Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Ríkisstjórnin: 10 millj. til fækk- unar sauðfjár Fullt grundvallarverð komi fyrir kjöt af full- orðnu fé, sem er umfram eðlilega slátrun RÍ KISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að verja til stuðnings við fyrirætlanir Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins um fækkun sauðfjár i haust allt að 10 milljónum króna á þessu ári. Ennfremur segir í frettatil- kynningu frá landbúnaðarráðu- neytinu, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að inn á fjárlög næsta árs verði tekin til viðbótar áðurnefndum 10 milljónum króna fjárhæð til að tryggja þeim sem fækka eða farga fé sínu fullt grundvallarverð fyrir kjöt af full- orðnu fé, sem er umfram eðlilega slátrun. Stéttarsamband bænda: Vilja fjölga fulltrú- um á aðalfundi AÐALFUNDUR StétUrsambands bænda hefst í Borgarnesi í dag. Þar verður lögð fram tillaga um breytingu á samþykktum Stéttarsambandsins um skipan fulltrúa á aðalfund, svo að hin ýmsu hagsmunasamtök framleiðslugreina land- búnaðarins svo sem Samtök eggjaframleiðenda, félag kjúklingabænda, Svína- ræktarfélag íslands, Hagsmunasamtök hrossabænda og gróðurhúsabændur fengju fulla aðild að fundum Stéttarsambandsins. JMJ Naustid í nýjum höndum Morgunbladid/ÓI.K.M. Hjónin Ómar Hallsson og Ruth Ragnarsdóttir tóku í gær formlega við rekstri hins rótgróna veitingastaðar Naustsins úr höndum fyrri eigenda, Geirs Zoega og Guðna Jónssonar. F.v. Geir Zoega, Ruth Ragnarsdóttir, Ómar Hallsson og Guðni Jónsson. BSRB samdi við ríkið: Þessi tillaga verður lögð fram af fulltrúum bænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en á kjörmannafundi til fyrirhugaðs aðalfundar Stéttar- sambandsins, sem haldinn var síð- astliðinn mánudag, var ofangreinu tillaga samþykkt. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum flestra búnaðar- félaga á svæðinu. Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambands bænda, mætti á fund- inn og flutti erindi um stöðu hinna Ekið á aldr- aða konu EKIÐ VAR á aldraða konu á gangbraut á Nóatúni við Skipholt og meiddist hún talsvert, en er þó ekki talin í lífshættu, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá lögregl- unni. Konan lærbrotnaði, hand- leggsbrotnaði, rifbeinsbrotnaði og fór úr axlarlið, og var hún flutt á slysadeild þar sem gert var að meiðslum hennar. ýmsu búgreina í landinu, sérstak- lega stöðu sauðfjárræktarinnar, en fyrirhugað er að fá bændur til að fækka sauðfé verulega á fóðrum í vetur. Gagnrýni kom fram á fundinum á þá þróun að sífellt þurfi að skerða tekjur bænda og hve illa gengi að selja íslenskt lambakjöt erlendis. Bent var á, að á meðan Islend- ingar flyttu inn þúsundir tonna af fóðri frá Efnahagsbandalagslönd- unum, keyptu þau aðeins 600 tonn af dilkakjöti af okkur. Miklar umræður fóru fram um vandamál íslensks landbúnaðar og úrræði vegna þeirra. Samþykktar voru tvær tillögur á fundinum, auk ofangreindrar til- lögu. Tillaga um bann við innflutningi á eggjadufti á meðan nóg framboð væri á eggjum hérlendis og tillaga um greiðslu jarðræktarframlaga sem greidd eru til bænda vegna framkvæmda samkvæmt jarðrækt- arlögum. Þessar greiðslur hafa enn ekki borist bændum á félagssvæði Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Samþykkt var að hvetja til að sú breyting yrði gerð á reglum um út- borganir á