Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.1982, Blaðsíða 32
32 M0RGUNBLAÐ1P,'FIM#T,UDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Janúar-júní: Um 18,5% veltuaukn- ing hjá Norsk Hydro NORSKA storfyrirtækirt Norsk Hydro tilkynnti í vikunni, að heildarvelta fyrirtækLsins fyrstu sex mánuði ársins hefði verið 9.685 milljónir norskra króna, en til samanburðar var veltan 8.172 milljónir norskra króna á sama tíma í fyrra. Veltuaukningin milli ára er þvi um 18,5%. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á fyrstu sex mánuðunum dróst hins vegar nokkuð saman. Var 989 milljónir norskra króna í ár á móti 1.096 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn er því um 10% á milli ára. Mestur var hagnaður fyrirtæk- isins af sölu á olíu, gasi og áburði. Hins vegar komu aðrar deildir fyrirtækisins illa út og var tap á flestum þeirra á fyrstu sex mán- uðunum. Norsk Hydro segist muni fjár- festa fyrir 1,2 milljarða norskra króna í sambandi við olíu- og gasvinnslu á þessu ári, en hins vegar muni fjárfestingar fyrir- tækisins verða mun meiri á næsta ári. Talsmaður fyrirtækisins sagði á fundi með blaðamönnum í vik- unni, að fyrirtækið reiknaði með frekar slakri útkomu á þessu ári, því það væri staðreynd, að seinni hluti árs kæmi ætíð verr út, en sá fyrri. Auk þess gæfu aðstæður í efnahagsmálum umheimsins ekki tilefni til bjartsýni. ■ Endurfjármögnun Boeing 747-þota Cargolux lokið: Sjáum ýmis teikn á lofti um aukna eftirspurn og er- um því hæfilega bjartsýnir Góður árangur af gæðahringum — segir Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux „ENDURFJÁRMÖGNUN beggja Boeing 747-júmbóþota félagsins er nú lokið, en þær hafa nú verið fjármagnaðar í japönskum yenum með föstum vöxtum í stað þess, að þær voru áður í Bandaríkjadollurum með gífurlega háum vöxtum,“ sagði Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux, í samtali við Mbl. „MARKMIÐ gæðahringa er að virkja sem flesta af starfsmönnum fyrirtækja í umbótamálum og bæta þannig hag fyrirtækisins og starfs- manna þess,“ segir m.a. í stuttri lýs- ingu á gæðahringum, sem við rák- umst á í síðasta tölublaði „Álafoss- frétta". Ennfremur segir: „Japanir voru fyrstir allra þjóða að taka gæðahringa í notkun árið 1962, en fyrsti gæðahringurinn í Banda- ríkjunum var stofnaður 1972. Síð- an þá hefur útbreiðsla gæða- hringa aukizt mjög mikið og eru þeir algengir í flestum iðnvæddum löndum. Gæðahringir eru litlir hópar starfsmanna og verkstjóra þeirra. Gert er ráð fyrir, að þátttakendur í gæðahring vinni að afmörkuðum verkefnum og taka þeir sjálfvilj- ugir þátt í starfi gæðahringsins. Þátttakendur í gæðahringum fá þjálfun í aðferðum, sem nota má við lausn þeirra vandamála, sem upp koma í framleiðslu, en hóp- arnir hittast yfirleitt eina stund í hverri viku innan venjulegs vinnu- tíma. Reynsla annarra þjóða sýnir að gæðahringir bæta starfsanda á vinnustað og hafa yfirleitt jákvæð áhrif á árangur. Gæðahringirnir gefa starfsmönnum og verkstjór- um þeirra starfsvettvang, sem þeir geta notað með virkum hætti, til þess að bæta vinnuumhverfi sitt. Einnig gefa þeir starfs- mönnum möguleika á að taka þátt í ákvarðanatöku með hópstarfi. Reynsla annarra þjóða sýnir, að gæðahringarnir hafa skilað mikl- um árangri í sambandi við bætt gæði, aukið öryggi, aukna fram- leiðni og hafa