Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Leifar sunnudags- steikarinnar fundust úti á bletti (>arði, I. Heptember. TÍÐINDALÍTIÐ hefir verið í Garðinum í sumar. Lífið hefir gengið sinn vanagang. Mikið hefir verið um að fólk hafi dyttað að eldra húsnæði og skipt um þak á fjölda húsa. Fólk hefir gert víðreist en ekki hafa Garðsmenn verið aufúsugestir alls staðar. Á ég þar við knatt- spyrnumennina okkar sem hafa far- ið víða í sumar, og í öllum sínum ferðum komu þeir með 2 stig heim, og heimamenn hafa setið eftir með sárt ennið. Annars er nú svo komið að flest bendir til þess að strákarnir spili í 2. deild að ári. Þá má til gamans segja frá hús- móðurinni sem ætlaði að fara að elda lærissneiðarnar einn sunnu- daginn. Hafði hún tekið þær út úr frystinum kvöldið áður og þegar til átti að taka, fann hún þær hvergi. Við nánari athugun fundust umbúð- irnar ásamt hálfri sneið úti á bletti. Höfðu kettir komið í heimsókn um nóttina, dröslað kjötinu út um gluggann og etið. Til allrar ham- ingju er þjónusta kaupmanna á Suð- urnesjum með eindæmum, alltaf opið, þannig að undirritaður fékk nóg að borða þann daginn. Arnór Færanlegum skólastofum komið fyrir við Vesturbæjarskólann. 7HJÓLATILBOÐ ársins ■Sí 25% afslattur 'STARNORDi og það af gamla verðinu 10 gíra keppnishjól Verö frá kr. 2.584.* Góð greiöslukjör Mikiö úrval af reiöhjólum fyrir alla aldurshópa. Án gira, 3 gíra, 10 gíra, FRA 12 gíra og 15 gíra. FRAKKLANDI Árs ábyrgö, varahluta- og vlögeröa- þjónusta. \jj[ \ Mikið úrval af reiðhjólavarahlutum Reiðhjólatöakur, körfur, hraðamæl- ar, lásar, Ijós, bilafælur og margt Kerslunin Sendum í póstkröfu AMRKIÐ SUÐURLANDSBRAUT 30 SlMI 35320. < Líkamsræktin hf, Kjallara Kjörgarös, sími 16400 inngangur Hverfisgötumegin Burt með streitu og slappan kropp •‘ kv á þeim tíma sem þér hentar Við bjóðum upp ó fuHkomna aef- ingaaðstöðu. Ljósalampar, nudd- pottar, gufuböd og sturtur. Hæfir leiðbeinendur ávallt til staöar, sem skipuleggja þjálfunarmeð- ferð við hæfi og getu hvers og eins, ásamt leiðbeiningum að bættu mataræði. ATH.: Líkamsræktin, Kjörgaröi, opnar kl. 07.00—22.00 virka daga, helgar 10.00—15.00, í mánaðar- gjaldi okkar er innifalin öll þjónusta staðarins. Karla- og kvennasalir Líkamsrækt aó lífsvenju Færanlegar skólastofur Ný skólaálma verður tekin i notk- un nú í haust í Ölduselsskóla. Hefur hún verið í byggingu í um tvö ár. Við tilkomu þeasarar álmu losnuðu 4 færanlegar skólastofur, sem verið höfdu í notkun í Ölduselsskóla. Voru tvær fluttar að Hólabrekkuskóla og tvær að Vesturbæjarskólanum. Að sögn Kristjáns Gunnarsson- ar, fræðslustjóra Reykjavíkur, er lítils háttar fjölgun í Vesturbæj- arskólahverfinu og einnig hefur skólahúsnæði þar verið of lítið fyrir. Uppi eru áætlanir um að byggja nýjan skóla í Vesturbæn- um. Talað er um, að hann ætti að standa á horni Framnesvegar og Hringbrautar. Sá skóli mun þjóna gamla Vesturbænum fyrst og fremst. Kristján sagði, að í Breiðholti væri fjölgun í Seljaskóla og Öldu-. selsskóla. Einnig væri fjölgun í Hólabrekkuskóla, og þar ætti eftir að byggja við síðasta áfangann. í r*rr& Skrúfur á báta og skip Allar stærðir frá 1000—4500 mm og allt að 4500 kíló. Efni: GSOMS—57—F—45 Eöa: GNIALBZ—F—60. Fyrir öll klössunarfélög. Skrúfuöxlar eftir teikningu. SöyuflatygKuiir vJjlfíXrilggKðXR <& (ÖCO)' Vesturgotu 16, Sfmi 14680. Fellaskóla væri aðeins farið að bera á fækkun eða a.m.k. væri um jafnvægi að ræða þar núna. Hins vegar væri um fækkun að ræða í Breiðholti I í Breiðholtsskóla. Akranes: Sumargleðin á sigurhátíð KnatLspyrnuráð Akraness heldur í kvöld mikla sigurhátíð í íþróttahúsinu á Akranesi, i tilefni hins glæsilega sigurs ÍA i bikar- keppni KSÍ á dögunum. Hefst hátíðin kl. 21 og er hugsuð sem fjölskylduskemmtun. Margt verður til skemmtun- ar á hátíðinni og ber þar hæst Sumargleði Ragnars Bjarna- sonar og félaga, en auk Ragn- ars og hljómsveitar hans koma fram, grínistarnir Bessi Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson. Knattspyrnuráðið hvetur alla Akurnesinga til að fjöl- menna í íþróttahúsið og njóta góðra skemmtiatriða um leið og sigri er fagnað í bikar- keppninni. (Fréttatilkynning Sendinefnd frá Nuuk í heimsókn DAGANA 27,—31. ágúst hefur verið hér á landi í boði Reykja- víkurborgar, sendinefnd frá Nuuk (Godtháb), höfuðstað Grænlands. I sendinefndinni eru, auk borgar- stjóra, Peter Thöegh, tveir bæjar- fulltrúar og tveir embættismenn. Er þetta í fyrsta sinn, sem borg- arfulltrúar frá Nuuk fara í opin- bera heimsókn til annars lands. í framhaldi af þessari heimsókn má vænta þess að höfuðstaðir land- anna taki upp nánara samband en hingað til hefur verið. Um 30.000 manns sáu postu- línssýninguna ALLS KOMU um 30.000 manns á sýningu dönsku postulínsverk- smiðjunnar, Bing & Gröndahl, sem lauk á Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld. Að sögn for- svarsmanna sýningarinnar var aðsókn það mikil, að suma dagana þurfti að loka um tíma, til þess að þeir sem voru innandyra gætu séð eitthvað og margir því þurft frá að hverfa. Sýningin á Kjarvalsstöð- um var merkasti þátturinn í um- fangsmiklum sýningum, sem hin rótgróna postulínsverksmiðja heldur á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.