Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 „Nlei, j?cxb erekki l&tt out> kostctntu aetfc- le'/dd börn til ncxms cvf verkannannslaunum." Kg hef fréttir að færa þér: Hugs- aðu þér bara, um daginn þegar ég var að hreinsa til uppi á háaloftinu, fann ég fullt af peningum bakvið reykháfinn. © HÖGNI HREKKVISI „ HÖ<SNl KANM A ÞESSU tÖKIN.1 " Jólaguðspjallið I)r. Benjamín HJ. Eiriksson skrifar: „Það þarf ekki að lesa Biblí- una lengi, til þess að sjá að orð eru þar einkennilega hnitmiðuð. Þetta á t.d. við um jólatextann, sem er í 2. kapítula Lúkasar- guðspjalls. Engillinn sagði við hirðina: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs." Engill- inn boðar fæðingu barns, sem yrði frelsari. Það hefði mátt bú- ast við því, að hann byrjaði á því að boða fæðingu Messíasar, þ.e. Krists, hins smurða konungs. Hlutverk það sem beið þessa barns var því fyrst og fremst það, að vera frelsari. En engillinn heldur áfram: „Kristur Drottinn í borg Davíðs." Kristur er grísk þýðing á hebreska orðinu messías, hinn smurði. I boðskap engilsins er barnið ekki hinn mikli konung- ur, sem Guð hafði lofað þjóðinni, heldur frelsari og hinn fyrirheitni konungur. Á þessu tvennu er at- hyglisverður munur. Guð hafði sagt gyðingunum, að þeir væru sérstakur eignarlýður sinn, út- valið verkfæri sitt. Með þessari útvöldu þjóð, sem hann kallaði einkason sinn, ætlaði hann að stjórna heiminum. Hvernig ætl- aði hann að koma því í kring? Setjum sem svo, að gyðingar hefðu sent menn til keisarans í Róm, og tilkynnt honum, að Guð hefði sent þeim konung, sem myndi stjórna að vilja og ráði Guðs, og að hér eftir bæri keis- aranum því að gera að vilja gyð- inga — gyðingakonungsins. Þetta væru boð Guðs, þess Guðs, sem dylur sig, og enga mynd má af gera, já, væri ósýnilegur. Eg held að keisarinn hefði bara hlegið, og ráðherrar hans og hershöfðingjar með honum. Fyrst þessi leið væri ekki gæfuleg, né vel samrýmanleg varðveizlu leyndardóma Guðs, myndi Guð þá reynast ráðalaus? Sannarlega ekki. Það er einmitt hér sem hið sérstæða konungs- efni kemur til sögunnar, þetta konungsefni, er byrjar sem frels- ari. Frelsarinn átti að kalla þjóð- irnar til hlýðni við Guð. Það gerði Jesús líka með boðskap sínum og friðþægingardauða. Margir eru kallaðir. Það er kirkjan. En fáir eru útvaldir. Kirkjan er söfnuður Messíasar, konungsins, þeir menn sem heyrt hafa og hlýtt rödd hans. Þeir munu með honum erfa rík- ið, það ríki sem Guð hefir lofað að stofna handa mönnunum. Það þarf ekki að skoða ástand heims- ins í neinni smásjá, til þess að sjá að mannkynið er í bráðri hættu, og að tími endaloka þessa heimsskipulags sé upp runninn, að Guð sé að taka í taumana, og það fyrir allra augum. Jesús fór frá hálfnuðu verki. Hann sagðist mundi koma aftur í fyllingu tímans, að „tímum heiðingjanna" liðnum, en tákn þeirra væru yfirráð heiðingj- anna yfir Jerúsalem. Hann kem- ur til að dæma heiminn og ríkja sem konungur í Jerúsalem. „Guð sendi ekki soninn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“ (Jóh. 3, 17). Hann myndi ekki dæma fyrr en hann kæmi aftur. „Enda dæmir faðirinn engan, heldur hefir hann falið syninum allan dóm, svo að allir heiðri soninn, eins og þeir heiðra föðurinn ... (Faðirinn) hefir veitt honum vald til að halda dóm, því að hann er Mannssonur." (Jóh. 5, 22 og 27). Óhæfuverk og blygðunarlaus blaðaskrif æskufólks sýna svart á hvítu, að boðskap Biblíunnar, um réttlæti Guðs og dóm, hefir æskan flest ýmist ekki heyrt, ýmist ekki trúað. Hjá Míka er spádómur um messías, sem venjulega er tengd- ur jólaguðspjallinu. „Og þú Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgun- um