Morgunblaðið - 14.09.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
29
iesota. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna flutti ræðu auk fulltrúa frá öllum
íl.jonniTndir Mbl. ÓI.K.M.)
\a í Minnesota
þætti leitt að hafa ekki haft
tækifæri til að hitta fleiri íslend-
inga í Minneapolis og ekkert get-
að skoðað borgina. „Eg hef stigið
inn og út úr bílum," sagði Vigdís
forseti, „og varla vitað hvar ég
var.“ Dagskrá hennar í Minnea-
polis var mjög ströng en undir-
búningur allur hafði verið unn-
inn vel og nákvæmlega, þótt
eitthvað hlyti að fara úr skorð-
um. Hún átti að ganga af hóteli
sínu yfir í Dayton-stórverslunina
á laugardag, þar sem sendiherra-
hjón Islands buðu til móttöku á
efstu hæð fyrir hönd íslenskra
viðskiptaaðila. Ekki gafst Vigdísi
forseta tími til að ganga þetta,
en var ekið til móttökunnar.
Oánægjuraddir heyrðust meðal
þeirra sem höfðu komið gagngert
til að sjá forsetann í versluninni,
en allir virtust hafa heyrt hversu
glæsileg hún er.
Göngugata fyrir utan verslun-
ina líktist einna helst Austur-
stræti á 17. júní. Þar voru ís-
lenskir fánar, íslenskar vörur og
kynningarbæklingar og konur
klæddar í upphluti og peysuföt.
Á öðrum stöðum í borginni mátti
finna svipaðar götur með brag
hinna Norðurlandaþjóðanna.
Fánar landanna voru hylltir á 5
stöðum í borginni á laugardag og
Vigdís forseti var viðstödd hyll-
ingu íslenska fánans áður en hún
sat hádegisverð samtaka ýmissa
kvenna og talaði um sjálfboða-
störf á íslandi.
Ýmsar sýningar í sambandi
við Scandinavia Today voru
opnaðar í Minneapolis, og var
Vigdís forseti viðstödd opnun
ljósmyndasýningarinnar í Walk-
er Art Center á laugardag, Bertil
Svíaprins opnaði hana. Þá um
kvöldið voru miklir hljómleikar
haldnir í hljómleikahöll Minnea-
polis. Vigdís forseti var þar í
skautbúningi og gestir voru
skreyttir orðum og dýrindis
djásnum. Birgit Nilsson, Hákon
Folkegaard, karlakórinn Fóst-
bræður, Viktor Borge og fleiri
komu þar fram og verður tón-
leikunum sjónvarpað síðar.
Vigdís forseti sagði í opnun-
arræðu sinni í Guthrie Theatre á
föstudag, að hún ætlaði ekki að
gróðursetja þrjú tré í Minnesota
eins og hún er vön á ferðum sín-
um. Borgarstjórn Minneapolis
fékk hana þó til þess, og í rign-
ingu á sunnudagsmorgun mokaði
hún mold á rætur þriggja trjáa
og bað trén sín þrjú vel að lifa í
Minnesota. Á sunnudagskvöld
hélt forseti íslands til New York.
dinnesota,
herrahjón-
liptaaðila í
Geil Magnússon (tv.) sýndi myndir sem hún málaði á íslandi
1950—55 og Ethyl Furgeson sat og prjónaði og sýndi íslenskar
prjónavörur á göngugötu í Minneapolis.
Gengið á rauðum
dreglum í New York
New York 13. september. Frá Önnu
Bjarnadóltur fréítaritara Mbl.
EDWARD I. Koch, borgarstjóri
New York lýsti þessa viku í New
York, viku Scandinavia Today,
við opnun Norrænu menningar-
kynningarinnar í Alice Tully
Hall í Lincoln Center í dag,
mánudag. Hann bauð gesti vel-
komna til borgarinnar á tungu-
málum allra landanna og sagði
síðar: „Vertu velkomin.“ Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands
flutti opnunarræðu og the Nord-
ic Trio flutti verk Þorkels Sigur-
björnssonar Faces of Pantom-
ime. Þorkell samdi verkið sér-
staklega fyrir tríóið til heiðurs
opnunar Scandinavia Today á
vegum Nomus, samtaka nor-
rænna tónlistarmanna, og var
hann viðstaddur flutning verks-
ins í Lincoln Center.
Patricia McFate forseti Am-
erican Scandinavian Founda-
tion bauð gesti velkomna og
sagði eilítið frá undirbúningi
Scandinavia Today. Hún sagði
að menningarkynningin væri
hin mesta sinnar tegundar í
Bandaríkjunum. McFate sagði
að kynningin myndi færa þjóð-
irnar saman og vitnaði í kvæði
eftir Matthías Johannessen: „I
have had a land for a friend",
sem á íslenzku hljóðar: „Ég hef
átt land að vini“ — (úr Sálm-
um á atómöld í Fagur er dal-
ur).
