Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 33 Stórkaupmenn flytja í nýtt glæsilegt húsnæði FÉLAG ÍSLENZKRA stórkaupmanna, FÍS, hefur nýverið flutt í nýtt og glæsilegt húsnædi á 5. hsð í Húsi verzlunarinnar. Félagið bauð gestum að skoða hið nvja húsnæði í liðinni viku og við það tækifæri sagði Einar Birnir, formaður FIS, að öll starfsaðstaða félagsins gjörbreyttist nú til hins betra. Hlutur FÍS í Húsi verzlunarinn- ar er 6,92%, en stærð 5. hæðarinn- ar er 521,8 fermetrar. FÍS nýtir undir sína starfsemi 316,8 fer- metra, en leigir hins vegar 205 fer- metra til endurskoðunarskrifstofu Reynis Ragnarssonar og Árna Björns Birgissonar. Stofnfundur Húss verzlunarinn- ar var haldinn 30. september 1974 og samþykktir fyrir húsið voru samþykktar þann sama dag. Arki- tektar hússins voru ráðnir þeir Ingimundur Sveinsson og Einar Þorsteinn Ásgeirsson, en Stefán Snæbjörnsson, innanhúsarkitekt hefur hins vegar hannað innrétt- ingar í húsnæði FÍS. I ávarpi sínu þakkaði Einar Birnir, formaður félagsins, sér- staklega þeim arkitektum fyrir vel unnið starf, en ennfremur sagði hann, að ljóst væri, að félagið væri ekki komið í þetta nýja og glæsi- lega húsnæði, ef ekki hefði notið við aðstoðar Jónasar Þórs Stein- arssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra félagsins, sem hefði lagt nótt sem nýtan dag und- anfarna mánuði til að áætlanir stæðust, en hann hefur nú tekið við framkvæmdastjórn hjá Bíl- greinasambandi íslands. Hinn nýi framkvæmdastjóri Félags ís- lenzkra stórkaupmanna er Torben Friðriksson, sem áður var for- stjóri Innkaupastofnunar Reykja- víkur. Stjórn FÍS er í dag skipuð eftir- farandi mönnum: Einar Birnir, formaður, Ólafur Haraldsson, varaformaður, Ólafur H. ÓLafs- son, gjaldkeri, Richard Hannes- son, ritari, Sverrir Sigfússon, Eysteinn Árnason og Jóhann Ág- ústsson, meðstjórnendur. Frá móttökunni í hinu nýja húsnæði Félags íslenzkra stórkaupmanna, f.v., Ragnar Halldórsson, forstjóri ISAL og formaður VerzLunarráðs íslands, Hjörtur Hjartarson, formaður stjórnar Húss verzlunarinnar og Torben Frið- riksson, framkvæmdastjóri FÍS. Á bak vidaita nfotðslu oi framk oru morxj störf. þö kaupir vöru , Veljum isens 09 tryggjum þar með atvínnu á Islandí „Veljum íslenzkt“ FÉLAG íslenzkra iðnrekenda hefur nýlega hafið herferð undir kjörorðinu „Velj- um íslenzkt", en herferðin skiptist að sögn Þórarins Gunnarssonar, skrifstofu- stjóra FÍI, í þrjá meginþætti. Fyrir það fyrsta er hafin birting á þremur sjónvarpsauglýsingum og verða þær til skiptis i auglýsingatímum sjónvarpsins fram til 15. september nk. Þá hefur FÍI látið gera límmiða, sem sendir hafa verið félagsmönnum, og gert er ráð fyrir, að þeir verði límdir á umslög, reikninga og þess háttar, sem sent er frá fyrirtækjunum. Loks hefur FÍI látið prenta meðfylgjandi auglýsingaspjald, sem sett hefur verið upp í verzlunum og öðrum fjölförnum stöðum. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar: Aöeins að litlum hluta tekið á vanda iðnaðarins — og þær valda því forráðamönnum iðnfyrirtækja miklum vonbrigðum „EFTIR MARGRA vikna samningaviðræður tilkvnnti ríkisstjórnin á dögun- um um nýjar ráðstafanir í efnahagsmálum. Aðgerðirnar hafa því miður valdið forráðamönnum iðnfyrirtækja miklum vonbrigðum. Iðnaðurinn hefur búið við mjög skerta rekstrarstöðu undanfarið P/2 ár,“ segir m.a. í fréttabréfi Félags íslenzkra iðnrekenda. Ennfremur segir: „Þetta var stjórnvöldum vel ljóst og einnig að þessi lélega rekstrarstaða hafði þegar leitt til samdráttar í iðnaði og að framundan væri stöðvun framleiðslustarfseminnar hjá mörgum fyrirtækjum. Með að- gerðum ríkisstjórnarinnar nú, er aðeins að litlum hluta tekið á þeim vandamálum. Formleg gengisfelling var löngu orðin nauðsynleg, en erlendur gjaldeyrir hefur verið á útsölu á Islandi um margra mánaða skeið. Afleiðingin er gífurlegur innflutn- ingur og hættulegur halli á utan- ríkisviðskiptum. Þessi gengisfell- ing nú nægir þó ekki til að bæta samkeppnisstöðu iðnaðarins á heimamarkaði eða í útflutnings- greinum á Evrópumarkaði. Síðustu 20 mánuðina hefur til- kostnaður innlendrar framleiðslu hækkað um 90—100%. Þrátt fyrir 13% gengisfellingu um síðustu helgi, hafa mikilvægustu Evrópu- myntirnar aðeins hækkað um 60—80% á sama tíma. Stjórn FÍI hafði ítrekað bent stjórnvöldum á mikilvægi þess, að gengisskrán- ingunni verði beitt þannig, að samræmi