Morgunblaðið - 14.09.1982, Page 14

Morgunblaðið - 14.09.1982, Page 14
Norðurlandaþjóðirnar eru aftur orðnar ein fjölskylda 14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Ræða forseta íslands við opnun sýning- arinnar Scandinavia Today í Minneapolis Herrar mínir og frúr, kæru vin- ir! Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Minneapolis, til hinna frægu tvíburaborga Miðvestur- ríkjanna. Þetta er reyndar fyrsta heimsókn min til Bandaríkjanna. Heimsóknin hefur verið mikil lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma. En ég hlýt að játa, að fyrir Norðurlandabúa eins og mig er eitthvað alveg sérstakt við að koma til Minneapolis. Það vekur mér undarlega til- finningu. Það er sem ég væri kom- in heim, eða svo gott sem. Eða hafi komið hér áður. Ekki er hægt ann- að en vita af merkilegum norræn- um menningararfi hér við hvert fótmál. Allt í kring get ég séð verksummerki fortíðarinnar og hvernig hún hefur mótað nútíðina. Eg veit að sjálfsögðu, að það er ekkert sérnorrænt við tvíbura- borgirnar. Reyndar minnir St. Paul mig sterklega á ýmsar borgir á meginlandi Evrópu. En ég er viss um að við þetta hátíðlega tækifæri, opnun sýningarinnar Scandinavia Today, muni þau ykk- ar sem ekki eru af norrænum upp- runa virða mér það á betri veg þótt ég kjósi að fjalla einkum um hin skandinavísku tengsP Þegar ég kynnti mér sö, ' borg- ar ykkar hreifst ég af þeim fróð- leik, að Cedar Avenue var í eina tíð uppnefnt Snúss Avenue. Við vitum öll hvað snúss var. Afar okkar á dökkbrúnu ljósmyndunum tóku allir í nefið. Kannski gerðu feður okkar slíkt hið sama. Snúss var snar þáttur af skandinavísk- um lífsvenjum. Mér er sagt, að einn af ykkar gömlu járnbrautar- kóngum, James Hill í St. Paul, hafi komist svo að orði: „Fáið mér gengi Skandinava og dálítið af snússi og ég skal leggja járnbraut um sjálft víti.“ Ekki veit ég hvort þessi saga er sönn. Eins og við segjum á íslandi: ég sel hana ekki dýrar en ég keypti. En það er í henni sann- ieikskjarni eins og öllum góðum sögum, eða þótt ekki væri nema endurminning um þann sannleika, að innflytjendurnir frá Norður- löndum urðu að vinna hörðum höndum og þeir áttu erfiða daga. Þið þekkið öll hina sígildu lýs- ingu á norrænum innflytjendum hér í Ameríku: „Fyrst reisa þeir hlöðu. Svo byggja þeir kirkju. Þessu næst reisa þeir skóla. Og svo byggja þeir yfir sig.“ Það er vel þess virði að velta þessari lýsingu fyrir sér. Hún fel- ur í sér skilning á því sem þessir forfeður okkar settu öðru ofar. Fyrst kemur starfið sjálft — það þarf að Ijúka verkum, koma upp- skerunni í hús, sjá fjölskyldunni fyrir mat. Næst er að huga að and- legum þörfum. Síðan komu menntunarþarfir barnanna, upp- bygging fyrir framtíðina — því það sem einkenndi þessa iand- nema öðru fremur, fyrir utan vinnusiðgæði þeirra og guðsótta, var virðingin sem þeir báru fyrir menntun, fyrir lærdómi sem leið til betri skilnings og betri fram- tíðar. Og að lokum var það eins og munaður eftir á að smíða sér snot- urt hús. Þetta er dæmisaga af forfeðrum okkar. Og hér í tvíburaborgunum með þeirra 300 kirkjum, ótal mennta- og listastofnunum, iðandi og blómlegu viðskiptalífi og fögr- um heimilum er það ljóst að arfur þeirra hefur aldrei fallið í gleymsku. Annað var það sem ég tók vel eftir í dag og það var sá fjöldi trjáa sem hvarvetna gefur að líta. Ég verð að játa á mig vissa öfund, því á mínu