Morgunblaðið - 01.09.1982, Side 40

Morgunblaðið - 01.09.1982, Side 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreióslunni er 83033 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 Mjólkin hækkar um liðlega 25% Rjómi hækkar um 17% og ostur um 16,4% REIKNAÐ hefur verið út nýtt verð á mjólk, mjólkurvörum og nautakjöti, sem tekur gildi frá og með deginum í dag. Hins vegar mun nýtt verð á kindakjöti ekki Uka gildi fyrr en sláturtíð hefst um miðjan mánuðinn. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að eins lítra ferna af mjólk hækkar úr 6,75 krónum í 8,45 krónur, eða um liðlega 25%. Tveggja lítra ferna hækkar úr 13,35 krónum í 16,70 krónur, sem ennfremur er liðlega 25% hækk- un. Lítraferna af rjóma hækkar úr 51,15 krónum í 59,80 krónur, eða um tæplega 17%. Hálfslítraferna af rjóma hækkar úr 25,75 krónum í 30,15 krónur, sem er um 17% Næturfundur í deilu BSRB ALLT útlit var fyrir, að samkomulag næðist í deilu BSRB og ríkisins á fundi hjá ríkissáttasemjara, þegar Mbl. fór í prentun í gærkvöldi, en þá höfðu tilhoð gengið milli aðila. Á föstudag lagði fjármálaráð- herra fram formlegt tilboð, sem var mjög í anda ÁSÍ-samkomu- lagsins, en það gerir m.a. ráð fyrir 4% grunnkaupshækkun í upphafi og síðan 2,2% launahækkun í byrjun næsta árs. Samninganefnd BSRB gerði þá i gagntilboð, en í því var meðal ann- ars krafizt frekari viðræðna um ýmis efnisatriði samningsins. Fulltrúar ríkisins léðu ekki máls á því fyrr en líða tók á dag í gær. í gærkvöldi gengu síðan tilboð milli aðila og þegar Mbl. fregnaði síðast var aðalsamninganefnd BSRB að ræða tilboð frá ríkinu, sem mönnum virtist vera nokkuð aðgengilegt, þó með nokkrum breytingum. í tilboðinu er gert ráð fyrir ákveðnum leiðréttingum um- fram beina launahækkun. Varðandi deilu meinatækna og röntgentækna, sem sagt hafa störfum sínum lausum frá og með deginum í dag, þá gengu umrædd- ir starfshópar út af ríkisspítölun- um á miðnætti, þar sem ekki hafði verið gengið að kröfum þeirra um leiðréttingu, hliðstæða þeirri, sem aðrar hjúkrunarstéttir hafa feng- ið á undanförnum mánuðum. Hins vegar náðist óformlegt samkomu- lag um að unnið yrði eitthvað áfram á Borgarspítalanum. hækkun. Þá hækkar V4 lítri af rjóma úr 13,00 krónum í 15,25 krónur. Undanrenna í lítrafernum hækkar úr 6,45 krónum í 7,60 krónur, eða um tæplega 18%. Þá hækkar svokallað mjólkur- bússmjör úr 71,10 krónum kílóið í 90,70 krónur kílóið, eða um liðlega 27,5%. 45% ostur hækkar úr 84,40 krónum kílóið í 98,25 krónur kíló- ið, eða um liðlega 16,4%. Þá hækk- ar 30% ostur úr 70,35 krónum kílóið í 81,85 krónur kílóið, eða um liðlega 16,3%. Loks má geta þess, að hækkunin til bænda er 14,1% og niður- greiðslur eru óbreyttar frá því sem verið hefur í krónutölu. Þá má geta þess, að nautakjöt, í hálfum og heilum skrokkum, í úr- valsflokki hækkar úr 64,80 krón- um í 76,10 krónur hvert kíló. Ólafcvík, 31. kgúaL Að undanförnu hefur verið unnið við hinn nýja Ennisveg undir Ólafsvíkurenni. Hefur verið unnið við að taka niður sneið af svonefndum Hömrum við vestari enda vegarins. Verkið hefur þó tafist vegna bilunnar í stóru jarðýtunni sem hefur rifíð hamrana niður. Áætlað er að leggja undirstöður vegarins að hluta nú í haust og sjá hvernig þeim reiðir af í fangbrögðum við ölduna sem oft nær að beita ógnarkrafti áður en hún deyr við klettana. FrétUritari. Fiskverð hækkar um 16%: Kemur í ljós hvort útgerðin lætur slíkt yfir sig ganga — segir Kristján Ragnarsson — Teygðum okkur eins langt og unnt var — segja fulltrúar kaupenda YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað i gær að lágmarks físk- verð skuli hækka um 16% frá því verði, sem gilti til ágústloka. Verðið skal gilda frá 1. september til 30. nóvember næstkomandi. Verðið var ákveðið af oddamanni nefndarinnar, Ólafí Davíðssyni, og fulltrúum kaupenda, þeim Friðrik Pálssyni og Eyjólfí ísfeld Eyjólfssyni gegn atkvæðum seljenda, þeirra Ingólfs Ingólfssonar og Kristjáns Ragnarssonar. Vegna ákvörðunarinnar lét Kristján Ragnarsson, fulltrúi út- gerðarmanna, gera bókun, þar