Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
©
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir Sigurö Sverrisson
Helmut Schmidt kanslari
neitar að gefast upp
í KJÖLFAR aukinnar spennu í þýskum stjórnmálum undanfarna
daga og vikur hafa fréttaskýrendur velt því mjög fyrir sér hvort
haustdagar séu í nánd á stjórnmálaferli Helmut Schmidt, kansl-
ara V-Þýskalands.
Jafnaðarmannaflokkur hans, SPD, á minnkandi fylgi að fagna,
upplýsingar sem lekið hafa út úr óbirtri skoðanakönnun herma
að stjórnin njóti aðeins fylgis 36% kjósenda og Hans Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra, hefur rétt eina ferðina hótað að
draga flokk sinn, frjálsa demókrata, FDP, út úr samsteypustjórn-
inni.
Margir fréttaskýrenda eru
meira að segja á þeirri
skoðun að samsteypustjórnin,
sem hefur átt undir högg að
sækja allt frá því hún tók við
völdum fyrir tveimur árum,
væri fyrir löngu fallin ef ekki
nyti hins mikla persónufylgis
Helmut Schmidt.
„Menn hlaupast ekki undan
ábyrgð þegar illa gengur"
sagði Schmidt kanslari í ein-
hverri harðorðustu ræðu sinni
í v-þýska þinginu á fimmtu-
dag. Veittist hann mjög harka-
lega að Helmut Kohl, leiðtoga
kristilegra demókrata, og
ásakaði hann um órökstudda
gagnrýni og úrræðaleysi.
Þrátt fyrir hótanir Genscher
tók Schmidt ekki í mál að
segja af sér þegar þess var
krafist í heitum umræðum í
þinginu á fimmtudag, né held-
ur ljéði hann máls á því að
breyta efnahagsstefnu stjórn-
arinnar til samræmis við
breyttar kröfur frjálsra demó-
krata. Hann þvertók einnig
fyrir að gengið yrði til at-
kvæða um traustsyfirlýsingu
við stjórnina og að efnt yrði til
almennra kosninga eins og
kristilegir demókratar hafa
krafist, tveimur árum áður en
kjörtímabil hans rennur út.
Schmidt ýtti til hliðar öllum
ásökunum stjórnarandstöð-
unnar um getuleysi stjórn-
valda. Sagði hann að nýr
meirihluti undir stjórn Helm-
ut Kohl, leiðtoga kristilegra
demókrata, CDU, væri á engan
hátt hæfari til að bæta um
betur. Skipti þá engu hvort um
væri að ræða málefni er snertu
varnir landsins, efnahag, iðnað
eða félagsmál. Það hefur
hingað til verið sterkasta
tromp kanslarans, að Kohl
hefur ekki getað komið fram
með neinar áþreifanlegar og
sannfærandi tillögur til lausn-
ar þeim vanda sem steðjar að
v-þýsku þjóðlífi.
Virtist koma mjög á Kohl
eftir hina leiftrandi ræðu
kanslarans. Sagði hann að
réttast væri nú að allir flokkar
biðu úrslitanna í ríkiskosning-
unum í Hessen og Bæjaralandi
í þessum mánuði.
Talið er víst að frjálsir
demókratar, sem hafa lykil-
stöðu í þýskum stjórnmálum,
noti kosningarnar í Hessen
sem mælistiku á stöðu sína og
hvort þeir eigi að styðja
stjórnina áfram eða ganga til
liðs við kristilega demókrata í
stjórnarandstöðunni.
Það er einkum tvennt mik-
ilvægt sem kosningarnar í
Hesse þann 26. september
leiða í ljós. Vinni kristilegir
demókratar allsherjar sigur
þar hafa þeir náð meirihluta
að tveimur þriðju innan Bund-
esrat, efri deildar þýska þings-
ins. Þar með eru þeir komnir í
þá aðstöðu að geta stöðvað all-
ar lagasetningar stjórnarinn-
ar. Þar sem frjálsir demókrat-
ar segjast nú heldur vilja eiga
aðild að stjórn undir forystu
kristilegra demókrata í stað
sósíaldemókrata, SPD, í Hess-
en geta kosningarnar gefið til
kynna hvort þeir geti einnig
átt von á fylgisaukningu með
því að færa stuðning sinn
einnig á milli í Bonn.
Takist frjálsum demókröt-
um vel upp í kosningunum í
Hessen og ákveði þeir í kjölfar
þess að segja skilið við stjórn
Helmut Schmidt væri æskilegt
að efna til kosninga þó ekki
væri til annars en þess að gefa
hinum almenna kjósanda kost
á að styðja eða hafna stjórn-
arbreytingum á miðju kjör-
tímabili.
Þegar hér er komið sögu eru
hins vegar ýmis ljón í vegin-
um. Aðeins einu sinni í sögu
lýðveldisins hefur verið efnt til
kosninga á miðju kjörtímabili,
1972. Vestur-þýska stjórn-
arskráin var samin með það
fyrir augum að halda pólitísku
jafnvægi í landinu. Hún kveð-
ur á um að ekki sé hægt að
efna til kosninga á kjörtíma-
bilinu nema kanslarinn fari
sjálfur fram á að gengi verði
til atkvæða um traustsyfirlýs-
ingu við stjórnina. Hana þarf
síðan að fella í þinginu áður en
hægt er að efna til almennra
kosninga. Atkvæðagreiðsla að
tilhlutan stjórnarandstöðunn-
ar nægir ekki.
