Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 39 Oddný Pétursdóttir Stokkseyri — Minning Fædd 17. jamíar 1892 Dáin 15. ágúst 1982 I dag er til moldar borin frá Stokkseyrarkirkju Oddný Pét- ursdóttir, Sjónarhóli, Stokkseyri, er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 15. þ.m. á 91. aldursári. Við Oddný vorum nágrannar um áratugabil og er mér ofarlega í huga ljúfar minningar frá kynn- um mínum við þessa góðu konu og finn ég mér skylt að setja á blað nokkur kveðjuorð að leiðarlokum, sem verða þó fátæklegri en verð- ugt væri. Oddný var fædd í Víkurgerði við Fáskrúðsfjórð hinn 17. janúar 1892, yngst af 8 systkinum, er 6 komust til fullorðinsára. Foreldr- ar hennar voru hjónin Pétur Oddsson og Guðbjörg Jónsdóttir er þar bjuggu. 15 ára að aldri fór hún úr foreldrahúsum í vist, eins og það var kallað. Sinnti hún á næstu árum ýmiskonar störfum, en um 5 ára skeið var hún vöku- kona á Landakotsspítala. Það starf var henni mikill reynslutimi. Þar kynntist hún tilfinningalegum vandamálum sjúklinganna, af margvíslegum toga, sem tjáðu henni áhyggjur sínar og hugsanir. Hafa fundið að hún gat gefið af sínu heita hjarta huggun og upp- örvun á erfiðum stundum. Frá vökustundunum yfir meira og minna sjúku fólki átti hún góð- ar minningar. Slíkt starf útheimti þá eiginleika líknandi handa og glöggskyggni göfugrar sálar, er hún alla tíð var svo rík af. Frá þessum vökustundum minntist hún atviks, er deyiandi móðir, sem hún persónulega þekkti lítið, bað hana að líta til með ungum börn- um sínum, er hún væri kólluð frá. Þeirri bón gleymdi Oddný ekki. Að áliðnu sumri árið 1926 kem- ur Oddný til Stokkseyrar. Hafði í kaupavinnu uppí Landsveit í Rangárvallasýslu, fyrr um sumar- ið, kynnst ungum og gjörvilegum manni, Jóni Halldórssyni frá Sjónarhóli á Stokkseyri. Hinn 10. nóvember þetta sama ár voru þau gefin saman í heilagt hjónaband. Og að sjálfsögðu voru bjartar von- ir á framtíðarhimni ungu hjón- anna, en örlagaþræðirnir eru stundum undarlega spunnir. Að- eins sex árum síðar, hinn 26. des- ember, annan í jólum, árið 1932, lést Jón frá konu og fjórum ung- um sonum. Áreiðanlega hafa það verið dimmir desemberdagar í gamla húsinu á Sjónarhóli, dapurleg jól. Frammi fyrir þessum þungu ör- lögum stóð ekkjan unga í allsleysi og fátækt þeirra ára. En ekkjan ir, er þekktu, virtu og þótti vænt um og því meira sem þeir kynnt- ust henni betur. í einlægri þökk og virðingu er hún kvödd nú að leið- arlokum af stórum hópi eftirlif- andi vina og ættingja. Guðrúnu frænku hennar í Æðey og ungu hjónunum, Katrínu og Jónasi, sem og öðru Æðeyjarfólki, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Sig- ríðar frá Æðey og eyjuna hennar fögru um alla framtíð. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur var hetja. Hún féll ekki saman. Sálarró og andlegu þreki þurfti hún þá öllu öðru fremur á að halda og hvorttveggja var henni gefið í ríkum mæli. Árin framundan urðu að sjálf- sögðu margvíslegum erfiðleikum bundin. Þá var opinber aðstoð eða stuðningur við það fólk, sem upp á sker bar í lífinu, ekki margra fiska virði, en með aðstoð tengdaföður og góðra manna yfirsteig hún erf- iðleikana og kom sonunum ungu til manndóms og þroska. Hún átti fjóra syni, er allir lifa móður sína, og nú skulu taldir í aldursröð: 1. Stefán Anton, starfs- maður Rafmagnsveitna ríkisins, ókvæntur, bjó alla tíð með móður sinni. 