arar mark sitt strax á fyrstu min- útu leiksins. Vörn ÍBK virtist hreinlega ekki vera búin að hefja leik og Halldór Arason fékk að vaða óáreittur upp allan völl með knöttinn við tærnar. Hann sendi Jafnt í Njarðvík Njarðvíkingar mættu Völsungi í 2. deildinni um helgina á heimavelli, og varð jafntefli í leiknum, tvö mörk gegn tveimur. Fyrstu 30 mín. var jafnræði með liðunum en síðustu 15 mín. hálf- leiksins sóttu Njarðvíkingar stíft og áttu þá mörg tækifæri og flest- um fannst þá dómari leiksins sleppa augljósri vítaspyrnu er Jón Halldórsson var felldur inni í teignum. Á 36. mín. bar sóknin svo árangur, Jón Halldórsson skoraði með skalla. Tildrög marksins voru þau að Þórður Karlsson tók hornspyrnu og Haukur skallaði fyrir til Jóns sem skallaði í mark- ið. Einstaklega skemmtileg sam- vinna. Aðeins 46 sek. voru liðnar af síðari hálfleik er Njarðvíkingar bættu öðru marki við. Var Jón Halldórsson þar aftur að verki, komst einn inn fyrir eftir góða sendingu frá Þórði og skoraði framhjá úthlaupandi markverði. Á 53. mín. minnkaði Kristján Kristjánsson muninn fyrir Völs- ung. Mjög vafasöm aukaspyrna var dæmd á Njarðvíkinga rétt utan við miðjan vítateig. Njarð- víkingar stilltu upp varnarvegg fyrir miðju en skildu eftir bil beggja megin. Kristján notaði sér veiluna af öryggi með föstu skoti í það hornið sem markvörður Njarðvíkinga sleppti. Mjög vel gert hjá Kristjáni en einstaklega kjánalegt hjá Njarðvíkingum. Eft- ir markið færðust Völsungar allir í aukana en Njarðvíkingar dofn- uðu. Síðustu 15 mín. hrisstu þó Njarðvíkingar af sér slenið og sóttu mun meir. Það voru þó Völs- ungar sem skoruðu síðasta mark- ið. Kom það á 93. mín. Eftir mikil varnarmistök Njarðvíkinga náði Kristján knettinum og skoraði sitt annað mark. Fleiri urðu mörkin ekki og úrslitin jafntefli 2:2. Mjög slakur dómari leiksins var Úlfar Steindórsson. Vigdís hann síðan til Árna Arnþórssonar sem var á auðum sjó og Árni skor- aði örugglega. Keflvíkingarnir vöknuðu upp við vondan draum og hófu að sækja mjög. Á níundu mínútu fór Einar Ásbjörn Ólafs- son illa með kjörið tækifæri, fékk knöttinn á auðum sjó, en var held- ur seinn á sér að gera eitthvað af viti með knöttinn og Guðmundur markvörður krækti hann af hon- um. En þremur mínútum síðar bætti Einar ráð sitt, ÍBK fékk hornspyrnu og er þvaga myndað- ist við mark Fram upp úr henni náði hann knettinum og skoraði örugglega. Eftir markið jafnaðist leikurinn dálítið um tíma, en síðan sótti allt í sama horfið á nýjan leik. Færi fengu Keflvíkingarnir, en þau voru ekki nýtt. Og ekki breyttist gangur leiksins í síðari hálfleik, stórsókn ÍBK og strax á 51. mín- útu stóð Óli Þór með knöttinn rétt utan markteigs og virtist hægara að skora en hitt. Engu að síður tókst Óla hitt. Heimaliðið fékk mýmörg tækifæri það sem eftir lifði leiksins, en ávallt vantaði ein- hvern til að reka endahnútinn, lokatölurnar því 1—1. Þorsteinn Ólafsson var traustur í marki ÍBK, það reyndi að vísu ekki ýkja mikið á hann, en hann afgreiddi allt sem að markinu kom