Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 21
“'-MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 21 Baldur fæddist í Vestmannaeyj- um 2. september 1917 og var því tæpra 65 ára er hann lést hér í borg þann 26. ágúst sl. Hann valdi sér ungur starfssvið innan prentiðnaðarins og hóf nám í setningu árið 1933 hjá ísafold- arprentsmiðju og lauk þaðan sveinsprófi í ársbyrjun 1940, og meistarabréf fékk hann í nóvem- ber 1942. Um ári síðar stofnaði ljann Prentsmiðjuna Odda ásamt t)veim öðrum prenturum, þeim Ell- ert Ag. Magnússyni og Björgvin Benediktssyni. Gerðist Baldur framkvæmdastjóri fyrirtækisins í upphafi og gegndi því starfi til dánardægurs. Félagsmálaáhugi Baldurs kom fljótt í ljós og sat hann í stjórn Hins íslenska prentarafélags árin 1939-1943. Skömmu eftir að hann hóf eigin atvinnurekstur fór hann að hafa afskipti af félagsmálum prent- smiðjueigenda og gegndi trúnað- arstörfum á þeirra vegum í þrjá áratugi. í aðalstjórn Félags ís- lenskra prentsmiðjueigenda sat hann frá 1947 til ársloka 1971, þar af í 18 ár sem formaður. Baldur hafði mikinn áhuga á því að styrkja félag það er hann veitti svo lengi forstöðu og var aðal- hvatamaður að sameiningu atvinnurekenda í prentiðnaði og ásamt fleirum tókst honum að ljúka því verki árið 1971 er atvinnurekendur í prentsmiðju- rekstri, bókbandi, prentmynda- gerð og offsetprenti sameinuðust í einu félagi er hlaut nafnið Félag íslenska prentiðnaðarins. Baldur var kjörinn fyrsti formaður hins nýja félags og gegndi því ábyrgð- armikla og erfiða starfi til ársins 1976 er hann baðst eindregið und- an endurkjöri. Undir formennsku Baldurs festu félögin fyrst kaup á húsnæði árið 1958, að Mjóstræti 6, en 15 árum seinna þótti það hús ekki lengur hentugt fyrir starfsemina og þá selt en annað mjög hentugt húsnæði keypt að Háaleitisbraut (58—60) í staðinn. Sýndu þessi umsvif dug og kjark formannsins sem af stefnufestu og framsýni stýrði félagi sínu. Baldur sat í stjórn Lífeyrissjóðs prentara 1960—1978 sem fulltrúi FÍP, hann var formaður skóla- nefndar Iðnskólans í Reykjavík 1964—1974 og átti mikinn þátt í aukinni verkkennslu í skólanum og þá ekki síst uppbyggingu prentdeildar skólans. Þrátt fyrir margsháttar félags- málastörf, bæði þau sem hér hafa verið talin og ótalmörg önnur, var hugur hans bundinn vexti og vel- gengni Prentsmiðjunnar Odda. Þar var farið af stað með gætni í smáum stíl en stærri markmið höfð að leiðarljosi. Nú stendur fyrirtæki hans sem minnisvarði um stórbrotinn athafna- og dugn- aðarmann sem sá vonir sínar ræt- ast. Oddi er nú í fararbroddi allra prentsmiðja landsins, hvað varðar umsetningu, vélvæðingu, húsakost og aðrar framfarir. í hinum nýju húsakynnum að Höfðabakka er lögð jöfn áhersla á að leysa þarfir fyrirtækisins og góðan aðbúnað starfsmanna. Geta má þess að Baldur hafði forystu um að afla íslenskum prentiðnaði markaðar erlendis og er Oddi eina prentsmiðjan sem náð hefur umtalsverðum árangri á því sviði. Samstarfsmenn Baldurs Ey- þórssonar í Félagi ísl. prentiðnað- arins kveðja hann nú með söknuði og jafnframt þakklæti fyrir marg- þætt og gifturíkt starf. Þeir minn- ast hinnar sterku og ákveðnu for- ystu fyrrverandi formanns er tek- ist var á við viðsemjendur okkar í erfiðum og langdregnum kjara- samningaviðræðum. Hann naut óskoraðs trausts félagsmanna sinna en jafnframt virðingar við- semjenda. Þegar leysa þurfti hnútana lagði hann sig allan fram um að finna leiðina út úr vand- anum án þess að láta beygja sig á nokkurn hátt. Hann hafði fyrst og fremst að leiðarljósi að íslenskur