Þegar Willy Brandt, þáver-
andi kanslari V-Þýskalands,
vildi knýja fram kosningar
1972 áður en kjörtímabilið var
á enda, sátu stuðningsmenn
stjórnar hans viljandi hjá í at-
kvæðagreiðslunni til þess að
tryggja að vantraustsyfirlýs-
ingin yrði samþykkt.
A hinn bóginn getur þingið
einnig rekið kanslarann með
því að samþykkja vantrausts-
yfirlýsingu að undirlagi
stjórnarandstöðunnar svo
fremi sem meirihlutasam-
komulag liggur fyrir um arf-
taka. Með þessum hætti er
möguleiki á að Kohl taki við,
en til þess að svo geti orðið
þurfa frjálsir demókratar að
styðja hann.
Schmidt virðist aftur á móti
vera staðráðinn í því að berj-
ast áfram. Hann heldur því
fram sér og stjórn sinni til
málsbóta, að hún hafi verið
kjörin með 45 þingsæta meiri-
hluta fyrir tveimur árum og
engin ástæða sé fyrir hana að
fara frá völdum. Augljóst þyk-
ir, að Schmidt vonast einlæg-
lega eftir því að frjálsum
demókrötum vegni illa í kosn-
ingunum í Hessen og þeir
ákveði að veita samsteypu-
stjórninni stuðning sinn
áfram. Innst inni efast þó eng-
inn um að Schmidt geri sér
grein fyrir því að erfiðleikar
stjórnarinnar verði ekki leyst-
ir í bráð.
(Heimildir: (.uardian, The Economist,
London Times og The Obnerver.)
Melmut Schmidt, kanslari V-Þýskalands, í ræðustól á þinginu á fimmtu-
dag í síðustu viku.
Sinfóníuhljómsveit íslands á SauÖárkróki:
„Hjörtu Skagfirðinga
rýmri en húsakynnin“
Aðrir tónleikar Sinfóníu- voru haldnir á Sauðárkróki
hljómsveitar íslands í hringferð fimmtudagskvöldið 9. septem-
hljómsveitarinnar um landið ber. Var komið á Krókinn um
Sigurður Bjömsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands (t.h.),
býður Eyþór Stefánsson, tónskáld, og konu hans, Sigríði Stefánsdóttur,
velkomin á tónleikana í Bifröst.
Spennandi keppni í
moto-krossi og sand-
spyrnu á Akureyri
Helgina 28.—29. ágúst stóð Rílaklúbbur Akureyrar fvrir fslandsmeistaramót-
inu í sandspyrnu í Hrafnagili og moto-cross-keppni í gryfjunum fyrir ofan Akur-
eyri, en sú keppni var liður í keppninni um Islandsmeistaratitilinn. Þetta er
fyrsta skiptið sem norðanmenn haída moto-cross-keppni enda nýbúnir að leggja
braut á þessu svæði sem bg jarvfirvöld á Akureyri hafa úthlutaö þeim undir
akstursíþróttir.
Moto-cross-keppnin fór fram á
laugardeginum í besta veðri. Það er
mál manna að brautin sé ein sú
skemmtilegasta sem lögð hefur ver-
ið hér og jafnframt ein sú erfiðasta.
Þrátt fyrir að Akureyringarnir
væru að halda þessi keppni í fyrsta
sinn var framkvæmd öíl til fyrir-
myndar.
Til leiks mættu 12 keppendur af
Stór-Reykjavíkursvæðinu og 3 frá
Akureyri. Keppnin var ákaflega
spennandi og skemmtileg á að
horfa, en þrír menn skáru sig þó
fljótlega úr. Það voru þeir Heimir
Barðason á Maico 490, Þorkell Ág-
ústsson á Kawasaki 250 og ís-
landsmeistarinn frá því í fyrra,
Þorvarður Björgúlfsson. Þessir
menn hafa einmitt keppt um efstu
sætin í moto-crossi á síöustu árum.
Sú staða kom upp í þessari keppni
að beir Heimir og Þorkell hlutu
jafnmörg stig út úr keppninni sam-
anlagt, en keppnin fer þannig fram
að haldin eru tvo moto með hálftíma
hléi á milli. Heimir vann fyrra mót-
ið og Þorkell varð annar. Þorkell
vann seinna mótið en Heimir varð
annar. Þegar svona staða kemur
upp er sá úrskurðaður sigurvegari
sem var fremri í seinna mótinu því
það er talið erfiðara. Þriðji varð
Þorvarður Björgúlfsson. Norðan-
menn áttu ekki svar við frammi-
stöðu Sunnlendinganna og lauk að-
eins einn þeirra keppni, en þeir eru
aðeins nýkomnir með braut og
sýndu það þó að mikils er af þeim að
vænta í framtíðinni.
Þorkell Ágústsson hefur nú gott
sem tryggt sér íslandsmeistaratitil-
inn, en þess er að geta að Þorvarður,
íslandsmeistarinn frá í fyrra, hefur
þurft að sleppa nokkrum keppnum
úr í sumar vegna meiðsla.
Jón Eyjólfsson á Pontiac 428 sigraði bæði í flokki sérútbúinna fólksbifreiða og
opna flokknum, en þar hafði hann bætt við sig einu setti af skófludekkjum undir
hílinn. Jón setti nv Islandsmet f báðum flokkunum.
Hér eru þeir Heimir Barðason og Þorkell Ágústsson (fremri) á fullri ferð, en þeir
urðu einmitt í tveimur efstu sætunum í moto-crossinu. Ljósm.: KAE.