Morgunblaðið - 01.09.1982, Síða 36

Morgunblaðið - 01.09.1982, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 ntmim C1981 Prati Svndicam (/ þú heyr&ir hváb ég sacjbi ! Var cuc) tala um peninga eSa Tenin<sa?’'' ... eins konar hjart- sláttur. TM Rm U.S Pit Ofl -»« rtohts rmrvwl •1982 Lot Angetas T1mm Syndtcals ást er... HÖGNI HREKKVtSI /2)1 I9MI McNiiUi;ht Svnd . Iiu’ " ^EOAR köTTuRiHREMMfR VAN/tC t — Fug-i_1i\ía» 6R Komíö ÍACíCi Hefur enginn ís- lendingur efna- hagslegt öryggi? Þessir hringdu . . . Týndi öðru úr- inu í sumar Unglingsstúlka, Sigríður að nafni, hringdi í Velvakanda og var í öngum sínum. Hún kvaðst hafa týnt Seiko-kvarz-gullúri — fermingargjöf — fyrr í sumar, margauglýst eftir því, en án ár- angurs. — Svo fékk ég lánað úrið hennar mömmu, stórt ferkantað Bulova-úr, og á fimmtudaginn týndi ég því líka, öðru úrinu í sumar. Ég hef verið í sendils- starfi og verið á miklum þeytingi um borgina. Þess vegna á ég ekki auðvelt með að gera mér grein fyrir, hvar helst er að leita. Eg er búin að auglýsa eftir úrinu, en enginn hefur gefið sig fram. Ef svo vel vildi til, að einhver les- enda þinna gæti hjálpað mér, Velvakandi, þá bið ég hann vin- samlegast að hringja í síma 23625. Lengra náði það ekki fyrir norðan B.G. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég var að lesa föstudags- blað Mbl., og rakst þar á fyrir- sögn á bls. 24, yfir þvera síðuna. Þar sagði: „Norsk stúlka Is- landsmeistari í tölti og fjór- gangi.“ Hvernig getur stúlkan þetta? í minni sveit var að vísu talað um að stúlkur væru brokkgengar, ef þær voru lausar í rásinni, en lengra náði það nú ekki fyrir norðan. Greyptist í barnshugann Helga Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er verið að spyrja um kvæði í þættinum í dag og tilfært upphafið. Ég kannast við kvæðið frá barnæsku minni, lærði það af söng gamla fólksins, en ekki veit ég hvað það heitir eða eftir hvern það er. Upphafið lærði ég líka aðeins öðruvísi en tilfært er í fyrirspurninni. Ég man þetta kvæði svona: Kg fór meó öskju aó heiman og hélt á berjamó. Kngin hefi íundió, en af þeim var þó nóg. Kn mér vard reikaó, mamma, til moldar þinnar skjótt, á gróna gróf eg settuit og grét þar fram á nótt. Ilver gengur hér og grætur vió grafarrúmió mitt? I>aó er eg, elsku mamma, einmana barnió þitt. Ilver færir mig í Tótin og fléttar hár mitt nú og segir: Sigga litla, í sama róm og þú? Iljartans barn mitt hættu aó harma og grita mig. I»aó kemur einhver annar, sem elskaó getur þig, meó móóurhónd svo mjúka og mann sem bió’þig vel og segir: Siggt litto, í sama róm og eg. Þetta greyptist í barnshuga minn af því að ég hafði misst móður mína svo ung. En gaman hefði ég af því, ef einhver gæti upplýst mig, svo og 4019-0423, um það hver höfundurinn og hvað kvæðið heitir, og eins leið- rétt mig ef rangt er farið með. Nöldri svarað Sigurbjörn Ketilsson, Ytri- Njarðvík skrifar: „Þann 13. ágúst sl. skrifar Ey- þór nokkur Erlendsson nöldur- greinarkorn í Velvakandaþátt Morgunblaðsins. Fjallar nöldur Eyþórs um ekki frumlegra efni en hina margumtöluðu vonsku kommúnista. Að þessu sinni lýsir illska þeirra sér í svokallaðri skattpíningar- stefnu sem þeim hafi tekist að innleiða í löggjöf landsins, og sem hafi þær margumtöluðu afleið- ingar eins og maður hefur svo oft áður heyrt, að háir skattar dragi úr áhuga einstaklingsins til starfa og geri þeim nær ómögulegt, eins og É.E. orðar það, „að tryggja sér efnahagslegt öryggi til frambúðar. Flestir taka því þann kost að stytta starfstíma sinn, þjóðfélag- inu til lítils hagnaðar, enda nóg af iðjuleysingjum til í landinu, þó ekki bætist fleiri við.