Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 14
14 MOROUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER1982 Aflabrestur af mannavöldum? — eftir Björn Dagbjartsson Skömmu eftir að sú ríkisstjórn, sem enn situr, tók við völdum lýsti sjávarútvegsráðherra því yfir að hann mundi ekki breyta þeim reglum um fiskveiðistjórnun fyrir árið 1980, sem þegar höfðu verið mótaðar. Þessum reglum var þó breytt, ekki grunnhugmyndum, en samt mjög þýðingarmiklum atrið- um, öllum í þá átt að slaka á veiði- takmörkunum. Nú þegar orðið aflabrestur er lykilorð allra at- hafna stjórnvalda er fróðlegt að velta því fyrir sér hversu afdrifa- ríkar þessar og aðrar breytingar á fiskveiðistjórnun geta verið fyrir okkur Islendinga. Það er núna rætt um „aflabrest" á þorskveiðum þó að ársaflinn „I»að er núna rætt um „aflabrest“ á þorskveið- um þó að ársaflinn verði örugglega sá þriðji mesti frá upjihafi þorskveiða Islendinga. I»að má vissulega líta á það sem aflabrest þegar ekki tekst að auka afla þrátt fyrir stóraukna sókn. I»að er líka kallað aflabrestur þegar loðnu- stofninn hefur verið ofveiddur svo rækilega að við liggur algeru hruni hans.“ verði örugglega sá þriðji mesti frá upphafi þorskveiða íslendinga. Það má vissulega líta á það sem aflabrest þegar ekki tekst að auka afla þrátt fyrir stóraukna sókn. Það er líka kallað aflabrestur þeg- ar loðnustofninn hefur verið ofveiddur svo rækilega að við ligg- ur algeru hruni hans. Það hlýtur að vera öllum ljóst að ákvarðanir í fiskveiðistjórnun fyrri ára skipta sköpum um „aflabrest" af þeirri tegund sem hér um ræðir. LOÐNAN Sú loðna, sem hefði átt að veið- ast í haust, hefði átt að „fæðast" eða verða til sem hrogn vorið 1980. ítrekaðar tillögur fiskifræðinga eftir margendurteknar rannsóknir voru, að ekki skyldi veiða nema tæp 300 þúsund tonn af loðnu frá 1. jan. 1980 til vertíðarloka. í bréfi Björn Dagbjartsson til ráðuneytisins frá því í janúar 1980 sögðu þeir Hjálmar Vil- hjálmsson og Jakob Jakobsson að frekari veiðar úr loðnustofninum á þessu tímabili væru „utan skyn- samlegra marka". Þrátt fyrir þess- ar aðvaranir var ákveðið eftir stjórnarskiptin að auka heimildir til loðnuveiða um 33% eða um 100 þúsund tonn. Hvort þessi 100 þús- und tonn eða 2000 milljónir fiska, sem aldrei fengu að hrygna þetta vor hafa skipt sköpum um ástand loðnustofnsins nú, verður tæpast nokkurn tímann fullsannað en rökrétt virðist að álykta að þessi aukna veiðiheimild hafi verið utan skynsamlegra marka hvernig sem á málið er iitið. ÞORSKVERTÍÐIN VETURINN 1980 í þeirri stefnu sem mörkuð var til takmörkunar á þorskveiðum árið 1980 og birt seint í janúar það ár var m.a. kveðið svo á um þorskveiðar bátaflotans: „Verði afli bátaflotans orðinn meiri en 75 þúsund lestir í marslok styttist vertíðin um 1 dag fyrir hverjar 1500 lestir sem eru umfram 75 þúsund lestir í marslok. Reynist þorskaflinn yfir 110 þúsund lestir í apríllok verður netavertíð stöðv- uð með 4ra daga fyrirvara." I marslok þetta ár höfðu bát- arnir landað alls 96.400 tonnum af þorski og hefði því netavertíð átt að ljúka um miðjan apríl. Ekkert bólaði þó á neinni stöðvun fyrr en 1. maí og þá var þorskafli bátanna orðinn 142 þús. tonn eða