2. Halldór, verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, kvæntur Valgerði Pálsdóttur. 3. Steingrímur, hreppstjóri Stokks- eyrarhrepps, kvæntur Erlu Sigur- þórsdóttur, og 4. Sigurjón, tré- smíðameistari, kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Barnabörn Oddnýjar eru í dag 32. Synir hennar og tengdadætur voru samhent um að sýna henni nærgætni og um- hyggjusvo athygli vakti. Oddný var tíguleg kona í fram- góngu, mild og hlý í umgengni, en einörð og ákveðin í skoðunum og hélt fast á sínu, ætiaði sér einhver að ganga á hennar hlut. Hjálpsöm var hún og greiðvikin og ætlaði hverjum manni gott eitt, svo lengi, sem hún reyndi ekki annað. Það var mannbætandi að ræða við Oddnýju, kynnast ljúfu við- móti hennar og hlusta á röksemd- ir hennar í málflutningi, hvert sem umræðuefnið var. Þar var beitt rólegri hugsun í öfgalausri athugun hvers máls. Hún var trúuð kona. Heimilið og uppeldi sonanna, meðan þeir voru ungir, var hennar helgi vettvangur, þar var hennar mikilvæga hljóðláta starf unnið. Og uppskerunnar naut hún, er synirnir guldu henni móðurlaunin með sonarlegri um- hyggju sinni í hvívetna. 90 ára lífsganga er langur tími. Það fólk, sem slíku aldursmarki nær í dag, hefur lifað í okkar landi tímana tvenna í bókstaflegum skilningi. Á síðasta áratug fyrri aldar, þegar Oddný leit ljós þessa heims, voru lífskjör fólks og að- búnaður allur ólík því, sem okkar kynslóð býr við í dag. Þar er um gjörbyltingu að ræða. Vetrar- myrkur fyrri alda hefur vikið fyrir rafvæðingu og ljósadýrð nútím- ans. Veglausar torfærur horfnar fyrir greiðum samgöngum brúa og breiðra vega, þar sem áður beljuðu brúarlaus jökulfljót frá fjóllum til fjöru. Og í lífsháttum öllum býr fólkið í landinu í dag við svo ólík kjör, frá því sem áður var, að líkja má við mun ljóss og myrkurs. Oddný lifði þessa miklu breyt- inga og byltingartíma í þjóðfélagi okkar. Hún var barn hins gamla tíma, sem í hug og hjarta geymdi hinar fornu dyggðir, svo sem skyldurækni, trúmennsku og orð- heldni, sem mörgum finnst vanta á að nútíminn tileinki sér. En hún var líka stór í huga að njóta og viðurkenna gildi hinnar nýju tækni og lífsþæginda og bættrar lífsaðstöðu, er hinn nýi tími færir þeim, er landið byggja. Ung að árum kom Oddný til Stokkseyrar. Stokkseyri hefur hún unnið og þjónað langan ævidag. Nú er hún að loknu lífsstarfi lögð til hinstu hvíldar í faðm Stokks- eyrar að áliðnu sumri, réttum 56 árum eftir að hún kom með elsjt- huga sínum í þorpið að áliðnu sumri árið 1926. Mikið ævistarf er á enda. Þakklátur hugur sam- ferðafólksins kveður þessa góðu konu og vottar henni virðingu og aðdáun. Hennar hlutskipti í lífinu var veigamikið. Hún stóðst þá þrekraun með ágætum, er óvægin örlög lögðu henni ungri á herðar. Glæst mynd hennar er geymd í vitund þeirra, er nutu samfylgdar hennar um lengri eða skemmri tíma. