Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR^. SEPTEMBER 1982 31 Athugasemd frá Stein- unni Jóhannesdóttur Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Steinunni Jóhannesdóttur. Til ritstjóra Morgunblaðsins. I Rabbi Lesbókar Morgunblaðs- ins 28. ágúst gat að lesa hugleið- ingu eftir Ásgeir Jakobsson, sem hafði heitið „Konan í lautinni". Þar endursegir greinarhöfundur mjög frjálslega erindi Um daginn og veginn, sem hann telur sig hafa heyrt 10. ágúst sl. Erindið var flutt af konu, sem hann nefnir hvergi á nafn, en kallar ýmist náttúruverndarkonu, blómakon- una sína eða konuna í lautinni, allt fremur hlýlegar nafngiftir. Þó virðist tilgangur Ásgeirs með greininni vera sá að fletta ofan af hinu sanna innræti sinnar nafn- lausu blómakonu og „þvílíkur inn- matur, manneskjan var bólgin af hatri og í manndrápshug", segir þar. Nú vill svo til, að undirrituð flutti erindi Um daginn og veginn mánudaginn 9. ágúst sl. og þótt þar væri hvorki minnst á blóm né laut og flest væri vitlaust eftir haft, þóttist ég samt mega sjá, að við mig væri átt. Það er ekki ætlun mín að kvarta undan því að „innmatur" minn hljóti lága einkunn hjá ókunnug- um manni, en hitt þykir mér verra hvað hann fer rangt með í endur- sögn sinni og túlkun á því, sem ég sagði. Og finnst mér ýmsu á mig logið. Við því er aðeins eitt svar: að Morgunblaðið birti erindið, sem liggur til grundvallar túlkuninni, eins og það var flutt. Þurfa þá les- endur blaðsins hvorki að vera í vafa um, hver „konan í lautinni" er, né hvað hún lét sér um munn fara. Erindið ber þess að sjálfsögðu merki, að það er ætlað til flutn- ings frekar en prentunar og ég bið lesendur velvirðingar á því, en rit- stjórum þakka ég birtinguna. Reykjavík 29. ágúst, Steinunn Jóhannesdóttir. Aths. ritstj.: Það er grundvallarregla hjá Morgunblaðinu, að birta ekki út- varpserindi. Þar er um að ræða efni, sem þegar er komið í öðrum fjölmiðli. Þess vegna getur Morg- unblaðið ekki orðið við ósk Stein- unnar Jóhannesdóttur um að birta erindi hennar Um daginn og veg- inn. ‘JMNL JSB15 ara A JSB15 ára Nú er Líkamsrækt JSB 15 ára og vió erum stolt að bjóóa meiri og ?•) __________fjölbreyttari þjónustu með hverju árinu.__ f 0 + 4ra vikna haustnámskeiö hefst 6. sept. * Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. * 50 mín æfingatími með músík. * Sturtur — sauna — Ijósböö — gigtarlampar. + Hristibelti — hjól — róörarbekkur o.fl. * „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. * Samlokusólbekkir í Bolholti. * Ath.: Nýju Ijósin komin í Sudurver. Fyrir þær sem eru í megrun: * Matarkúrar og leiðbeiningar — vigtun og mæling. * 3ja vikna kúrar 4 sinnum í viku. £5 * Opnum kl. 8 fyrir hádegi f Bolholti Líkamsrækt JSB, Sudurveri, eimi »3730, Bolholti S. mmi 36645 ■Jk Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Landshlutaútvarp á Austurlandi KgiLsHtöóum, 31. ágúst. AÐALFUNDUR SSA á Egilsstöðum samþykkti í dag að fela stjórn sam- bandsins að hefja viðræður við yfir- stjórn Rikisútvarpsins um stofnun landshlutaútvarps á Austurlandi. Tillagan er svohljóðandi: „Aðal- fundur SSA haldinn á Egilsstöð- um í ágúst 1982 fagnar stofnun deildar Ríkisútvarpsins á Akur- eyri. Aðalfundurinn telur, að út- varp Akureyri sé fyrsta skrefið á þeirri leið að landshlutaútvarp verði í hverjum landsfjórðungi. Fundurinn felur stjórn sambands- ins að hefja viðræður við yfir- stjórn Ríkisútvarpsins þ.m.t. yfir- völd mennta- og fjármála um stofnun landshlutaútvarps á Austurlandi." — Ólafur Heba heldur við heilsunni Nýtt námskeið að heíjast Dag- og kvöldtímar tvlsvar eða fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leiklimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaííi - o.ll. Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53, Kópavogi. Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sínii 81518

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.