afar örugglega. Af útileikmönnun- um léku þeir best þeir Gísli Eyj- ólfsson, Sigurður Björgvinsson, Einar Asbjörn Ólafsson og Ragn- ar Margeirsson. Hjá Fram voru það Guðmundur markvörður Baldursson og Trausti Haralds- son. Þá voru Arni Arnþórsson og Viðar Þorkelsson góðir. ÓT/gg. Jafnt í Borgarnesi SKALLAGRÍMUR og FH gerðu jafntefli, 1—1, í spennandi leik lið- anna i 2. deild íslandsniótsins i knatlspymu, sem fram fór i Borg- arncsi um helgina. FH var betri aðilinn fyrsta hálftímann og yfir- spiluðu þeir þá heimamenn. Átti FH þá nokkur tækifæri, strax á 3. mín. áttu þeir skot á markið, eftir Iangt innkast en boltinn fór framhjá. Á 27. mín. náði FH verðskuldað forystunni með marki Sigurþórs Þórólfs- sonar. Þá fengu FH-ingar góðan tíma til að byggja upp mark en Sigurþór fékk fyrirgjöf og skaut snúningsbolta í bláhornið, óverj- andi fyrir Halldór í markinu. Þegar leið á hálfleikinn jafnaðist leikurinn aftur og síðan tóku heimamenn frumkvæðið. Á 32. mín. var mikill darraðardans í vítateig FH og síðan aftur á 40. mín. en Skallagrímsmönnum tókst ekki að nýta sér góð marktækifæri. FH átti skalla á Skallagrímsmarkið á 35. mínútu en Halldór varði vel og aftur á 44. mín. en þá fór skotið fram- hjá. Skallagrímur var betri aðilinn í seinni hálfleik. Jöfnunarmark- ið kom á 14. mín. eftir mikla pressu á mark FH, Gunnar Orrason fékk knöttinn inní teig, gaf sér góðan tíma til að leggja boltann fyrir sig og negldi síðan í markið. Á 19. mín. varði Hall- dór í FH-markinu frá Ómari Sigurðssyni og Gunnar Orrason skaut rétt framhjá eftir gott upphlaup Skallagríms á 25. mín. FH átti varla færi í síðari hálf- leiknum og var ekki hægt að sjá hvort liðið væri að berjast á toppnum og hvort væri í baráttu við falldrauginn. Skallagrímur hefði átt að vinna leikinn eftir marktækifærum að dæma en það eru nú einu sinni mörkin sjálf sem gilda og því endaði leikurinn með jafntefli. Skallagrímur, sem er 1 næst- neðsta sæti deildarinnar, hefur enn möguleika á að bjarga sér frá faili eftir góðan árangur í 6 síðustu leikjum sínum, úr þeim hafa þeir náð 9 stigum eftir að hafa aðeins fengið 3 stig úr hin- um 9 lei^kjunum sem þeir hafa leikið í sumar. Batinn er því mikill, en meira þarf til. FH hef- ur enn fræðilega mðguleika á 1. deildarsæti þé þeir möguleikar hafi daprast nokkuð við missi stigsins í Borgarnesi um helgina, en Þróttur og Þór hafa þegar annan fótinn í 1. deild og má mikið koma til að þeir klúðri því. HBj. Þór vann upp 2ja marka forskot Á laugardaginn áltusl við á Ak- ureyrarvt-lli Þór og Einherji í 2. deild. Leikur þessi var báðum líð- um mjög mikilvægur því ef Þórsar- ar ætluðu að styrkja stöðu sína á toppnum þá urðu þeir að vinna, en ef Einherji hinsvegar ynni þá væru þeir komnir í baráttuna um 2. sæt- ið í deildinni. Leiknum lauk með sigri Þórs 3—2 eftir að Einherji nafði verið að vinna 2—0 í hálf leik. