Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
Bergþór Guðjónsson tryggði sér sigur í lokaþrautunum, en hann ók mjög vel og skaut kraftmeiri bílum aftur
fyrir sig.
Torfærukeppni Stakks:
Bergþór Guðjónsson sigraði
í spennandi keppni
MEÐ SIGRI í torfærukeppni
Björgunarsveitarinnar Stakks í
Grindavík á sunnudaginn tryggði
Bergþór Guðjónsson sér íslands-
meistaratitilinn í torfæruakstri. Ók
hann að venju Willys-jenpa búnum
Volvo B20 Turbo-vél. I öðru sæti
varð Bjarni Sigurgarðarsson í
Willys og í því þriðja Halldór Jó-
hannesson einnig á Willys.
Það var óvenju góð þátttaka í
torfærukeppninni að þessu sinni.
Bjarmi Sigurgarðarsson náði
forystu á Willys, en í lokaþraut-
unum missti hann af sigrinum.
Þá hrifsaði Bergþór Guðjónsson
fyrsta sætið með því að aka lag-
lega, en hann átti í smávandræð-
um í upphafi keppninnar er
vatnsinnspýting vélarinnar virk-
aði ekki sem skyldi. Halldór Jó-
hannesson kom frá Akureyri og
nældi í þriðja sætið með því að
aka grimmt. Daihatsu-jeppar í
keppninni vöktu sérstaka at-
hygli fyrir mjög góða frammi-
stöðu, en þeir voru með mun
kraftminni vélar en keppinaut-
arnir.
Þeim, sem keppa í torfærukeppni, veitti ekkert af flugprófi. Óneitanlega
hafa þessar aðfarir dekkjasparnað f för tmeé aér.
UW m * v
Jón Kagnarsson á Suzuki varð að
Ijúka keppni á tveim jafnfljótum
þar sem jeppinn stöðvaðist í einni
brekkunni.
I jÓMmyndir Mbl. (iunniau^ur R.
Það eru engin smádekk undir torfærujeppunum. Bergþór Guðjónsson
stendur hér við Willysinn sinn, sem búinn er Volvo B-20 turbo-vél.
Pétur Pétursson þulur:
Að sveia
jólakettinum
í september
„Nú fáum við stóran samning og
góðan í haust," sagði ungur full-
trúi er setið hafði þing BSRB og
hlýtt á ræður forystumanna og
hvatningarorð þeirra um „endur-
heimt kaupmáttar".
Nú liggur samningurinn fyrir
„stór og góður" að mati forvígis-
manna. Hvað annað. Þeir hafa
alltaf verið að gera góða samn-
inga. Það er sérgrein þeirra. Þang-
að til líður á samningstímabilið.
Þá kemur í ljós að seinasti samn-
ingur verður hverju sinni einn
hinn versti er gerður hefir verið.
Allt komið undir kvið og nástrá
kroppað á Sultartanga í samn-
ingslok. Þá er efnt til nýrra funda
og hvatt til aðgerða. Að vísu er
tónninn ekki ævinlega jafn her-
skár. Það varð t.d. ljóst hinn 1.
maí sl. við hátíðahöld á Lækjar-
torgi að harði kjarninn frá dögum
útflutningsbanns og verkfalla, var
farinn að linast. Þegar Kr. Th. og
Asm. Stef., stigu í stólinn og síðan
var tilkynnt að söngflokkurinn
„Hálft í hvoru“ ætlaði að syngja
baráttusöngva þá varð ijóst hver
hugur fylgdi máli. Ef svo fer sem
horfir má búast við að næsti 3öng-
flokkur þeirra félaga verði „Frá-
dráttarflokkurinn Kjaraskerð-
ing“.
Allt frá því er opinberir starfs-
menn unnu sigur í þrjúprósent-
þrætunni með andófsbaráttu sinni
1979 hafa Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurinn haft uppi
áform um að koma samtökum
þeirra á kné og setja undir hús-
aga. Verkalýðsforingjar Alþýðu-
bandalagsins búa enn að trausti er
fyrirrennarar þeirra ýmsir áunnu
sér á árum gerðardómslaga vegna
vasklegrar framgöngu. íslensk al-
þýða er langminnug á velgerðir og
tryKglynd í eðli sínu. Var raunar
vönust því að heyra bæði hósta og
stunu úr röðum forystumanna
verkalýðs þá er vegið var í kné-
runn hennar. „Ég hósta þegar mér
sýnist," sagði Guðmundur J. þá er
honum leystist Reykjavíkurhöfn á
liðnu sumri. Hóstalaust virðist sá
hinn sami Guðmundur ganga und-
ir jarðarmen járnblendimanna og
fjármálafursta er nú freista þess
að velta auðvaldskreppu og afleið-
ingum hennar á herðar vinnandi
almúga. Ömurlegt má það vera ís-
lenskum sósíalistum að heyra for-
ystuhópa alþýðunnar vella graut
Vinnuveitendasambandsins um
minnkandi hagvöxt og samdrátt í
auðvaldsþjóðfélagi.