þannig gegnt mikil- vægu hlutverki í stöðugri baráttu fyrirtækja fyrir lækkuðum kostn- aði, sem bætir samkeppnishæfni þeirra. Þótt gæðahringir séu í upphafi afmarkaður þáttur rekstrar hvers fyrirtækis ber að stefna að því, að þeir verði í fram- tíðinni fastur þátt í ákvarðana- töku innan fyrirtækisins." „Þessi endurfjármögnun er mjög mikilvægur þáttur í viðleitni okkar til að minnka kostnað fyrir- tækisins, sem hefur átt í ákveðn- um erfiðleikum undanfarið, eins og önnur flugfélög. Það hefur orð- ið ákveðinn samdráttur í flutning- um, auk þess sem farþegaflugfélög eru farin að veita mun meiri sam- keppni en áður, því þau geta flutt mikið magn af vörum í farang- ursrými breiðþota sinna, en þeim hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum. Til að mæta þessum erfiðleikum höfum við leitað allra ráða við verkefnaöflun, og í því sambandi höfum við sótt um leyfi til reglu- bundins flugs til Japans og við- ræður um það mál standa yfir um þessar mundir. Ef slíkt leyfi fæst mun það bæta okkar stöðu tölu- vert. Eins og kunnugt er buðum við í flutninga fyrir Air India, en þar var um að ræða verkefni fyrir tvær DC-8-þotur með áhöfnum. 54,6% fyrra Fjöldi starfsmanna hjá Álafossi var 364 í fyrra, hafði fjölgað úr 303, eða um liðlega 20% milli ára. Velta á hvern starfsmann var í fyrra liðlega 62.600 Bandaríkja- dollara, en var árið á undan 73.600 Bandaríkjadollarar. Minnkun veltu milli ára er því um 15%. Út- flutningur á hvern starfsmann var í fyrra að verðmæti 39.900 Banda- ríkjadollarar, en var árið á undan 48.100 Bandaríkjadollarar og hafði því dregizt saman um 17%. Þá má geta þess, að hlutur Ála- foss í heildarútflutningi á ullar- vörum á síðasta ári var um 45,9%, en var um 46,7% á árinu 1980, eða hafði dregizt saman um 1,7%. Hlutur Álafoss í heildarvöruút- flutningi landsmanna á síðasta ári var 1,61%, en var árið 1980 1,57%. Hafði hlutur fyrirtækisins því aukizt um 2,55%. Við vorum með mjög góð verð, en hins vegar hefur indverska félagið því miður ákveðið að framlengja samning sinn við Flying Tigers um a.m.k. þrjá mánuði, en eins og kunnugt er hafa Flugleiðir verið undirverktaki hjá þeim og útvegað áhafnir. Við bundum óneitanlega ákveðnar vonir við þann samning, því við höfum vélar og mannskap til reiðu nú þegar," sagði Einar Ólafsson ennfremur. Einar Ólafsson, forstjóri Cargo- lux, sagði ennfremur aðspurður, að félagið hefði nýverið gert samning við írskt flugfélag um leigu á einni DC-8:vélum félagsins til 27 mánaða, en írarnir hafa síð- an kauprétt á henni eftir þann tíma hafi þeir áhuga. Sú vél er leigð án áhafna. „Eins og staðan er í dag munum við leggja a.m.k. einni DC-8-þotu félagsins eitthvað fram á vetur, en ekki er útséð enn með ýmis verk- efni, sem við höfum verið að vinna að. Það mun hins vegar ekki koma til frekari uppsagna hjá félaginu en þegar er orðið. Þá má geta þess, að gengið hef- ur verið frá samningum við Níg- eríumenn um tveggja mánaða pílagrímaflug milli Nígeríu og Jeddah í Saudi-Arabíu. Til þess verkefnis höfum við leigt Boeing- 747-200-farþegaþotu. Flogið verð- ur með pílagrímana frá Nígeríu í september og síðan til baka 1 október," sagði Einar Ólafsson ennfremur. Einar Ólafsson sagði, að í dag færi langstærstur hluti flutninga félagsins með Boeing 747-þotum þess, en þær eru með opnu nefi og stórum hliðardyrum, sem