Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 7 Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Ný námskeiö hefjast í dag fimmtudag 2. sept. Vélritunarskólinn, Sufturlandsbraut 20. Innilegar þakkir færi ég öllum börnum mínum og barnabörnum og tengdabörnum, og öllum elskulegum vinum og ættingjum fyrir ógleym- anlegan stórhug í gjöfum, skeytum og blóm- um á 75 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi. Ágústa Thomassen. Innilegt þakklœti fyrir auðsýnda vinsemd og heillaóskir í tilefni af áttatiu ára af- mæli minu. Sturla Jónsson. Súgandafirði. i ?? SMráS"?5-»'kvold' ÉtllÍgS m Hádegi á Hótel Holti. Líttu inn, þaö er auðvelt aö gera hádegið þægilegt og afslappað, alla daga vikunnar og mun ódýrara en þú heldur. Hótel tlolt býður Ijúffengan mat á góðu verði. Sem dæmi: hádegisverður frá kr. 95.- Einnig þykir okkur rétt að minna á nýja forréttamatseðilinn. HAFÐU ÞAÐ FYRSTA TLOKKS - f>AÐ KOSTAR EKKERT MEIRA Verið velkomin. ái Bercjstaöastræti 37 Boröapantanir í simi 257CX) „Litla, sæta, rauöa skýiiöM Að lokinni tjögurra ára Hetu vinstri meirihlutanH í. Keykjavik var Alþýðu- handalaginu mest í mun að halda á loft einu mann- virki, sem reust var undir forystu þess, „litla, .sæta, rauða hiðskýlinu", eins og fyrrum stjórnarformaður SVK kallaði biðskýlið sem reist var við llringbraut fyrir framan LandspítaL ann. Ánæjýa Alþýðuhanda- lagsins yfir þessu skýli, sem að visu reyndist ekki beinlínis ódýrt þótt lítið vcri og rautt, kom í hug- ann þegar Olafur K. Grímsson, þingflokksfor- maður Alþýðuhandalags- ins, lýsti hugmyndum sín- um um nýja flugstöð á Keflavíkurflugvclli i sjón- varpinu á þriðjudagskvöld- ið. Fyrir þingflokksfor- manninum vakir augsýni lega, að reist verði „litil, sat. rauð flugstöð" á Keflavíkurfhigvelli, að visu var hann ekki búinn að gera það alveg upp við sig, hvar þetta „litla, sæta, rauða skýli" fyrir flugfar- þega x'tti að rísa, enda aukaatriði að hans mati, þar sem húsið yrði svo lítið að því mætti hola niður hvar sem er. Var hclst að skilja á Ólafi að spara mætti teikni- og hönnun- arkostnað, því að til dæmis myndi skýli eins og það sem notast er við i innan- landssflugi Flugleiða hf. á Hugmyndir um flugstöð Alþýöubandalagsmenn telja þaö til sinna mestu afreka í tíö vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur (1978 til 1982) aö hafa reist „litla, sæta, rauöa biöskýliö” viö Hringbraut. Enginn ber á móti því, aö þetta sé snoturt, lítiö skýli. Hitt vekur undrun, að alþýöubandalagsmenn vilja láta lita á þaö sem minnisvaröa um stórhug sinn í fram- kvæmdum — líklega völdu þeir skýlið til aö draga athyglina frá útitaflinu og síldarplön- unum í Tjörninni. Nú hefur þingflokksfor- maður Alþýöubandalagsins sett fram þá nýstárlegu hugmynd, að reist veröi flugstöö á Keflavíkurflugvelli af svipaöri gerö og stööin sem Flugleiöir hf. nota í innanlands- flugi á Reykjavíkurflugvelli — eina frávikiö yröi þaö, aö hin nýja „litla, sæta“ flugstöö á Keflavíkurflugvelli yröi rauö. Keykjavíkurflugvelli duga fyrir farþega til og frá