Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 202. tbl. 69. árg. Vatíkanið vísar brigzl- um Israela ákveðið á bug Vatíkaninu, 13. september. AP. VATÍKANIÐ vísaði í dag ákveðið á bug mótmælum ísraelsstjórnar og málsvara hinna ýmsu samtaka Gyð- inga gegn viðræðum Jóhannesar Páls páfa II og Yasser Arafats leiðtoga PLO, en viðræðan á að fara fram á miðvikudag. Yfirlýsing Páfagarðs er óvenju harðorð, einkum varðandi þá staðhæfingu fsraelsstjórnar að rómversk-kaþólska kirkjan hafi þag- að þunnu hljóði um fjöldamorðin á Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. ísraelsk blöð halda því fram í dag að yfirlýsingin sem hefur valdið svo miklum úlfaþyt sé runnin undan rifjum Menachem Begins forsætis- ráðherra, en hann hafi m.a. látið svo um mælt á ríkisstjórnarfundi að Vatíkanið hafi látið undir höfuð leggjast að mótmæla ofbeldisverk- um Palestínumanna í Libanon á sama hátt og það hafi látið gyð- ingaofsóknirnar miklu afskipta- lausar. í yfirlýsingu Vatíkansins í dag segir m.a. að þessi brigzl séu í hróplegu ósamræmi við sannleik- ann, um leið og vísað er til marg- ítrekaðra ummæla Jóhannesar Páls páfa II varðandi ofsóknir og fjölda- morð á Gyðingum, m.a. er hann heimsótti föðurland sitt fyrir þrem- ur árum og hafði viðkomu í útrým- ingarbúðum nazista í Auschwitz. Israelsriki hefur aldrei hlotið opinbera viðurkenningu Vatíkans- ins, en í heimsókn sinni þangað í janúarmánuði sl. lét Shamir utan- ríkisráðherra ísraels í ljós ákveðn- ar óskir um slíka viðurkenningu hið fyrsta. Bretar og Argentínu- menn að hætta refsi- aðgerðum Lundúnum, 13. september. AP. Á MIÐNÆTTI aflétta Bretar og Arg- entínumenn gagnkvæmum refsi- ákvæðum á sviði efnahagsmála, en þau hafa verið í gildi síðan í Falklandseyjastriðinu. Gagnkvæmu viðskiptabanni hefur ekki verið aflétt enn sem komið er en talið er að þess sé skammt að bíða að svo verði. Gildisfellingin nú felur m.a. í sér að bankaviðskipti landanna verða með eðlilegum hætti á ný, en samkomulag um þetta var gert á fundi Alþjóöa- bankans í Toronto í síðustu viku. Helztu afleiðingar þess að refsi- ákvæðin falla úr gildi verða þær að Argentínumenn fá aðgang að inni- stæöum sínum í brezkum bönkum,[ sem Bretar „frystu" þegar Argent- inumenn gerðu innrásina á Falk- landseyjar hinn 3. apríl sl. Talið er að alls eigi Argentínumenn jafn- virði eins milljarðs Bandaríkjadala í peningastofnunum í Bretlandi. Þá hefur þetta í för með sér að Bretar geta á ný farið að taka vexti af lánum sem þeir hafa veitt Argent- ínumönnum, en vafasamt þykir að Argentínumenn séu þess umkomn-1 ir að standa í skilum með greiðslur 1 af þeim þar sem fjárhagur þeirra er afar bágur. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugslysið í Malaga: Útlit fyrir að Malaga, 13. september. AP. ÞEGAR líða tók á kvöld benti flest til þess að allt að 77 manns hafðu farizt þegar DC-10-þota Spantex-flugfélagsins hrapaði í flugtaki frá Malaga-flugvelli í morgun. Auk þeirra 46 sem spönsk stjórnvöld telja fullvíst að hafi látið Ifflð er 31 saknað, en 83 eru í sjúkrahúsum, þar af 14 í gjörgæzlu. 393 voru um borð í þotunni, sem átti að fara til New York. Orsakir slyssins eru ókunn- ar, en fyrsta athugun bendir til þess að hægri hreyfill þotunn- ar hafi brugðizt. Farþegalisti verður ekki birtur fyrr en á morgun, en starfsmaður Spantex í New York sagði í kvöld að 95% farþeganna um borð hefðu verið Bandaríkja- menn. Frásagnir af því sem raun- verulega gerðist stangast á, en haft er eftir flugstjóranum, Juan Perez, að þegar þotan hafi verið komin í um 20 metra hæð frá flugbrautinni hafi hún tekið að titra mjög. Hafi hann þá reynt að draga úr vélarafli í því skyni að lenda. Það mis- tókst og þotan skreiddist yfir þjóðveginn milli Cadiz og Barcelona áður en hún skall 77 hafi farizt niður við gróðrarstöð, í um 500 metra fjarlægð frá flugbraut- arenda. Skömmu síðar stóð þotan í ljósum logum og á tveimur stundum brann hún til kaldra kola. Engin sprenging varð í þotunni og mun það hafa ráðið mestu um björgun þeirra yfir 300 sem komust lífs af. Hægri hreyfill þotunnar fannst við þjóðveginn, alllangt frá þeim stað er þotan kom niður á. Læsingar á neyðardyr- um fyrir aftan mitt farþega- rýmið virkuðu ekki og höfðu flestir þeirra sem fórust setið aftarlega. Að sögn þeirra sem tókst að forða sér varð öng- þveiti mikið þegar fólkið reyndi að ryðjast fram eftir ganginum, en af þotunni brann allt nema stélið og trjónan. I ljós hafa komið efasemdir um að þyngd þotunnar hafi verið undir leyfilegu marki, en skv. Jane’s All the World Aircraft ber DC-10-þota 380 farþega, auk 13 manna áhafnar, að því tilskildu að í þotunni sé aðeins eitt farrými, „Economy-class“. Sjá bls. 19. „Það hljóta ein- hverjir að hafa dáið.“ Vaxandi hætta á hörkuátökum milli ísraela og Sýrlendinga Beirút, 13. september. AP. ÍSRAELSKAR orrustuþotur gerðu loftárásir á bækistöðvar Palestínu- manna og Sýrlendinga í Austur-Líbanon í dag. Um þrjátíu hermenn og skæruliðar létu lífíð í þessum árásum sem eru hinar mestu sem ísraelar hafa gert frá því að vopnahléð 23. júlí gekk í gildi. Mestan usla gerðu ísraelsmenn í Bekaa-dalnum og þegar kvölda tók logaði enn glatt í mörgum mannvirkjum þar um slóðir. Heimildum ber saman um að árásirnar hafi byrjað um hálf- áttaleytið að staðartíma og var haldið áfram af mikilli hörku þar til birtu tók að bregða. Þessar ítrekuðu árásir Israela eru taldar auka mjög hættuna á því að senn slái í harða brýnu milli þeirra og Sýrlendinga, en eftir árás ísraela á eldflauga- bækistöðvar Sýrlendinga á sunnudaginn lýstu hinir síðar- nefndu því yfir að her þeirra, í lofti, á láði og legi, væri kominn í viðbragðsstöðu á öllum víg- stöðvum. Israelska herstjórnin hefur sakað Sýrlendinga um að hafa á síðustu þremur vikum rofið vopnahléð 98 sinnum. Auk þess hefur herstjórnin birt yfirlýs- ingu þess efnis að milli fjögur og fimm þúsund Palestínuliðar hafi komið sér fyrir í skjóli Sýrlendinga í Bekaa-dal eftir að tekizt hafi að flæma þá frá Beirút og stöðvunum í S-Líban- on.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.