landi, íslandi, er heldur fátt um tré. Mér er sagt, að á kreppuárunum á fjórða áratugn- um hafi landstjórinn í Minnesota byrjað að framkvæma mikla áætl- un um að planta milljónum trjáa til að sjá atvinnuleysingjum fyrir vinnu — var þetta hluti af áætlun Roosevelts, New Deal. Mikið var þetta háleit og skap- andi hugmynd! Fátt veitir meiri ánægju í lífinu en að gróðursetja tré. Þegar ég tók við embætti for- seta íslands leyfði ég mér að laga þessa hugmynd að okkar aðstæð- um í ákafri löngun minni til að horfa fram á veg. Hvar sem ég fer pianta ég þrem trjám, einu fyrir piltana, öðru fyrir stúlkurnar og hinu þriðja fyrir þá óbornu — trjám sem eiga sér rætur í fortíð- inni. Og ég segi börnunum að þau verði að hugsa vel um þau. Og það var mér ánægjuefni að frétta, að landstjórinn í Minne- sota, sem byrjaði á gróðursetn- ingaráætlun ykkar á fjórða ára- tugnum, var maður af sænskum og norskum ættum, Floyd B. Olson. Getur nokkur maður skilið betri minnisvarða eftir sig í sam- félaginu en tré? Lifandi tré eru mér voldugt tákn um fyrirhyggju um framtíð- ina og umhyggju fyrir fortíðinni, sem sameinast í góðri gjöf. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því á síðari árum, hvernig vaknað hefur í Bandaríkj- unum meðal stórra hópa í samfé- laginu áhugi á að leita að rótum sínum, þjóðlegum uppruna, kanna eigin fjölskyldusögu. Menningar- atburðir tengdir Scandinavia To- day munu þjóna þessari leit að fortíðinni hér í Minnesota og í nágrannaríkjunum þar sem svo margt er um menn af norrænum uppruna. Orðið „fjölskyldutré" er ekki að- eins leitt af mynstri ættartölunn- ar sem það er teiknað á. Það vísar til þess að við erum í raun og veru hluti af lifandi, vaxandi tré. Mér finnst stundum, að á íslandi, þar sem enn í dag er svo fátt um tré, hafi menn bætt sér upp þann skort með fjölskyldutrjám. Við erum gjörsamlega heilluð af ættfræði, þau eru okkar þjóðar- ástríða. Mikill fjöldi íslendinga telur það mikilvægt að sanna með nákvæmum tilvísunum að þeir séu afkomendur fyrsta landnáms- mannsins, Ingólfs Arnarsonar, eða annarra þeirra sem getið er um í Landnámabók, riti sem ekki á sinn líka. Hér er nú um þrjátíu kynslóðir að ræða. Það er ærin ástæða til að geta þess hérna meg- in Atlantshafsins, að sum okkar geta rakið ættir sínar til fyrsta evrópska barnsins sem fætt var í Ameríku, sveins sem Snorri hét Þorfinnsson. Hann var sonur Þorfinns Karls- efnis, foringja leiðangurs nor- rænna manna, sem reyndu að setj- ast hér að fyrir þúsund árum. Móðir hans — nafn hennar er auðvelt í framburði: Guðríður Þorbjarnardóttir — á það reyndar skilið að hennar sé getið lítillega, ekki síst nú þegar fram fer fjörleg umræða um hlutverk þau sem konur geta gegnt í samfélögum. I fáum orðum sagt: þessi kona fór yfir Atlantshafið nokkrum sinn- um á þeim tima þegar flestir menn dóu á sama stað og þeir fæddust án þess að hafa nokkru sinni að heiman farið. Eftir að til- raun til landnáms hérna megin Atlantshafsins hafði mistekist sneri þessi sterka konu aftur til íslands um Noreg og áður en hún dó gekk hún suður til helgrar borgar, Rómar, í pílagrímsferð. Það er ekki að efa að hún var víð- förlust kona sinnar aldar og að líkindum um margar aldir. Það er ekki lygisaga heldur söguleg staðreynd að norrænir menn fundu Ameríku um árið 1000. Það viðurkennum við öll nú um stundir og við öll vitum það líka, að forfeður okkar, víkingarn- ir, voru