Morgunblaðið - 01.09.1982, Page 38

Morgunblaðið - 01.09.1982, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 38 „Sorglegur endir á leiknum" sagði Jóhannes landsliðsþjálfari „Ég ER mjög Ntoltur af strákunum. Þeir spiluðu skynsamlega allan leikinn, og gáfu allt sem þeir áttu. Þeir gerðu allt sem fyrir þá var lagt nema að nýta UekifKrin. Við fengum 6—7 dauðafteri til að skora þannig að endir leiksins var mjög sorglegur,“ sagði Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, eftir leik liða íslands og Hollands undir 21 árs í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn, sem var liður í Evrópukeppninni, endaði með jafntefli, hvort lið skoraði eitt mark og jöfnuðu Hollendingarnir ekki fyrr en Leikurinn fór fram við mjög leiðinlegar aðstæður, nístings- kuldi og hávaðarok var allan tím- ann, og þá rigndi heiftarlega um tíma í síðari hálfleiknum. Hol- lendingar léku undan vindinum í fyrri hálfleik og voru þá meira með boltann. Islendingarnir vörð- ust hins vegar vel og gáfu hvergi eftir. Skyndisóknir þeirra voru geysilega hættulegar þar sem þeir voru mjög snöggir fram og skildu miðjumenn Hollendinga iðulega eftir. Pieter van den Ven átti þrumu- skot í þverslá íslenska marksins fljótlega, en síðan áttu Hollend- ingarnir varla færi allan hálfleik- inn. Islensku strákarnir náðu foryst- unni á 13. mín. óli Þór Magnússon frá Keflavík komst í gegn hægra megin, fór alveg upp að endalínu og sendi fyrir markið. Sigurjón Kristjánsson skaut á markið en markvörðurinn varði, Sigurjón náði boltanum aftur og sendi hann þá örugglega í netið af stuttu færi. Eftir markið voru íslensku leik- mennirnir mjög sprækir. Sigurjón fékk gott færi til að bæta við marki er hann komst einn inn fyrir vörnina en skaut yfir og síð- an fékk Sigurður Grétarsson dauðafæri stuttu síðar. Hann komst einnig inn fyrir vörnina eft- ir mjög góða sókn, lék á markvörð- inn sem kom langt út á móti, en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. síðustu sekúndum leiksins. Þrátt fyrir að íslenska liðið léki á móti vindinum lofaði leikur þeirra fyrir hlé mjög góðu. Hið eina sem að var, var hversu oft þeir lentu í rangstöðugildru Hol- lendinga. í lok hálfleiksins náðu þeir þó að sleppa við hana og komst óli Þór þá í gegn. Mark- vörðurinn kom langt út á móti sem og oft áður og braut illa á Óla fyrir utan teiginn og hlaut gult spjald fyrir. Ragnar Margeirsson skaut himinhátt yfir úr auka- spyrnunni. I seinni hálfleiknum kom í ljós að vindurinn virtist vera of mikill til að gott væri að spila undan honum, þar sem Hollendingarnir byrjuðu betur og sóttu stíft. Fljótlega rönkuðu íslendingarnir þó við sér og tóku að leika sama leikinn og fyrir hlé; að skapa sér góð færi, en því miður einnig að misnota þau. Óli Þór, Siggi Grétars og Helgi Bents fengu allir góð færi en tókst ekki að nýta þau. Nokkrum augna- blikum áður en skoski dómarinn Syme flautaði til leiksloka tókst Hollendingunum síðan að jafna. Sending kom inn á teiginn, Þor- steinn hugðist hreinsa frá en hitti ekki knöttinn. Johnny Van Het Schip frá Ajax náði knettinum og sendi hann með þrumuskoti fram- hjá Ögmundi í markinu. Ef litið er á