Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Fyrsta stigið í Evrópukeppninni — Jafntefli, 1—1, gegn Hollandi í Laugardalnum ÍSLAND og Holland skildu jöfn, 1 — 1, í Evrópukeppni landsliða í knatt- spjrnu á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Leikurinn var köflóttur, leiðinleg- ur á köflum, en lifnaði við annað slagið. Hollenska liðið virkaði lengst af sterkari aðilinn, en átti varla skilið að sigra þar sera það fór illa með tækiferi sín. Jafntefli gegn Hollandi eru góð úrslit fyrir ísland, því hollensk knatt- spyrna er mun hærra skrifuð en íslensk, en það er kannski timanna tákn að islenskt landslið skuli taka stig af Hollandi, en hafa oft á síðustu misserum leikið mun betur gegn enn sterkari þjóðum. Staðan í hálfleik var 0—0, en bæði mörk leiksins komu með tveggja mínútna raillibili snemma í síðari hálfleik. íslenska markið var fallegt og vel að því staðið, en jöfnunarmark Hollands mikil martröð fyrir islensku vörnina og þá áhorfendur sem á borfðu. Leikurinn fór afar rólega af stað og fyrstu tíu mínúturnar gerðist hreinlega ekki nokkur skapaður hlutur og það var ekki fyrr en á 12. mínútu að almenni- lega var sótt að öðru markinu. Þá sóttu Hollendingar, en Þorsteinn Bjarnason varði vel skot marka- kóngsins unga, Wim Kieft frá Aj- ax. Á somu mínútu hvarf Janus Guðlaugsson af leikvelli, en stöðu hans tók Gunnar Gíslason. Islend- ingarnir reyndu að hnýta saman sóknarlotur annað veifið, ein hin efnilegasta kom á 17. mínútu, en hollenski markvörðurinn Van Breukelen skemmdi allt gamanið með því að grípa inn í góða fyrir- gjöf Lárusar, sem ætlaði að því er virtist að rata til Arnórs. Þor- steinn Bjarnason varði meistara- lega hörkuskot Gullits á 21. mín- útu, missti knöttinn frá sér og varði síðan aftur er umræddur Gullit fékk óvænt annað tækifæri. Hollendingar voru lengst af mun meira með knöttinn, Islend- ingar léku hins vegar á „ítalska vísu“, létu Hollendingum eftir megnið af grastorfum Laugar- dalsvallar og biðu eftir skyndi- sóknarmöguleikum. Einn slíkur möguleiki bauðst á 31. mínútu, Viðar Halldórsson sendi þá vel fyrir hollenska markið frá hægri, Árnór hafði betur í einvígi við varnarmenn og þvældi knettinum til Karls Þórðarsonar sem var í all góðu færi. En Van Breukelen varði meistaralega hörkuskot Karls. Hornspyrnunni sem í kjölfarið fylgdi björguðu Hollendingar svo naumlega í annað horn sem ekkert varð síðan úr. Rétt áður hafði gamla kempan Willy van der Kerkhof átt þrumuskot rétt fram hjá íslenska markinu. Og nokkru síðar varði Þorsteinn annað gott skot og var þar Gerard Vanenburg á ferðinni. Síðari hálfleikur hófst með flug- eldasýningu, hann var enn að slíta barnsskónum er Atli Eðvaldsson skoraði fallegt mark fyrir ísland. Arnór Guðjohnsen, besti maður íslenska liðsins, átti mestan heið- urinn af markinu, hann fór eins og eimreið fram hjá þremur hol- lenskum varnarmönnum og náði að renna knettinum til Atla áður en hann valt um koll, Atli tók við knettinum með viðstöðulausri fastri spyrnu á hollenska markið og knötturinn hafnaði neðst í markhorninu, óverjandi fyrir Van Breukelen. 1—0 fyrir ísland og skyndilega fóru að heyrast hvatn- ingarhróp af áhorfendapöllunum, en fram að því hafði þar ríkt sannkölluð haugstemmning. Markið hafði hins vegar þau áhrif á Hollendinga að þeir sáu sæng sína upp reidda. Þeir settu meiri kraft i sóknina og það tók þá aðeins 2 mínútur að jafna metin og var það mark sem er best gleymt. Schoenaker skallaði svo sem laglega í netið aukaspyrnu Rijkards frá hægri, en í fyrsta lagi var aukaspyrnan óþörf, Marteinn braut á Rijkard þegar engin ástæða var til, og í öðru lagi svaf vörnin svo værum blundi er Rijk- ard spyrnti fyrir markið, að ekk- ert annað en mark gat vakið hana. Það sem eftir lifði leiksins voru Hollendingarnir talsvert betra lið- ið, Gullit skallað naumlega yfir á 61. mínútu og 6 mínútum síðar tókst Schoenaker einhvern veginn að brenna af einhverju opnasta tækifæri sem sést hefur í Laug- ardalnum. Hann virtist greinilega kolrangstæður, en