prentiðnaður mætti eflast og vaxa bæði atvinnurekendum og laun- þegum þessara iðngreina til fram- dráttar. Að leiðarlokum eru mönnum fyrst og fremst þakkir í huga. Hins mæta drengs og trausta fé- laga er sárt saknað. Aðstandendum öllum eru send- ar alúðarfyllstu samúðarkveðjur. Félag íslenska prentiðnaðarins Fyrir nær 40 árum lágu leiðir okkar Baldurs Eyþórssonar sam- an og upp frá því áttum við mikið saman að sælda um mörg ár. Upp- hafið að kunningsskap og vináttu okkar var það, að skömmu eftir að Baldur hafði stofnað Prentsmiðj- una Odda ásamt nokkrum öðrum góðum mönnum varð það að ráði að prentsmiðjan setti og prentaði Ársrit Skógræktarfélags íslands frá 1945 til ársins 1980, eða alla þá tíð, sem ég hafði hönd í bagga með útgáfu þess. Um 35 ára skeið var mér því tíðförult í prentsmiðjuna og gat því fylgst náið með vexti og þrifum þessa fyrritækis, sem nú mun orðið hið stærsta á sviði prentlistar. Er það lærdómsríkt að hafa fylgst með vexti og viðgangi lítill- ar prentsmiðju, sem stofnuð var til af litlum efnum, upp í það að verða stórfyrirtæki fyrir árvekni og dugnað Baldurs og nánustu samstarfsmanna hans. I því sam- bandi minnist ég sérstaklega Vilhjálms bróður Baldurs og þess innilega samstarfs, sem var á milli þeirra bræðra, en hann var ásamt Baldri burðarás prentsmiðjunnar um mörg ár. Vilhjálmur lést fyrir einum tíu ár- um og var öllum harmdauði. Baldur Eyþórsson fæddist úti í Vestmannaeyjum en flutti ungur að árum til Reykjavíkur með for- eldrum sínum, en þar lærði hann prentiðn og vann síðan í Isafold- arprentsmiðju og Alþýðuprent- smiðjunni, uns hann stofnaði Prentsmiðjuna Odda eins og áður um getur. Upp frá því var hann vakinn og sofinn við að efla fyrir- tækið og gat litið yfir mikið dags- verk rúmlega sextugur að aldri. En undanfarin tvö ár varð hann fyrir miklum veikindum og heilsu- leysi sem að lokum leiddu til dauða. Baldur tók mikinn þátt í félags- málum prentara og meðal annars kom hann því til leiðar, að námi iðnnemanna var mjög breytt til bóta í Iðnskólanum. Hann var raunsær og tillögugóður að hvejru sem hann gekk og ávann sér því traust allra, sem með honum störfuðu. Við brottför Baldurs Eyþórsson- ar úr þessum heimi sakna ég vinar í stað og er sár söknuður í huga mér. Ættingjum hans og ástvin- um sendum við, kona mín og ég, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hákon Bjarnason Baldur Eyþórsson, prentsmiðju- stjóri er látinn. Þar er mætur maður genginn. Hann andaðist 26. ágúst sl. Baldur var fæddur í Vest- mannaeyjum 2. september 1917, hann hefði því orðið 65 ára í dag. Ungir lékum við okkur í fjör- unni í Vestmannaeyjum. Undra- heimar fjöruborðsins töfruðu strákana. Það kom fyrir að teflt var tæpt — þá varð vart komist hjá óvæntu baði. Aldrei var kvart- að aðeins reynt að þurrka spjarir svo að lítið bæri á að fötin væru vot er heim var haldið eftir ævin- týraríkan dag. Leiðir skilja, Baldur fluttist ungur að árum til Reykjavíkur. Fyrstu árin eftir að hann flutti kom hann nær árlega í heimsókn til móðursystur sinnar, Rannveig- ar Vilhjálmsdóttur, og frænda síns og jafnaldra, Gísla Gíslason- ar stórkaupmanns. Var einkar kært með þeim frændum. Gísli andaðist fyrir 2 árum. Baldur lauk námi í prentiðn 1937. Árið 1943 stofnaði hann ásamt tveim samstarfsmönnum og félögum prentsmiðjuna Odda hf. Með áræðni og dugnaði tókst Baldri og félögum að efla fyrir- tækið svo, að nú mun það vera eitt af stærstu og fullkomnustu prent- og bókbandsgerðum landsins. Baldur var greiðvikinn og leit- aði margur lítilmagninn ásjár hjá honum. Hin síðari ár