heildina voru Is- lendingarnir verulega óheppnir að sigra ekki i leiknum og hefði mun- urinn allt eins getað orðið 3—4 mörk ef ekki meira. Ögmundur markvörður átti mjög náðugan dag og þurfti sjaldan að beita sér, en það sem hann gerði gerði hann j vel. Besti maður íslenska liðsins var Ragnar Margeirsson. Geysi- lega sterkur og öruggur með knöttinn, og skýlir honum vel. Þá var Óli Þór ákveðinn í fyrri hálf- leik en virkaði þreyttur eftir hinu miklu törn Keflvíkinga undanfar- ið. Annars átti allt liðið góðan dag. Vörnm var mjög örugg, miðj- an sterk og framlínan mjög ógnandi þrátt fyrir lélega nýtingu. Hjá Hollendingunum verður að telja markvörðinn bestan en hann bjargaði nokkrum sinnum mjög vel. Liðið var annars jafnt að getu, greinilega mjög efnilegt lið sem Hollendingar eru bjartsýnir á að eigi eftir að ná langt. Því ekki dón- aleg úrslit eftir allt saman en sorglegt að ekki tókst að leggja liðið að velli. Til þess var vissulega mikill möguleiki. Hafþór Sveinjónsson fékk gult spjald fyrir síendurtekin brot og átti það skilið. Var hann leiðinlega grófur á köflum, og virtist það al- ger óþarfi. Lióin vonj þannij; akipuð í gær. iHland: Og- mundur Krintinmon Vikingi, Hafþór Sreinjíns- uon Fram, Ómar RafnHUOD UBK, (Þorateinn Þor- Hteinaaon Fram), Ólafur Björnaoon IÍBK, Erling- ur Kriatjánaoou KA, Jón G. Berga Val, Sigurjón Kriatjánaaon l'BK, Aóalateinn Aðalateinaaon Víkingi, Ragnar Margeirason Keflavík, Óli Þór Magnúsaon Keflavík, (Helgi Bentaaon IIBK), Siguróur GréUraaon IIBK. Holland: Sjaak Storm Eielaior, Pieter van den Ven Roda, Fred Ruthen Twente, Heuk Dunt Feyenoord, (I)anny Blind SparU), Konald Koe- mann Groningen, Bennie van Aeree PSV, Johnn; van het Sehip Ajai, Arne van BarUn Ajax, Gert Kruya Etrecht, Rene Eykclkamp Go Abead. - SH. Óii Þór Magnússon leikur hér á einn Hollendinginn í gærkvöldi. Óli var mjög sprækur í fyrri hálfleiknum og gerði mikinn usla í hollensku vörninni. Hinir íslensku leikmennirnir á myndinni eru Ragnar Margeirsson, besti maður liðsins, og Sigurður Grétarsson (nr. 6). Ljósmynd Kristján Einarsson. Kristján og Haukur sigruðu á Norðurlandsmótinu í golfi Norðurlandsmeistaramótið í golfi var haldið um síðustu helgi og var leikið á golfvelli Ólafsfjarðar. Kepp- endur voru 62 talsins, frá Akureyri, Húsavik, Ólafsfirði og víðar. Leikn- ar voru 36 holur bæði með og án forgjafar. Kristján Hjálmarsson, GH, sigraði í karlaflokki án forgjafar, lék á 158 höggum. Annar varð Þórhallur Pálsson, GA, á 163 höggum og þriðji Haraldur Frið- riksson, GSS, á 166 höggum. Haukur Hilmarsson, GÓ, og Grímur Þórisson, GÓ, háðu spenn- andi keppni með forgjöf, báðir léku á 138 höggum, en Haukur hafði betur í bráðabana. Skammt undan kom Arnór Þorgeirsson, GA, á 139 höggum. í kvennaflokki án forgjafar sigraði Inga Magnúsdóttir, GA, á 171 höggi, Jónína Pálsdóttir, GA, varð önnur á 182 höggum og þriðja varð Sigríður B. Ólafsdóttir, GH, á 201 höggi. Með forgjöf sigraði Sigríður á 143 höggum, Inga varð önnur á 145 höggum og Jónína varð þriðja á 148 höggum. Kristján Gylfason, GA, sigraði í unglingaflokki án forgjafar, lék á 159 höggum. Ólafur Þorbergsson, GA, varð annar á 166 