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og í þrígang skall hurð nærri haelum upp við mark Einherja á fyrstu 15. mín. en Magni markvörður þeirra varði eins og herforingi. Eftir að Þórs- arar höfðu pressað stíft fyrstu 20 mín. fóru Einherjamenn að koma meira inn í leikinn og á 23. mín. átti Steindór Sveínsson gott skot sem fór í varnarmann Þórs og í þverslá. Aðeins mínútu síðar kom fyrsta markið. Þá virtist sem Helgi Ásgeirsson ætlaði að gefa fyrir markið en vindurinn hreif boltann með sér og sigldi hann yfir Eirík í markinu og fyrsta markið var staðreynd. Þrem mínútum síðar skoruðu Einherj- ar sitt annað mark, þá ætlaði Arni Stefánsson, varnarmaður Þórs, að gefa boltann aftur en sendingin var ónákvæm og Gísli Davíðsson náði knettinum og var hann þá einn á auðum sjó og lék á Eirík í markinu og sendi knött- inn í markið yfirvegað. Þessi tvö mörk komu sem köld vatnsgusa í andlit Þórsara og virtust þeir ekki geta haldið sömu baráttu og leikgleði það sem eftir lifði hálf- ieiksins og þeir höfðu gert fram- anaf, og dofnaði þá mjög yfir leiknum. í seinni hálfleik var auðséð að Þórsarar ætluðu að sýna klærn- ar á ný en ekkert gekk í sóknar- aðgerðum þeirra fyrr en á 63. min. en þá var tekið horn og barst boltinn stutt fyrir markið til Hafþórs Helgasonar sem spyrnti honum aftur fyrir sig yf- ir markvörðinn og inn, staðan 2—1. 11 min. síðar náðu svo Þórsarar að jafna og var þar að verki Guðjón Guðmundsson, en hann skoraði með glæsilegum skalla eftir horn. Ekki liðu nerna 5. mín. þar til Þórsarar voru enn á ferðinni með mark og var það að þessu sinni Nói Björnsson. Hann fékk knöttinn rétt fyrir utan vttateig og var ekkert að tvínóna við hlutina heldur sendi þrumufleyg beint í mark Ein- herja án þess að markvðrður þeirra kæmi nokkrum vörnum við. Það sem eftir lifði ieiksins sóttu Þórsarar mun meira en ekki tókst a þeim að bæta fjórða markinu við. Ef á heildina er litið þá var þess't sigur vissulega verðskuld- aður því Þórsarar léku mun bet- ur, en þeir sýndu á köflum ágæt- an leik og brá þá fyrir mjög skemmtilegu spili af þeirra hálfu. Dómari leiksins var Steinn Helgason og hefði hann mátt sýna miklu meiri röggsemi. Þrottur sigraði í botnbaráttunni Botnbaráttan í 2. deildinni er nú mjög hörð, og eru nokkur lið í mik- illi fallhættu. Eitt þeirra er Þróitur N., og er liðið reyndar í neðsta sætinu. Þi-ir náðu sér þó í tvö dýrmæt stig um helgina er liðið lagði Fylki að velli fyrir austan. Endaði leikurinn 1-0. Fylkismenn byrjuðu mun bet- ur og áttu m.a. stangarskot fljótlega, en svo kom eina mark leiksins hjá Þrótti þvert ofan í gang leiksins. Það skoraði Magni Sigurðsson eftir góða fyrirgjöf Óttars Ármannssonar. Við markið lifnaði aðeins yfir Þrótt- urum og voru þeir sprækari fram að hléi. En í síðari hálfleik tóku Fylkismenn leikinn aftur t sinar hendur og sóttu nær lát- laust og fengu mjög góð færi. Þeir misnotuðu meira að segja vítaspyrnu 10 mín. fyrir leikslok, og verða þeir að teljast mjög óheppnir að tapa leiknum, en Ágúst Þorbergsson, markvörður Þróttar og besti marður liðsins, sá til þess að bæði stigin fóru til Þróttar. —Jóhann/ —SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.