Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 37 Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Málefni fræðsluskrifstofu Kgilssióóum, 31. ágúst. A aðalfundi SSA, sem nú stendur yfir á Egilsstöðum, flutti fræðslustjóri Austurlandsum- dæmis, Guðmundur Magnús- son, skýrslu um málefni Fræðsluskrifstofu Austurlands og stöðu skólamála í fjórðungn- um. í máli fræðslustjóra kom fram að nú hafa verið fest kaup á framtíðarhúsnæði fyrir starf- semi fræðsluskrifstofunnar á Reyðarfirði. Um er að ræða hús- ið Hermes, sem var íbúðarhús- næði kaupfélagsstjóra Kaupfé- lags Héraðsbúa, meðan höfuð- stöðvar þess voru á Reyðarfirði. Húsið er 90 ferm. að grunnfleti með kjallara og risi. Með þess- um húsakaupum telur fræðslu- stjóri að fræðsluskrifstofunni sé tryggð aðstaða fyrir þá starf- semi sem henni er ætlað að sinna lögum samkvæmt. Þá kom fram í máli fræðslu- stjóra að nýlega fór fram ítarleg könnun á stöðu mynd- og hand- menntar í skólum á Austur- landi. Það er námsstjórinn í mynd- og handmennt sem hefur haft veg og vanda af könnun Fosfórhylki fannst á Sel- tjarnarnesi LÖGREGLAN í Reykjavík tók á mánudag fosfórhylki í vörzlu sína, en maóur nokkur hafði komið með það á lóð Þjóðviljans við Síðumúla. Hylkið er nú rannsakað hjá lögregl- unni og sagði Rúdolf Axelsson sprengjusérfræðingur lögreglunnar að ekkert væri um mál þetta að segja á þessu stigi. Á hylkið var letr- að að það innihéldi fosfór og bæri að tiikynna fund þess til lögreglu eða hers. Að öðru leyti var það ómerkt. Að sögn lögreglunnar fann mað- urinn hylkið, sem er um 45 senti- metrar á lengd, út af landi Bolla- garða á Seltjarnarnesi. Að öðru leyti vildi lögreglan ekki tjá sig um málið en tók fram, að ef menn fyndu svona hluti, væri ekki rétt að fara með þá í þéttbýli, þar sem aukin hætta gæti stafað af þeim. Heldur bæri mönnum að láta þá liggja, þar sem þeir fyndust, og tilkynna síðan viðkomandi yfir- völdum fundinn. fullorðinsára, Halldóra, Einar, Guðni, Jóhann og María. Þótt leiðir skiljist að sinni, má þó gæta nærveru með jákvæðu hugarfari. Megi blessun fylgja tengdaföður mínum, Jóni Guðna- syni, í hans nýju heimkynnum. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til Kristínar tengdamóður minnar og annarra vandamanna og vina. Jón Pálmi Skarphéðinsson þessari — og er brátt að vænta skýrslu hans um niðurstöður og úrbætur. Þá greindi fræðslustjóri frá því að skipulögð tilraunafræðsla í náms- og starfsráðgjöf myndi fara fram í fjórum skólum í um- dæminu — en hann kvaðst ein- dregið þeirrar skoðunar að starfsfræðslan ætti að vera skyldunámsgrein í grunnskólun- um. Fræðslustjóri fagnaði því sér- staklega að fjölfötluð börn af Vistheimilinu Vonarlandi sæktu nú hinn almenna grunnskóla á Egilsstöðum í stað sérstaks þjálfunarskóla á vistheimilinu — eins og víða tíðkast. Við Fræðsluskrifstofu Aust- urlands starfa nú auk fræðslu- stjóra ritari, sérkennslufulltrúi og lausráðnir sálfræðingar í hálfu starfi. Á Austurlandi eru 26 grunnskólar með 2500 nemendur og 230 kennara. Skólarnir starfa 7—9 mánuði á ári og taka flestir til starfa nú í september. — Olafur Qlafsfjörður: Vinur frá Dalvík kom með 40 tunnur síldar OUfsfirdi 31. ágúst 1982. FYRSTA SÍLDIN er til Ólafsfjardar kemur í sumar, kom hingað í dag, er vélháturinn Vinur EA 80 frá Dalvík landaði hér um 40 tunnum. Síldinni var landað hjá Guðmundi Olafssyni, þar sem hún verður fryst til beitu. Síldin veiddist út af Gjögrunum. Ólafsfirðingar vonast til að eitthvað fari nú að glæðast síld- veiðin, en um þetta leyti í fyrra hafði mun meiri afli borist á land. Gæftir hafa hins vegar verið slæmar að undanförnu, og ekki gefið til veiða, auk þess sem ekki hefur orðið vart síldar í sama mæli og í fyrra, er fjörður- inn var fullur af síld. Atvinnuástand hér liefur ann- ars verið gott og er það, næg vinna við að gera að afla þriggja togara, unnið er að lenginu flugbrautar, talsvert að gera í byggingavinnu og unnið að hafn- arframkvæmdum. Jakob MEST SELDU HJÓUN Það er ekki að ástæðulausu að Kalkhoff-hjólin eru lang mest seldu reiðhjólin á íslandi ár eftir ár. Hjá Kalkhoff fara saman þýsk nák- væmni og vandvirkni og veitir verksmiðjan því 10 ára ábyrgð á stelli og gaffli. Vegna mjög hagstæðra samninga við Kalkhoff-Werke GmbH, stærstu og virtustu reiðhjólaverksmiðju Vestur-Þýskalands, bjóðum við nú í haust Kalkhoff-reiðhjólin á ótrúlega lágu verði. Hér eru örfá sýnishorn af úrvalinu. I Gerð nr. 6453 5 gíra, 53 cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Silfur Verðkr. 3.040,- Gerð nr. 2622 10 glra, 53 cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Burgundy-rautt. Verðkr. 3.515.- Gerð nr. 6411 10 gíra lúxus útgáfa, 58cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Metal-blátt Verðkr. 3.712.- Gerð nr. 2167, án gíra, kr. 2.018-. Gerðnr. 2171, 3gíra, kr. 2.279.-. Gerð nr. 5602, ángíra, kr. 1.952.- 58cmstell. Dekk: 26x1 1/2nema á gerð nr. 5605:26x1.75 (Mjög breið) Litir: Silfur, blátt. Gerð nr. 6305 5 gíra kr. 2.445.-. Gerð nr. 6309 10gíra kr. 2.680,- 48 cm stell fyrir aldur frá 9 ára. Dekk: 24x1 3/8(24x1 3/8) Litir: Silfur, rauð, blá. Gerðnr. 6408 10 gíra, 58 cm stell. Dekk:27x1 1/4 Litur: Silfur Verðkr. 2.535.- Til vidmidunar um val á stærri reidhjólum innaníótarmál 70-73, 74-78, 79 og hærri l stellhæd í cm 48 cm, 53 cm, ■ 58cm 1 Sendum í póstkiöfu um allt land Pekking - Þjónusta - Reynsla Allir fylgihlutir sem sjást á myndunum fylgja meö, svosem, Ijósabúnaóur, lás, standari, pumpa, teinaglito.fi. o.fl. Gerið verðsamanburð Sérverslun i meira en hálfa öld Reiðhjólaverslunin. ORN/NNF* Spítalastíg 8 og vió Óóinstorg símar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.