Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Framkvæmdastjóri DEMYC í heimsókn á íslandi DAVID Grayson, framkvæmda- stjóri DEMYC, en þeim Evrópu- samtökum er Samband ungra sjálfsta-Aismanna aðili aó, var staddur hér á landi í sumar. Hann hélt fjölsótt kynningarnámskeið um starfsemi og markmið DEM- YC, ætlað yngra fólki innan SUS. David Grayson skoðaði næsta nágrenni Reykjavíkur í fylgd nokkurra forystumanna SUS og einnig var honum haldið kvöld- verðarhóf. Meðfylgjandi mynd var tekin af stjórn Heimdallar og má þekkja David Grayson þar sem hann stendur á milli þeirra Geirs H. Haarde og Árna Sig- fússonar formanns Heimdallar. „Hugmyndaflug“ Þjóðviljamanna cr whh» fni««þá‘,un’ i(,„„ , „mcNk)“ li.lllt ‘f *,nn0, ,|lu»taki*> ii‘v,nl' Ivvkuhcllltt Clt Cl iH ss tiKWf a«> l.lltf.l sWftM"*""5 liiárwá* Að orlofsdvöl lokinni Sýnishorn af hinum staðnaða greinadálki Þjóðviljamanna. Undanfarna mánuði hefur öðru hverju birzt í Morgunblað- inu síða undir heitinu Sjónar- horn, með fréttum úr starfi ungra sjálfstæðismanna. Kom því á óvart að þegar Þjóðviljinn þóttist þurfa að dubba upp á staðnaðan greinadálk þar í blaði skuli ráðamenn þar ekki hafa haft í önnur hús að venda en það að taka Sjónarhornsheiti ungra sjálfstæðismanna traustataki. Segir það meira en mörg orð um „hugmyndaauðgi" Þjóðvilja- manna og er raunar í samræmi við hugarflugið í þeim greinum, sem birzt hafa undir samheitinu Sjónarhorn í Þjóðviljanum und- anfarið. Vonandi verður fram- hald á því að starfsemi ungra sjálfstæðismanna verði aðstand- endum Þjóðviljans til eftir- breytni. Stefnir, blað Sambands ungra sjálfstæðismanna komið út STEFNIR, blað Sambands ungra sjálfstæðismanna, kom út fyrir nokkru og er þetta 2. tölublað þessa árs. Ritstjóri blaðsins er Hreinn Loftsson. Ráðgert er að næsta tölublað komi út innan tíð- ar. I blaðinu eru greinar um ýmis málefni, en blað þetta er að nokkru helgað verkalýðsmálum. Fyrst skal telja grein sem ber nafnið “Stríð eða friður" eftir Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins, en í grein þess- ari fjallar Styrmir um rit Hann- esar H. Gissurarsonar — Um sjálfstæðismenn í verkalýðs- hreyfingunni — og ræðir hann um stöðu sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni, stöðu verkalýðsmanna innan Sjálf- stæðisflokksins og samskipti Sjálfstæðisflokksins við verkalýðshreyfinguna í stjórn og stjórnarandstöðu. Þá fjallar Sig- urður Óskarsson formaður Verkalýðsráðsins um stefnuna í verkalýðsmálum, Haraldur Kristjánsson iðnnemi ræðir um stöðu sjálfstæðismanna í iðn- nemahreyfingunni og einnig er í blaðinu birtur kafli úr afmælis- Forsíða Stefnis, sem að þessu sinni er helgaður verkalýðsmálum. riti Verkalýðsráðs, eftir Hannes H. Gissurarson. Þá er í blaðinu grein eftir Ingu Jónu Þórðardóttur, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, um sigur Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnarkosn- ingunum í maí sl. Einnig fjallar hún í grein sinni um stöðu flokksins að kosningum loknum og um horfurnar framundan. Geir H. Haarde, formaður SUS, fjallar í grein um norsk stjórnmál og stefnu norska Hægri flokksins, sem fer með stjórnartaumana þar í landi, þó ekki hafi flokkurinn hreinan meirihluta á þingi. Nú er u.