í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dög- um. Fyrir því mun Guð yfirgefa þá, til þess tíma er sú hefir fætt, er fæða skal, en þá munu leifar ættbræðra hans hverfa aftur til ísraelsmanna. Þá mun hann standa og halda þeim til haga i krafti Drottins Guðs síns, og þeir skulu óhultir búa, því að þá skal hann mikill vera til endi- marka jarðar." (5, 1—3). Drottnari í ísrael getur ekki þýtt neitt annað en konungur. Spádómurinn getur því ekki átt við frelsarann Jesúm,J)ví að hann var ekki konungur í Israel á sín- um jarðvistardögum. Hann var að vísu tvívegis tekinn til kon- ungs, fyrst í musterinu og síðan við innreiðina í Jerúsalem. En þetta voru aðeins messíasartákn. Konungarnir þrír, Sál, Davíð og Salomon, höfðu allir verið teknir til konungs tvívegis. Þetta voru allt fortáknanir þess, að Messías átti að koma tvisvar. I endur- komunni má vel segja um hann, að „ætterni hans“ sé ... „frá for- tíðar dögum". Sú kona, sem rætt er um í 2. versi, getur því ekki verið María í Betlehem. Það er ekki fyrr en nú, að liðnum „tímum heiðingj- anna“, að Guð er að nýju að taka að sér gyðingana (sem hann líka kallar eiginkonu sína). Leifar ættbræðra Jesú hafa sem óðast verið að hverfa heim til hins forna lands síns. Og Jerúsalem er ekki lengur á valdi heiðingj- anna. Nú hlýtur því „sú, að hafa fætt, sem fæða skal“. Konan í spádóminum er því móðir Jesú í endurfæðingunni, endurkom- unni. Ættborg Davíðs er nefnd á nafn, Betlehem Efrata, en það er ekki sagt að hann fæðist þar, né í Jerúsalem, borg Davíðs. Þjóðirnar munu „til endi- marka jarðar" beygja sig fyrir vilja Guðs og valdi Jesú. í því efni er kirkjunni ætlað að gegna þýðingarmiklu hlutverki. Vér sjáum því, að það er engin tilviljun, að engillinn segir við hirðana fyrst: Frelsari. En þegar hann talar um Messías, konung- inn, þá tekur hann fram að hann, Messías, sé í borg Davíðs. Ritað að mestu hinn 15. 12. 1981.“ Síðbúnar þakkir til Alberts Guðmundssonar fyrir fund um málefni þroskaheftra Steiney Ketilsdóttir skrifar: „í lífi okkar allra skiptast á skin og skúrir, skúrirnar verða stund- um að hagléli sem erfitt er að brjótast út úr af eigin rammleik. En nú virðist vera að rofa til. Á ég þar við fund um málefni þroskaheftra á Hótel Sögu sl. fimmtudag. Það var dáðadrengurinn Albert Guðmundsson sem boðaði til þessa fundar með borgarstjóra og borg- urum Reykjavíkur. Til umræðu Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðcina, scm hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábcndingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. voru húsnæðismál þroskaheftra. Nú virðist því einhver lausn í sjónmáli á vegum borgarinnar. Sambýli eða hvíldarheimili eða hvort tveggja sem við þiggjum með þökkum. Að öðrum ólöstuðum finnst mér Albert Guðmundsson vera sá maður sem best er treystandi fyrir þessum hóp, sem aldrei verð- ur fær um að berjast fyrir sig sjálfur, en verður að þiggja mol- ana sem detta af borðum misvit- urra manna. Hann er sá maður sem best hefur stutt lítilmagnann og þá sem halloka hafa farið í líf- inu, þó hljótt hafi farið. Einn ræðumanna á umræddum fundi gat þess að fötluð börn væru 11,25 pro mille af þjóðinni eða 48 börn á ári. Þetta sýnir að engum er málið óviðkomandi. Það koma vonandi þeir dagar, að vísindun- um fleygir það fram að enginn þurfi að fæðast fatlaður og heil- brigð börn hlaupi um húsin sem nú eru setin af þeim fötluðu. Ég lýk þessum orðum með því að segja: Hafðu kærar þakkir, Al- bert.“ „Það var dáðadrengurinn Albert Guðmundsson sem boðaði til þessa fundar með borgarstjóra og borgur- um Reykjavíkur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.