„Öðrum fórst, en ekki þér,“ segir
máltækið.
Hafa sósíalistar gleymt fræðum
Karls Marx er sagði af skarp-
skyggni fyrir um sífelldar og
óhjákvæmilegar kreppur auð-
valdsþjóðfélagsins er framleiðir
með gróðann einan að takmarki
en hirðir hvergi um neyzluþörf né
nauðþurftir almennings?
Ræður alþýðubandalagsmanna
gætu rétt eins verið fluttar af
Sveini Pálssyni rakara á Óseyri og
forystugreinar Þjóðviljans sem
best birst í Kvöldblaðinu. Enda
gengur fram af mörgum. Hvað
sagði ekki Brynjólfur Bjarnason
fyrrum ráðherra um Þjóðviljann.
Hann kvíðir fyrir að fá hann.
Brynjólfur lýsti þróun mála er
verður með undanhaldi forystu-
manna í ræðu er hann flutti árið
1958. Það er rétt eins og lýst sé
vinnubrögðum Alþýðubandalags-
ins þessa dagana:
„Eftir að endurskoðunarstefnan
varð ofaná ... tóku þeirað miða
allt sitt starf við auðvaldsskipu-
lagið, takmarka það við hagkerfi
þess og stjórnarfar ... Það er
þetta sjónarmið, þar sem allt er
miðað við að leysa vanda hins kap-
ítalíska hagkerfis sem hefir leitt
flokkinn inn á þá braut sem hann
nú er á, fylgi við gengislækkun,
tollahækkanir á neyzluvörum og
ráðstafanir til að hefta kjarabar-
áttu verkalýðsins.
Slíkri stefnu og slíkum verkefn-
um hæfir það skipulag, sem trygg-
ir fullt „athafnafrelsi" forystuliðs-
ins, og sjálfræði þess gagnvart
hinum óbreyttu flokksmönnum.
Þingflokkurinn verður kjarninn,
félög almennra flokksmanna eins-
konar kjósendafélög til aðstoðar.
Þetta er leiðin til þess að breyta
flokknum í samébyrgð hagsmuna-
og valdastritara.
Af reynslu sósíaldemókrata-
flokkanna þekkjum við þetta bezt,
ekki sízt hættuna á spillingu í
æðstu toppum flokksins. Undir
eins og menn taka að gegna áhrif-
astöðum með vald á bak við sig, þá
sparar borgarastéttin engin ráð til
að kaupa menn, og spilla þeim.“
Þannig lýsti Brynjólfur Bjarna-
son ferli þeirra er víkja af vegi.
Aldarfjórðungur er liðinn síðan
þessi orð voru sögð. Þá var átt við
Alþýðuflokkinn. Við hvaða flokk
eiga þessi ummæli nú?
Furðulegur er tvískinnungur á
málflutningi forystumanna er
ógna nú með atvinnuleysi og
kjararýrnun. Annarsvegar er rætt
um brýna nauðsyn launalækkunar
svo atvinnuvegir rísi undir kaup-
gjaldi. Hinsvegar hampað flokka-
hækkunum og launabótum er
boðnar eru af stjórnvöldum. Virð-
ast því forystumenn telja að með
því sé launamönnum að fullu bætt
tekjuskerðing. Spyrja má: Hvað er
þá unnið með vísitöluskerðingu ef
launalækkun er bætt með öðrum
hætti? Hver verður ávinnnigur
ríkissjóðs og sparnaður?
Sannleikurinn er sá að með
tvískinnungi, undirferli og bak-
tjaldamakki er öll viðmiðun og
dómgreind rugluð með talnaleikj-
um svo enginn veit sitt rjúkandi
ráð. Hið sanna er að stjórnvöld
bera fé á fulltrúa ýmissa hópa
með flokkahækkunum er slævir
dómgreind þeirra, en greiða síðan
þorra starfsmanna það högg er
lengi mun á lendum svíða með
helmingsfrádrætti verðbóta í des-
ember. Raunar var ljóst að
forystumenn margir teljast til
jólasveina, en að formaður
Verkamannasambands íslands
tæki að sér að leika jólaköttinn,
það vekur meiri furðu.
Við undirskrift samninga var
fjármálaráðherra hinn kampakát-
asti er hann kvað svokallaðar
„launabætur" skila sér allar í rík-
issjóð áður langt liði. Ekki var
gleði viðskiptaráðherra minni er
hann lýsti áformum sínum og full-
tingi forystumanna að ráðast enn
frekar og af meiri offorsi gegn
vísitölubótum á vetri komanda
með því að skekkja enn frekar en
orðið er undirstöðu og útreikn-
inga. Furðulegt er að hlýða á tal
þeirra herra um víxlverkanir
verðlags og kaupgjalds. Af tali
þeirra má ráða hvorum megin
hjartað slær. Þeir setja vörur og
vexti skör ofar en launavinnu og
framlag alþýðu til auðmyndunar.
Með sömu rökum og þeir beita
mætti eins lýsa áformum um að
stöðva víxlverkanir hungurs og
máltíða.