gekk Baldur eigi heill til skógar. Hann kvartaði aldrei og stóð meðan stætt var. Á sl. vetri hafði Baldur orð á því að á komandi sumri væri hann ákveð- inn í að dvelja í sumarhúsi sínu, sem staðsett er á fjörukambinum á Stokkseyri. Hann mælti: „Þar ætla ég að vaða í fjörunni og hlusta á sjávarniðinn eins og forð- um heima í Eyjum." Því miður rætist þessi ósk hans ekki. En á strönd fyrirheitna landsins munu horfnir ástvinir, móðir, faðir og bróðir, taka á móti honum, vefja hann örmum og blessa. Ástvinum Baldurs votta ég inni- lega samúð mína. Hafsteinn Þorsteinsson í dag kveðjum við athafna- manninn Baldur Eyþórsson, en hans er ljúft að minnast eftir nær þriggja áratuga kynningu. Baldur skapaði sögu í vissum þætti í íslenskum prentiðnaði, þessum þætti er ég frá upphafi gagnkunnugur, og því viðeigandi að gera honum nokkur skil nú við þessi vegamót. Um og upp úr 1950 hófst hér á landi í smáum stíl notkun gagna- vinnsluvéla, sem voru forverar tölvunnar sem flestir þekkja nokkuð. I þessar vélar þurfti að nota pappír sérstakrar gerðar, eða svokölluð samhangandi form. Prentvél til að prenta þessi form var ekki til á landinu og var því allur pappír til þessara nota fluttur inn. Var þetta oft bagalegt þegar skyndilega þurfti á sér- prentuðum formum að halda með miklum íslenskum texta, og með tilhcyrandi prófarkalestri. Baldur sá fram í tímann og var sannfærður um að hér væri verk að vinna, brautryðjandastarf. Þennan pappír ætti að prenta í íslenskri prentsmiðju. Hann leit- aði því til mín um upplýsingar og samstarf, en á þessum árum hafði ég nokkra sérþekkingu og reynslu. Tókst með okkur hin besta sam- vinna, sem þróaðist í vináttu og gagnkvæma virðingu sem haldist hefur gegnum árin. Prentsmiðjan Oddi sem þá var til húsa að Grettisgötu keypti til landsins nýja og vandaða prentvél sem hæfði vel islenskum þörfum. Ekki var þetta þrautalaust því þá voru innflutningshöft og reyndist seinfengið leyfi til inn- flutnings á þessari vél. En þraut- seigja og lipurð Baldurs sigraði að lokum. Vélin kom og var sett upp og þótti mikið gersemi, enda ekki sést áður hér á landi vél sem gat prentað í einni umferð þrjá liti og báðum megin á pappírinn. Einnig þurfti að nota aðrar mælieiningar og meiri nákvæmni en hefðbundið var í prentiðnaði. í dag er þetta ekki lengur nýj- ung, því nú eru komnar nokkrar prentsmiðjur með afkastamiklar vélar, en þessi þáttur Baldurs í Odda sem brautryðjanda var merkur og enn er þessi prentun sem byrjaði smátt árið 1955 stór hluti í prentsmiðjunni enda mun hann hafa átt drjúgan þátt í að gera Prentsmiðjuna Odda að einu fullkomnasta prenthúsi landsins. Hér er stiklað á stóru um náið samstarf okkar Baldurs, en mannsins á bak við starfið er mér ljúft að minnast, að nokkru. í brautryðjandastarfi, þar sem þekking er takmörkuð, starfs- reynsla lítil og byggja verður á elju og bjartsýni er ekki mikið tóm til að blanda geði, en ef færi gafst þá settumst við niður og ræddum vandamál dagsins og stjórnunaraðferðir þeirra fyrir- tækja sem okkur hafði verið trúað fyrir. í Baldri fann ég traustan og gætinn mann, sem íhugaði hvert skref. Nú er hann horfinn okkar sjónum, en eftir stendur ævistarf sem minnir á hann, og er vel borg- ið í höndum nýrra stjórnenda. En eins og hans var von er sá þáttur vel undirbúinn, svo mun einnig vera í hans nýju heimkynnum. Fjölskyldu hans vottum við hjónin innilega samúð. Ottó A. Michelsen Samleið okkar Baldurs Eyþórss- onar forstjóra prentsmiðjunnar Odda hf. var því miður ekki löng, en kynni mín af honum voru góð. Við höfðum verið