land- inu. Stórhugur Alþýðu- handatagsins i mannvirkja gerð er mikill eins og dæmin sanna og er í raun merkilegt, að flokknum skuli ekki hafa dottið í hug að kreljast þess, að bygg- ing Seðlahanka íslands verði „lítil, sæt og rauð" eða Sænska frystihúsið yrði málað rautt og notað undir Seðlabankann. Uppgjöf Framsóknar Kins og þeir Matthías Á. Mathiesen og Kjartan Jó- hannsson bentu rækilega á i sjónvarpsþættinum hafa framsóknarmenn lyppast niður andspænis frekju og yflrgangi AÍþýðubandalags- ins í þessu máli. Strax við gerð stjórnarsáttmálans í febrúar 1980 gengu fram- sóknarmenn á svig við þann samning sem flokks- bróðir þeirra, Kinar Ág- ústsson, gerði sem utanrík- isráðherra við Banda- ríkjamenn um skiptingu kostnaðar við smiði nýrrar flugstöðvar — með stjórn- arsáttmálanum afhentu framsóknarmenn komm- núnistum neitunarvald um framgang samnings sem utanríklsráðherra úr þeirra eigin röðum hafði þó gert Kr frammistaða Framsókn- arflokksins í þessu máli skýrt da'mi um hringlanda hátt flokksins í utanríkLs- málum, þar er slegið úr og í eins og á öðrum sviðum — fyrir tilstuðlan fram- sóknarmanna er líklega nú búið að eyðileggja sam- komulagið sem Kinar Ág- úsLsson taldi mjög mikil- vægan áfanga fyrir land og þjóð á sínum tíma. Jóhann Kinvarðsson, fulltrúi flokksins í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið, gat alls ekki varið gerðir síns eigin flokks í þessu máli auk þess sem hann var sjálfur formaður í nefnd á vegum utanríkisráöherra sem tafði framgang flugstöðv- armálsins í hálft ár. Fram- sóknarmenn eiga síður en svo nokkrar þakkir skildar fyrir þátt sinn í þessu máli í núverandi ríkisstjórn. HVAÐA ÞYÐINGU HEFUR LÁNSTÍMINN? SVAR: Lánstími verötryggðra lána skiptir miklu máli, því greiðslur af þeim halda verðgildi sínu allan lánstímann, en eru eðlilega léttbærari ef láns- tíminn er langur. Margir lífeyrissjóðir gefa mönnum kost á mismunandi lánstíma, frá 10 árum og upp í 25 ár. Hér þurfa væntanlegir lán- takendur að staldra við og huga að nokkrum atriðum: Hvað er eðlilegt að dreifa greiðslu- byrðinni af framkvæmdinni á langan tíma? Og hversu gamall verð ég, þegar lánið rennur út? Ef um fasteignakaup er að ræða, þá er ekki óeðlilegt að dreifa byrðinni af þeim á a.m.k. 15 ár. Um viðhald íbúða og viðbætur gegnir öðru máli. Þar er eðlilegt að dreifa byrðinni á miklu skemmri tíma, 10 til 15 ár, eftir eðli framkvæmdanna. Óráðlegt er að taka lífeyrissjóðslán til kaupa á bifreiðum og til ferðalaga og annars slíks. Að minnsta kosti ættu slík lán ekki að vera til lengri tíma en 5 til 7 ára, enda er t.d. bifreið orðin lítils virði eftir 7 ár, og það er ekki skynsamlegt að eiga þá eftir að greiða í fjölda ára af verðtryggðu líf- eyrissjóðsláni. Ekki er heldur ráðlegt að taka verðtryggt lán, sem greiða þarf af eftir að lántakandinn er kominn á lífeyrisaldur. Þó lífeyrir hafi batnað nokkuð á síðustu árum, þá er hann varla við það miðaður að menn standi í framkvæmdum. 4 LANDSSAMBAND lífeyrissjOða SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.