Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 35
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 35 Teikning af 35 m fiskiskipi á vegum Slippstöðvarinnar. Að sögn Gunnars hafa ýmsar rekstrarbreytingar verið gerðar á starfsemi SHppstoðvarinnar á und- anförnum árum í því skyni að bæta samkeppnisaðstöðu hennar og hefði fyrirtaekið verið tölvuvætt í því sambandi. T.a.m. hefði verið komið á bónuskerfi til að auka framleiðni. Árangurinn hefði orðið sá að á tveimur og hálfu ári hefði afkasta- aukning Slippstöðvarinnar vaxið um 26% í skipasmíði og 20% í báta- viðgerðum. Sagði Gunnar að ný- smíði næmi nú um 40% af starfsem- inni. Einnig hefði tilkoma bónus- kerfisins haft í för með sér að með- altali 20% launahækkun hinna 300 starfsmanna Slippstöðvarinnar á þessu tímabili. Nú væri svo komið að svipaður tímafjöldi færi í að smíða skip hér og í skipa- smíðastöðvum á öðrum Norðurlönd- um, en þær væru okkar helstu sam- keppnisþjóðir. Það, sem hefði hins vegar staðið innlendum skipaiðnaði fyrir þrifum, væri að kostnaður við nýsmíði og viðgerðir hefði verið hærri hér á landi en annars staðar. Orsök þess lægi einkum í því að starfsemin hér á landi hefði verið fjármögnuð með erlendum lánum sem væru í Bandaríkjadölum. Þessi lán hefðu verulega skert samkeppn- isaðstððu Slippstöðvarinnar því að gengi Bandaríkjadollars væri mjög óhagstætt gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Og meðan v-evrópsk skipaiðnaðarfyrirtæki fengju ríkis- lán með lágum vöxtum í þarlendum gjaldmiðli hefði Slippstöðin þurft að taka lán í dollurum með jafnvel yfir 20% vöxtum. »Um alllangt skeið höfum við búið við skertan hlut miðað við sam- keppnisþjóðir okkar í skipaiðnaði hvað varðar lánafyrirgreiðslu. Það er því gleðiefni að ákveðið hefur verið að innlendur skipaiðnaður fái afurðalán gegnum Seðlabankann eins og t.d. fisk- og ullariðnaður. Þannig er nú Slippstöðinni gefinn kostur á að taka 50% afurðalán með 29% vöxtum. Til fróðleiks má geta þess að hefði Slippstoðin notið þess- ara lánskjara er skipið Örvar HU 21 var í smíðum á vegum fyrirtækisins hefði fjármagnskostnaður á bygg- ingartíma skipsins lækkað um 13,6 milljónir eða um tæplega 18%. Það er því ekkert vafamál að þessi af- urðalán munu gjörbreyta okkar samkeppnisaðstöðu til hins betra. Og þar af leiðandi ættum við aö vera mjög vel í stakk búnir til að takast á við verkefni á sviði skipaiðnaðar. En þó gerum við okkur fulla grein fyrir að ekki er nóg að skapa sér viðun- andi rekstraraðstoðu því að stjórn- völd þurfa að marka skýra stefnu í þessum málum svo að festa og jafn- vægi komist á starfsemi skipasmíð- astöðvar hér á landi," sagði Gunnar. Belfast: Tveir unglingar skotnir í hnén Belfurt, N-frlandi, 21. ágúst. AP. TVEIR unglingar voru skotnir í hnén í hverfi kaþólskra nálægt miðborg Belfast, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í morgun. Þessi aðferð, að skjóta í hné á fólki, er refsingaraðferð sem gjarnan er notuð af írska lýðveld- ishernum, IRA, sem hefur nú bar- ist í 12 ár fyrir endalokum breakr- ar stjórnskipunar á N-írlandi. LÖgreglan segir að 16 ára ungl- ingur hafi verið skotinn í bæði hnén og annan olnbogann og ann- ar 19 ára hafi verið skotinn í bæði hnén seint í gærkvöldi. Báðir liggja þeir nú á sjúkra- húsi. Lögreglan telur að ástand þeirra sé „ekki alvarlegt". Portisch efstur í Toluca UNGVERSKI stórmeistarinn Lajos Portisch tók forystuna í níundu um- ferð millisvæðamótsins í Toluca með því að leggja Boris Spassky fyrrum heimsmeistara að velli. Portisch hef- ur nú hlotið 6V2 vinning af níu mögu- legum, en í öðru sæti er Filippseying- urinn Eugenio Torre með sex vinn- inga. Igor Ivanov frá Kanada er þriðji með fimm og hálfan vinning, en fimm vinninga hafa hlotið þeir Spassky og Artur Jusupov frá Sovétríkjunum, Yasser Seirawan, Bandaríkjunum, Andras Adorjan, Ungverjal., Johan Nunn, Englandi. í 7.—8. sæti með fjóran og hálfan vinning eru Sovét- Lajos Portisch mennirnir Lev Polugajevsky og Jury Balashov. I níundu umferð mótsins sem tefld var á laugardagskvöldið urðu úrslit þessi: Portisch vann Spassky, Torre vann Seirawan, Polugaj- evsky vann Rodriguez, Jusupov vann Kouatly og Hulak vann Balas- hov. Jafntefli gerðu Rubinetti og Adorjan, Nunn og Ivanov. I biðskák úr áttundu umferð vann Portisch Rubinetti, Argentínu og í biðskák úr sjöundu umferðinni vann Ung- verjinn John Nunn. Á mótinu verða alls tefldar þret- tán umferðir og því lýkur sunnu- daginn 29. ágúst. Tvö efstu sætin gefa rétt til þátttöku í næstu áskorendakeppni. nm tt mnifTTT tt uj* EYMUNDSSON Try^gur fylginautur skólafólks imeirenlOOár Bækun ritföns * . 03 aðrar skólavörur . 1 ótrúlegu úrvali íTÍffi»ö*«&í>ií EYMUNDSSON fylgist meö timanum Austurstræti 18 hjá okkur frá kl. 9—9 alla virka daga. Laugardaga kl. 10—6. Sunnudaga kl. 1—6. Kíktu vió. þú færð örugglega eitthvaö við þitt hæfi KM-húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010—37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.