þessum framlögum að þau berist sem jafnast til bænda. Samningurinn í anda ASÍ-samkomulagsins SAMNINGAR tókust í kjaradeilu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, og ríkisins í fyrrinótt um fjögurleytid eftir langan samningafund, en áður höfðu línur skýrst i sérkjarasamningum allra félaga, nema lögreglu- manna og póstmanna. hækkun, til samræmis við hækk- anir annarra heilbrigðisstétta á undanförnum mánuðum. Samningur aðila er í anda ASÍ- samkomulagsins frá í sumar, en gert er ráð fyrir 4% grunnkaups- hækkun frá 1. ágúst sl. Síðan hækka laun um 2,1% 1. janúar 1983. Þá koma til flokkatilfærslur til þeirra starfsmanna innan BSRB, sem hafa lengri starfsaldur en 18 ár í byrjun næsta árs. Samningurinn gildir frá 1. ág- úst sl. til 1. september á næsta ári, þannig að samningarnir renna út á sama tíma og samningar aðild- arfélaga Alþýðusambands íslands. Þegar greidd voru atkvæði um samninginn, vakti það athygli, að Kristján Thorlacíus, formaður BSRB, sat hjá við atkvæðagreiðsl- una, og sagði hann hjásetuna fyrst og fremst vera mótmæli gegn verðbótaskerðingu ríkisstjórnar- innar. í kjölfar samninga BSRB og ríkisins, hefjast nú samningavið- ræður einstakra bæjarstarfs- mannafélaga við sveitarfélögin, en viðræður þeirra hafa beðið eftir lyktum þessara samninga. I sérkjarasamningum einstakra félaga var samið um ýmiss konar leiðréttingar til handa félögum BSRB, en hæst bera þó launa- flokkatilfærslur, eins og í sam- bandi við meinatækna og röntgen- tækna, sem höfðu sagt upp störf- um frá og með 1. september fengju þeir ekki fjögurra launaflokka Iðnaðarráðuneytið: Tekjur ISAL áriö 1981 vantald- ar um 22,1 milljón króna samkvæmt nýrri skýrslu Coopers & Lybrand um niðurstöður endurskoðunar ársreikninga ÍSAL 1981 MORGUNBLAÐINU barst í gær kvöldi eftirfarandi fréttatilkynning frá iónaðarráðuneytinu i tilefni af því að ráðuneytinu hefur borist skýrsla breska endurskoðunarfyrir- tækisins Uoopers & Lybrand um niðurstöður endurskoðunar árs- reikninga ÍSAL vegna ársins 1981. Fréttatilkynningin er birt hér orð- rétt: „í aðalsamningi milli ríkisstjórn- ar tslands og Alusuisse um ál- bræðslu í Straumsvík er um það samið, að ríkisstjórnin geti skipað alþjóðafyrirtæki óháðra löggiltra endurskoðenda til að yfirfara og sannprófa reikninga ÍSAL. Með bréfi dags. 28. apríl 1982 var Alusuisse tilkynnt, að ríkisstjórnin hygðist nota samningsbundinn rétt sinn til að láta framkvæma endur- skoðun ársreikninga ÍSAL vegna ársins 1981 og að endurskoðunarfyr- irtækinu Coopers & Lybrand í Lond- on yrði falið að framkvæma hina samningsbundnu endurskoðun. Skýrsía Coopers & Lybrand um niðurstöður endurskoðunarinnar dags. 31. ágúst 1982 liggur nú fyrir. t niðurstöðum sínum hafa Coopers & Lybrand tekið tölulega afstöðu til nokkurra liða í ársreikningi ÍSAL 1981 og leiðrétt reikninginn til sam- ræmis við það. Telja endurskoðend- urnir að tekjur séu vantaldar um $ 1.546.000 (eina milljón fimm hundr- uð fjörutíu og sex þúsund banda- ríkjadali) og eigi því tapið að vera $ 25.683.00 í stað $ 27.229.000. Munur þessi er á núverandi gengi um það bil 22,1 milljón króna. Enda þótt hið reikningslega tap sé þannig lækkað um þessa fjárhæð, breytir það ekki skattgreiðslum félagsins hér á landi á árinu 1981, þar sem félagið greiðir þá lágmarksframleiðslugjald, en það nemur 20 bandaríkjadölum á tonn af