ekki sljóir og menning- arsnauðir villimenn eins og út- breiddar sagnir vilja vera láta. Við þekkjum einnig þann mikla jákvæða og skapandi skerf sem þeir lögðu til evrópskra lista og bókmennta á miðöldum. En hvernig stóð á því að þessi kraftur fjaraði út? Hvað varð af þeirri hráu orku sem víkingar gáfu heiminum? Ég þykist viss um að ein ástæð- an var sú, að Norðurlandaþjóðir sóuðu orku sinni í innbyrðis deilur og skærur. Það var engin eining, engin samvinna, aðeins endalaus valdabarátta og tilraunir til að beygja grannann undir sitt ok. Nú hefur þetta al!t breyst sem betur fer. Áratugum saman hefur norræn samvinna orðið æ nánari. Við höfum nú náð því stigi, að í stað þess að heyja stríð hver við i „Okkar maðuru á Akranesi Akranesi, 8. september. NÝTT leikár er nú að hefja göngu sína hjá Skagaleikflokknum á Akra- nesi en flokkurinn hefur starfaö óslitið síðan vorið 1974, eftir sýn- ingar á Járnhausnum eftir þá bræð- ur Jónas og Jón Múla Árnasyni, sem þá var settur upp af /Eskulýðsráði. 17. verkefni flokksins verður leikrit- ið „Okkar maður“ eftir Jónas Árna- son, sem er söngvafarsi byggður á svokölluðu „Musíc Hall“ leikformi. sem upprunnið er á öldurhúsum enskra borga á 18. og 19. öld. T.d. var Saddler’s Wells dæmigert slíkt hús, sem jafnframt léttum veigum bauð uppá söng og dansatriði ásamt léttu spaugi. í sýningunni taka þátt 20 manns á sviði og annað eins að tjalda- baki. Músikin er fengin að láni úr gömlum stefjum frá 1929—30 m.a. eftir ekki minni snillinga en Cole Porter og Duke Ellington. — Efni leiksins er í stuttu máli um mann sem er að fara í framboð. Sýn- ingar hefjast væntanlega í lok október. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir, leikhúsfræðingur. Annars hefur Sigrún nú undan- farið verið með leiknámskeið á Akranesi og kennir hún bæði lík- ams- og raddþjálfun. Föstudagskvöldið 17. sept. verð- ur kvöldvaka Skagaleikflokksins í Rein með kertum og léttum veit- ingum undir heitinu „Þið munið hann Jónas“ en heiðursgestur og aðalskemmtari verður Jónas Árnason. Þar verður einnig á ferð- inni 4—5 manna sönghópur ásamt undirleikurum, fluttur verður leikþáttur og lesið verður upp. Þá verður rabbað við Jónas og mun hann m.a. syngja írskt þjóðlag, „Sönginn um sansarann", sem Skagamenn ættu að kannast við. Formaður Skagaleikflokksins ei Guðbjörg Árnadóttir. — Júlíus Guðbjörg Árnadóttir, Jónas Árnason og Sigrún Valbergsdóttir. Magasin heldur fyrirsætukeppni FIMMTUDAGINN 16. september hefst fyrirsætukeppni Magasín, sem haldin er í samvinnu við Módelsam- tökin. Tilgangur keppninnar er að velja Ijósmyndafyrirsætur fyrir Magasín-vörulistann 1983. Valið verður um 6 fyrirsætur í þremur aldursflokkum, dömu og herra í tískuljósmyndun á aldrin- um 16—25 ára, dömu og herra unglingamódel 12—15 ára og tvö börn 4—12 ára. Bestu fyrirsæturnar fá ferða- vinninga með Ferðaskrifstofunni Sögu, og fatnað frá Magasín. A fimmtudag verður haldið kynningarkvöld í veitingahúsinu Broadway, þar sem fyrirsætuvalið verður kynnt nánar, og tekið verð- ur við upplýsingum um væntan- lega þátttakendur. Á dagskrá verður hausttísku- sýning frá Magasín, snyrtivöru- kynning, dans og fleira. Miklar breytingar standa nú yfir á versluninni Magasín í Kópavogi. Hans Björnsson verslunararkitekt frá Kaupmannahöfn hefur endur- hannað verslunina og séð um breytingarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.