gerir það að verkum, að hægt er að flytja ýmiss konar varning, sem aðrar Bugvélategundir geta ekki. Má í því sambandi nefna olíubor- unartæki og fleira í þeim dúr. „Félagið flýgur tvisvar í viku til Austurlanda fjær, en hins vegar höfum við uppi áætlanir um að fjölga ferðum þangað, þegar líða tekur á vetur, en við þykjumst sjá teikn á lofti um aukna flutninga, sérstaklega frá Singapore. Auk flugsins austur fljúgum við orðið reglulega einu sinni í viku til Níg- eríu, en þeir flutningar gengu mis- jafnlega á tímabili. Þá eru tvær Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux. ferðir reglulega vestur um haf. Flogið er til Miami, New York og til Mexikó. Það má skjóta því að, að Cargolux hefur samvinnu við mörg flugfélög í innanlandsflugi í Bandaríkjunum og nú síðast voru undirritaðir gagnkvæmir samn- ingar um ákveðna samvinnu við American Airlines. Við gerum okkur óneitanlega ákveðnar vonir um aukið flug milli Evrópu og Bandaríkjanna. Fyrir utan þetta reglubundna flug tekur félagið síðan að sér alls konar leiguflug fyrir aðila víðs vegar um heiminn, enda höfum við mjög góða aðstöðu til að gera slíkt. Við höfum vélarnar og mannskapinn og getum því flogið af stað með litlum sem engum fyrirvara. Það má skjóta því að til gamans, að við höfum sérhæft okkur dálítið í flutningum á lif- andi dýrum og í því sambandi höf- um við nýlokið við tuttugu flug með lifandi sauðfénað frá Aust- ur-Evrópu til Bandaríkjanna," sagði Einar Ólafsson. Einar var að síðustu spurður um framtíðarhorfur félagsins. — „Eftir að við höfum endurfjár- magnað Boeing 747-þotur félags- ins og gert ýmsar aðrar ráð- stafanir til hagræðingar í rekstr- inum, auk þess sem við þykjumst sjá teikn á lofti um eitthvað aukna eftirspurn, þá er ég alveg hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Við erum þegar komnir yfir erfiðasta hjall- ann,“ sagði Einar Ólafsson, for- stjóri Cargolux, að síðustu. Alafoss með um veltuaukningu í Heildarvelta reiknuö í dollurum svipuð milli ára Starfsmönnum fjölgaði um 20% í fyrra HEILDARVELTA Álafoss hf. á síðasta ári var tæplega 165 milljónir króna, en til samanburðar var hún liðlega 106,7 milljónir króna á árinu 1980. Veltuaukning milli ára er því liðlega 54,6%. Utflutningur fyrirtækisins var að verðmæti liðlega 105,1 milljón króna á síðasta ári, en var til sam- anburðar liðlega 69,8 milljónir króna árið á undan, eða hafði auk- izt um liðlega 50,5% milli ára. Sem hlutfall af veltu var útflutn- ingur Álafoss í fyrra um 63,7%, en var árið 1980 65,4%. Ef heildarvelta fyrirtækisins er skoðuð í Bandaríkjadollurum, kemur í Ijós að hún er mjög svipuð milli ára. Var 22,78 milljónir Bandaríkjadollara í fyrra, en 22,29 milljónir Bandaríkjadollara árið 1980. Aukningin milli ára er um 5,28%. Utflutningur fyrirtækisins dróst heldur saman, reiknað í Bandaríkjadollurum, en hann var að verðmæti um 14,51 milljón Bandaríkjadollara í fyrra, en hafði verið 14,58 milljónir Banda- ríkjadollara árið 1980. Samdrátt- urinn er tæplega 0,5%. Vísitala framleiðslumagns var í fyrra 302 stig, miðað við 100 árið 1973, en árið 1980 var hún 237,3 stig. Hækkun milli ára er því tæplega 27,3%. Vísitala fram- leiðni var í fyrra 155,3 stig, en var árið 1980 149,5 stig. Hækkun hennar milli ára er því tæplega 3,9%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.