Pher Gyllenhammer for-
stjóri Volvo og Else Hetem-
áki-Olander tóku einnig til
máls.
Vigdís forseti talaði um
frelsisstyttu Bandaríkja-
manna, sem stendur í New
York-höfn og innflytjendur til
Bandaríkjanna sigldu framhjá
og kallaði hana „áhrifamikla
konu með blys“. Sjálf sagðist
Vigdís forseti ekki vera áhrifa-
mikil kona með blys, heldur
aðeins kona með blys, „kona
með blys friðar og vinsemdar í
heiminum, kona með blys um-
hyggju — umhyggjunnar, sem
stuðlar að friði — og nú með
blys Scandinavia Today“.
Forseti íslands talaði um
samstarf Norðurlandanna og
menningu þeirra. Hún sagði
menningu auka skilning á líf-
inu sjálfu og án hennar gæti
samstarf, friður og umhyggja
aldrei náðst. Hún lýsti síðan
menningarkynninguna í New
York opna. Þrjár sýningar
Scandinavia Today verða t
opnaðar á þremur söfnum við
Fimmtu tröð í kvöld og munu
fulltrúar Norðurlandanna og
gestir ganga á rauðum dregl-
um milli safnanna.
Símamynd MorgunbSaóið / ÓI.K.M.
Patricia McFate og Edward I. Koch, borgarstjóri New York, afhenda forseta
fslands, Vigdísi Finnbogadóttur, yfirlýsingu New York-borgar um Scandin-
avia Today-vikuna.
Vorum ánægð með
hvernig til tókst með
flutning verks Karólínu
— segir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra
New York, 13. æptember. Frá
Önnu Bjarnadóttur, Tréttaritara Mbl.
„ÞAÐ var sameiginlegt verk-
efni allra Norðurlandanna að
undirbúa Scandinavia Today
og sáu sérstakar nefndir um
val á efni á menningar-
kynninguna“, sagði Ingvar
Gíslason menntamálaráðherra
í stuttu samtali sem Mbl. átti
við hann í Minneapolis á
sunnudag. Karólína Eiríksdótt-
ir tónskáld sagði á dögunum að
hún hefði frétt á skotspónum
að verk hennar, Sonans, hefði
verið valið til flutnings við
opnunarhátíð á Scandinavia
Today í vísindaakademíunni í
Washington. „Reynt var að
velja verk frá öllum Norður-
löndunum," sagði mennta-
málaráðherra, „ég get ekki
sagt hvernig nákvæmlega var
staðið að því. Nefndunum var
veitt úrslitavald um hvað valið
yrði. Það kom ekki í hlut ráð-
herra sem slíks. En ég vil segja
að við sem vorum viðstödd
flutning verks Karólínu vorum
mjög ánægð með hvernig til
tókst.“
Menntamálaráðherra sagði
að ráðuneytið hefði reynt að
halda kostnaði í sambandi
við Scandinavia Today niðri
og ekki haft peninga til að
bjóða einstökum lista-
mönnum út. Þorkell Sigur-
björnsson, sem var viðstadd-
ur flutning verks síns við
opnunarhátíðina í Kennedy
Center, var þar á eigin veg-
um. Menntamálaráðherra,
Birgir Thorlacius ráðuneytis-
stjóri og Kristinn Hallsson
og konur þeirra eru í Bandar-
íkjunum til að vera viðstödd
opnunarhátíðir á menningar-
kynningu Norðurlandanna.
Kona ráðherra kom ekki til
landsins fyrr en á föstudag.
Hún er hér á kostnað ráðu-
neytisins eins og reglur um
ferðir ráðherra leyfa en hin-
ar frúrnar eru á eigin kostn-
að.
Menntamálaráðherra verð-
ur með hádegisverðarboð á
fimmtudag fyrir fræðimenn í
íslensku í Bandaríkjunum, í
sambandi við íslensku forn-
ritasýninguna á* Pierpont
Morgan-bókasafninu á mið-
vikudag. Hann hefur verið
viðstaddur opnun fjölda sýn-
inga í sambandi við Scand-
inavia Today í Washington,
Minneapolis og New York
ásamt menningarmálaráð-
herra Finna, menntamála-
ráðherra Norðmanna og
dómsmálaráðherra Svía, en
danski menntamálaráð-
herrann varð að fara heim
frá Washington vegna
stjórnarskiptanna í Dan-
mörku.