nærri 30% meiri en að var stefnt. Hvort þessi 32 þúsund tonna veiði eða a.m.k. 5—6 milljónir þorska, sem væntanlega áttu margir eftir að Hver ber ábyrgðina á mistök- um Tómasar í ráðherrastóli? — ítrekað hefur hann staðið í vegi fyrir hagstæðum fisksölum, en úthlutað leyfum til aðila sem undirbjóða á mörkuðunum — eftir Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason Geir Hallgrímsson: „Þjóðin sæki stjórnmálamenn til ábyrgðar“ „... nauðsynlegt er að þjóðin sæki stjórnmálamenn til ábyrgðar fyrir orð þeirra og athafnir," segir Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag. Þetta voru orð í tíma töluð. Meini formaðurinn það sem hann segir, og um það efast ég alls ekki, þá er brotið blað í stjórnmála- sögu okkar, ef slíkt gerist. Vona ég að formaðurinn láti kné fylgja kviði á réttum vettvangi, á Alþingi sjálfu og meðal núverandi ráðamanna þjóðarinnar, en þar á meðal eru menn, sem vilja þjóðarhag sem beztan. Baráttan fyrir bættum kjörum sjómanna Undanfarin ár hef ég staðið í mik- illi baráttu, eins og lesendur Morg- unblaðsins vita eflaust margir. Bar- átta mín við kerfið hefur til þessa engan árangur borið. Það undarlega er að ég hef haft samninga bæði við Grikki og Portúgali um stórar sölur á blautverkuðum þorski til þessara landa, — á mun hærra verði en SÍF selur vöruna á í þessum löndum. Viðskiptaaðilar mínir í þessum löndum lögðu fram öll gögn um traust banka á þeim. En hækkað verð fyrir afurðir okkar náði ekki fram að ganga í viðskiptaráðuneyt- inu við Arnarhól í Reykjavík. Þar sat núverandi viðskiptaráðherra staðráðinn í að þegja í hel þá góðu samninga sem ég hafði upp á að bjóða. Hvers vegna? Svarið við þeirri spurningu hef ég ekki. En í þessu máli „þarf að sækja stjórn- málamann til ábyrgðar", og ráð- herra sækir Alþingi eitt til ábyrgð- ar, en ekki almennir dómstólar. Forpokað sölukerfi og lánlaus ráðherra Hér á landi er við lýði hálfrar ald- ar gömul einokun á söiu á saltfiski og er kerfið forpokað eftir því. Komst ég að því þegar ég fór að kanna saltfiskmarkaðinn erlendis. Nú ætti það að vera höfuðverkur SÍF að ná ekki þeim árangri í við- skiptum, sem bestur er hverju sinni. En svo er þó ekki. Sjálfur ráðherra viðskiptamála veit nákvæmlega hvað er að gerast, en gleymir þá fjölmörgum saltfiskverkendum í kjördæmi sínu austur á fjörðum, sem margir hverjir studdu hann til þingmennsku. í stað þess að afla þeim aukins skotsilfurs fyrir fram- leiðsluvöru sína, leggst hann á mun betri sölusamninga en SÍF útvegar, og eyðileggur þau tækifæri, sem ég og umbjóðendur mínir erlendis vild- um veita. Það er einmitt svona emb- ættismaður, sem ég vil að verði kall- aður fyrir landsdóm Alþingis. Þar á að sækja hann tii ábyrgðar fyrir skemmdarverk unnin á hagsæld okkar allra. Hvers hagur rædur? Viðskipti mín við Tómas Árnason eru satt best að segja lygileg á alla enda og kanta. í ráðuneyti Tómasar er samankomið allt vald varðandi útgáfu útflutningsleyfa. Einn mað- ur eða örfáir virðast geta stýrt viðskiptum okkar að geðþotta sín- um, og gera það. Til Tómasar við- skiptaráðherra kom ég í fyrsta sinn vegna samningamála þessara að vorlagi 1980. í fórum mínum hafði ég viðskiptasamning við Portú- galsmenn, og