Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Torfæruaksturs- keppni Björgunarsveitarinnar Stakkur Keflavík og Njarövík veröur haldin viö Grindavík 12. september nk. kl. 14. Þátttaka tilkynnist í síma 92-1102 og 92-2430. Nýtt blað hefur göngu sína: Reykjavík — borgarblað NÝTT bl*ð, „Reykjavík, borgar- blaó“ hefur hafið göngu sína. Útgef- IEÍTT SKIFTI FYraRÖLL!!! Rafhlöður með hleðslutæki fyrir: Útvarpstæki, vasaljós, kassettutæki, leifturljós, leikföng, vasatölvurm.m.fj. Það er margsannað, að Sanyo hleðslutæki og rafhlöðurgeta sparað mikið fé. I stað þess að henda rafhlöðum eftir notkun, eru Sanyo Cadnica hlaðin aftur og aftur, allt að 500 sinnum. Ress vegna segjum við: „í eitt skipti fyrir öll!" „Ég hef notað Sanyo Cadnica rafhlöður í leiftur- Ijósi mitt í þrjú ár og tekið mörg þúsund myndir, Mín reynsla af þessum raf- hlöðum er því mjög góð." CunnarV Andrésson (CVA) Ijósm, Dagblaðið og visir CADNICA Flestar stærðir og gerðir fyrirliggjandi Umboðsmenn um land allt! Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200 í Akurvík, Akureyri Vönduö ítölsk leöursófasett FALLEG — STÍLHREIN — ÓDÝR KM HÚSGÖGN Opið frá kl. 9.00—21.00 Langholtsvegi 111, sími 37010. andi þess er Útgáfufélagið Borg hf. og ritstjóri Jóhann Briem. Blaðið er „llpplýsingarit um Reykjavik fyrir borgarbúa og þá sem erindi eiga til borgarinnar," segir á titilsíðu blaðs- ins. Blaðið mun koma út fjórum sinnum á ári að því er segir i rit- stjórnargrein, og er ætlunin að hvert blað tengist hverri árstíð og verði kynning á því sem framundan er á sviði skemmtunar, íþrótta og afþrey- ingar. Meðal efnis í fyrsta tölublaði Reykjavíkur, borgarblaðs, er við- tal við Davíð Oddsson borgar- stjóra, viðtal er við Svein Sæm- undsson er segir frá hvað erlend- um gestum er sýnt í höfuðborg- inni, grein er um fyrirhugaða íbúðabyggð í Gufunesi, farið er í heimsókn í íbúðarblokk í Reykja- vík, rætt er við Helgu Björnsson fatahönnuð í París um tísku, við- tal er við bandarísku sendiherra- hjónin á Islandi, Mr. Brement og frú, viðtal er við Guðmund Magn- ússon háskólarektor, grein er um hestamennsku, grein um knatt- spyrnu, grein um golf, grein og viðtöl eru um starfsemi Arnar- flugs og margt fleira. Blaðið er tæpar 100 síður að stærð, prentað í Prentsmiðju Frið- riks Jóelssonar, Solnaprenti sf. og Félagsprentsmiðjunni, bundið í Félagsbókbandinu og filmuunnið í Myndamótum hf. VR gengst fyrir nám- skeiði í heilsurækt ENN Á NÝ gefst félagsmönnum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur kostur á að sækja námskeið í heilsu- rækt og heilsuvernd. Námskeiðið hefst 8. september nk. í húsnæði VR að Hagamel 4. Þetta verður fjórða námskeiðið sem VR gengst fyrir, en sl. vetur voru haldin þrjú slík. Á námskeiðunum var farið yfir starfsstöður og iíkamsbeitingu, fjall- að um fyrirbyggingu og meðferð streitu, kennd leikfimi til iðkunar á vinnustöðum, og leiðbeint um nær- ingu og fæðuval. Þátttakendur á þessum námskeiðum voru mjög ánægðir með fyrirkomulag þeirra, segir i fréttatilkynningu frá VR. Vinnuverndarár Á 34. þingi Alþýðusambands ís- lands var samþykkt að gera árið 1982 að sérstöku vinnuverndarári. Áhugi á atvinnuheilbrigðismálum hefur aukist verulega og menn hafa gert sér grein fyrir því, að atvinna hefur áhrif á heilsu þeirra. Nú er ekki lengur litið á fylgikvilla atvinnu sem eðlilegt ástand, heldur er leitast við að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. Markmið námskeiðsins er að stuðla að fyrirbyggingu atvinnu- sjúkdóma hjá verzlunar- og skrif- stofufólki með því að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi lík- amsræktar og heilsusamlegs líf- ernis, hvort heldur er á vinnustað eða utan hans. Vinnustaöakönnun VR í ágúst 1981 var gerð könnun á vegum VR til að athuga heilsufar félagsmanna og aðbúnað á vinnu- stöðum. 415 einstaklingar tóku þátt í könnununni. Við úrvinnslu á niðurstöðum kom ýmislegt fróðlegt í ljós; m.a. svöruðu 37% aðspurðra því ját- andi, að streita fylgdi starfi. 23% aðspurðra fannst erfitt að komast yfir dagleg verkefni í starfi. Samantekt á sjúkdómseinkenn- um þeim, sem spurt var um, leiddi í ljós, að bakverkir, höfuðverkir og vöðvabólga voru algengustu kvart- anirnar. 64% höfðu fundiö fyrir bakverk á sl. 12 mán. 61% höfðu fundið fyrir höfuðverká sl. 12mán. 56% höfðu fundið fyrir vöðvabólRu á sl. 12 mán. 52% höfðu fundið fyrir fótaverk á sl. 12 mán. 14% höfðu fundið fyrir maRabólRu/sári á sl. 12 mán. Niðurstöður þessar eru í sam- ræmi við sambærilegar kannanir frá Bandaríkjunum og Danmörku, þar sem áðurnefndir kvillar eru taldir til atvinnusjúkdóma verzl- unar- og skrifstofufólks. Heilbrigðisfræðsla Ein leið til fyrirbyggingar er fræðsla um hvað beri að varast og hvernig koma megi í veg fyrir ým- is þau vandamál, sem koma fyrir í hinum ýmsu atvinnugreinum. Aukin heilbrigðisfræðsla hvetur fólk til að fylgjast betur með eigin heilsu og hvernig hægt er að fyrir- byggja ýmsa kvilla með heilsu- samlegu líferni. Eyjafjörður: Framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins UMSÓKNARFRESTUR um starf framkvæmdastjóra Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðarbyggða hf. rann út 30. júní sl. Sex umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra, en einn umsækjandi dró síðar umsókn sína til baka, segir í fréttatilkynningu frá stjórn félagsins. Stjórn félagsins ákvað á fundi byrjun nóvember nk. sínum 9. ágúst sl. að ráða einn umsækjenda, Finnboga Jónsson verkfræðing, sem framkvæmda- stjóra félagsins. Er gert ráð fyrir að hann hefji störf hjá félaginu í Allmargir sýndu félaginu og framtíðarstarfsemi þess áhuga og buðu fram þjónustu sína á sviði rannsókna og ráðgjafar, segir í fréttatilkynningu stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.