Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 3
LÍÚ fundar um stöðu útgerðar STJÓRN og trúnaðarmannaráð Landssambands íslenzkra útgerðar- manna kemur til Tundar í dag til að ræða stöðu útgerðarinnar í kjölfar efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar og ákvörðunar um 16% hKkkun fisk- verðs. Vegna þessa hafði Morgunblað- ið samband við Kristján Ragn- arsson, formann og framkvæmda- stjóra LÍÚ, í gær en hann vildi ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundinum. í þessu tilfelli má benda á áskorun Útvegsmannafélags Suð- urnesja til LÍÚ, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. Þar er skorað á LÍÚ að gera á því könnun, hvort útgerðar- mönnum þyki ekki tímabært að fiskiskipaflotinn verði stöðvaður þar til fundizt hefur viðunandi rekstrargrundvöllur. Þá segir einnig í bókun Krist- jáns Ragnarssonar við ákvörðun fiskverðs, að þar sem ríkisstjórnin hafi á engan hátt mætt erfiðleik- um útgerðarinnar, muni á það reyna næstu daga hvort útgerðin láti slíkt yfir sig ganga. Þá má einnig geta þess, að full- trúar sjómanna munu líklega funda um þessi mál um eða eftir helgina og hafa forsvarsmenn þeirra lýst því yfir í samtölum við Morgunblaðið, að þeir búist við harkalegum viðbrögðum sjó- manna. Sjúkrasamlag Reykjavíkur: Staða fram- kvæmda- stjóra auglýst STJÓRN Sjúkrasamlags Reykjavík- ur ákvað á fundi sinum sl. þriðjudag að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra Sjúkrasamlagsins. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 27. september. Fundurinn á þriðjudag var fyrsti fundur stjórnarinnar eftir skipun formanns stjórnar, en eins og komið hefur fram í fréttum skipaði Svavar Gestsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, Ragnar Árnason í stöðuna. Það er stjórn Sjúkrasamlagsins sem tekur ákvörðun um hver ráð- inn verður framkvæmdastjóri. Núverandi framkvæmdastjóri er Steinunn H. Lárusdóttir, en hún var sett tímabundið í starfið, er Davíð Oddsson lét af því og tók við starfi borgarstjóra í Reykja- vík. Heilbrigðisráð mælti með Oddi R. Hjartarsyni HEILBRIGÐISRÁÐ Reykjavík- ur hefur mælt með Oddi Rúnari Hjartarsyni dýralækni í stöðu forstöðumanns Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkurborgar, en hann fékk sex atkvæði af sjö í ráðinu. Högni Hansson fékk eitt at- kvæði, en hann starfar sem fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits- ins í Landskrona í Sviþjóð. Svæðisnenfd á heilbrigðis- eftirlitssvæði Reykjavíkur, sem veitir embættið, hefur ekki komið saman, en hún er skipuð formönnum heilbrigðis- nefnda á svæðinu auk héraðs- læknis, sem er formaður. Svæðisnefndin er skipuð sam- kvæmt lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit, sem gildi tóku 1. ágúst sl. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 3 PEYSURP URPEYSUR EYSURPE URPEYSU EYSURPE URPEYSU EYSURPE U EY UR EY EYSURPO R YSURPEYSURPE^ PEYSURPEYSURI URI EYÍ URL ,«JI PEYSURPEYSURPEYS PEYSURlf PEYSURI EYSURPE PE PEYSUR Fullar búöir af nýjum haustvörum YSURI URPEYÍ EYSURI URPEYS URPEYSURI PEYÍ SURI PEYÍ SURI P EYÍ SURI SURPEYSURPEYÍ YSURI RPEYSI YSURI RPEYS YSURI IRPEYSI *EYSUR PEYSUI RPEYSL JRPEYSl RPEYSI PEYSUI YSURPEYS JRPEYSl (ÍÍSl KARNABÆR " og umboðsmenn um land allt Cesar — Akureyri, Eplid — ísafirði, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík, Hornabær — Hornafirði, Álfhóll — Siglufírði, Óðinn — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsið — Hafnarfirði, Austur- bær — Reyðarfirði, Kaupfél. Rangæinga — Hvolsvelli, Sparta — Sauðórkróki, Skógar — Egilsstööum, ísbjörninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafirði, Patróna — Patreksfirði, Báran — Grindavík, Bjóðsbær — Seyöisfiröi, Þórshamar — Stykkishólmi, Inga — Hellis- sandi. .wfiiooo u-Jfi ðiinit novjiom uö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.