Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 - J 0 skólakennslu, útvarpserindum, á námskeiðum kennara og í marg- háttuðu leiðbeiningarstarfi, enda munu vandfundin þau nýmæli í ís- lenskum skólamálum eftir miðja þessa öld, sem hann hafði ekki kynnt, vegið og metið. Það verður þó ekki tíundað í stuttri grein, en hver sem vill getur gengið úr skugga um það með því að lesa rit hans, einkum Nýjar menntabrautir og Nám og kennslu. Hitt þarf ekki að rökstyðja, að sérhvert landsins barn stendur í þakkarskuld við mann, sem varið hefur lífi sínu öllu, beint eða óbeint, til að bæta uppeldiskjör meðal þjóðarinnar allrar. Einn er þó sá hópur barna, sem öðrum fremur á honum þakk- ir að gjalda, en það eru fötluð börn, hvers eðlis sem fötlun þeirra kann að vera. Bein afskipti hans af þeim málum tel ég að megi rekja til ársins 1939, en tímamót markar frumkvæði hans að því að koma á fót samtökum, sem ynnu að hinum marvíslegu viðfangsefn- um í upeldi afbrigðilegra barna. Reifaði hann málið á uppeldis- málaþingi Sambands íslenskra barnakennara og 8. landsþingi Kvenfélagasambands Islands sumarið 1949. Áhugi var þegar vakinn og Barnaverndarfélagi Reykjavíkur komið á laggirnar síð- ar um sumarið. Matthías gegndi forystu félagsins í aldarfjóðung. í kjölfarið fylgdi stofnun slíkra fé- laga i nokkrum helstu kaupstöð- um landsins. Það var frá upphafi megi- markmið Barnaverndarfélagsins að glæða almennan skilning á uppeldiskjörum þeirra barna, sem lenda vegna vanþroska eða lík- amsfötlunar í sérstöðu og eiga að- eins að nokkru leyti samleið með heilbrigðum börnum. Matthíasi auðnaðist að glæða þennan skilning með dæmafárri elju og hugkvæmni. Hann virkjaði til samstarfs fjölda manna, lærða og leika, karla og konur, og mun þó hlutur kvenna hafa verið sýnu drýgri. Fé var safnað til að efla stofnanir og styrkja námsmenn, er stefndu að því að vinna fötluð- um börnum gagn, og Matthías lað- aði tugi sérfróðra manna til að leggja sinn skerf af mörkum við gerð bóka, er glæða mættu áhuga og skilning almennings á málefn- um fatlaðra. Þetta starf ætla ég, að seint verði fullþakkað né ofmetið. Matthías er einn af frumkvöðl- um og stofnendum Félags ís- lenskra sálfræðinga og var í stjórn þess um langt skeið. Hann var og einn af brautryðjendum og baráttumönnum fyrir því, að kom- ið yrði á fót sálfræðiþjónustu í skólum landsins. Ég gat þess fyrr, að kenna mætti uppeldisstefnu Matthíasar Jónassonar við athöfn og mannúð. Nú dreg ég að vísu í efa, að ein- kunnir af slíku tagi eigi við góðra manna verk, en ef farið er að auð- kenna uppeldisstefnu Matthíasar á annað borð, bæti ég hinni þriðju við, en það er framtiðarstefna. Matthías velur bókum sínum nöfn af mikilli nákvæmni svo að rétt- nefni verði. Hann ritar merk sam- felld verk um athöfn og uppeldi, nýjar menntabrautir og nám og kennslu, menntun í þágu framtíðar. Hann lýsir því og skýrir það, hversu breytt verklag og ný þekk- ing bjóða heim nýjum kostum, en einnig og ekki síður margháttuð- um nýjum vanda, þar sem hefð- bundin kunnátta nýtist lítt eða ekki. Fyrir honum vakir að búa unga kynslóð undir að taka þeim kostum og þeim vanda. Ævistarf Matthíasar er orðið mikið gott, og enn eykur hann þar við. Það auðkennist af dæmafáum trúnaði og heilindum í kenningu og verki, víðtækri og djúpstæðri þekkingu á viðfangsefnum, bæði af bók og eigin raun, góðfýsi, rétt- lætisvitund og einörðum vilja. Því mun þess lengi sjá staði. Ég árna Matthíasi, frú Gabriele og börnum þeirra allra heilla nú og ávallt. Broddi Jóhannesson Sumir