Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
17
Úr poppinu í klassíkina
Meðal tónleikagesta í Bifröst voni Óskar Stefánsson, beykir, en hann er afí
Óskars Jónssonar, læknis. Meó þeim á myndinni er læknisfrúin, Aöalheiður
Arnórsdóttir, bæjarfulltrúi.
klukkan 18.00 frá Varmahlíð þar
sem hópurinn gisti. Eftir stutta
æfíngu var borðað í boði bæjar-
stjórnar Sauðárkróks.
Magnús Sigurjónsson, for-
seti bæjarstjórnar, bauð gesti
velkomna. Magnús sagði, að
því miður væri tónleikasalur-
inn í Bifröst, helsta sam-
kvæmishús þeirra Sauðkræk-
inga, í smærra lagi, en bað
menn að hafa það hugfast, að
þótt húsakynnin væru þröng
þá fengi Sinfónían nægt rými í
hjörtum Skagfirðinga.
Það voru orð að sönnu:
troðfullt út úr dyrum, eða um
300 manns, og geysileg
stemmning allan tímann.
Texti og myndir:
Guömundur Póll Arnarsson
— Spjallað við Þorkel
Jóelsson, skógarhorns-
þeytara og nýliða í
Sinfóníuhljómsveit
íslands
Einn nýliðanna í Sinfóníunni er
Þorkell Jóelsson. Hann er 28 ára
gamall Mosfellingur og leikur á
horn.
— Þorkell, þú ert gamall popp-
ari, er það ekki?
„Jú, svo mun vera. Ég var á
tímabili trommuleikari í popp-
sveit sem kölluð var Gaddavír.
Eitthvað lék ég með Logum í Vest-
mannaeyjum líka. Ég hætti í þess-
um bransa ’75 en þá hafði ég í
nokkurn tíma verið við nám í
hornblæstri í Tónlistarskólanum í
Reykjavík."
— Þú skiptir bæði um hljóðfæri
og tónlistarform. Hvers vegna?
„Það er ekki alls kostar rétt að
ég hafi skipt algerlega um hljóð-
færi. Ég hef blásið í trompet frá
því ég var ellefu ára gamall, og
trompet er jú blásturshljóðfæri
eins og horn.
Hvað því viðkemur að ég hafi
Þorkell Jóelsson
skipt yfir í klassíkina, þá eru
kannski margar ástæður til þess.
Ég ætlaði mér alltaf að verða tón-
listarmaður að atvinnu og ég
kærði mig ekki um að vera ein-
hvers konar skallapoppari alla tíð.
Svo er líka ólíkt skemmtilegra að
spila í Sinfóníunni en popphljóm-
sveit, og gerir miklu meiri kröfur
til manns. Þetta er mjög vanda-
samt.“
— Hvernig var háttað náms-
ferli þínum á hornið?
„Viðar Alfreðsson kenndi mér í
Tónlistarskólanum hér, en ’77 fer
ég til Lundúna til náms i Guild-
hall School of Music and Drama.
Þar hafði ég þrjá kennara, allt
fræga hornista. Þeir heita Antony
Hallsted, Jeffrey Briant og David
Cripps.
Ég kláraði ekki námið í einni
lotu, kom heim veturinn ’80—’81
og spilaði þá í Sinfóniunni. Ég fór
svo utan aftur í fyrra og lauk
námi nú í sumar."
— Hvað starfar þú með því að
spila í Sinfóníunni?
„Ég kenni svolítið og svo verð ég
með í hljómkviðusveit sem er að
komast á laggirnar núna og Guð-
mundur Emilsson er forsprakki
fyrir. Og kannski spilar maður
eitthvað í Óperunni eða Þjóðleik-
húsinu."
íslandsmótið í sandspyrnu fór síð-
an fram á sunnudeginum í Hrafna-
gili eins og áður sagði. Keppt var í 5
flokkum bifreiða, en síðan var hald-
in keppni í opnum flokki í lokin.
Keppt var á hundrað metra braut og
voru áhorfendur hátt á annað þús-
und.