sem segir meðal annars, að með þessari ákvörðun, sem tekin hafi verið af fulltrúum kaupenda og að fyrirskipan ríkisstjórnarinnar, sé ekkert tillit tekið til þess vanda, sem nú snýr að útgerðinni vegna aflarýrnunar og hækkandi olíu- kostnaðar. Þar segir ennfremur, að sjávarútvegsráðherra hafi í allt sumar lýst vanda útgerðarinnar, sem bót hafi þurft að ráða á. Hann Ljómn.: Ragnar Axelmon. Þingyallavegur malbikaður Þessa dagana er unnið við að setja bundið slitlag á veginn um Mosfells- heiði, og verður nú lagt á rösklega helming þess vegarkafla sem enn er malarborinn. Myndin er tekin rétt neðan við Seljabrekku. hafi flutt um þetta tillögur, en fallið frá þeim öllum, er á þær hafi reynt. Eftir þetta sé staða út- gerðarinnar enn verri en í sumar. Þá segir í bókuninni, að sam- kvæmt mati Þjóðhagsstofnunar sé halli minni togara um 16% af tekjum, halli bátaflotans litlu minni, en halli stærri togara mun meiri. Þar sem ríkisstjórnin hafi á engan hátt mætt erfiðleikum út- gerðarinnar, muni á það reyna næstu daga hvort útgerðin láti slíkt yfir sig ganga. í samtali við Morgunblaðið sagði Ingólfur Ingólfsson, annar fulltrúi seljenda, að hann byggist við hörðum viðbrögðum sjómanna vegna þessarar hækkunar. Hún væri allt of lítil og til þess að bæta samdrátt í afla og verðminni afla- samsetningu hefði fiskverð þurft að hækka langt yfir 20%. Þá sagði Ingólfur, að ekki virtist hægt að treysta orðum sjávarútvegsráð- herra. Hann hefði lýst því yfir að fiskverðshækkun yrði mun meiri en á daginn hefði komið og því virtist að hann væri valdalaus innan ríkisstjórnarinnar. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, ann- ar fulltrúi kaupenda, sagði, að fulltrúar fiskkaupenda hefðu með ákvörðun þessari teygt sig eins langt og mögulegt hefði verið. Með þessu væri fiskvinnslan skilin eft- ir á núlli og mætti ekkert bera útaf í markaðsmálum. Því yrði að treysta á verulegt gengissig á næstu mánuðum til að mæta vaxtagjöldum og sífelldum kostn- aðarhækkunum. Friðrik Pálsson, annar fulltrúi kaupenda, sagði meðal annars, að þessi fiskverðshækkun yki útgjöld frystingar og söltunar um tæp 8% eða um 350 milljónir króna. Sagði hann að mergurinn málsins væri sá að fiskvinnslan gæti ekki staðið undir yfirfjárfestingu flotans. Því væri nú svo komið að venjulegar leiðir eins og fiskverðshækkun og gengisfelling í kjölfarið dygðu ekki til. Sjá viðbrögð við fískverðs- ákvörðun á miðsíðu. Vísitöluhækkanir frá ársbyrjun 1981: Lánskjaravísitala 95% — verðbótavísitala 75% VERÐBÓTAVÍSITALA hækkar eins og skýrt hefur verið frá um 7,50% 1. september nk. og hefur hún þá hækkað um liðlega 40% á síðustu tólf mánuðum, en hún hækkaði um 9,92% 1. desember 1982, 7,51% 1. marz 1982, 10,33% 1. júní 1982. Á síðustu tólf mánuðum hefur lánskjaravísitala hins vegar hækkað um liðlega 51%, eða hækkað úr 266 stigum í 402 stig. Það er því liðlega 11 prósentustiga munur á hækkun þessara vísi- talna, en eins og kunnugt er eru flest lán, m.a. þau, sem almenn- ingur tekur til húsakaupa og bygginga til lengri og skemmri tíma bundin lánskjaravísitölu. í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að þegar lög um lánskjara- vísitölu, sem samsett er af vísitölu framfærslukostnaðar að tveimur þriðju hlutum og vísitölu bygg- ingarkostnaðar að einum þriðja hluta, voru sett í maí 1979, var það yfirlýst stefna stjórnvalda, að hún skyldi hækka nokkuð samstíga al- mennum launahækkunum í land- inu, þ.e. framfærsluvísitölu. Lánskjaravísitala hefur hins vegar ekki hækkað samstíga al- mennum launahækkunum í land- inu, heldur mun meira, m.a. vegna tilkomu skerðingarákvæða á verð- bótavísitölu í „Ólafslögum" og annarra skerðinga. Ef dæmið er skoðað frá ársbyrj- un 1981, þá hefur verðbótavísitala, eða hin almennu laun í landinu hækkað um liðlega 74%, vegna verðlagshækkana, en hins vegar hefur lánskjaravísitala hækkað um liðlega 95%. Munurinn milli þessara tveggja vísitalna er því liðlega 21 prósentustig, en eins og áður sagði eru flest lán verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.