Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
7
Tveir hestar týndir
Rauöur hestur tvístjörnóttur (skipt blesa) og brúnn
hestur, markaöur vaglrifaö framan vinstra, töpuöust
frá Fossi í Grímsnesi í byrjun ágústmánaöar. Hest-
arnir munu (sennilega) hafa sést hjá Ingólfsfjalli og í
Ölfusi í ágúst.
Þeir, sem veitt geta upplýsingar um feröir þessara
hesta eöa vita hvar þeir eru niðurkomnir, eru beönir
aö láta vita af því í símum 50005 eöa 43043, eöa hjá
lögreglunni á Selfossi.
Tökum
upp
á myndbönd:
Fræðsluefni, viötalsþættir, kynningar á félags-
starfsemi og fyrirtækjum o.m.fl. Klippum og lögum
efnið til sýningar. Fjölföldun fyrir öll kerfin.
Fullkominn tækjabúnaöur.
Myndsjá
S: 11777
ávaxtarþú
sparifé þitt
Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að
verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis-
munandi ávöxtun.
Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið:
Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs.
Verðtryggð veðskuldabréf.
Óverðtryggð veðskuldabréf.
Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs.
Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum
og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu
án endurgjalds.
Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér
hagkvæmustu ráðstöfun þess.
Verðbréíamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lönaóarbankahúsinu Simi 28566
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Brottför Steingríms
vakti nndrun ráöherra
Allir jafn undrandi
Þegar frá því var skýrt hér í blaöinu sl. fimmtudag, að
Steingrímur Hermannsson heföi yfirgefið ráöherrafund um
vanda útgerðarinnar í skyndi til að fara til útlanda, var fyrir-
sögnin sú sem hér er birt: Brottför Steingríms vakti undrun
ráðherra. Síðan hafa allir verið jafn undrandi yfir þessari
utanför — en til hennar var stofnað til þess að formaður
Framsóknarflokksins gæti kynnt „íslenska efnahagsundrið"
á fundi í Haag. Er ekki að efa, að áheyrendur hans þar hafi
einnig orðiö undrandi, þegar þeir kynntust niðurtalningar-
stefnunni og „árangri" hennar.
Erindi
Steingríms
Fátt befur verið meira til
umræðu manna á meðal
siðustu daga en skyndileg
utanfor Steingríms Her-
mannssonar, sjávarútvegs-
ráðberra, sl. miðvikudag.
Ráðherrann hljóp út af rík-
isstjórnarfundi rétt um há-
degisbilið á miðvikudag til
að ná í vél Arnarflugs til
Amsterdam. Á ráðherra-
fundinum var verið að
neða vandamál sjávarút-
vegs á íslandi en í Hol-
landi beið ráðherrans
fundur hjá forystumönnum
frjálslvndra flokka í Evr-
ópu og mun hann hafa
komið þar fram sem for-
maður Framsóknardokks-
ins og rætt um „íslenska
efnahagsundrið", en eins
og framsóknarmönnum
einum er Ijóst felst þetta
„undur" í því að verðbólg-
an hækkar þegar hún er
talin niður samkvæmt
efnahagsstefnu Framsókn-
arflokksins. Er ekki að efa,
að sjávarútvegsráðherra
hafi einnig rætt um það
„undur", að hann skyldi
vera staddur á pólitískum
fundi i Haag á meðan það
verkefni beið hans heima á
íslandi að koma í veg fyrir,
að atvinnutækin sem eru
forsendan fyrir efnahagsaf-
komu íslendinga, fiskiskip-
in, stöðvuðust.