skapist milli skráningar Evrópugjaldmiðla og kostnaðar- hækkana innanlands. Gengisfell- ingin nú jafnar þessa stöðu aðeins að hluta. Með hliðsjón af minnkandi þjóðartekjum var óhjákvæmilegt að skerða verðbætur og draga þannig úr kaupmættinum. Skerð- ing vísitölunnar mun væntanlega koma í veg fyrir kollsteypu í verð- bólgu, sem annars var fyrirsjáan- leg næstu mánuði. Hins vegar bendir allt til þess, að verðbólgan verði 55—60% næstu misserin. í efnahagsaðgerðunum er sleppt að taka á þeim mikla vanda, sem við blasir í peningamálum lands- manna. Lausafjárstaða viðskipta- bankanna hefur versnað stórlega undanfarna mánuði og hefur sú þróun leitt til sífellt minni mögu- leika bankanna til að fjármagna atvinnulífið. Öflugir viðskipta- bankar eru nauðsynlegur þáttur í traustu atvinnulífi. Verði ekki gripið til ráðstafana á þessu sviði nijög fljótlega, eru fyrirsjáanleg meiri vandamál í atvinnulífinu, en hér hafa þekkzt um langt árabil. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða í efnahagsmálum, er vikið að nokkrum atriðum, sem snerta starfsskilyrði iðnaðarins almennt. Þar er um að ræða vilja- yfirlýsingu um endurbætur á út- flutningslánakerfinu, verðlagn- ingu iðnaðarvara, jöfnun starfs- skilyrða og samræming aðstöðu- gjalda. Þessar yfirlýsingar eru að því leyti jákvæðar fyrir iðnaðinn, að orð eru til alls fyrst. Hins vegar veldur það miklum vonbrigðum, að enn skuli látið sitja við orðin tóm, en aðgerðum slegið á frest. Félag íslenzkra iðnrekenda telur að nú hafi verið mjög brýnt að gera ráðstafanir til að bæta og jafna starfsskilyrði atvinnuveg- anna. M.a. væri niðurfelling launaskatts þýðingarmikið atriði. Með hækkun vörugjalds og fjölgun vöruflokka, sem gjaldið er lagt á, er iðnaðinum gert erfitt fyrir. Og þrátt fyrir margítrekað- ar yfirlýsingar stjórnvalda um að aðflutningsgjöld skuli ekki lögð á aðföng til iðnaðar, þá er vörugjald nú innheimt af ýmsum hráefnum til iðnaðar. FII mótmælir harð- lega þessari ákvörðun og einnig því, að á sumar innlendar fram- leiðsluvörur, t.d. öl- og gosdrykki, eru lagðar óeðlilegar byrðar af hálfu stjórnvalda. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að hún stefni að fjölgun orlofsdaga vekur undrun. Hér er gripið inn í samningssvið vinnu- veitenda og launþega með óeðli- legum hætti. Jafnframt er með öllu óskiljanlegt, hvernig auka á þjóðarframleiðslu og atvinnu á næstu árum með því að fjölga frí- dögum. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að eitt af fjórum meginmarkmið- um hennar nú sé „að treysta und- irstöðu atvinnulifsins með aðgerð- um til að auka framleiðni og fram- leiðslugetu þjóðarbúsins og tryggja þannig öllum landsmönn- um næga atvinnu". Þær aðgerðir, sem hún hefur boðað í þessu skyni, nægja því miður ekki. Formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Víg- lundur Þorsteinsson sagði um þetta atriði í Morgunblaðinu í síð- ustu viku: „Það er mitt mat, að verði ekki gerðar frekari ráðstaf- anir til að bæta samkeppnisstöðu iðnaðarins, þá er erfiður, langur og harður vetur framundan í mörgum fyrirtækjum“.“ Erlendar stuttfréttir ...! GULLVERÐ fór í fyrsta sinn yfir 400 dollara hver únsa frá því í janúar í lið- inni viku og er ástæðan tal- in vera lækkun vaxta. BANDARÍKIN — NEYTENDAVERÐ Neytendaverð í Bandaríkjun- um hækkaði um 0,6% í júlímán- uði sl., en til samanburðar hækk- aði neytendaverð um 1% í júní- mánuði. Á tímabilinu júlí til júlí hækkaði neytendaverð um 6,5%, sem er með því lægsta á árs- grundvelli um árabil. SOVÉTRÍKIN — KORNFRAMLEIÐSLA Nú er orðið ljóst, að Sovét- menn munu ekki ná takmarki sínu í kornframleiðslu í ár, en það var um 240 milljónir tonna. Sérfræðingar á Vesturlöndum telja, að framleiðslan verði í námunda við 170 milljónir tonna, þannig að 70 milljónir tonna vanti. FINNLAND — SOVÉTRÍKIN Finnar eru næststærsti við- skiptavinur Sovétmanna utan Comecon — Efnahagsbandalags kommúnistaríkja austantjalds. Heildarviðskipti landanna fyrstu sex mánuði ársins voru að verðmæti um 2,6 milljarðar doll- ara. Stærsti viðskiptavinur Sov- étmanna utan Comecon eru Vestu r-Þj óðverj ar. BRETLAND — ATVINNULEYSI Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í Bretlandi um langt ára- bil, en í síðasta mánuði voru 2,99 milljónir manna án atvinnu. At- vinnulausum hafði fjölgað um 61.000 frá því í júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.