höggum og Óiafur Gylfason, GA, varð þriðji á 169 höggum. Með forgjöf sigraði Kristján á 119 höggum, Ólafur Þorbergsson varð annar á 130 höggum, en Ólafur Sæmundsson, GA, þriðji á 137 höggum. Tak hf. á Akureyri gaf auka- verðlaun fyrir að slá næst holu á 8. braut báða keppnisdagana. Fyrri daginn sigraði Arnór Þor- geirsson, GA, sló 2,47 m frá hol- unni. Síðari daginn sigraði Krist- ján Guðjónsson, GH, kúla hans hafnaði 1,05 metra frá umræddri holu. Þá gaf Álfhóll á Siglufirði aukaverðlaun fyrir besta hring með forgjöf síðari keppnisdaginn. Hnossið hreppti Ólafur Þor- bergsson, sem lék á 30 höggum. Hann varð þó að kljást við Krist- ján Gylfason í bráðabana áður en hann gat hrósað sigri. - gg Sigurjón Kristjansson (Lh.) í baráttu við Hollendinginn Rene Eykelkamp í leiknum í gærkvöldi. Sigurjón skoraði mark íslands í leiknum. Ljósmynd Kristján Einarsson. Evrópumeistarar Aston Villa töpuðu 5—0 Nýliðarnir í 1. deildinni ensku í knattspyrnu, Watford, komu heldur betur á óvart í gærkvöldi er þeir sigruðu lið Southampton 4—1, en léku samt á útivelli. Gallaghan skor- aði þrjú mörk fyrir Watford-liðið. Steve Archibald og Garth Crooks skoruðu stórglæsileg mörk er Tott- enham sigraði Ipswich 2—1. Stærsta sigurinn í gærkvöldi vann hinsvegar lið Everton sem tók Evrópumeistara Aston Villa i kennslustund á heima- velli sínum og sigraði þá 5—0. Alls fóru sjö leikir fram í 1. deildinni og urðu úrslit þeirra þessi: Arsenal — Norwich 1—1 Birmingham — Liverpool 0—0 Everton — Aston Villa 5—0 Ipswich — Tottenham 1—2 Luton — West Ham 0—2 Southampton — Watford 1—4 Swansea — Coventry 2—1 Ellert Schram: „Fínn leikur“ „Þetta var flnn leikur og það kom mér virkilega á óvart hve vel ís- lenska liðið spilaði," sagði Ellert B. Schram, formaður KSl, er blm. spjallaði við hann eftir leikinn. „Það var mikil barátta í liðinu og það er greinilegt að við eigum þarna hóp ungra stráka sem eiga eftir að kom- ast í A-landsliðið áður en langt um líður,“ sagði Ellert ennfremur. - SH. Enska knatt- spyrnan 2. deild Chelsea — Wolverhampton 0—0 Rotherham — Leicester 1—3 Handknattleikur: Dregið í Evrópukeppnunum í Sviss í dag í dag verður dregið í Evrópumót- unum í handknattleik. Eins og kunn- ugt er taka íslandsmeistarar Víkings þátt í meistarakeppninni, lið KR tek- ur þátt í Evrópukeppni bikarhafa. Búast má við að lið þeirra sitji hjá í fyrstu umferð vegna þess hve lið Þróttar stóð sig vel í þeirri keppni í fyrra. Lið FH tekur svo annað árið í röð þátt í IHF-keppninni. — ÞR. Getrauna- spá MBL. 1 1 S S»Bd*j Mirror I 1 5- 1 & 3 s i* 3 v_ e 5 z 1 SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Liverpool 2 X X X X X 0 5 1 Birmingh. — Stoke X 1 1 1 1 1 5 1 0 Everton — Tottenham 1 X X 2 X 1 2 3 1 Ipswich — Coventry 1 1 1 I 1 1 6 0 0 Luton — N. County 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Man. City —- Watford 2 1 1 X X 1 3 2 1 N. Forest — Brighton X 1 1 1 1 1 5 1 0 Southampt. — A. Villa 1 1 1 X 1 X 4 2 0 Sunderland — West Ham 1 X 1 2 X 1 3 2 1 Swansea — Norwich X 1 1 X 1 2 3 2 1 WBA - Man. Utd. 2 2 2 2 2 2 0 0 6 Leeds — Wolves X 1 2 X X 1 2 3 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.