málkunnugir um alllangt skeið en smemma á síðasta ári urðu samskipti okkar mun nánari en fyrr. Einlæg hvatning jafn reyiids manns og Baldurs og vinsamlegur stuðning- ur hans þegar ég var að feta inn á hála braut bókaútgáfunnar var mér geysilega mikils virði. Ekki gleymi ég heldur föðurlegri um- hyggju hans þegar útlitið var hvað svartast í verkfalli bókagerðar- manna síðastliðið haust. Nú hefur óvænt dregið ský fyrir sólu. Sá sem stofnaði Odda og var þar í fyrirsvari í tæpa fjóra ára- tugi verður ekki viðriðinn fleiri jólabókaflóð. Skammri viðdvöl hans hér á Hótel Jörð er lokið. Prentlistarmenn hafa misst dugandi mann úr röðum sínum og vandamenn hans trautan vin. Stærsta og fullkomnasta prent- smiðjuhús landsins er veglegur varði um stórhug hans, atorku og framsýni. Það er mikill sjónarsviptir að Baldri í Odda. Hann var í senn hressilegur og hreinskilinn, elsku- legur og ákveðinn, þéttur á velli og þéttur í lund. Ég þakka hlýhug og lærdómsrík kynni og færi ástvinum hins látna innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Ragnarsson Baldur Eyþórsson var ekki mað- ur langra og hátíðlegra kveðju- stunda. Hvorki var það vegna kulda né kæruleysis, heldur hins, að vinátta var honum orðum efri, hafin yfir stund og stað, lönd og höf, geymd en samt sílifandi og varanleg, hvar sem hann var staddur og hversu breið, sem víkin var á milli vina. Það var venja okkar að kveðjast með hinum hversdagslega hætti, hvert sem ferðinni var heitið. Ég er því nokkuð efins í, hversu kærkomið honum muni vera, að ég bregði út- af venju á þessari hinni stærstu kveðjustund með fögrum orðum um mannkosti hans og ágæti, ekki sízt með þá vissu í huga, hans og mína, að fyrr eða síðar eigum við góða endurfundi í vændum. Sviðsljós var honum heldur hvimleitt, reyndi að forðast það og kunni lítt að meta hástemmt lof, hvort sem var um sjálfan hann eða raunar mannanna verk yfir- leitt, sem honum fundust e.t.v. ekki svo undursamleg eða fullkom- in, að orð væri á gerandi. Hann var sjálfum sér samkvæmur í þessari afstöðu, og hef ég engum manni kynnzt, sem bar dýpri og sterkari lotningu fyrir því almætti, þeirri huldu hönd, eins og hann orðaði það oft sjálfur, sem búið hefur mannfólkinu í hendur til að varðveita og njóta, mikilleik, auð og fegurð náttúrunnar. Frammi fyrir þeirri tign varð hann upp- hafinn, sæll og viðkvæmur. Þessa miklu gjöf skynjaði hann af afli og djúpri velþóknun og um leið af flekklausu, einlægu þakklæti fyrir að fá notið slíkra unaðsemda. Þeg- ar inni var þröngt við starf og skraf og eril athafnalífsins, leitaði hugur hans ákaft á þær slóðir, þar sem hann hafði búið sér friðsæl afdrep í félagsskap við islenska náttúru, í litlum kofa á bökkum Hvítár við árnið og síðsumarkyrrð í skjóli fjalla, eða austur á Stokks- eyrarfjöru í litlu húsi við opið haf og víddir til allra átta, yfir grös- ugar sveitir til fjallahringsins og út yfir brim og boða til heimahag- anna í Vestmannaeyjum. Á þess- um stað hygg ég, að honum hafi liðið bezt, og hin síðari ár, þegar við sátum og skröfuðum um lífið og tilveruna, var það ævinlega, að tal hans kom niður fyrr eða síðar á Stokkseyri. Þar átti hann vini góða í ríki náttúrunnar og þar fann hann sætastan ilm úr jörð, hvort sem var af gróðri sjávar á skreipum skerjum eða grænum grösum gróins lands. Þessari feg- urð allri og undursamleika gaf hann sig á vald með barnslegri að- dáun og virðingu. Þá skynjaði hann hvað skýrast nærveru þess vinar, sem öllu stýrir, og þeirra dýpstu sanninda, sem allir leita. Baldur Eyþórsson var maður mikill að vallarsýn, fríður