var viðsemjandi minn með mér. Samningurinn gerði ráð fyrir verði sem var 26% hærra en það sem SÍF fékk þá í Portúgal. Hefði þetta þýtt 50% hærra skipta- verð til sjómanna og útgerðar- manna og 20% hærra til fiskverk- enda. Nú'skyldi maður ætla að ráð- herra, kjörinn af venjulegu daglaunafólki á Austfjörðum til að standa vörð um hag þess, fagnaði því að hafa í höndum fullkomna samninga sem þessa. Því miður reyndist ráðherrann gæfulausari en svo. Upphófst nú deila milli mín og þessara fjögurra eða fimm manna, sem standa í vegi fyrir því að eðlileg leyfi fáist. Enginn má við margnum, segir máltækið. En í þessu máli snerist. það bókstaflega við. Allir sem kynntu sér málið, þar á meðal ríkis- stjórnin (nema Tómas), forsvars- menn atvinnuveganna, forvígis- menn sjómanna og verkamanna, þingflokkur Framsóknarflokksins og fleiri og fleiri fögnuðu því tilboði sem ég lagði á borð Tómasar Árna- sonar. Málaleitan minni var ekki illa tekið hjá ráðherra í fyrstu, alltaf var verið að athuga umsóknina, fundahöld og þessháttar. En ekki kom leyfið. Umbjóðendur mínir í Portúgal voru teknir að gerast nokkuð langeygir eftir fiskinum og undruðust mjög alla afgreiðslu hins háa ráðuneytis. Komu Portúgals- mennirnir hingað þrívegis og ræddu þá m.a. við Tómas Árnason. Aldrei kom „neiið“ þó, og enn leið og beið. Týnda telexið sást síðast á borði ráðuneytisstjóra I júlí fréttu umbjóðendur mínir í Portúgal af formanni SÍF og Dund- as umboðsmanni SÍF, sem hafði í fyrra eina milljón Bandaríkjadala í umboðslaun frá okkur, á ferðinni þar. Og viti menn, 9. júlí kom í ljós að þeir félagar höfðu gert samning um 5 þúsund tonna viðbótarsölu, — á 23% lægra verði en ég gat fengið. Nokkrum vikum síðar stóð svo ekk- ert á Tómasi ráðherra að veita Tóm- asi formanni SÍF leyfi fyrir þessu undirboði. Fór ég þá strax utan til Portúgals til fundar við viðsemjendur mína. Fórum við á fund með viðskipta- ráðherra Portúgals. Ráðlagði hann mér að benda íslenskum stjórnvöld- um á að Portúgalir stæðu við gefin loforð og bað hann mig að vara ís- lensku ríkisstjórnina við undirboði SÍF. Þetta gerði ég með telex-skeyti til sex ráðherra í ríkisstjórninni (ekki til viðskiptaráðherra). Skeytið barst stjórnarráðinu og fékk ég staðfestingu á því. Hinsvegar komst skeytið með aðvöruninni aldrei til skila. Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri kom á vettvang, hrifs- aði frumrit og afrit úr telex-tækinu og hvarf inn á skrifstofu sína með afrifurnar. Björgvin Guðmundsson þá deildarstjóri hafði veitt mér leyfi til að senda skeyti inn á tæki við- skiptaráðuneytisins og vildi hann fá skeytið í sínar hendur til að koma því rétta boðleið. Þegar hann frétti af komu skeytisins fór hann inn á skrifstofu yfirmanns síns, sá skeytið á borði hans, las efni þess. Ráðherra Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason viðurkenndi að hann hefði lesið skeytið í höndum ráðuneytisstjóra síns, en ekki tekið það. En telex- skeytið virtist gjörsamlega týnt og tröllum gefið. Viðtakandinn hafði aldrei fengið að sjá varnaðarorð viðskiptaráðherar Portúgals, sem hann viðhafði við mig og mína um- bjóðendur. Þá má geta þess að ráð- herra sagði í viðtali við blað sitt, Tímann, að