þeir, sem hafa mörg ár að baki, eru þó ungir í anda og líkjast þeim sem eru miklu yngri. Svo er um dr. Matthías Jónasson, sem í dag verður áttræður, þótt ótrúlegt megi virðast. Enn er hann gam- ansamur, ræðinn og fylgist með málefnum af áhuga og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Dr. Matthías var brautryðjandi á sviði sálvísinda á Islandi, eink- um hagnýtingu þeirra. Hann var búinn óvenjulegri hæfni og áræði til að fara ótroðnar slóðir. Þrennt vil ég sérstaklega nefna í því sam- bandi. Hann staðlaði fyrsta hæfileika- próf fyrir börn og unglinga hér á landi og vandaði svo til þess, að það er fyllilega sambærilegt við tilsvarandi verk hjá stærri þjóð- um. Hann hóf sálfræði- og uppeldis- fræðilega ráðgjöf fyrir almenning bæði með einkaviðtölum og þjón- ustu fyrir skólana í Reykjavík eft- ir að hann kom heim frá námi og starfi erlendis. Hann stofnaði barnaverndar- félög víðsvegar um landið og var forustumaður þeirrar hreyfingar um 30 ára skeið og lét þannig mik- ið gott af sér leiða. Ekki skal ég nú rekja æviferil dr. Matthíasar, um hann má lesa í bókum um samtíðarmenn. Heldur vil ég aðeins nota tilefnið til að þakka honum fyrir löng kynni og samstarf, fyrst sem yfirmanns míns og leiðbeinanda við stöðlun greindarprófs árin 1951 og 1952, síðar í Barnaverndarfél. Reykja- víkur og á mörgum öðrum sviðum. Mest virði er að hafa kynnst og átt að vini mann sem dr. Matthías. Það sem einkum einkenndi hann var skarpskyggni, hreinskilni og samúð með öllum þeim, er hjálpar þörfnuðust. Ég vil færa honum og fjölskyldu hans bestu árnaðaróskir og vona, að hann megi halda heilsu og kröftum til að starfa að áhuga- málum sínum næstu áratugina. Kristinn Björnsson Dr. Matthías Jónasson, prófess- or emeritus í uppeldisfræði, er áttræður í dag. Hann á að baki langan og gagnmerkan starfsferil og er raunar enn sístarfandi að hugðarefnum sínum. Langt mál yrði að gera grein fyrir starfi dr. Matthíasar og verður það ekki gert í stuttri af- mæliskveðju. Hann hefur öðrum fremur markað spor í umræðu um uppeldis- og skólamál með vönd- uðum fræðiritum sínum og erindaflutningi, haft áhrif á fjöl- marga skólamenn, lagt hornstein að rannsóknum í uppeldisfræði og verið hvatamaður að margs konar umbótum og nýbreytni. Hann hefur ávallt verið einarð- ur talsmaður barna og ungmenna, einkum þeirra sem höllum fæti hafa staðið. Hann hefur verið ódeigur að fylgja fram sannfær- ingu sinni og aldrei slegið af réttmætum kröfum. Fyrir allt þetta mikla starf í þágu mannúðar og menningar á hann hugheilar þakkir skildar. Sjálfur færi ég honum þakkir mínar og konu minnar fyrir langa og einlæga vin- áttu og óska honum og fjölskyldu hans heilla á þessum merkisdegi. Sigurjón Björnsson Nú eru síöustu forvöð aö gera góö kaup á stórútsöluiuii! Sérstök auka-verölækkun siöustu dagana Herrabolir 9,95 Dömukvartbuxur 19,95 Herrajakkar ^A%&$0 199,00 Denimbuxur 99,95 Herraskyrtur 29,95 Æfingaskór 49,95 Dömubolir 19,95 Strigaskór 9,95 Dömublússur 59,95 Barnastígvél 19,95 Anorakkar 259,00 Eldhúshandklæöi ^2&r$5- ''19,95 Pils ^2**r$Ó 99,95 Strandhandklæöi ‘33,95 Kjólar 99,95 Rúmteppi AS&Tfo 129,00 Sloppar 49,95 Barna-rúllu- IKEA kringlótt borö kragapeysur 69,95 60 sm 149,00 Drengja- IKEA furuborð prjónavesti 34,95 180X90 sm 595,00 Regn-anorakkar ^hkcöo 69,95 IKEA baömullarteppi Ungbarna- 140X200 sm ^22&r80 995,00 frottegallar 39,95 LP hljómplötur frá 19,95 Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP Opiö til kl. 20 í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.