“ Tilvitnun lýkur, enda allmikið sagt. Merkilegt verður að teljast að þessum alræmdu mönnum, komm- únistum, skuli hafa tekist að hafa þau áhrif á löggjöf landsins, sem E.E. telur þá hafa haft í skatta- málum, því ekki veit ég betur en skattstigi sé ákveðinn með löggjöf af Alþingi íslendinga. Að svo stöddu vil ég ekki fuliyrða, hvern- ig atkvæðagreiðslu var háttað á Alþingi um núverandi skattstiga, en grunur minn er sá, að E.E hefði ekki illt af að kynna sér þá stað- reynd, því ég vænti þess hann hafi svo ríka réttlætistilfinningu, að hann vilji hafa það sem sannast reynist í hverju máli. Og þá væri merkilegt rannsóknarefni út af fyrir sig, eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason myndi hafa orðað það, hvernig það getur skeð, að full- trúar kommúnista á Alþingi geti vafið hinum borgaralegu svo um fingur sér, að þeir geti alveg ráðið stefnunni í skattamálum, þótt fulltrúafjöldi þessara vondu manna sé aðeins um Vs af full- trúafjölda Alþingis. En snúum okkur þá að fullyrð- ingum Eyþórs um afleiðingar skattastefnu þeirrar, sem hann eignar kommúnistum. „Flestir," segir hann, „taka þann kost að stytta starfstíma sinn, þjóðfélag- inu til lítils hagnaðar, enda nóg af iðjuleysingjum í landinu, þó ekki bætist fleiri við.“ Tilvitnun þessi er hér endurtekin vegna þess, að hún er einstök í sinni röð: Nóg er til af iðjuleysingjum í landinu, þó ekki bætist fleiri við. Þar höfum við það. Til þessa hef ég haft þá skoðun og stuðst þar við ótal skrif mætra manna, að vinnutími íslendinga almennt væri alltof langur, hættu- lega langur fyrir menningu þjóð- arinnar, því almennur launþegi hefði alls engan tíma frá brauðstriti sínu til að sinna al- mennum félagsmálum eða neinum sínum hugðarefnum. En nú skilst manni eftir lestur greinar Eyþórs, að til sé stór hóp- ur iðjuleysingja í landinu, sem ekki vilji vinna. Mér þætti fróðlegt að vita, hvar þessi hópur manna heldur sig á landinu. Varla í sveit- um landsins. En þá í kaupstöðum og þá hverjum? Hvaðan hefur Ey- þór upplýsingar sínar um þennan vaxandi iðjuleysingjahóp? Og E.E. fullyrðir meira. Þegar hann er búinn að lýsa skattpín- ingarstefnunni og afleiðingum hennar, kemur rúsínan í pylsuend- anum eins og vera ber og þá fær fjármálaráðherra aldeilis á bauk- inn: „En núverandi fjármálaráð- herra virðist líta þetta mál (þ.e. í gærmorgiin bar þennan bráðfallega gest að garði hjá stelpunum í tæknideild Morgunblaðsins. Þær heyrðu skrjáfað við glugga og þegar að var gáð reyndist þar vera kominn „agalega sætur“ lítill páfagaukur í leit að félagsskap; svartur á baki með sterkbláa bringu, stélið svart og hvít hetta á höfði. Svo er hann borinn á höndum og allavega. Þetta er áreiðanlega karlfugl, svo gæfur og kelinn sem hann er, og sannkallaður selskapspáfagaukur. Þar að auki svo þrifinn, að aldrei ætlað að linna tásnyrtingum og snurfunsi. Það var farið út í Gullfiskabúðina eftir bráðabirgðahúsnæði handa Kela. Það á að duga þangað til réttur eigandi vitjar hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.