Morgunblaðið - 01.09.1982, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
Plötuupptaka fanganna:
„Aldrei ver-
ið talað
við okkur“
— segir Þorsteinn
Jónsson, fulltrúi
,,1'AI) halði aldrei verið talaö við
okkur um þetta. Við sáum þetta fyrst
í Morgunblaðinu á fostudag,'* sagði
l'orsteinn Jónsson, fulltrúi í dóms-
málaráóuneytinu er Mbl. ræddi við
hann um plötuupptóku fanga af Litla-
llrauni í hljóðverinu Nema að b*n-
um Glóru í flraungerðishreppi, sem
hófst i vikunni.
„Ég get ekki sagt að ég hafi ekki
vitað um að það hefðu verið í gangi
einhverjíir æfingar út af einhverri
plötu, en það höfðu engir, hvorki
fangar né einhverjir aðrir, óskað
eftir neinum leyfum frá ráðuneyt-
inu til þess að standa að þessu,"
sagði Þorsteinn ennfremur.
Þá sagði Þorsteinn það ennfrem-
ur rétt, að ráðuneytið hefði óskað
eftir því að fá að lesa yfir þá texta,
sem ætlaðir eru á plötuna, en þar
hefði ekkert komið í ljós, sem
ástæða hefði verið til að stöðva.
Sagði Þorsteinn ennfremur, að
ákveðið hefði verið að koma ekki í
veg fyrir upptökur úr því sem kom-
ið var.
Að upptöku þessari standa þrír
fangar og einn fyrrverandi fangi.
Þá hefur verið leiðrétt að fanga-
samtökin Vernd ætli að gefa plöt-
una út. Að sögn Þorsteins voru
vangaveltur um það á sínum tíma,
en hann upplýsti jafnframt að Ás-
geir Ilannes Eiríksson stæði að
baki þessu máli í samvinnu við
fangana sjálfa.
Siglufjarðarkirkja:
Leiðrétting
í frásögn Mbl. í gær af 50 ára
afmæli Siglufjarðarðarkirkju hef-
ur tvennt skolast til í myndatext-
um. Hákon Ólafsson, verkfræðing-
ur, er nefndur Helgi. Þá hefur
nafn Skúla Jónassonar fallið niður
úr texta með mynd af sóknarnefnd
o.fl. aðilum. Velvirðingar er beðist
á þessu.
Lýómnynd Mbl. EmilU.
Frá XVII. norræna þinginu um lífeðlisfræði og lyfjafræði.
XVII. norræna þinginu um lífeðlis- og lyfjafræði lokið:
Taugar losa bodefni á fleiri vegu
en áður var vitað komið hafa fram á þinginu
XVII. norræna þingið um lífeðlisfræði og lyfjafræði hófst á sunnudagsmorguninn klukkan 9.00, að Hótel Loftleiðum. Það
var forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, sem setti þingið, að loknu opnunarávarpi forseta þingsins, Jóhanns Axelssonar.
Að því búnu flutti nóbelsverðlaunahafinn Ulf S. von Euler hátíðarræðu, en hann er heiðursgestur þingsins. Eftir það hófust
almenn þingstörf, en þinginu lauk seinnipartinn í gær.
Morgunblaðið leitaði til Jóhanns
Axelssonar prófessors, forseta
þingsins, og spurði hann hvað hefði
markverðast komið fram á þinginu
og hvernig það hefði gengið.
Jóhann sagði: „Á sunnudeginum
fjölluðu Frakkinn Emmanuel Pierr-
ot-Deseilligny og prófessor Hans
Hultborn í Kaupmannahöfn um
stjórn líkamshreyfinga. Það sem
hefur torveldað rannsóknir á þessu
sviði til þessa, er að þær hafa verið
gerðar á sofandi dýrum. Dýrunum
er að sjálfsögðu ekki hægt að segja
að hreyfa sig á ákveðinn hátt og
menn hafa lengi óskað þess, að hægt
væri að gera þessar tilraunir á vak-
andi vitsmunaverum. Nú hafa þeir
félagar fundið upp aðferð til að
rannsaka stjórn hreyfinga hjá vak-
andi mönnum, án þess að valda
þeim nokkrum óþægindum. Rann-
sóknir þeirra opna ótæmandi mögu-
leika til túlkunar á eldri niðurstöð-
um og til nýrra rannsókna, eins og
annar frumkvöðull á þessu sviði
komst að orði, prófessor Anders
Lundberg.
Nóbelsverðlaunahafinn í lífeðl-
is— og læknisfræði síðastliðið ár,
prófessor Torsten Wiesel frá Har-
ward háskóla, sagöi frá þeirri vinnu
sem færði honum og félaga hans,
David Hubel, verðlaunin. Margir
viðstaddra könnuðust við starf
þeirra, en samt kom ýmislegt þeim á
óvart í fyrirlestri Wiesels. Meðal
annars hefur hann þróað tölvu-
tækni, til þess að búa til nákvæmar
myndir í þrívídd af einstökum frum-
um í heilanum. Slíkar myndir gefa
ómetanlegar upplýsingar um gerð
þeirrar frumu, sem menn hafa
skráð frá í heilanum og um tengsl
hennar við aðrar frumur. Þessar
rannsóknir opnar nýjar leiðir til
skilnings á úrvinnsluaðferðum heil-
ans.
