Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 45 lfik?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Lægstu laun |á íslandi Kósa Vilhjálmsdóttir hringdi: „Mig langar til þess að vital Ihver séu lægstu útborguðu launl tá íslandi. Ég vinn við heimilis-1 Fhjálp, sem er nokkuð erfið vinna, j [ og eru laun mín fyrir átta stund- ir á dag 7.500 krónur á mánuði, len þegar búið er að draga frá I launatengd gjöld, eru eftir 7.102 krónur í umslaginu. Mig langar til þess að vita hvort einhver hafi lægri laun en þetta, því mér finnst þetta mjög lítið. Mér I i finnst að Gunnar Thoroddsen og ] | kompaní ættu að reyna að fra Lægstu launin Arndís Smáradóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — I Velvakandaþættinum á laugar- daginn lýsir Rósa Vilhjálmsdóttir eftir einhverjum þeim sem hafi lægri laun en hún, fyrirfinnist hann þá einhvers staðar. Rósa segist vera með 7.500 kr. mánað- arlaun og eftir séu 7.102 kr. í launaumslaginu, þegar launa- tengd gjöld hafi verið dregin frá. Ég starfa sem aðstoðarmaður á röntgendeild og lægstu laun í mín- um launaflokki eru 6.692 kr. (byrj- unarlaun), og þegar launatengd gjöld hafa verið dregin frá eru 6.383 kr. eftir. Þó má geta þess í leiðinni, að við erum allan daginn með áfkaflega dýra vöru í höndun- um, þar sem filmurnar eru, sem við framköllum. Ég vildi ekki svíkjast undan því að svara Rósu, en auðvitað finnst okkur, eins og henni, að við séum með smánar- laun. Engin strætis-] vagnaferð að Worræna húsinu Löngum hefi ég eins og fleiri lit-l ið á Norrænahúsið sem einskonarl „hjartamiðstöð" norrænnar sam-J i vinnu og menningartengsla hér ál llandi. Þétta sérstæða, hógværal I hús þarna mitt í gömlu Vatnsmýr- ] linni og'í svo skemmtilegri nálægðl f við gamla miðbæinn, sýnist svo I ksannarlega liggja vel við ölluml 'samgöngum. Þó virðist einmitt ál þeim vera ein óþarfa brotalöm 1 I Ennþá er engum almenning Undirskrift féll niður Svavar Gestsson og sannleikurinn Sigurður G. Haraldsson skrifar: Ágæti Velvakandi! Mörgum er vafalaust enn í fersku minni umræðuþátturinn í sjónvarpinu á dögunum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna reyndu með sér í umræðum um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar. Voru þátttakendur fjórir, einn frá hverjum flokki, Friðrik Soph- usson fyrir Sjálfstæðisflokk, Kjartan Jóhannsson fyrir krata, Steingrímur Hermannsson fyrir Framsókn og loks Svavar Gests- son fyrir Alþýðubandalagið, ráð- herra skipulagsmála með meiru. Ætlaði ég að gera að umræðuefni eitt atriði sem hann kom inn á í máli sínu í þættinum, en í því tilviki tel ég að Svavari hafi orðið fótaskortur á hálu svelli sann- leikans. Svavar sagði eitthvað á þá leið, að þau áföll sem þjóðar- búið hefði orðið fyrir nú að und- anförnu, þ.e. hrun loðnustofnsins, samdráttur í þorskafla o.fl., væru mestu efnahagslegu áföll sem við Islendingar hefðum orðið fyrir í áratugi. Kannski er þetta ekki hundrað prósent orðrétt haft eft- ir Svavari, en ég leyfi mér að full- yrða, að efnislega er það rétt. Lítum nú aðeins nánar á þessa fullyrðingu ráðherrans. Eins og sjálfsagt flestir íslendingar muna vel varð þjóðarbúið ís- lenska fyrir gífurlegum efna- hagsáföllum undir lok viðreisn- artímabilsins, þ.e. á árunum 1967—69. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók á þessum áföllum með fádæma dugnaði og þrautseigju, svo að við lok við- reisnar, 1971, voru þessir erfið- leikar að fullu yfirstignir, en það er önnur saga. Þetta gífurlega áfall sem þjóð- arbúið varð fyrri 1967—69 fólst í því, að síldarstofnarnir hrundu. Síldin brást því alveg og þar með um 45% af útflutningstekjum þjóðarinnar sem þá voru. Er ég þá kominn að því atriði sem ég ætlaði að gera að umræðuefni í máli Svavars. Hagfræðingur lét þess getið í viðtali við Helgarpóstinn á dög- unum að þau áföll sem þjóðar- búið varð fyrir á síldarleysisár- unum hefðu verið til muna meiri en þau sem nú hafa orðið. Og það má til sanns vegar færa, þar sem útflutningur spannar nú yfir fleiri svið en þá var, þ.e.a.s. út- flutningsafurðir eru nú fleiri en var á síldarleysisárunum. Ég sé enga ástæðu til að rengja orð hagfræðingsins í þessu efni. Þá er komið að því grundvallaratriði sem er viðfangsefni mitt í þessu greinarkorni. Þegar ég var í barnaskóla fyrir löngu var mér kennt það í mál- fræði þeirri sem þá var notuð, að tvo tugi eða fleiri þyrfti til að hægt væri að tala um áratugi. Eftir þessari barnaskólamálfræði minni hljóta þeir áratugir sem Svavar talaði um í sjónvarpinu, varðandi efnahagsáföllin, að vera a.m.k. 20, 30 eða 40 ár. Nú eru ekki nema 13 ár síðan efnahags- áföllunum á síldarleysisárunum lauk, og 13 ár eru færri en 20, 30 eða 40, ekki satt? Með þessari röksemdafærslu tel ég mig hafa sannað að Svavari Gestssyni misminni eitthvað um umfang efnahagsvandans þá og nú. Af einhverjum ástæðum líkir Svavar Gestsson efnahagsáföll- unum nú við síldarbrestinn. Ég tel mig hafa sýnt fram á að það sé málum blandið. Hvort það er gert til að réttlæta þau bráða- birgðalög og þær álögur á al- menning og kjaraskerðingu sem í þeim felst, þá mestu í sögu lýð- veldisins, skal ósagt látið. Megin- atriðið er að þjóðin á að fá að vita sannleikann alveg óútþynntan. Ekki vil ég ætla ráðherra það að fara vísvitandi með rangt mál, en rangar upplýsingar sem hann hefur fengið hafa frekar átt hér hlut að máli. Til að allrar sann- „... Til að allrar sanngirni sé gætt verður að geta þess, að fáir draga í efa að Svavari sé sumt vel gefið sem ráðherra .. girni sé gætt verður að geta þess, að fáir draga í efa að Svavari sé sumt vel gefið sem ráðherra. Mælskur er hann og reynist fólki oft vel sem til hans leitar, hef ég heyrt. Jákvæði þáttur hans skal ekki síður metinn og veginn en hinn þátturinn. Að lokum þetta: Ráðherrar eiga á hverjum tíma að framleiða sannleikann hreinan og ómeng- aðan, þjóðar sinnar vegna, og sjálfsagt reyna þeir það. Þeirri ríkisstjórn sem nú liggur sóttköld á banabeði skal óskað góðrar vistar hinum megin; kannski leynist þar líf að loknu þessu." n Rétt líkamsstaöa, fallegt göngulag og góöur fótaburður — eru ekki með- fæddir eiginleikar — þetta þarf aö læra. Ef þú hefur hug á aö taka þátt í nám- skeiöum skólans, þá færöu m.a. kennslu í andlits- og handsnyrtingu, hárgreiöslu, fatavali og mataræöi og fleira sem lítur aö útliti þínu og fasi. — Ef þessir þættir eru í lagi, kemur sjálfstraustiö ósjálfrátt! Fyrstu námskeiöin hefjast mánud. 6. september. Innritun og upplýsingar í síma 38126 frá kl. 16—20 þessa viku. Hanna Frímannsdóttir KONUR OG ÁFENGISOFNEYSLA TÍVOLÍ FYRR OG NÚ NÚTÍMADANS AÐ HÆTTI ISADORU DUNCAN HLÁTURINN ALLRA MEINA BÓT Föstudagsblciðid ergott forskot á helgina Ingibjörg Þorgeirsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég hefi ekki verið heima undan- farna daga og sá fyrst í morgun, að greinarkorn, sem ég sendi þér og fjallaði um vöntun á strætis- vagnaferðum að Norræna húsinu, hefur birst í þættinum á sunnudag (29. ágúst), og er ég þakklát fyrir það. Eg sá einnig, að hún er nafn- laus, svo að undirskrift mín hefur alveg fallið niður. Þætti mér vænt um, ef Velvakandi gæti getið þessa hjá sér í örstuttri athugasemd nú fyrir næstu helgi. Út af fyrir sig minnti hún þá um leið á efni greinarkornsins, og er það ágætt.“ • Velvakandi biður Ingibjörgu velvirðingar á þessum mistökum. AUGIYSINGASTOFA KRISTiNAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.