Morgunblaðið - 14.09.1982, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
21
• Víkingur varð um helgina íslandsmeistari í knattspyrnu. Á myndinni sem tekin var að leikslokum í búningsklefa Víkings má sjá hvar fyrirliði
liðsins hampar sigurlaununum og leikmenn ásamt forystumönnum félagsins fagna sigrinum. Sjá fréttir af íslandsmótinu á blaðsíðum
23—24—25—26. Ljósm. KÖE.
íslendingarnir iðnir
að skora í Belgíu
ÍSLENDINGARNIR í belgísku
knattspyrnunni voru í sviðsljósinu er
sjötta umferöin var þar á dagskrá
um helgina. Magnús Bergs, Lárus
Guðmundsson og Pétur Pétursson
skoruðu allir fyrir félög sín í sigur-
leikjum og Arnór Guðjohnsen átti
enn einn stórleikinn fyrir Lokeren
þó ekki tækist honum að skora að
þessu sinni. Úrslit leikja urðu sem
hér segir:
Lokeren — Ghent 2—1
Antwerpen — Beveren 2—1
FC Liege — Kortrijk 1—0
Cercle Briigge — Waterschei 1—2
Molenbeek — Searing 1—1
Lierse — Anderlecht 0—2
Winterslag — FC Brugge 1—1
Waregem — Tongeren 0—2
Standard — Beerschot 1—2
Magnús Bergs skoraði annað
mark sitt í jafn mörgum leikjum
fyrir Tongeren og liðið hefur að-
eins rétt úr kútnum, byrjaði illa,
en hefur fengið þrjú stig af fjórum
mögulegum eftir að Magnús kom
til félagsins. Lárus skoraði annað
af mörkum Waterschei gegn Sæ-
vari Jónssyni og félögum hjá
Cercle og Pétur Pétursson skoraði
sitt fyrsta deildarmark fyrir
Antwerpen, vonandi batnandi
tímar fram undan hjá honum.
Staðan er þannig eftir sex um-
ferðir, að Beerschot er efst með 10
stig, Anderlecht, Lokeren og FC
Brugge hafa 9 stig og Beveren hef-
ur 8 stig. Þá koma Standard, Wat-
erschei og Antwerpen með 7 stig
hvert félag.
200 manna klapp-
lið með Sociedad
Spænska knattspyrnu-
meistaraliðið Real Sociedad,
sem mætir Víkingi í 1. um-
ferð Evrópukeppni meistara-
liða annað kvöld, er lið ekki
einsamalt. Með félaginu
hingaö til lands koma 200
ákafir stuðningsmenn þess
og koma þeir með einka-
flugvél til landsins. Væntan-
lega mun fara mikið fyrir
klappliði þessu, því Spánverj-
ar eru frægir fyrir eldheitan
áhuga sinn á knattspyrnu og
frægir fyrir allt annað en að
sitja þegjandi yfir knatt-
spyrnuleikjum.
••
Magnús Bergs hefur leikið vel með
hinu nýja liði sínu Tongeren og skor-
að í báðum leikjum sinum með lið-
inu.
ÍBV mætir Lech
Posnan í kvöld
íþróttabandalag Vest-
mannaeyja leikur fyrri leik
sinn í Evrópukeppni bikar-
hafa í knattspyrnu gegn
pólska liðinu Lech Poznan á
Kópavogsvellinum í kvöld og
hefst leikurinn klukkan
18.00.
Síðari leikurinn fer fram í
Poznan eftir hálfan mánuð.
ÍBV hefur leikið vel á ís-
landsmótinu upp á síðkastið
og aldrei að vita ncma liðið
standi í pólska liðinu á
heimavelli. Teflir liðið m.a.
fram öðrum af tveimur
markakóngum íslandsmóts-
ins, Sigurlási Þorleifssyni, og
mun væntanlega mæða mik-
ið á honum. í pólska liðinu
eru tveir mjög kunnir pólskir
landsliðsmenn sem komu
mikið við sögu á HM á Spáni
í sumar. Eru það miðvallar-
leikmaðurinn Januz Kupce-
wicz sem þykir sérstaklega
háli með útsmognar auka-
spyrnur sínar. Hinn er
markvörðurinn risavaxni
Piotr Mowlik sem oft hefur
staðið í pólska landsliðs-
markinu.
Koma vel birgir af
matvælum fra Spáni
ÞAÐ ER greinilegt á öllu að leik-
menn og forráðamenn spænsku
meistaranna, Real Sociedad, vita
ekki mikið um ísland.
Fréttaritari Mbl. í Burgos á Spáni,
Helga Jónsdóttir, fékk fyrir helgina
upphringingu frá formanni félagsins
þar sem hann hafði stórar áhyggjur
af því að leikmenn hans gætu ekki
fengið neitt almennilegt að éta.
Spurði hann í þaula um hvort
maturinn hér væri ætur, hvort hér
væri hægt að fá ávexti, kjöt og
grænmeti. Var það ekki fyrr en
hann hafði verið fullvissaður um
að á íslandi fengi hann besta vatn
í heimi, sömuleiðis bestu mjólkina
og langbesta fiskinn, að hann ró-
aðist.
Til þess að vera nú alveg vissir í
sinni sök koma forráðamenn liðs-
ins með appelsínur, matarolíu og
eitthvert úrvals kjöt, sem leik-
menn ku alltaf borða. — SSv.