Meðal þeirra nýjunga, sem mikla
athygli vöktu á þinginu á mánu-
dagsmorgninum, var fyrirlestur
prófessors Stephens Thesleff frá
Lundi. Hann skýrði frá rannsóknum
sínum, sem sýna, að taugar losa
boðefni á fleiri vegu en áður var vit-
að. Þetta er ákaflega mikilvæg vitn-
eskja, því ýmis lyf hafa áhrif á los-
un boðefna. Það er því líklegt að
þessi uppgötvun muni hafa mikið
hagnýtt ekki síður en fræðilegt
gildi. Niðurstöður þessar eru svo
nýjar af nálinni, að þetta er í fyrsta
skipti sem þær eru kynntar og urðu
umræður að vonum mjög líflegar.
Sama má segja um málþingið sem
fjallaði um þroskun taugakerfisins.
Þekking á því hvernig taugakerfi
þroskast er lykill að skilningi á
starfsemi þeirra síðar. Það er mjög
erfitt að túlka mælingar, sem gerð-
ar eru á fullvöxnu taugakerfi, vegna
þess hve það er gífurlega flókið, en
með því að fylgjast með þroskun
taugakerfisins stig af stigi í fóstr-
inu, má afhjúpa leyndardóma þess
undursamlega líffæris, sem heilinn
er. Prófessor Jan Jansen frá Osló,
skipuleggjandi þessa málþings, og
prófessor Gunther Stent frá Berke-
ley skýrðu þarna frá sínum nýjustu
niðurstöðum sem vöktu óskipta at-
hygli og leiddu til skemmtilegra
skoðanaskipta.
Nóbelsverðlaunahafinn Sir Andr-
ew Huxley stjórnaði málþingi, þar
sem gerður var samanburður á
grundvallareiginleikum rákóttra
beinagrindarvöðva, hjartavöðvans
og sléttu vöðvanna í æöum og inn-
yflum. Þar kom fram margt nýj-
unga og stóðu umræður allan mat-
artímann. Ég hef aðeins sagt frá
þeim þáttum sem ég sjálfur komst
yfir að hlusta á tvo fyrstu dagana,
en ég á von á að aðrir hafi ekki verið
síðri,“ sagði prófessor Jóhann Ax-
elsson.
Þá sagði Jóhann að þingið hefði
tekist með afbrigðum vel og hefði
hann ekki heyrt eina einustu
óánægjurödd, ennþá. Fjöldinn allur
af nýjungum hefði komið fram. Þá
hefði nýtt fyrirkomulag á kynningu
hluta þess efnis, sem fram hefði
komið á þinginu, gefið mjög góða
raun og notið almennrar viðurkenn-
ingar hjá þátttakendum.
raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar
til sölu
óskast keypt
nauöungaruppboö
Furuhurðir
Til sölu gamlar furuhurðir. Verö 500 kr.
stykkið.
Upplýsingar í dag og á morgun að Laugavegi
44, efstu hæö, milli klukkan 3 og 6.
Til sölu
15 tonna frambyggður plastbátur, smíðaöur
á Skagaströnd 1978, með Ford Margkraf
vél, 1978 150 HÖ. Báturinn er mjög vel tækj-
um búinn og í góöu standi. 7 rafmagnsrúllur
fylgja.
Skipti á minni báti möguleg.
Uppl. gefur:
Eignaþjónustan
Njálsgötu 23,
101 Reykjavík.
Símar 26650 og 27380.
Sölustj. Örn Scheving.
Byggingarefni
óskum eftir aö kaupa kerfismót, handfleka
eða kranamót. Einnig óskast mótatimbur
1x6.
Byggung sf., Rvík.
s. 26609.
tilboö — útboö
Útboð
Tilboð óskast í smíði og endurnýjun anddyr-
is, aðalinngangs húseignarinnar að Borgar-
túni 7, Reykjavík.
Um er að ræða tréverk, múrverk, málningu,
flísalagnir og raflýsingu.
Verkinu skal lokið fyrir 15. febrúar 1983.
Útboðsgögn fást afhent hjá Verkfræðistof-
unni Fjölhönnun hf., Grensásvegi 8, gegn 500
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð í fundarsal húseignarinn-
ar Borgartúni 7, 13. sept. 1982 kl. 11.00.
Húseignin, Borgartúni 7.
Nauðungaruppboð
2. og síöasta sem auglýst var í 33., 35. og 38.
tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni
Grundarstíg 10, Flateyri, þinglesinni eign H.
Tausen hf. fer fram eftir kröfu innheimtu-
manns ríkissjóðs á ísafirði og Guðjóns Á.
Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn
6. september 1982 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu,
Guðmundur Sigurjónsson ftr.
i EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINII
AKíLVSINIiA-
SÍMINN ER:
22480