sýnum, fyrirmannlegur og gæfusamlegur, svo að eftir var tekið. Hann var hægur maður og kyrr í fasi og framgöngu, stilltur vel og kurteis, en svipmikill og skapstór, ef því var að skipta. Hann var oftast al- vörugefinn og athugull á svip í dagsins önn, þótt lundin væri létt og auðvelt að laða fram gáska og gamanmál á góðri stund. Baldur var vel gefinn maður, skýr og skarpur, vinsæll og vel virtur af öllum, sem til hans þekktu. Það sem mér er e.t.v. eftirminnilegast úr fari hans, er hin mikla hlýja, umhyggja og traust, sem stafaði af persónu hans allri, ekki aðeins í garð vina og kunningja, heldur allra sem til hans leituðu, ekki sízt ef þeir áttu í vök að verjast. Baldur Eyþórsson var að sumu leyti sambland og fulltrúi tveggja kynslóða, þeirrar sem nú er fyrir nokkru gengin og var í ýmsu hans fyrirmynd, og síðan þeirrar, sem nú brýzt um á hæl og hnakka af stórhug að byggja upp og færa þjóðina fram á við í takt við öra þróun nútímans. Mér sýnist, að í Baldri muni hafa sameinazt hinir beztu kostir þessara tvennu tíma. Hann hófst af sjálfum sér, eigin manndómi og orku til þess að byggja upp risavaxið og vandað fyrirtæki, Prentsmiðjuna Odda, sem sögð er standa fyllilega jafn- fætis, ef ekki framar, því sem bezt gerist í nágrannalöndum okkar, og gerði fyrstur manna íslenzka prentlist að meiriháttar útflutn- ingsvöru. Því stórvirki að byggja yfir og vélvæða þetta fyrirtæki eftir ýtrustu kröfum tókst honum að ljúka áður en feigðin kallaði til hans, og mátti ekki tæpara standa. Þeir rúmu tveir áratugir, sem við vorum vinir, tel ég vera sér- stakan kafla ævi minnar órjúfan- lega tengdan minningum um þennan mann, Ijúfum og lær- dómsríkum minningum, sem ég fæ ekki þakkað með fátæklegum orð- um. Hitt get ég auðveldlega sagt, að hafi hann einhverja lærdóma dregið af langri viðkynningu og vináttu við mig, þá er hitt marg- falt stærra og dýrmætara, sem hann miðlaði mér með næstum föðurlegri umhyggju og einlægni af sjáifum sér og sínum hugar- heimi kærleika og manndóms. Baldur var og taldi sig sjálfan vera mikinn gæfumann, og ræddi hann um sína hagi, var það oftast með þakklátum huga til forsjónar- innar fyrir meðbyr og farsælleg málalok heldur en hitt, sem á móti blés. Um það hafði hann engin orð eða fá. Hann átti mannvænlegan hóp barna og tengdabarna og naut alla tíð ástríkis þeirra og virð- ingar. Lífsförunautar hans á fyrra og síðara æviskeiði voru vandaðar og vel gerðar konur, sem bjuggu honum fögur heimili, eins og sagt er, og reyndust honum vel í hví- vetna. Baldur Eyþórsson hafði það veganesti og þroska, að ekki þarf að efast um viðtökur, þar sem hann er nú kominn. Við Sigríður sendum allri fjöl- skyldu hans hugheilar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Stefán Hilmarsson í dag verður vinur minn um ára- tugaskeið, Baldur Eyþórsson — Baldur í Odda — eins og við nefndum hann í daglegu tali, lagð- ur til hinstu hvíldar á 65. afmæl- isdegi sínum. Baldur var sonur hjónanna Eyþórs Þórarinssonar f. í Fossi í Mýrdal, lengi verkstjóri og birgðavörður hjá Vita- og hafn- armálaembættinu, fyrst í Vest- mannaeyjum, en þar hafði Eyþór gegnt verzlunar- og skrifstofu- störfum að loknu námi í Kennara- skólanum (3ja bekk vorið 1909), og síðan í Reykjavík. Að loknu æfi- starfi, sjötugur að aldri, hóf hann skrifstofustörf hjá Alþýðuflokkn- um í Reykjavík og gegndi þeim af ógleymandi elju og eldmóði til endadægurs. Eyþór gleymist aldrei þeim, er höfðu af honum kynni. Móðir Baldurs og eiginkona Sjá einnig á bls 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.