Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 15
15 SH-MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTBMBER 1982 hrygna, hefur áhrif á afla áranna 1984—1987 er auðvitað harla erf- itt að segja. SKRAPDAGAR TOGARANNA 1980 í áðurnefndri tilkynningu um þorskveiðitakmarkanir 1980 var ákveðið að togararnir skyldu m.a. hlíta eftirfarandi takmörkunum: „Verði þorskafli togaranna frá áramótum til aprílloka yfir 65 þúsund lestir verður takmörkun- ardögum í maí fjölgað um einn fyrir hverjar 750 lestir sem afli er umfram 65 þúsund lestir. Tak- mörkunardögum seinustu 5 mán- uði ársins verður fjölgað um einn fyrir hverjar 500 lestir sem afli togaranna er umfram 110 þúsund lestir í júlílok ...“ Þessi sjálfvirku takmörkunar- ákvæði voru numin úr gildi í maí. Þorskafli togaranna var orðinn 74.600 tonn í apríllok og hefðu þeir því átt að láta af þorskveiðum 13 daga í maí auk 18 daga samtals í maí og júní. I stað þess voru ákveðnir 30 skrapdagar samtals í maí og júní. I júlílok voru togararnir komnir með 127 þúsund tonn af þorski og því alveg ljóst hvert stefndi. Þó hefði væntanlega verið hægt að halda aflanum nær settum mörk- um með skjótum ákvörðunum um skrapdaga í ágúst. Það var ekki gert og skrapdagar frá miðjum september til ársloka voru of fáir og gagnslitlir eins og venjulega á þessum tima. Töluverður hluti af þorskafla togaranna seinni hluta árs 1980 var af árgangi 1976, árganginum sem nú er týndur. HVAR ER FISK- VEIÐISTEFNAN? Það er engan veginn víst að heildarþorskaflinn 1980 hefði haldist innan settra marka með þeim aðferðum til takmörkunar sem fyrirhugaðar voru. En hvers vegna verið var að rýmka veiði- heimildir og slaka á takmörkun- um, sem allir hlutaðeigandi hags- munaaðilar voru búnir að sam- þykkja, er óskiljanlegt. Vorið og sumarið 1980 var mikið rætt um mótun nýrrar fiskveiðistefnu. Enn bólar ekkert á slíku nýsmíði nema hvað skipunum fjölgar. Skrap- dagakerfinu hefur stórhrakað eft- ir að endurbætur á því voru af- máðar vorið 1980. Það virðist ger- samlega ónothæft orðið hvort heldur aflinn er nærri helmingi meiri en meðaltal áranna 1960—1979 eins og var árið 1981, eða „aðeins" 55% meiri eins og nú horfir. Fáir eða jafnvel engir tog- arar í heilum landshlutum hafa notfært sér heimilaða þorskveiði- daga í ár. Það kemur því aðeins fáum útvöldum til góða að slakað hefur verið á skrapdagaskyldunni einu sinni enn. Argentínskir hermenn búa sprengjur undir að vera settar um borð í sprengjuflugvélar í Falklandseyjadeilunni. SAS-sveitir komu í veg fyrir Exocet-árásir: Grönduðu Etenard- þotum í argentínskri flugstöð ÁSTÆÐAN fyrir því að Argentínumcnn gátu ekki haldið áfram árásum með hinum skeinuhættu Exocet-eldflaugum í Falklandseyjadeilunni, er sú, að því er brezka blaðið The Sunday Telegraph skýrir frá um helgina, að hópur sérþjálfaðra sveita brezka hersins, SAS, eyðilagði margar Super Ktenard-orrustuþotur, sem búnar voru flaugunum, í leyniárás á flugstöð Argentínuhers í Rio Gallegos. Er það eina árás Breta á meginland Argentínu í Falklandseyjadeilunni. Hermt er að víkingasveitin hafi verið sett á land af kafbátnum Onyx, sem ekki er kjarnorkuknú- inn, og að árásin hafi verið gerð um 20. maí sl. Óljóst er hversu mörgum Etenard-flugvélum tókst að granda, en sumar sluppu, því 25. maí gerðu slíkar þotur árás á flutningaskipið Atlantic Convey- or og grönduðu því með Exocet- flaug. Annað hvort er talið að SAS- sveitinni hafi mistekist að granda öllum Etenard-flugvélunum, eða sumar hafi verið fluttar frá Rio Gallegos til annarra flugvalla til að dreifa athyglinni frá afhroði argentínska flughersins í Falk- landseyjadeilunni. Eftir árásina átti Sea King herflutningaþyrla að sækja vík- ingasveitina, en hún fórst í suð- urhluta Chile áður en hún náði til sveitanna, í um 160 kílómetra fjarlægð frá Rio Gallegos. Áhöfn þyrlunnar hvarf og svo virtist sem tilraun hafi verið gerð til að kveikja í þyrlunni eftir lendingu. Áhöfnin kaus að fara huldu höfði nokkra daga til að komast hjá yf- irheyrslum meðan víkingasveitin væri að koma sér frá Argentínu, og gaf sig fram þegar ljóst þótti að sveitirnar væru sloppnar í burtu. Áhöfnin og allir SAS- mennirnir komust heilu og höldnu til Bretlands. Þegar þyrl- an fórst sagði breska varnar- málaráðuneytið að hún hefði ver- ið við eftirlitsflug í nágrenni Tierra del Fuego og lent í erfið- leikum og orðið að nauðlenda í Chile. Ljóst er að yfirvöld í Chile hafa haft vitneskju um ferðir þyrlunn- ar og víkingasveitarinnar. Til að forðast ratsjárstöðvar Arg- entínumanna er talið að þyrlan hafi verið flutt til Punta Árenas með brigðaskipi sem fylgdi brezku flotadeildinni og leit út fyrir að vera verzlunarskip á al- þjóðasiglingaleið. Samkvæmt lík- legustu flugleið þyrlunnar hefur hún verið búin að fljúga í þrjár stundir í loftrými Chile þegar hún fórst. Talið er að SAS-sveitin hafi komist undan um Chile, en upplýsingum þar að lútandi hefur verið haldið vandlega leyndum. Vitað var að stjórn Chile hafði samúð með Bretum í Falklands- eyjadeilunni. (Byggt á Nunday Times) ýrtianúrr»enð 36777 AUGLYSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF wmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmm íslenzka fyrir útlendinga Vinsamlegast segið erlendum vinum yðar frá íslenzku- kennslu Mimis Nemendur eru þjálfaðir í talmáli allt frá upphafi. Málfræðin er kennd með dæmum. Sími 11109 og 10004 frá kl. 1—5 e.h. Við erum ekki með bás á sýningunni „HEIMILIÐ 80“ en okkar sýningarsvæði er í versl- uninni sjálfri. Mikið úrval af hjónarúmum og einstaklingsrúmum Allt verð frá því fyrir gengisfellingu Komið, sjáið og sannfærist. Sjón er sögu ríkari SfMI 77440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.