Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 iicmAiin 198? Umvettil Pnsi Smdicm e>rók\r þi'n/\ er búinn. ak PcL vinnu i veggfoðun/erk5rv\iðju." ást er. ... hinn ógleym- anlegi nœturkoss. Með morgunkaffinu i það borgi sig fyrir * staðinn aA reyna aA sameina þjón- ustuna og skemmtiatriAin! HÖGNI HREKKVlSI perXA KALLA BQ MÓ BfZos i LAöi!" Áhöfnin á Halastjörnunni hefur verið vinsæl í óskalagaþáttum og ödrum tónlistarþáttum útvarpsins á síóustu misserum. Nú skjátlast þér gamli Þann 19. ágúst síðastliðinn hringdi 7667—6625 í Velvakanda og lýsir skoðunum sínum á tónlist- arvali útvarpsmanna í svonefnd- um afþreyingartónlistarþáttum útvarpsins. Hann talar um að réttur sé brotinn á mönnum og að menn verði fyrir yfirgangi ráða- manna eða frekjuhópa samfélags- ins. Hann talar um að ráðamenn útvarpsins séu veikgeðja, skiln- ingssljóir og óréttsýnir. Þessar köldu gusur fá útvarpsmenn vegna þess að 7667—6625 fær ekki það hljóð í eyra úr taeki sínu, sem hann óskar. Hann talar um að það sé aðeins lítill hópur þjóðarinnar, þá heist unglingar á aldrinum tíu til átján ára sem hefur áhuga á að hlusta á popp, pönk, rokk og þungarokk, sem hann vill líkja við öskur, óhljóð, afskræmis- og frekjulæti. Nú skjátlast þér, gamli. Ágæti 7667—6625 þú talar um að hjá útvarpinu gæti lítins jöfn- uðar í tónlistarvali. Ég verð að segja eins og er, að mér finnst tónlistarval í svonefndum afþrey- ingarþáttum hafa stórbatnað und- anfarin misseri enda margir af stjórnendum þessara þátta ungir og mikilhæfir menn. Þú hefur ef- laust ekki mikið til þíns máls þeg- ar þú talar um lítinn hóp í máli þínu, því allar þær kannanir sem gerðar hafa verið á síðustu árum benda til þess, að stór hluti, og það stærri hluti þjóðarinnar að ég tel, kýs fremur að hlýða á létta tónlist í anda popps heldur en einhver ha- rmónikkulög eða gamla valsa. Þegar aðeins er um eina útvarpsr- ás að ræða þá er eðlilegt að lýð- ræðisleg vinnubrögð fái að ráða þannig að dagskráin sé í samræmi við hlutfallslegan áhuga hlust- enda, en ég tel að útvarpið sé farið að beita slíkum vinnubrögðum í vaxandi mæli ólíkt því sem áður var. Hitt er svo annað mál, að ég vil að þú getir hlustað á þá tónlist sem þér er hugleikin og af allri þinni list, en þá verður þú að ganga ötular fram og ganga í hóp þeirra manna sem geri þær kröfur að útvarp verði gefið frjálst og út- varpið taki i notkun fleiri rásir til að útvarpa á. Poppari. Ég brosti framan í sólina og dillaði mér í stiganum Kæri Velvakandi! Síðastliðinn laugardagsmorgun vaknaði ég upp með harmkvælum Kurteis- in getur ver- ið peninga ígildi 7270—7670 skrifar: Heill og sæll Velvakandi góður. Ég er nú ekki vön því að skrifa í blöð- in svo ég er nú nýgræðingur í því, en ég get ekki orða bund- ist. Þannig er mál með vexti að ég fór í bæinn fyrir stuttu í verslunarerindum og ein af búðunum sem ég fór í var Dómus við Laugaveg. Þar fór ég upp á loft í dömudeildina, en sá enga afgreiðslustúlku. Þar sem ég var leit ég upp og sá stúlkur standa við kassann svo mér varð á að kalla fröken. Þær voru ekki búnar að svara mér, þegar aftan að mér kemur kona og segir það óþarfa að gala svona, „ég er nú ekki langt frá.“ Mér varð orðfall, svo hissa var ég, en tek upp eftir henni „gala“. Hún ansaði því engu. Mér finnst þetta mikil ókurt- eisi þó ekki sé meira sagt. Það veitti ekki af því að kenna svona fólki háttvísi og kenna því að umgangast fólk, því að mínu mati er svona fólk alls ekki starfinu vaxið. Ég man eftir því síðan ég var barn, að ég heyrði oft sagt að kurteisin kostaði ekki peninga, en hún gæti verið peninga ígildi. og var vart umgengnishæfur fram eftir morgni. Um hádegisbilið hafði skapið batnað, en þó ekki það mikið að ég var vægast sagt leiðinlegur, þrátt fyrir sólskin og blíðu í fögru umhverfi. Ég tók mér pensil í hönd og ákvað að mála illa útleikið hús, en því verki hafði ég lofað upp í ermarnar á mér fyrr í sumar. Til þess að létta á einver- unni við vinnuna og gera tilraun til þess að blíðka skap mitt tók ég mér útvarpstæki í hönd, lagði það á grasflötina fyrir framan húsið, kveikti á því, gekk síðan upp stig- ann sem reistur var við húsið og hóf að hlusta við málningarvinn- una. Hvílíkt og annað eins. Ég brosti framan í sólina, dillaði mér i stig- anum og sönglaði með á milli þess sem í eyru mín runnu stuttir fróð- leiksmolar og annálar. Það voru þeir Jónatan Garðarsson og Gunnar Salvarsson sem stjórnuðu Dagbókinni með nýjum og göml- um dægurlögum. Þáttur þeirra kollega er alveg stórkostlegur og er nauðsynlegur hverri stirðri lund til þess að fríska sig upp á laugardagseftirmiðdögum. Það sem fékk mig til þess að taka penna í hönd og skrifa Vel- vakanda er, að þessi dagskrá þeirra félaga fer senn að ljúka, en um slíkt má ég ekki vita. Ég vil skora á Útvarpsráð að veita því mitt umboð til þess að fá þá félaga Jónatan og Gunnar til þess að sjá um þennan þátt eða þá annan í svipuðum dúr áfram í vetur. Lifi Útvarpsráð! Beg|i á Barónsstígnum. Það frisknr upp á marga aA beyra létt lög við vinnuna. Bréfritara fannst þáttur þeirra Jónatans GarAarssonar og Gunnars Salvarssonar síðastliðinn laugardag stórgóAur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.