Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 17
 ^ IVKJRPWNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEJRTEMBER 1982 17 Fyrir og eftir áfall eftir Eyjólf Konráð Jónsson, alþm. Kannski er ekki óeðlilegt að fólk sé pínulítið ruglað í póli- tíska ríminu. Stjórnarandstaðan heldur máttleysislega á loft kenningunni um áfallið mesta, segja menn, en ráðherrar og rík- isstjórnin í heild segja blákalt að „áfallið" sé það mesta, sem yfir þjóðina hefur gengið í marga ára- tugi: Þeir segja að við séum sokknir í bullandi skuldafen, verðbólgan æði áfram, allir at- vinnuvegir nema e.t.v verslun og þjónusta séu komnir á hausinn, atvinnuleysi og kreppa blasi við, ef menn ekki herða nú hraust- lega sultarólina. Þess vegna „beri brýna nauðsyn til“ að brjóta stjórnarskrána og ákveða nú með bráðabirgðalögum lítils- háttar kjaraskerðingu 1. desem- ber, þ.e.a.s. fimmtíu dögum eftir að Alþingi íslendinga hefur ver- ið sett og engu máli skipti hvort svoleiðis stofnun sé þessu sam- þykk. Við í stjórnarandstöðunni mótmæalum auðvitað þessum aðförum, en við málum þann gamla ekki á vegginn jafn sterk- um dráttum og stjórnarherrarn- ir gera. Okkur er auðvitað ljóst að erlendu skuldirnar hafa auk- ist ofboðslega, þótt ofmælt sé, þegar Svavar Gestsson segir í Þjóðviljanum fyrir nokkrum dögum, eftir fjögurra ára valda- feril sinn, að þjóðin sé að sökkva — Þetta sagði Lúðvík Jósefs- son þegar Steingrimur Her- mannsson flutti fyrst boðskap- inn. Hann gat þess hinsvegar ekki hver hefði platað Steingrím til að taka sér þetta orð, „niður- talning", í munn, en líklegt er að það hafi verið Tómas Árnason. Vonandi fæst úr þessu skorið þegar þetta orð verður tekið inn í orðabók Háskólans. Annars hef ég verið að leita að merkingu þess í orðabókunum mínum all- mörgum, gömlum og nýjum, en ekki fundið hana þar frekar en í nútímanum, sem varla er nú von, því að orðið sjálft finn ég alls ekki, en fundvísir menn geta kannski bent mér á það, þótt þeir geti áreiðanlega ekki skýrt það betur en Lúðvík, nú heldur skorið úr því hverrar þjóðar það gæti verið — varla er það ís- lenskt. Þó mætti með velvild segja að niðurtalning væri heiðarleg til- raun til að ná verðbólgu niður með því að telja, t.d. á blaði, reiknivél, tölvu, eða bara á putt- unum á sér. Þetta dæmi hefur nú verið reiknað í æðilangan tíma og síðasta útkoman er þessi: Teljum launin niður um 15%. Þá verður hraði verðbólgunnar 50—60% í stað 70—80. Raunar „í skuldafen og glata sínu efna- hagslega sjálfstæði“. Við vitum að það er satt að á sl. ári, metár- inu í útflutningstekjum af sjáv- arútvegi í allri íslandssögunni, tapaði útvegurinn miklum hluta eigna sinna. Við vitum líka um stjórnarkreppuna í landbúnaði, iðnaði og stjórnarráðinu sjálfu, en við trúum því samt ekki að allar bjargir séu bannaðar á Is- landi, þrátt fyrir „áfallið". Við vitum raunar hvernig óförunum verður afstýrt og munum af- stýra þeim. Ríkisstjórnin segir að „áfallið" sé hið mesta í marga áratugi. Það grunaði okkur í stjórnar- andstöðunni strax þegar stjórn- in var mynduð. Hins vegar viss- um við ekki að aðstandendur áfallsins mundu við lok þess lýsa því á þann veg, að það væri ef- laust hið versta í langa, langa tíð, kannski sjö til átta áratugi — eða allt frá heimastjórn. Lík- lega verður tímatal við það mið- að eins og Vestmannaeyjagos. Þá miða menn við þessa uppá- komu og segja: Fyrir eða eftir áfall. bull“ heldur Þórarinn Þórarinsson því fram í Tímaleiðara sl. föstudag, að niðurtalningin hafi stefnt í 90-100%. En takmarkið er 10% verð- bólga. Teljum því kjörin niður um helming — 50% eða svo. Þá er málið leyst, framsóknardæm- ið gengið upp. Svona er þetta einfalt. Sumar plötur/ kassettur kosta kr. 10.- Sumar plötur/ kassettur kosta kr. 25.- Sumar plötur/ kassettur kosta kr. 49.- Sumar plötur/ kassettur kosta kr. 79.- Sumar plötur/ kassettur kosta kr. 99.- Enginn tónlistarunnandi hefur Allir fá ókeypis litla plötu efni á því að láta sig vanta á svæðið. sUÍAcr hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.