útskipuðu áli. í niðurstöðum Coopers & Lybrand kemur fram, að Alusuisse neitaði endurskoðendunum um aðgang að bókhaldi sínu og dótturfélaga sinna til öflunar upplvsinga og gagna um viðskiptin við ISAL. Alusuisse gaf endurskoðendunum þá skýringu á neitun sinni, að aðalsamningurinn heimilaði endurskoðendunum ekki aðgang að slíkum upplýsingum. Segja Coopers & Lybrand, að þessi upplýsingaskortur hafi torveldað þeim endurskoðun ársins 1981 og gert hana erfiðari en ef þeim hefði verið veittar þær upplýsingar sem þeir þurftu á að halda. Alusuisse hafi látið þeim í té aðeins takmark- aðar upplýsingar um framleiðslu- kostnað rafskauta hjá því fyrirtæki Alusuisse, sem framleiðir rafskaut- in, sem ÍSAL notar. Iðnaðarráðuneytið telur að synj- un Alusuisse á aðgangi endurskoð- endanna að upplýsingum sé ský- laust brot á aðalsamningi, einkum með tilliti til þess, að Alusuisse kemur fram sem milliliður gagnvart ISAL. Alusuisse framvísar reikn- ingum sínum til ISAL, en ekki reikningum þess fyrirtækis sem framleiðir viðkomandi aðföng. í skýrslu sinni benda endurskoð- endurnir á, að ÍSAL sé undirfjár- magnað af hálfu eigenda sinna, Alu- suisse, samanborið við önnur fyrir- tæki í áliðnaði. Af þeim ástæðum séu kostnaðarútgjöld ÍSAL mun hærri en hjá sambærilegum fyrir- tækjum og afkoman því lakari. Af söluverði álsins 1981 nemur vaxta- kostnaðurinn einn 22,3% og af- skriftir 11,3%, eða samtals 33,6% af tekjum ársins 1981. Ekki er þó að þessu sinni reiknað út hverju þetta munar í skattskyldum tekjum fyrir- tækisins. Rétt þykir að benda á, að endur- skoðunarstarf Coopers & Lybrand á vegum iðnaðarráðuneytisins undan- farin ár hefur veitt ISAL og Alu- suisse verulega aukið aðhald og haft þau áhrif á viðskipti jæirra 1981, að Alusuisse er varkárari í verðlagn- ingu gagnvart ÍSAL. Þannig reynd- ist meðaltalsverð rafskauta, sem Alusuisse seldi ÍSAL vera 415 doll- arar árið 1981, en var 488 dollarar árið 1980, og verð á súráli stendur nánast í stað, þrátt fyrir almennar verðhækkanir. Niðurstaða endurskoðendanna hefur verið send ÍSAL og Alu- suisse.“ „Lengsta sem við gátum komizt“ — segir Haraldur Steinþórsson „ÉG TEL að þessi samningur, sé það lengsta, sem við gátum kom- izt, miðað við stöðuna," sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, í samtali við Mbl. „Það var búið að þrengja verulega að okkur með samn- ingum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins. Til viðbótar þessu eiu efna- hagshorfur eins og allir vita mjög slæmar. Miðað við þessar forsendur tel ég samninginn réttlætan- legan og að okkur hafi borið skylda til að undirrita hann. Félögin hafa síðan borið þungan af sínum sérkjara- samningum. Ég tel að þau hafi náð eins iangt í þeim, eins og mögulegt var í stöðunni. Þau hafa náð fram ákveðnu sam- ræmi, en það vantar ennþá mikið á,“ sagði Haraldur Stein- þórsson ennfremur. Ekið á dreng á reiðhjóli EKIÐ var á dreng á reiðhjóli í gæi morgun á gatnamótum Laufásvega og Hellusunds, en drengurinn « ekki talinn mikið slasaður, san kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Slysið varð með þeim hætti a billinn ók suður Laufásveg, e drengurinn hjólaði vestur Hellc sund og varð fyrir bílnum á gatna mótunum. Þá var ekið á dreng á hjóli Dalalandi á þriðjudag, en ekki e talið að meiðsli hans séu alvarleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.