hann hefði falið „ákveðnum aðila“ að koma skeytinu til skila, þ.e. til sex samráðherra sinna. Aldrei hefur fengist uppgefið hver hinn „ákveðni aðili“ var, og liggja því allnokkrir undir grun. Hélt viðskiptaráðherra áfram út árið 1980 að veita SÍF útflutnings- leyfin, standandi á rústum minna samninga, sem hefðu þó veitt lands- mönnum mun meiri hagsæld. Grikkir buöu 40% hærra en SÍF fékk í Portúgal Ekki var afskiptum mínum af sölumálum saltfisks þó lokið. Grísk- ir saltfiskkaupendur náðu sambandi við mig og óskuðu eftir að hitta mig að máli á íslandi. Út úr heimsókn þriggja mjög virtra kaupmanna kom samningur um sölu á 10—20 þúsund tonnum á ári. Það þarf víst engan að undra hver viðbrögð hins lánlausa viðskipta- ráðherra voru. Grikkirnir ræddu við ráðherra viðskiptamála og Ólaf Jó- hannesson utanríkisráðherra. Var það einkar ljúfmannlegt mannamót og árangursríkt. Var Sveini Aðal- steinssyni viðskiptafræðingi falið að gera samanburðarskýrslu um sölu mínar til Grikklands og sölur SlF til Portúgals. Þessa skýrslu fékk ráð- herra í hendur, svo og allur þing- flokkur Framsóknarflokksins. Þar kemur sannleikurinn fram, — að ég gat fengið 40% hærra verð fyrir fiskinn í Grikklandi en SÍF fékk á sama tíma í Portúgal. Prufusending frá mér, 30 kíló, fékk útflutningsleyfi sem gjöf. Sú sending skilaði sér til Grikklands eftir að sendingin týndist á Schiphol-flugvelli í Amsterdam, fannst þar við lögregluleit, og var þá búið að rífa allar merkingar af pakkanum. I Grikkiandi fékk þessi síðbúna sending hina bestu einkunn matsmanna. Hér heima voru fjöl- margir aðilar reiðubúnir að hefja veiðar á fiski, sem verkaður yrði fyrir þann markað, sem ég var búin að afla. Þjóðin sæki stjórn- málamann til ábyrgðar Af fyrri reynslu minni af ráð- herra viðskiptamála ákvað ég fljót- lega að senda sex ráðherrum í ríkis- stjórninni skeyti þar sem óskað var liðsinnis þeirra í þá átt að ráðherra stæði við gefin fyrirheit um útflutn- ingsleyfi, en þau loforð hafði hann gefið mér og vottað við Stefán Gunnlaugsson fv. skrifstofustjóra og Björgvin Guðmundsson fv. deild- arstjóra að væri rétt. Forsætisráð- herra svaraði mér bréflega að við- skiptaráðherra færi með öll völd í sambandi við útflutningsleyfin. Páll Pétursson alþingismaður og allur þingflokkur framsóknarmanna hef- ur reynst mér mjög vel í þessum tilraunum mínum. Fengu þeir flokksbræður ráðherrans loforð hans þess efnis að ég fengi útflutn- ingsleyfi til Grikklands. Það loforð hefur enn ekki verið efnt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar og fleiri manna. Þetta var rétt fyrir þingslit í fyrravor, eða fyrir hartnær hálfu öðru ári. Með þessu framferði ráðherrans tókst honum að koma í veg fyrir sölu á 20 þúsund tonnum af saltfiski til Grikklands, og áreiðanlega hefði ég einnig selt til Portúgals líka. Þessar sölur voru örugglega viðbót- arsölur við það magn sem SÍF selur, auk þess sem SÍF hefði örugglega fengið meira fyrir sinn snúð. Þannig tókst ráðherra að koma í veg fyrir verulega hærra skiptaverð til sjó- manna og stórskerða tekjur lands- manna. Fyrir þetta ber honum að hlíta því að þjóðin sæki hann til ábyrgðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.