þ.b. ár liðið frá sigri hægri manna í Noregi og telur Geir að festa og ferskleiki einkenni störf norsku ríkisstjórnarinnar. Guðmundur H. Frímannsson ræðir í grein, sem hann kallar „Brandt-skýrslan", um skýrslu nefndar sem Willy Brandt, fyrr- um kanslari V-Þýskalands, var formaður í, en verkefni nefndar- innar var að benda á leiðir til að brúa bilið á milli ríkra þjóða og snauðra. Guðmundur gagnrýnir í greininni nokkrar helstu niður- stöður nefndarinnar. Hreinn Loftsson, ritstjóri Stefnis, fjallar í ritstjórnargrein um nauðsyn þess að rjúfa ríkis- einokun í útvarpsrekstri og bendir hann á fjölmörg dæmi um hlutdrægni í ríkisfjölmiðl- um. Segir Hreinn í greininni að ríkisfjölmiðlarnir hafi sem slíkir runnið sitt skeið á enda og verði tafarlaust að gera ráðstafanir til að rjúfa einokun þeirra. Samband ungra sjálfstæðismanna: Heldur stjórnarfund á Akureyri 4. september STJORN Sambands ungra sjálf- stæðismanna heldur fund á Akur- eyri laugardaginn 4. september næstkomandi og verður fundurinn haldinn i húsnæði Sjálfstæðis- flokksins í Kaupangi. Fundurinn verður haldinn síð- degis á laugardaginn og er hann opinn sjálfstæðismönnum frá Akureyri og nágrannabyggðar- lögum. Geir H. Haarde, formað- ur SUS, sagðist í samtali við Mbl. hvetja unga sjálfstæðis- menn til að mæta á fundinn. Hann gat þess einnig að síðast- liðið vor hefði SUS haldið stjórnarfund í Vestmannaeyjum, og hefði sá fundur tekist mjög vel, ekki síst vegna áhuga heimamanna. Á stjórnarfundinum verður fjallað um vetrarstarf Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og rætt um komandi fundahöld og ráðstefnur og einnig verður stjórnmálaviðhorfið rætt og mun stjórnin að líkindum álykta um stjórnmálaástandið. Þá mun Halldór Blöndal alþingismaður mæta á fundinn og flytja ávarp. Geir H. Haarde sagði í sam- tali, að stjórn SUS hefði þegar haldið einn fund utan Reykja- víkur, í Vestmannaeyjum, eins og áður gat, og hefðu menn í hyggju að halda oftar stjórnar- fundi utan Reykjavíkur á þessu starfsári, m.a. til þess að efla starfið á viðkomandi stöðum. Þá nefndi Geir það að síðasta þing SUS hefði verið haldið á ísafirði, en SUS-þingin eru jafnan haldin úti á landi. Séð yfir hluta fundarmanna á fundi SUS með stúdentum. Fundahöld SUS: Fjallað um afvopnunarmál og fundað með íslenskum stúdentum erlendis SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna hélt í sutnar fund með Birgi ísl. Gunnarssyni og var á fundinum fjallað um afvopnun- armál og flutti Birgir framsögu um það efni. Birgir var sem kunnugt er einn fulltrúa á afvopnunarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York, en ráðstefnuna sóttu nokkrir alþingismenn fyrir ís- lands hönd. Fundurinn með Birgi var fjölsóttur og að fram- söguerindi hans loknu fóru fram umræður. Þá stóð SUS nýlega fyrir fundi með íslenskum stúdentum sem stunda nám erlendis, en sem kunnugt er fóru þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Geir H. Haarde, formaður SUS, til nágrannalandanna fyrir sveitar- stjórnarkosningamar í maí sl., og héldu fundi með íslendingum sem þar eru við nám. Þessi fund- ur var haldinn í framhaldi af þeirri ferð og til þess ætlaður að auka samskipti SUS og íslenskra stúdenta erlendis. Á nawftunrji... Gjallarhorn — fréttabréf Heimdallar GJALLARHORN, fréttabréf Heimdallar, kom nýlega út, en í fréttabréfinu er fjallað um starf Heimdallar. Þar er sagt frá því sem á döfinni er, námskeiðum sem staðið er fyrir, og öðrum tíð- indum sem gerast í starfi félags- ins. Fréttabréfið er sent öllum félagsmönnum Heimdallar og vonast stjórn félagsins til að fréttabréfið efli tengsl stjórnar- innar og hins almenna félags- manns, að sögn Árna Sigfússon- ar, formanns Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.