þar sem hinn lélegi skoski dómari gerði enga at- hugasemd, hvað þá línuverðir hans og landar, þá telst þetta besta tækifærið sem í súginn fór. Sókn Hollendinga þyngdist er á hálfleikinn leið og Þorsteinn þurfti all oft að taka á honum stóra sínum, sérstaklega þó þrem- ur mínútum fyrir leikslok er einn hollensku leikmannanna sendi þrumufleyg á markið úr auka- spyrnu, en Steini sá við piltinum, sveif upp í markrjáfrið og bjarg- aði í horn. íslenska liðið hefur í mörgum af síðustu Iandsleikjum sínum sýnt betri knattspyrnu og meiri bar- áttu en það gerði í gærkvöldi gegn Hollandi. Oft virtist liðið fremur stemmningslítið og fyrir kom oftar en einu sinni, raunar miklu oftar, að ráðleysis gætti nokkuð, einkum í sóknarleiknum. Bestu menn íslenska iiðsins voru Arnór Guðjohnsen sem fór raunar langt með að vera besti maðurinn á vell- inum, Sævar Jónsson, Viðar Hall- dórsson og Þorsteinn Bjarnason. Arnór var sívinnandi, skaut upp kollinum út um allan völl bæði í sókn og vörn og sprettir hans og sendingar í sókninni gerðu oft usla í hollensku vörninni. Val Við- ars var víða umdeilt, en hann sýndi og sannaði með traustum og góðum leik að hann átti heima í liðinu. Sævar hélt markamaskín- unni Vim Kieft gersamlega í skefjum, helst að skamma Sævar fyrir að skila knettinum illa frá sér, en langspyrnur hans fram völlinn slitu miðlínu íslenska liðs- / /y r < Sagt eftir leikinn: „Atftum stigið skilið“ Atli Eðvaldsson, lengst til vinstri, skorar mark íslands í gærkvöldi. Til vinstri má sjá Arnór Guðjohnsen liggja á vellinum, en hann sendi knöttinn til Atla eftir að hafa leikið á þrjá Hollendinga. Ljim. Kriatján Eitumon. ins oft úr sambandi við sókn og vörn. Og loks Þorsteinn. Hann átti stórleik í íslenska markinu, varði oft frábærlega og greip inn í af miklu öryggi. Aðrir höfðu mun hljóðar um sig, helst að Kalli Þórðar tæki spretti annað kastið og Lárus reyndar líka einn og einn sprett. Hollenska liðið er ungt og efni- legt lið í mótun. En það á eftir að mótast mikið væntanlega, því það er langt frá því að vera neitt yfir- burðalið og það er hreinlega lélegt miðað við gullaldarlið Hollands hér fyrir fáum árum. Sumir leikmenn liðsins eru bráðsnjallir, eins og til dæmis bakvörðurinn Rijkard (nr. 3), en annars eru leikmenn þess afar jafnir. Á góð- um degi myndi ísland eiga um- talsverða sigurmöguleika gegn þessu liði ef sterkasta liðinu væri teflt fram, en svo var ekki að þessu sinni og nægir að benda á fjarveru leikmanna eins og Ás- geirs Sigurvinssonar, Péturs Pét- urssonar og fleiri. — gg. Þrjú heimsmet halda velli HEIMSMETIN í 400 metrum kvenna og 1500 metrum karla héldu naumlega velli á miklu frjálsíþrótta- móti í Briissel um helgina. Marita Koch A-Þýzkalandi var 27 hundr- aðshlutum frá metinu í 400 metrum kvenna er hún hljóp á 48,87 sek. Hún er fyrrverandi methafi, metið er nú í eigu tékknesku stúlkunnar Kratovlichovu. í 1500 metrum var Bandarikja- maðurinn Sydney Maree 76 hund- raðshlutum frá meti Steve Ovett, hljóp á 3:32,12 mín., sem er Banda- ríkjamet. Á móti í Stuttgart á sunnudag- inn var Bandaríkjamaðurinn Bobby Roggy einnig skammt frá heimsmeti í spjótkasti, kastaði 95,80, sem er Bandaríkjamet og næstbezti árangur sem náðst hef- ur frá upphafi, en heimsmetið á Ferenc Paragi frá Ungverjalandi, 96,72 metra. — ágás. Stórsigur hjá Man. Utd. MANCHESTER Utd. vann stórsigur gegn Nöttingham Forest í 1. deild ensku deildarkeppninar í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 3—0, en leikið var á City Ground í Nottingham. Leikurinn var lengi í járnum, en Manchester-liðið þó ívið sterkara að sögn fréttaskeyta. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en í þeim siðari héldu Manchester-liðinu engin bönd, liðið skoraði þá þrívegis á 11 minútna kafla og gerði út um leikinn. Ray Wilkins skoraði fyrsta markið og Bryan Robson bætti fljótlega öðru marki við. Þriðja markið skoraði sið- an táningurinn Norman Whiteside. United hefur nú forystu í I. deild- inni, sex stig eftir tvo fyrstu leikina og markatöluna 6—0. Tveir leikir aðrir fóru fram í 1. deild, WBA gersigraði Brighton á heimavelli sínum með fimm mörk- um gegn engu. Ally Brown skoraði tvö af mörkum WBA, en frétta- skeyti greindu ekki frekar frá smáatriðum. Þá léku Sunderland og Notts County á Roker Park í Sunderland. Jafntefli varð, ekkert mark skorað. Þá greindi AP frá einum leik í 2.deild, Newcastle sigraði Black- burn 2—1 og skoraði Kevin Keeg- an annað marka Newcastle og hef- ur því skorað tvívegis í tveimur fyrstu leikjum sínum með liðinu, sem unnið hefur báða umrædda leiki. Karl Þórðarson — Ég er ánægður með stigið, við áttum það skilið, en það var auðvitað leiðinlegt að fá mark á okkur strax eftir að við höfðum náð forystunni, sagði Karl Þórð- arson, er blm. spjallaði við hann eftir leikinn. — Hollendingarnir eru með mikið af nýjum leikmönnum sem eiga eftir að verða betri. Hol- lenska liðið hefur oft verið mun betra en þetta þegar við höfum leikið við það, sagði Karl. Pétnr Ormslev — Ég er ánægður með úrslit- in, en við áttum að vinna leikinn. Við erum farnir að skora á und- an í hverjum leik á heimavelli og þetta kemur hjá okkur þegar við náum upp góðri baráttu, sagði Pétur Ormslev eftir leikinn. — Mér fannst Hollendingarn- ir slakir. Þeir eru að byggja upp nýtt lið, en við erum nú komnir með sterkan kjarna og þekkj- umst orðið mjög vel. Við höfum að vísu spilað betur en þetta en samt sem áður var þetta ágætt. Það sem mér fannst að var að fá ekki fleiri áhorfendur á leikinn. Okkur vantaði meiri stuðning. Jóhannes Atlason — Það kom smá deyfð í liðið strax eftir að við vorum búnir að skora. Þetta er greinilega gott lið sem er í uppsiglingu hjá Hol- lendingunum, og við erum líka á réttri leið, sagði Jóhannes Atla- son, landsliðsþjálfari. — Það var erfitt að þurfa að endurskipuleggja liðið er Janus meiddist í byrjun, en eitt fannst mér greinilegt. Hollendingarnir voru logandi hræddir við okkur, því þeir brutu mjög mikið á strákunum fyrsta hálftímann. Við fengum þá margar auka- spyrnur rétt við teiginn hjá þeim. Atli Eðvaldsson — Það var ægilega klaufalegt að fá þetta mark á okkur. Ég var of seinn upp i skallaboltann, ég vissi ekki um manninn fyrir aft- an mig, sagði Atli Eðvaldsson. — Það var góð barátta í lið- inu, en mér finnst alveg hneyksli hvað var lítið af áhorfendum. Þegar landsliðið leikur erlendis koma alltaf 10—30 þúsund manns á völlinn en svo eru sára- fáir hér. Þetta var mikill bar- áttuleikur, en það vantaði meiri stuðning, með honum gætum við náð betri árangri. Lárus GuAmundsson — Ég hef nú mest lítið að segja. Ánnars var gott að ná jafntefli. Þeir voru léttleikandi og sprækir en ekki mjög góðir. Við hefðum átt að geta unnið þá, sagði Lárus Guðmundsson eftir leikinn. — íslendingarnir léku fast og vörðust mjög vel. Hollend- ingarnir hafa kannski ekki búist við svo erfiðum leik, sagði Eoin Hand, landsliðsþjálfari írska lýðveldisins, en hann var meðal áhorfenda á leiknum í gær. ír- arnir eru í riðli með Hollending- um og íslendingum í Evrópu- keppninni. — Ég vil engu spá um úrslit riðilsins. Við tökum hvern leik fyrir sig og vitum að sigur er aldrei öruggur fyrirfram. Við höfum aldrei komist áfram í keppninni, en við eigum alveg jafn mikla möguleika og hver annar að þessu sinni. Hollend- ingarnir verða sterkir, þeir eru með góða leikmenn og þá er ég viss um að Spánverjar verða mun betri en þeir voru í HM-keppninni. Það var mikil pressa á þeim þar og þeir sýndu ekkert þar. — íslendingarnir hafa mjög snögga leikmenn og mér fannst nr. 9 (Arnór) og nr. 10 (Lárus) bestir. __ gjj_ íþróttaþing ÍSÍ um helgina DAGANA 4. og 5. sept. nk. verður haldið í Reykjavík, íþróttaþing ÍSÍ í Kristalssal Hótel Loftleiða, og verð- ur sett kl. 10.00 laugardaginn 4. sept. Urslitaleikur UBK og Valur leika til úrslita í bik- arkeppni kvenna í knattspyrnu á l^ugardalsvellinum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.00. UBK á þarna möguleika á því að vinna tvö- falt, en liðið varð nýlega íslands- meistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.