Morgunblaðið - 01.09.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
5
Kl. 19.30:
Landsleikur
ísland—Holland
Kl. 19.30 lýsir Hermann Gunn-
arsson síðari hálfleik landsleiks fs-
lendinga og Hollendinga í knatt-
spyrnu í hljóðvarpi.
í viðtali við Mbl. sagði Her-
mann að hann byggist við fjörug-
um og skemmtilegum leik. Lið
Hollendinga er tiltölulega nýtt,
þar sem nýlega var endurskipað í
liðið. Vitað er, að liðið er mun
betra en lið íslendinga, en engu
að síður ættum við að geta veitt
þeim verðuga mótspyrnu.
Atvinnumenn okkar erlendis
fjölmenna til leiksins. Með lands-
liði íslendinga leika að þessu
sinni Arnar Guðjónsson, Atli Eð-
valdsson, Janus Guðlaugsson,
Pétur Ormslev, Sævar Jónsson og
Karl Þórðarson, allir atvinnu-
menn erlendis. Taldi Hermann að
söknuður yrði að þeim Ásgeiri
Sigurvinssyni og Teit Þórðarsyni,
en þeim reyndist ekki unnt að
Hermann Gunnarsson, íþrótta-
fréttaritari hljóðvarps.
mæta til leiks að þessu sinni.
Hermann sagði að lokum, að
með dyggum stuðningi áhorfenda
og alkunnri baráttugleði íslend-
inga ætti að nást fram skemmti-
legur og spennandi leikur.
Hljóðvarp kl. 16.20:
Berjamór í Litla
barnatímanum
Litli barnatíminn er á dagskrá hljóðvarps i dag kl. 16.20. Stjórnandi er
Sigrún Björg Ingþórsdóttir og fjallar hún að þessu sinni um ber —
berjavöxt og tínslu.
í þættinum verða lesnar tvær sögur. Önnur heitir „Berjaferð" og er
úr bókinni „Sumardvöl í sveit“, sem Ríkisútgáfa námsbóka gaf út.
Hin sagan, „í grænu og rauðu lyngi", er úr bókinni „Jón Oddur og Jón
Bjarni", eftir Guðrúnu Helgadóttur.
PELS^R œ
LEÐURFI\TNÆ)UR
greiðsluskilmálar
Verið velkomin
PELSINN
Kirkjuhvoli-sími 20160
VÖRUÚRVAL:
FatnaÖur á dömur — herra —
unglinga — börn og ungbörn.
Hljómplötur — kassettur.
Efni í stórkostlegu úrvali.
Gardínuefni — stórísar —
sængurfatnaöur — handklæði —
sportvörur alls konar — íþrótta-
skór —
hljómtæki ýmsar geröir.
Karnabær — Belgjagerðin — Steinar —
Hummel umboðið — Nylon Plast — Hljómbær —
Z-brautir — Gluggatjöld hf.