Morgunblaðið - 01.09.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 01.09.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 5 Tékk- ar biðja hælis á Ítalíu (■orizia, Ílalíu, 31. ágúst. Al’. FIMM Tékkar óku í gegnum landamærin við Júgóslavju og báðu um pólitískt hæli á Ítalíu í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar. ítalskir landamæraverðir skutu aðvörunarskotum í loft upp þegar bifreið Tékkanna kom á fullri ferð yfir landa- mærin.án þess að stöðva, en engan sakaði. Tékkarnir hafa tjáð iögreglunni að þeir hafi haft í hyggju að setj- ast að í Austurríki þar sem þeir eiga ættingja. Til að byrja með verða þeir fluttir í flótta- mannabúðir í Latina, fyrir sunnan Róm, meðan að rannsókn fer fram á máli þeirra. Flóttamenn þessir munu vera tvenn hjón á þrítugsaldri ásamt átta ára gamalli dóttur annarra hjónanna. Fjölskylda kvikmyndaleikkonunnar Ingrid Bergman kom til Lundúna sl. mánudagskvöld til að vera við útför hennar, en Bergman lést þar í borg sl. sunnudag. A myndinni eru (f.v.): Pia Lindström, Franco Rossellini, Isotta Rossellini og eiginmaður Piu, Joseph Daly. AP Aðstandendur Ingrid koma saman Izondon, 31. ágÚMt. Al*. NÁNIJSTIJ aðstandendur Ingrid Bergman frá þremur hjónabönd- um hennar söfnuðust saman á heimili hinnar látnu leikkonu i dag til að huga að jarðarför hennar. Ráðgert er að hafa litla og látlausa athöfn í London síðar í þessari viku, en ekki er nánar gefið upp um stað og stund þar sem fjölskyldan hefur í hyggju að láta þetta fara eins leynt og mögulegt er. Daginn sem leikkonan lést hélt hún upp á afmæli sitt með kvöldmatarboði á heimili sínu, en síðasti eiginmaður hennar, Lars Schmidt, var við rúmstokk hennar er hún kvaddi þennan heim síðar það kvöld. Þrátt fyrir gengis- breytingu, Þá eru allar gerðir af Mazda 929 ennþá á hagstæðu verði: Verð: Mazda 929 Sedan Super Deluxe kr. 174.000.- Verö: Mazda 929 Station Deluxe Kr. 179.500.- Verð: Mazda 929 Hardtop Limited Kr. 197.500.- Gengisskráning 24.8. '82. Tryggið ykkur því bíl strax meðan þetta lága verö helst. Skoðið hinn glæsilega Mazda 929 Hardtop á sýningunni Heimilið og fjölskyldan '82 í Laugardalshöll r * Iran — Irak: Hótanir á báða bóga NiroMÍa, Kýpur, 3I. ágÚNt AP. FORSETI íran, AIi Khamen- ei, hótaði því í dag að íransk- ur her muni ráðast inn í írak til að fá „byssur óvinarins til að þagna“. „Við munum ganga eins langt og þörf krefur til að fá óvinabyss- ur til að þagna og til að tryggja líf íbúanna við landamærin," sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Hann sagði að Iranir gætu ekki staðið hjá og horft upp á íraka ráðast á Abadan og bætti því við að írakar skildu ekkert nema „tungumál vopnanna". íranski leiðtoginn var bersýni- lega að svara hótun þeirri er Saddam Hussein forseti Irak kom fram með í gær, að her hans væri nú að undirbúa orustu sem myndi binda enda á hið 23 mánaða gamla stríð milli íran og íraks. * Atta milljóna ára gamalt kjálkabein Nairobi, Kcnya, 31. ájfúst. AP. JAPANSKUR vísindamaður til- kynnti í dag að fundist hefði í Kenya steinrunnið kjálkabein úr frummanni, sem gæti komið til með að brúa bil í þróun mannsins. Tilkynnt var um fund þennan á blaðamannafundi er boðað var til í Samburu- hæðum í N-Kenya á föstudag og kom þar fram að vísinda- menn þar í landi telja fund þennan „gífurlega mikilvæg- an“ og komið hefur fram í aldursákvörðunargreiningu að kjálkinn er að öllum lík- indum um átta milljón ára. Steingervingur þessi fannst inni í sandsteini í Samburu-hæðum, en þar hafa ekki áður fundist forn- minjar af þessu tagi. Unnið verður næstu vikurnar á sama stað í von um frekari fundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.