Hollenska
veikin
Á það hefur verið minnst
fyrr hér í Staksteinum, að
það hafi oftar en einu sinni
gerst að málgagn fram-
sóknarmanna, Timinn, hafi
lýst framsóknarmenn sig-
urvegara í kosningum viða
um heim. Takist einhverj-
um erlendum manni að
ávinna sér vinsældir fær
hann fljótlega á sig fram-
sóknarstimpil á síðum Tím
ans. Kemst blaðið átölu-
laust upp með þetta vegna
þess hve litla útbreiðslu
það hefur erlendis — hin
saklausu fórnarlömb frétta
aldrei af því að þau hafi
verið dregin í framsókn-
ardilkin.
Fyrir nokkrum mánuð-
um birtist forystugrein í
Timanum um „hollensku
veikina“, en þetta hugtak
hefur verið notað um þá
innan Atlantshafsbanda-
lagsins, sem eru tregir til
stóriæða í varnarmálum,
vilja ekki að SS-20-eld-
flaugum Sovétrikjanna sé
svarað með nýjum cld
flaugum í NATO-ríkjunum
oafrv. Mátti skilja forystu-
greinina á þann veg, að
höfundur hennar liti ekki á
„hollensku veikina" sem
mjög hættulega pest —
hún væri eins konar fram-
sóknarundur í öryggismál-
um eins og niðurtalningin í
efnahagsmálum.
Gestgjafar
Steingríms
Sama dag og Steingrím-
ur Hermannsson hélt til
Hollands fóru þar fram
þingkosningar. Sigurvegari
í þessum kosningum var
flokkur, sem kennir sig við
stafina WD en þeir standa
fyrir orðin Volkspartij voor
Vrijheid en Democratie og
mætti þýða: Þjóðarflokkur
frelsis og lýðræðis. Þessi
flokkur er talinn lengst til
hægri af stóru flokkunum
fjórum í Hollandi. Hann
jók þingmannafjölda sinn
úr 26 í 36 og var tvímæla-
laust sigurvegari kosn-
inganna. WD i Hollandi
er frjálsyndi flokkurinn
þar í landi og komu því
innlendir gestgjafar
Steingríms Hermannsson-
ar í Haag úr honum.
Hér er ekki ástæða til að
skilgreina úrslit þingkosn-
inganna í Hollandi eða
hvaða áhrif þau hafi, ný
ríkisstjórn hefur ekki enn
verið mynduð. Hitt er Ijóst,
að sigur WD í kosningun-
um í síðustu viku er talinn
vera öflugasta ráðið sem
Hollendingar gátu sjálfir
gripið til i því skyni að
stöðva útbreiðslu „hol-
lensku veikinnar" —
Frjálslyndi flokkurinn í
Hollandi hefur tekið skýr-
ari afstöðu en nokkur ann-
ar af stóru stjórnmála-
flokkunum í landinu því til
stuðnings, að Hollendingar
standi við NATO-skuld-
bindinguna frá 12. desem-
ber 1979 þess efnis, að 48
bandarískum stýriflaugum
með kjarnahleðslum verði
komið fyrir á skotpölhim í
Hollandi. Ráði stefna
frjálslynda flokksins i nýrri
samsteypustjórn í Hollandi
mun „hollenska veikin"
ekki lengur hrjá ráðherr-
ana í henni.
Fjölbreyttur
vinahópur
Vinahópur framsóknar-
manna í útlöndum er mjög
fjölbreyttur. Skilgreining á
honum færir menn ef til
vill nær skilningi á því, að í
raun er Framsóknarflokk-
urinn pólitiskt „undur":
Hann vinnur oftar kosn-
ingar í útlöndum en nokk-
ur annar íslenskur stjórn-
málaflokkur. Hann tekur
þátt í samstarfl við hægri
siruiaða frjálslynda flokka
í Evrópu og hann telur sig í
bræðraböndum við
„Bændaflokkinn" í Búlg-
ariu, sem er mannauð
deild í kommúnistaflokki
landsins.
«
Nýtt efni sem límir og þéttir í senn.
T ré, plast, stál og steypu, úti og inni,
- allan ársins hring.
Pottþétt og auövelt í notkun.
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRCM - SÍMI 53333