Morgunblaðið - 01.09.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
37
\fél?ÁKANDI
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
FÖSTUDA
„Trúir E.E. því raunverulegm mð Rmgnmr Arnmlds hmfí ekki öðrum hnöppum
mð hneppm en gluggm í skmttskýrslur einstmklingm og gefm fyrirskipmnir til
skmttstjórm um hekkmnir skmtts eftir því sem honum sýnist? Og þm jmfnfrmmt
mð hmnn hmfi vald eins og mustrænn einræðisherra?"
skattpíningarstefnuna) öðrum
augum, því nú er svo komið, að
ekki er hikað við að tvöfalda
skattana með árs millibili." Til-
vitnun lýkur.
Samkvæmt mínum skilningi á
ofanritaðri tilvitnun í grein E.E.,
er hiklaust fullyrt að fjármála-
ráðherra hafi gefið skattstjóra
fyrirskipun um að tvöfalda allan
skatt á einstaklingum. Þetta er
ein sú furðulegasta fullyrðing,
sem ég minnist að hafa heyrt um
mína daga og kom mér til að
stinga niður penna.
Ég trúi því ekki að E.E. sé svo
einfaldur.að hann trúi því að
nokkur ráðherra hafi slíkt vald að
hann geti leyft sér þetta, jafnvel
þó vilji væri fyrir hendi. Eg þarf
varla að endurtaka, að allir
skattstigar eru ákveðnir með lög-
um frá Alþingi.
Hvað vakir þá fyrir E.E.? Er
hann einn af þessum úrtölunáung-
um, sem sí og æ eru að reyna að
reyta æruna af öllum stjórnmála-
mönnum með öllum meðulum,
hversu ógeðfelld sem þau eru. Ég
skal játa, að ég er orðinn hund-
leiður á þessu eilífa nöldri um
vonsku stjórnmálamanna okkar.
En þetta nöldur og níð er svo út-
breitt að mesta undur er að nokk-
ur ærlegur maður skuli fást til
þess að taka að sér þingmennsku,
hvað þá ráðherradóm.
En Eyþór birtir tölur um
skattpíninguna máli sínu til
stuðnings, það skal játað. En ég
leyfi mér bara einfaldlega að taka
þessar tölur hans ekki gildar, og
miða þá við minar skattatölur, og
ég vil i allri vinsemd benda E.E. á
að fara hið skjótasta til einhvers,
sem kunnugur er núverandi
skattstiga og fá leiðréttingu á
skattálagningu sinni i stað þess að
hreyta út úr sér einhverjum
óþverra um þann ágæta dreng
Ragnar Arnalds, núverandi fjár-
málaráðherra.
Ég get upplýst Eyþór um það.að
ég hafði hærri tekjur en hann á
árinu 1981 og eftir því sem ég best
veit jafnan frádrátt, en þó gert að
greiða rúmlega helmingi minni
skatt.
Trúir E.E. því raunverulega að
Ragnar Arnalds hafi ekki öðrum
hnöppum að hneppa en glugga i
skattskýrslur einstaklinga og gefa
fyrirskipanir til skattstjóra um
hækkanir skatts eftir þvi sem
honum sýnist? Og þá jafnframt að
hann hafi vald eins og austrænn
einræðisherra?
Því er sama, hvar borið er niður
i umræddri grein Eyþórs, öll virð-
ist hún byggð á misskilningi, að ég
ekki segi öðru verra.
Og svo að lokum með efnahags-
lega öryggið, sem nálega sé engin
leið að öðlast vegna núverandi
skattalaga. Þar sem við E.E. erum
á svipuðum aldri og sennilega
uppaldir við lík skilyrði, þá undr-
ast ég stórlega slíka fullyrðingu.
Hefur nálega enginn Islending-
ur nú sem stendur efnahagslegt
öryggi?
Hvernig getur maðurinn leyft
sér slíka fullyrðingu? Lokar hann
sig svo inni í sinni eigin skel, að
hann sér ekkert i kringum sig?
Ég vona bara að hann hafi horft
á breskan sjónvarpsþátt um mis-
skiptingu auðsins í heiminum eins
og hann er nú. Hafi hann gert það,
vænti ég hann öðlist það meiri sál-
arró, að hann kveini ekki jafnsár-
an um að ógerlegt sé að öðlast
efnahagslegt öryggi í okkar landi.
Ég held, að við Eyþór og okkar
jafnaldrar ættum heldur á gamals
aldri að þakka fyrir það ævintýra-
lega efnahagsöryggi, sem við höf-
um öðlast miðað við lífskjör for-
eldra okkar, fremur en vera með
sífelldar úrtölur, kvein og emjan
um skattpínslu, kauprán og
vonsku stjórnmálamanna."