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Oddnýjar Pétursdóttur. Bjórgvin Sigurðsson, Stokkseyri. Jóhanna Sigurjóns- dóttir — Minning Fædd 30. desember 1913 Dáin 14. ágúst 1982 Kveðjuorð verða þeim mun fá- tæklegri sem af fleiru er að taka í heimi minninganna, sú er raunin á hér. Frá fyrstu bernsku eru mér í minni kynni við þessa látnu konu. Það gerist nú fátíðara en áður, að tengsl haldist ævilangt milli frænda og vina. Fyrir mér hefur sól brugðið sumri. Milli mín og hennar var ævilangt samband, þó hauður og haf væri á milli okkar og vissi alltaf hvor um aðra. Það var svo að við eignuðumst báðar heimili hér í Reykjavík nokkuð um líkt leyti. Jóhanna, eða Hanna frá Granda, eins og hún var alla jafn- an kölluð milli vina og frænda, fæddist að Brekku í Brekkudal í Dýrafirði 30. des. 1913. Hún var fyrsta barnabarn hjónanna Jón- ínu Jónsdóttur og Guðmundar Jenssonar er bjuggu þar, dóttir Sigríðar Guðmundsdóttur og manns hennar Sigurjóns Sveins- sonar bakara, sem litlu seinna reisti svo bú sitt á Granda sem þar var í túnjaðrinum. Þar ólst hún upp og átti sitt heimili þar til hún giftist 28. maí 1939. í foreldrahús- um vann hún eins og þá var títt, gekk til allra verka jafnt úti sem inni. Hún lærði kjólasaum í Reykjavík og brátt var setinn bekkurinn í kringum hana. Mér er nær að halda að frændur og vinir hafi hver og einn klæðst einhverju sem hún lagði hönd að og þannig var það alla hennar ævi hún var alltaf að hjálpa einhverjum án þess að spyrja um borgun, það var hennar aðalsmerki því henni féll aldrei verk úr hendi. Vorsólin skein í heiði þegar hún gekk í hjónaband með unnusta sínum, Jens Guðfinni Guðmundssyni frá Núpi í Dýrafirði. Hann var fóst- ursonur þeirra mætu hjón Rakel- ar Sigurðardóttur og Kristins Guðlaugssonar. Þekktastur mun vera meðal alþjóðar bróðir hans, Jón G. Sólnes, á Akureyri. Þau stofnuðu sitt heimili á Þingeyri við Dýrafjörð. Skjótlega þar um dró samt ský á annars heiðan himin þeirra, hún veiktist af berklum sem þá var þungur skapadómur og margan lagði að velli. Hún dvaldi langtímum að Vífilsstöðum og heima við og við, eftir því sem heilsan leyfði. Þar kom þó að hún fékk fullan bata eftir brjóstholsaðgerð. í veikind- unum kom bert í ljós hvað sam- band þeirra hjóna var gott og Jens var umhyggjusamur. Það var því fógnuður í litla húsinu þegar von var á barni í heiminn. En 14. okt. 1954 varð Jens bráðkvaddur við vinnu sína. Jóhanna sýndi þá, eins og í veikindum sínum, hetjulund. Sterk og keik beið hún síns tíma og henni fæddist sonur, hennar einkabarn, sem ber nafn föður síns. Hún lét ekki deigan síga og hún hóf að vinna fyrir sér og syn- inum. Það var ekki margra kosta völ í þá daga á Þingeyri svo hún flutti til Reykjavíkur 1958. Hér stundaði hún svo saumaskap. Hún giftist hér í annað sinn bróður Jens heitins, Ragnari Guðmunds- syni skipstjóra, 17. júlí 1960. Skömmu seinna veiktist Ragnar og gekkst undir mikla brjósthols- aðgerð. Virtist sem hann hefði fengið bata um nokkurt skeið en mein þetta dró hann til dauða 19. mars 1969. Enginn má sköpum renna. Það hafði hún sér að leiðarljósi, og enginn sá henni bregða. Hún hafði af miklu að má því hún geislaði