I flokki sérútbúinna fólksbíla
sigraði Jón Eyjólfsson á Pontiac 428
með tímann 4,68 sek., sem er jafn-
framt nýtt Islandsmet. Annar varð
Valur Vífilsson á Barracuda 440
með tímann 4,92 sek. Þriðji var
Snorri Jóhannsson á Challanger 426
Hemi á 5,11 sekúndum. Þess er að
geta að gamla íslandsmetið í þess-
um flokki var 5,52 sek., en eins og
sjá má náðu þessir þrír betri tíma.
í flokki sérútbúinna jeppa sigraði
Halldór Jóhannessoná Willys AMC
401 á tímanum 5,54 sek. í öðru sæti
varð Árni Antonsson á Willys 350
með tímann 5,94 og þriðji Guð-
mundur Gunnarsson á Willys 340
með tímann 6,05 sekúndur.
í standard jeppaflokki sigraði
Magnús Bergson á Willys 8 cyl. á.
tímanum 6,59, í öðru sæti varð Flosi
Jónsson á Willys 8 cyl. með tímann
6,61 sek. og þriðji Sigurgeir Guð-
mundsson á Rússajeppa 8 cyl. með
tímann 7,33 sek.
í standard fólksbílaflokki sigraði
Þórður Valdimarsson á Volkswagen
4 cyl. á tímanum 7,5 sek. Annar varð
Einar Birgisson á Capri 8 cyl. með
tímann 8,09 og þriðji Kristján
Vernharðsson á Nova 8 cyl. á tíman-
um 8,48 sek. Þess má geta að Þórður
er nú þegar einnig búinn að tryggja
sér Íslandsmeistaratitilinn í rally-
crossi, jafnvel þótt mótinu sé ekki
lokið og er þetta því íslandsmeist-
aratitill númer tvö.
í mótorhjólaflokki mættu moto-
cross kapparnir, sem keppt höfðu í
moto-crossinu daginn áður, til leiks
og spreyttu sig við götuhjólin við
góðan árangur. Ragnar I. Stefáns-
son á Jamaha 490 (moto-cross-hjól)
sigraði á tímanum 5,36 sek. Annar
varð Heimir Barðason á Maico 490
(moto-cross-hjól á tímanum 5.60
sek. Þriðji varð Steingrímur As-
grímsson á Kawasaki 750 (götuhjól)
með tímann 5,69. Moto-cross-hjólin
eru aldrei yfir 500 kúbik að vélar-
stærð.
í lokin var síðan keppt í opnum
flokki, þar sem keppendur mættu til
leiks úr öllum framangreindum
flokkum. Það setti nokkuð svip sinn
á opna flokkinn, að margir af
sprækustu „fákunum" þjófstörtuðu
og voru dæmdir úr leik. Sigurvegari
varð Jón Eyjólfsson á Pontiac 428,
sem sigraði í sérútbúna fólksbíla-
flokknum. Jón mætti hér til leiks
með tvöföld skófludekk og setti nýtt
íslandsmet 4,63 sek. Valur Vífilsson
varð annar á Barracudunni á tíman-
um 4,87. Snorri Jóhannsson varð
þriðji þrátt fyrir að hann hafi sett
hláturgas (nítrat) á vélina, en það
getur aukið kraft vélarinnar um allt
að 200 hestöfl segja gárungarnir.
Þetta kænskubragð dugði þó ekki
sem skyldi og varð Snorri að sætta
sig við þriðja sætið.
Ef þú málar með STEINAKRÝLI fní Málningu hf
þarftu ekki að bíða eftir málningarveðri!
Frábærar niðurstöður íslenskra sértræðinga.
Efnaverkfraeðingar MALNINGAR h/f hafa staðið fyrir
vlðtækum prófunum á STEINAKRÝLII rúmlega þrjú
ár. Niðurstöður þeina eru m.a. þær, að STEINAKRÝL
er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL
er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvl
einstaklega hæf fyrir islenskar aðstæður.
Duftsmitandi fletlr valda ekkl lengur erfiðleikum.
Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi
fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem
er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu.
Rigningarskúr er ekkert vandamál.
STEINAKRÝL er terpentlnuþynnanleg málning, sem
er óvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður STEIN-
AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð
þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og
heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir
rigningu fljótlega eftir málun.
Nú geturðu málað I frosti.
Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU
h/f er einfaidlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa
áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin
útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með
STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel 110
gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo
miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST!
STEINAKRÝL
- málningín sem andar
málninghlf