Vinsaelasta rokkhljómsveit Ameríka þessa dagana
sUtíAor
HEILDSOLUDREIFING
SÍMAR 85742 og 85055
©KARNABÆR
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
Viturlegasta tillaga
sem fram hefur komið
— að hætta við veginn á Steingrímsfjarðarheiði
ísfirskur vegfarandi skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Síðan ákvörðun var tekin um
lagningu vegar yfir Steingríms-
fjarðarheiði, milli ísafjarðardjúps
og Steingrímsfjarðar, hafa menn
deilt um notagildi þessa vegar
fyrir ísfirðinga. Þó hafa enn há-
værari raddir heyrst og lagt til að
hætt yrði við vegagerð þarna,
a.m.k. í þeirri mynd sem fyrirhug-
að er að ráðast í. Hafa menn í því
sambandi bent á möguleika þess
að koma-á auknum bílaflutningum
milli Brjánslækjar og Stykkis-
hólms. Þetta er sannarlega athug-
unarverð tillaga og sú viturlegasta
sem fram hefur komið til þessa.
Það verður nefnilega að segjast
eins og er, að vegur yfir Stein-
grímsfjarðarheiði kemur aldrei til
með að hafa það notagildi, sem
örfáir menn hafa haldið fram til
þessa. Það hefur enda gerst með
auknum vegaframkvæmdum í
Barðastrandarsýslu, að íbúar á
þessu svæði og ferðamenn úr báð-
um Isafjarðarsýslunum hafa held-
ur ekið svokallaða vesturleið og
það mundi enn aukast til mikilla
muna ef til kæmi bílferja yfir
Breiðafjörð.
Það mætti þó kannski segja, að
það væri allt í lagi að hafa sæmi-
legan veg af Þorskafjarðarheiði og
norður af, þannig að allir bílar
kæmust þar um yfir sumarmánuð-
ina, en alls ekki að fara að leggja í
stórframkvæmdir þess vegna,
hvorki í Lágadal né annars staðar,
á meðan vegir í ísafjarðardjúpi
eru þannig á sig komnir, að þeir
eru engum bjóðandi, og eru þeir þó
mörgum sinnum lengur opnir og
meira notaðir en Steingrímsfjarð-
arheiði yrði nokkurn tíma.
Þess vegna held ég því fram, að
þeir peningar, sem eiga að fara í
áðurnefndan veg, yrðu betur
komnir í endurbætur á vegum um
ísafjarðardjúp og vestur firði. Ég
vona, að menn hætti nú brátt að
láta sitja við orðin tóm í þessum
efnum, heldur fari að láta hendur
standa fram úr ermum, t.d. með
því að stofna hlutafélag á Vest-
fjörðum til rekstrar bílferju yfir
Breiðafjörð, sem á veturna gæti
orðið tengiliður milli Vestfjarða
og Reykjavíkur.
Ekki get ég látið hjá líða að
þakka Vegagerðinni á ísafirði
fyrir það, hversu mikið kapp hefur
verið á það lagt að fegra og snyrta
í kringum hús fyrirtækisins á
Dagverðardal. Þó er ekki fyrir það
að synja að mörgum finnst sem sú
aukavinna, sem í það hefur verið
lögð og þeir peningar sem það hef-
ur kostað, hefði betur farið í lag-
færingu á veginum á Kirkju-
bólshlíð, en sá vegur hefur verið
illur yfirferðar í allt sumar og
nánast ófær. Hefur margur ferða-
maðurinn haft á orði, að vegurinn
um Isafjarðardjúp, og þó sér í lagi
þessi kafli, sé sá allra versti sem
fyrirfinnist á landinu."
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
Vikuskammtur afskellihlátri
«)
jrf
Litmyndir samdægurs
Komdu meö filmuna fyrlr kl. 11 aö morgni og
þú færö myndirnar tilbúnar kl. 5 síödegis.
Skýrar og fallegar myndir, þriöjungi stærri
en gengur og gerist.
Afgreiöslustaðir okkar eru:
Glögg mynd, Suöurlandsbraut 20, síml 82733,
Glögg mynd, Hafnarstræti 17, simi 22580 og
Magasín, Auöbrekku 44—46, Kópavogi, sími 45300.
í LEIÐINNI BJÓÐUM VIÐ ÞÉR SAKURA-
FILMUR MEÐ 50% AFSTÆTTI.
VÖRULISTAVERSLUN,
Auöbrekku 44—46, Kópavogi.