af lífslöngun og starfsgleði hennar voru eiginlega engin takmörk sett. Þrátt fyrir allt sem lífið lagði henni á herðar var hún allra manna glöðust í góðra vina hópi og alltaf með fyrirheit um ný og ný verkefni. Jens, sonur hennar, er giftur Hrafnhildi Óskarsdóttur og hafa þau eignast tvær dætur, Jó- hönnu og Rakeli. Það var henni mikil gleði að fylgjast með vexti þeirra og viðgangi og sauma á þær og punta. Jóhanna var trúuð kona og full- viss um líf að loknu þessu, henni var dauðinn eigi að síður enginn aufúsugestur. Hún vildi lifa og vinna og vera glöð. Dauðastríðið háði hún eigi að síður með rósemi og hart mátti maðurinn með ljá- inn sækja uns yfir lauk. Nú finnst mér að ég sé viðbúinn dauða mínum. Það skildu okkur svo fá ár að og Hanna var einhvernveginn svo langt frá því að vera dauðans matur að ég geri mér ljóst einmitt núna, miklu bet- ur en nokkurntíma fyrr, að öll sitjum við við sama borð og öll verðum við að hlíða kallinu þegar það kemur. Bönd þessa heims eru dæmd til að slitna, sú staðreynd hélt á spil- unum með frænku minni ærið margvíslega. Henni tókst að binda þá enda saman, sem lausir bárust henni að höndum, og til hennar höfðuðu. Það vita þeir sem til þekkja. Foreldrum sinum var hún góð dóttir, barni sínu traust móðir og tengdadóttur og sonardætrum ástúðleg og hlý. Faðir hennar sem enn er á lífi aldinn að árum en keikur og beinn í baki, fylgir nú elsta og fyrsta barni sínu til graf- ar. Hana kveðja sonurinn og fjöl- skylda hans, mágafólk, systkini, frændur og vinir, svo og sambýlis- maður hennar síðustu árin Ingi Guðmundsson. 011 vitum við að með henni er genginn sérstakur persónuleiki, sem ekki var svo auðvelt að líkja eftir. Hún — Hanna frá Granda — er og verður minnisstæð þeim er eftir standa, þar koma til við- brögð hennar í gleði og sorg og þá ekki síst þegar til hennar var leit- að með hin margvíslegustu mál. Um heimili sitt stóð hún vörð, það var hennar helgasti reitur, hún lagði sál sína í að fegra það og prýða, þar hefði engum dottið í hug að spyrna í móti af þeim er þar gengu um sali með henni. Nú er mér efst í huga hvað inni- lega hún var sannfærð um líf eftir þennan jarðneska dauða. Hana dreymdi merka drauma og tók oft mið af þeim í ákvarðanatöku sinni í sínu lífi. Við sem enn erum í biðsalnum hljótum að fá styrk frá svo skýrri mynd sem þar var dreg- in á skjöld. Það gerir þessa kveðju mína mun léttbærari að vita hana svo viðbúna, og í veikleika mínum og oft efagirni kom hún mér til hjálpar með hispurlausri trú sinni. Nú fullyrði ég að hver í sínu lagi tökumst við á við þetta breytta viðhorf, þegar hún er öll að okkar jarðnesku sýn. Hvíli hún í friði. Nína. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum innilega þeim fjöldamörgu sem auösýndu okkur samúö og vináttu vegna andláts og útfarar GUDMUNDAR MATTHÍASSONAR frá Grímsey. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Vifilsstaöaspítala. Holga Jónsdóttir, María Guðmundsdóttir. Guöný Guömundsdóttir, Rannveig Guomundsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, tengdasynir, barnabörn og aörir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.