Morgunblaðið - 01.09.1982, Page 19

Morgunblaðið - 01.09.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 19 Þorskastríð í uppsiglingu milli Dana og V-Þjóðverja? Kaupmannahöfn, 31. ágúst. AP. DANMÖRK og V-Þýskaland eiga nú í crjum varðandi fiskveiðar við vest- urströnd Grænlands. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra, sagðist myndu senda harðorð mótmæli til kanslara V-Þýskalands, Helmut Schmidt og fiskveiðinefndar Efnahagsbandalagsins, vegna þeirr- ar undarlegu ákvörðunar að leyfa þýskum togurum að veiða 2000 tonn af þorski við Grænland sem tilheyrir hinu danska konungsdæmi. Nefndin neitaði að virða mót- mæli Dana í gær og undrun þykir sæta að leyfi þetta er veitt eftir að Anker Jörgensen hafði gefið út þá yfirlýsingu eftir fund með Helmut Schmidt um helgina að „Schmidt sýndi greinilegan skilning á við- horfi Dana í þessu máli“, en Anker Jörgensen var í V-Þýskalandi á kosningaferðalagi með Helmut Schmidt. Anker Jörgensen sagði í dag að gæsluskip hefðu fengið fyrirmæli um að taka hvern þann þýskan togara er gerði sig líklegan til þorskveiða við vesturströnd Grænlands. Einnig hefur landstjóri Græn- Anker Jörgensen sendi í dag mót- mæli til Helmut Schmidt og fisk- veiðinefndar Efnahagsbandalags- ins. lendinga, Jonathan Motzfeldt, hót- að því að ef þýskir togarar láti sjá sig á miðunum við Grænland muni hann fresta áður boðaðri för sinni til Bonn á fund Schmidt og sagði í því smbandi: „Ef svo fer hef ég ekkert við manninn að tala.“ Anker Jörgensen sagði að stjórnvöld í Danmörku teldu leyf- in ólögleg, þar sem fiskveiðinefnd- in mun koma saman til fundar þann 8. september næstkomandi sérstaklega til að ræða fiskveiði- málefni. Vestur-þýskir sjávariíffræð- ingar telja að veiða megi allt að 75.000 tonn af þorski árlega á þessu svæði, en danskir starfs- bræður þeirra telja að hámarkið sé 62.000 tonn og Grænlendingar veiða nú sjálfir um 50.000 til 60.000 tonn á svæðinu árlega. í dag munu dönsku gæsluskipin „Hvidbjörnen" og „Beskytteren" ásamt þremur dönskum skipum vera í viðbragðsstöðu á græn- lensku miðunum og haft var eftir talsmanni landbúnaðarráðuneyt- isins í Bonn að þýskum togurum hefðu verið gefin leyfi til að halda á miðin samkvæmt heimild fisk- veiðinefndarinnar nú í dag. Magðalenu haldið undir skírn Olof Sundby, erkibiskup, blessar litlu prinsessuna við skírnarathöfnina, sem fram fór i gær í konungshöllinni í Stokkbólmi. Henni var gefið nafnið MagðaÞ ena Teresa Amelía Jósefína. Foreldrar hennar, Karl Gústaf Svíakonungur og drottning hans Silvia, horfa á, en á milli þeirra stendur faðir Silvíu, Walter Sommerlath. AP. Veður Akureyri 10 úrkoma Amaterdam Aþena Barcelona Berlin Brtlaael Chicago Dyflinni Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem 20 rignlng 34 heiðskirt 19 úrkoma 23 skýjað 18 rigning 25 skýjað 16 skýjað vantar 25 haiðskírt 23 heiðskirt 17 heiðskirt vantar 29 heiðskfrt Jóhannesarborg Kaíró Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexfkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló Parfs Perth Rio de Janeiro Reykjavík Rómaborg San Francisco Stokkhóimur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver vantar 33 heiðskfrt 21 skýjað 26 skýjað 28 heiðskfrt 18 skýjað 30 heiðskfrt 31 skýjað 30 lóttskýjað 25 skýjað 22 skýjað 31 skýjað 19 heiðskírt 34 skýjað 22 skýjað 14 skýjað 22 akýjað vantar 34 heiðakfrt 8 úrkoma 30 heiðskfrt 22 heiðskfrt 19 haiðskfrt 19 rigning 31 heiðekfrt 31 rigning 19 skýjað Noregur: Mikil loðnu- veiði við Bjarnarey Frá fréttariUra Mbl. í Osló, 31. ápjst. GÍFURLEGA mikil loðnuveiði er nú á miðunum við Bjarnarey og ekki er óvanalegt að fá allt að 10.000 til 12.000 hektolítrum I kasti, en það magn nægir til að fylla tvo báta. Hingað til hafa veiðst um 2,1 milljón hektolítra af loðnu, en gæðin eru ekki eins mikil og í upp- hafi. STEINAKRÝL, nýja útimálningin frá Málningu h/f gerir þér kleift að mála svo að segja á hvaða árstima, sem er. Fimm til sex stiga frost hefur ekkert að segja, ef þú ert I hlýjum fötum. Þú getur málað með STEINAKRÝLI f allt að 10 stiga gaddi.Málningin þornar meira að segja I slydduskúr fljótlega eftir-fnálun. Þú færð þér bara kaffibolla á meðan skúrin gengur yfir. Athugaðu málið hjá næstu ferðaskrifstofu - og málaðu svo seinna með STEINAKRÝLI. Og hvað með þessa eilífu flögnun? - Með STEIN- AKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi flöt án þess að eiga flögnun á hættu. STEINAKRÝL hefur auk þess þann sérstaka eiginleika að hleypa I gegnum sig raka úr múrnum en er samt þétt fyrir rigningu. Þú færð allar upplýsingar um STEINAKRÝL hjá MÁLNINGU h/f og hjá öllum helstu málningarverslun- um landsins. STEINAKRÝL - málningin sem andar málninghlf Hvemig vcen að bregða sér í sólarlandafeið í októberog móla svo húsið þegar þúkemurheim! »>•« • •**♦<?• I m** * % % s.m V* *• • «• 5*!*; I ! ll mws;i£ ;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.